Morgunblaðið - 15.01.2003, Qupperneq 21
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003 21
ÞAÐ færist góðu heilli sífellt í
vöxt að íslensk fyrirtæki, félög og
stofnanir láti skrá sögu sína. Að
slíku er menningarauki, auk þess
sem margvíslegum fróðleik og þekk-
ingu er með þessu móti forðað frá
glötun. Oftast eru slík sögurit samin
í tilefni stórafmæla og algengast er
að fyrirtæki og stofnanir haldi upp á
hálfrar aldar eða sjötíu og fimm ára
afmæli með þessum hætti, en næsta
fátítt er enn sem komið er, að for-
ráðamenn geti fagnað mikið stærri
afmælum.
Bókin, sem hér er til umfjöllunar,
er einmitt eitt slíkra afmælisrita,
samin í tilefni af hálfrar aldar afmæli
Skýrr hinn 28. ágúst síðastliðinn.
Höfundurinn, Óttar Kjartansson,
hefur starfað hjá fyrirtækinu um
langan aldur og þekkir mestan hluta
sögu þess af eigin raun. Sú reynsla
hefur augljóslega verið honum
drjúgt veganesti við söguritunina,
auk þess sem hann hefur notið
stuðnings margra góðra manna, sem
gagnkunnugir eru fyrirtækinu.
Flestir Íslendingar sem komnir
eru til vits og ára munu kannast við
nafnið Skýrr, færri vita að líkindum
fyrir hvað það stendur og enn færri
munu nákunnugir starfseminni.
Upphaf Skýrr var það að Hagstofa
Íslands og Rafmagnsveitur Reykja-
víkur tóku höndum saman um rekst-
ur vélbúnaðar til skýrslugerðar og
innheimtu á reikningum, þ.á m. raf-
magnsreikningum. Á þeim fimmtíu
árum sem síðan eru liðin hefur
Skýrr vaxið og dafnað, verkefnin
orðið æ fjölbreytilegri og nú annast
fyrirtækið skýrslugerð fyrir fjöl-
marga óskylda aðila en því var
breytt í sjálfstætt hlutafélag árið
1995.
Öll er frásögnin í þessari bók fróð-
leg. Höfundur rekur söguna í tíma-
röð og gerir glögga grein fyrir þróun
fyrirtækisins, viðfangsefnum þess,
búnaði og starfsfólki á hverjum
tíma. Þá eru og birt viðtöl við nokkra
forystumenn og stjórnendur sem
Jón Birgir Pétursson hefur skráð og
eru þau skemmtilegt hliðarstef við
meginmál. Allur frágangur bókar-
innar er með ágætum og hún er
prýdd fjölda mynda, sem margar
auka á heimildagildi hennar.
Miðstöð skýrslugerðar
BÆKUR
Sagnfræði
eftir Óttar Kjartansson. Skýrr hf.,
Reykjavík 2002. 350 bls., myndir.
UPPLÝSINGAIÐNAÐUR Í HÁLFA ÖLD –
SAGA SKÝRR 1952–2002
Jón Þ. Þór
ÁKVEÐIÐ hefur verið að hætta
starfsemi Sneglu listhúss, sem starf-
rækt hefur verið á horni Grettisgötu
og Klapparstígs síðan árið 1991. Mun
starfsemi hússins leggjast niður eftir
næstkomandi föstudag, 17. janúar.
Að sögn Guðnýjar Jónsdóttur,
einnar af þeim tólf listakonum er að
húsinu standa um þessar mundir,
eru breytt skilyrði til rekstrar meg-
inástæða þess að Sneglu listhúsi er
lokað. „Verslunin hefur dregist sam-
an í miðbænum og í þessum geira.
Galleríum hefur fjölgað talsvert síð-
an Snegla listhús var stofnað fyrir
ellefu árum,“ segir Guðný. „Þrátt
fyrir að engin yfirbygging sé til stað-
ar, kostar það sitt að halda starfsem-
inni gangandi og mikla vinnu.“
Frekar hætta en
lækka staðalinn
Snegla listhús var stofnað með það
í huga að selja textílvörur og ker-
amik, sem ekki tíðkaðist víða á þeim
tíma. Listakonurnar voru fimmtán
talsins sem upphaflega stofnuðu
Sneglu haustið 1991 en eru nú tólf.
