Morgunblaðið - 15.01.2003, Side 23
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003 23
SVEINHILDUR Torfa-
dóttir lýkur á föstudag fyrri-
hluta meistaraprófs síns í
klarinettuleik frá Konung-
legu tónlistarakademíunni í
Gent í Belgíu. Í tilefni af því
fékk Sveinhildur Tryggva
M. Baldvinsson tónskáld, til
að semja fyrir sig einleiks-
konsert sem hún leikur á
próftónleikunum með Blás-
arasveit skólans undir stjórn
Tryggva, en það er fátítt að
nemendur panti sér tónverk
til slíkra nota.
„Kennarinn minn stakk
upp á því að ég hefði prófið
mitt svolítið sérstakt,“ sagði
Sveinhildur. „Hann vildi
hafa fjölbreytni, en ekki bara
verk fyrir klarinettu og pí-
anó. Hann vissi af því að
Tryggvi hefði áður samið
fyrir mig verk, – en það var
Seiður, sem ég fékk hjá honum þegar
ég útskrifaðist á Íslandi. Kennarinn
spurði mig þá hvort ég gæti ekki bara
fengið annað verk hjá Tryggva, og ég
tók hann á orðinu, fannst þetta snilld-
arhugmynd, og Tryggvi var meir en
til í þetta. Persónulega finnst mér
músíkin hans æðisleg, þannig að ég
var viss um að ég fengi frábæran
konsert, og það gekk eftir. Þetta er
meiriháttar stykki og almenn ánægja
með það hér.“
Verk Tryggva er í þremur þáttum
og stórri kadensu fyrir einleikarann.
„Fyrsti kaflinn byrjar svolítið spúkí,
maður veit ekkert hvað mun gerast.
Þá kemur inngangur, þar sem klarin-
ettan kemur öllu á fleygiferð
með miklum krafti. Annar
þátturinn er líka mjög myst-
ískur, og Tryggvi vill að við
spilum hann þannig. Á æf-
ingu í morgun sagði hann að
undirspilið ætti að vera eins
og þoka, meðan klarinettan
fær að leika lausum hala.
Þetta er mjög flott. Eftir
þetta kemur einleikskadens-
an, hávaða og látum og öllu
tilheyrandi, en þriðji þáttur-
inn er svo mjög hraður og
fjörugur, þar sem virkilega
er tekið á, en með ljóðrænum
litlum kafla innan í. Þetta er
erfitt en mjög skemmtilegt.“
Sveinhildur segir að fyrsta
æfingin í gærmorgun, með
Tryggva sjálfan við stjórn-
völinn hafi gengið mjög vel,
og að kennaranum hennar
hafi líka litist mjög vel á
verkið. „Það er fínt fyrir mig, því
þessi kennari er mjög strangur, og
verður í dómnefndinni á föstudag-
inn.“ Seiður, verkið sem Tryggvi
samdi fyrir próf Sveinhildar frá Ís-
landi, hefur ílenst í Belgíu, því einn
samnemandi hennar ætlar að leika
það á sínu lokaprófi í vor. „Orðspor
Tryggva er farið að berast út hérna
og allir sem heyra músík eftir hann
verða virkilega hreyknir af henni.
Þetta er góð kynning fyrir íslenska
tónlist almennt, en auðvitað mest fyr-
ir Tryggva sjálfan.“ Sveinhildur kem-
ur heim í febrúar og leikur verk
Tryggva með Blásarasveit Reykja-
víkur á Myrkum músíkdögum.
Pantaði sér
prófverkefni
Sveinhildur
Torfadóttir
Tryggvi M.
Baldvinsson
ÍSLENSKI myndlistarmaðurinn
Ólöf Björnsdóttir opnaði í gær sýn-
ingu í galleríinu The Showroom í
Lundúnum og mun vera opin til 23.
febrúar. Sýningin ber heitið Wollen-
maiden! og er þar um að ræða sömu
Lopameyju og fram hefur komið á
sýningum Ólafar undanfarin ár,
meðal annars á einkasýningu henn-
ar í i8 árið 2000. Að sögn Ólafar
mun Lopameyja að þessu sinni með-
al annars sýna færni sína og tilburði
við að stökkva upp á hleðslur og
steina á myndbandi sem sýnt er á
sýningunni.
Ljósmyndir, myndbönd
og gjörningar
„Wollenmaiden eða Lopameyja er
búin að vera að velkjast um í ferða-
töskunum hjá mér alveg frá því að
ég flutti til Lundúna fyrir nærri sex
árum. Markmiðið er að gera gömlu
lopapeysuna hans pabba að fræg-
ustu lopapeysu myndlistarsögunnar
og hún er trúlega nærri því marki.
Lopameyja hefur alltaf vakið at-
hygli og aðdáendur hennar kröfðust
þess orðið að hún fengi sýningu
nefnda eftir sér,“ segir Ólöf í sam-
tali við Morgunblaðið. Á sýningunni
gefur að líta ljósmyndir og mynd-
bönd af Lopameyju, ferðalögum,
kindum og ævintýrum, að sögn Ólaf-
ar. Í fremri sýningarsalnum hefur
hún byggt stóran skáp og þar inni
komið fyrir ljósmyndum og skjá-