Nokkur endurnýjun hefur átt sér
stað í hópnum, en í honum starfa enn
þó nokkrar konur sem hafa verið
með frá upphafi. Að sögn Guðnýjar
er fækkunin eitt af þeim breyttu
rekstrarskilyrðum sem hópurinn
hefur staðið frammi fyrir. „Það hefur
verið nokkuð erfitt að endurnýja
mannskapinn á þeim staðli sem við
viljum hafa hann, á þeim hraða sem
endurnýjunin hefur átt sér stað. Við
höfum frekar sleppt því að taka inn,
en að taka inn fólk sem stenst ekki
okkar kröfur. Við viljum frekar
hætta en að lækka staðalinn.“
Guðný segir að allar myndlistar-
konurnar muni halda áfram að starfa
í myndlist þó að Sneglu listhúsi verði
lokað. „Margar hafa einnig verið með
verk í umboðssölu í öðrum galleríum
og halda því eflaust áfram. Aðrar
fara kannski að hugsa sinn gang.“
Hún segir það hugsanlegt að kon-
urnar sem tilheyra Sneglu haldi hóp-
inn að einhverju leyti en þær hafa
gegn um tíðina haldið samsýningar,
síðast í Norska húsinu í Stykkis-
hólmi síðastliðið haust. „Það er aldrei
að vita nema við opnum Sneglu list-
hús á ný á nýjum stað en ekki í beinu
framhaldi núna,“ segir Guðný að lok-
um.
Snegla listhús
hættir starfsemi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Snegla listhús hættir starfsemi á föstudaginn eftir 11 ára starf.
ÁÐUR hefur verið á það minnst í
pistlum þessum hvernig tilkoma
geislaplötunnar hefur breytt for-
sendum varðandi útgáfu á hljóðrit-
uðu tónlistarefni. Það færist sífellt í
vöxt að aðstandendur tónlistarfólks
og aðrir hagsmunaaðilar taki sig
saman og gefi út geisladiska sem
gefa sögulegt yfirlit um tiltekna tón-
listarstarfsemi. Oftast er um áður
útgefið efni að ræða en stundum fær
áður óbirt efni að fljóta með. Geisla-
platan getur geymt allt að 80 mín-
útur af tónlist þannig að býsna góða
heildarmynd af tilteknu efni má
gefa á vel fylltri geislaplötu. Eldri
félagar Karlakórsins Geysis á Ak-
ureyri hafa tekið höndum saman og
gefið út yfirlitsplötu um starfsemi
kórsins í 80 ár. Alls er um að ræða
rúmar 74 mínútur af tónlist þannig
að hér er ríflega skammtað og
margur góður bitinn fram reiddur.
Karlakórinn Geysir var löngum
áberandi í tónlistarlífi Akureyrar
eða allt til ársins 1990 þegar kórinn
var sameinaður Karlakór Akureyr-
ar. Kórinn var stofnaður árið 1922
og hélt fyrstu tónleika sína á full-
veldisdaginn það ár. Fyrsti stjórn-
andi kórsins var Ingimundur Árna-
son og var hann við stjórnvölinn
næstu þrjá áratugina og rúmlega
það. Fyrstu sex lögin á diskinum
eru flutt undir stjórn Ingimundar
og dylst engum hversu vel honum
hefur farið kórstjórnin úr hendi.
Hér má heyra fallega mótun laglína,
áberandi nákvæman og agaðan
flutning og síðast en ekki síst þéttan
hljóm kórsins. Hljóðritun fyrstu 3ja
laganna frá 1930–1933 er ótrúlega
góð miðað við aldur en upptakan á
Sefur sól hjá Ægi síðri. Upptaka frá
1947 á Mansöng eftir Abt er því
miður svo meingölluð að henni hefði
átt að sleppa. Sonur Ingimundar,
Árni Ingimundarson, stjórnar lög-
unum Svanasöngur á heiði og hinum
ódrepandi smelli Björgvins Guð-
mundssonar, Þey þey og ró, ró og
eru hljóðritanir þessar frá 1962. Hið
síðarnefnda er sungið á stórhættu-
lega hægu tempói og er undravert
hversu vel þessi tilfinningahlaðni
flutningur virkar. Algjör andstaða
er söngur kórsins á Förumanna-
flokkar þeysa frá 1933. Lagið er
flutt undir snarpri stjórn tónskálds-
ins, Karls O. Runólfssonar, og er
flutningurinn ákaflega dramatískur.
Fróðlegt er fyrir hlustendur nú-
tímans að heyra hinn skelfilega (og
nafnlausa) hljómsveitarleik sem
menn þurftu að sætta sig við á þess-
um tíma og er hér í algjöru ósam-
ræmi við ágætan söng Geysis. Þörf
áminning um hverju hefur verið
áorkað í hljóðfærakennslu á Íslandi
síðustu 70 ár. Ýmsir stjórnendur
hafa komið við sögu kórsins og hafa
áherslur skiljanlega verið misjafnar.
Undir stjórn Jans Kisa eru hér flutt
3 erlend lög og er eitt þeirra, Stod-
olje pumpa, greinilega frá landi
stjórnandans og er sungið með eft-
irtektarverðri dýnamík og snerpu.
Brimlending Áskels Jónssonar er
magnað lag sem ætti að heyrast
miklu oftar. Hér er það mjög vel
flutt undir stjórn tónskáldsins. Sig-
urður B. Svanbergsson syngur ein-
söng í tveimur lögum og er flutn-
ingur hans á O Isis und Osiris
sérstaklega fallegur. Full ástæða
væri til að nefna einsöngvarana sér-
staklega. Kórinn hefur greinilega
haft á að skipa afar góðum einsöngs-
röddum í gegnum tíðina og hefur
greinilega enn, eins og heyra má í
Bára blá. Mér vitanlega er ekki til
önnur hljóðritun á Þjóðlagasyrpu
Victors Urbancic og er af henni
fengur hér undir stjórn Ragnars
Björnssonar þótt ekki sé hún með
öllu gallalaus. Síðast en ekki síst
skal hér nefnt framlag eldri félaga
Karlakórsins Geysis, en án fram-
taks þeirra hefði diskur þessi ekki
orðið að veruleika. Hér er greinilega
um tónleikaupptökur frá 1997 að
ræða og er stjórnandinn Guðmund-
ur Þorsteinsson. Í laginu Bára blá
syngur Hjalti Þórólfsson einsöng og
gerir það af miklu öryggi. Þessu
fróðlega ferðalagi um sögu Karla-
kórsins Geysis lýkur með Vornótt
Bjarna Þorsteinssonar.
Það er mikilvægt að standa vörð
um söguleg verðmæti eins og þessi
og ber að þakka eldri félögum
Karlakórsins Geysis lofsvert fram-
tak.
Farsælt söngstarf
TÓNLIST
Geislaplötur
Karlakórinn Geysir og Karlakórinn Geysir
– eldri félagar syngja lög eftir Armas
Järnefelt, Sigfús Einarsson, Franz Abt,
Herman Palm, Karl O. Runólfsson, Jó-
hann Ó. Haraldsson, Björgvin Guðmunds-
son, Oskar Merikanto, Jón Þórarinsson,
Franz Schubert, Áskel Jónsson, Giovanni
Pergolesi, W.A. Mozart, Pál Ísólfsson og
Bjarna Þorsteinsson auk ýmissa þjóð-
laga. Stjórnendur: Ingimundur Árnason
(1930, 1933, 1947, 1950), Karl O. Run-
ólfsson (1933), Árni Ingimundarson
(1962), Jan Kisa (1968), Philip Jenkins
(1971), Áskell Jónsson (1973), Sigurður
Demetz Franzson (1976), Ragnar Björns-
son (1981-82) og Guðmundur Þor-
steinsson (1997). Hljóðritanir: Rík-
isútvarpið og Columbia Gramophone Co.
Ltd. 1930–1997. Heildarlengd: 74’04.
Útgefandi: Karlakórinn Geysir – eldri fé-
lagar.
SÖNGUR GEYSISMANNA Í 80 ÁR
Valdemar Pálsson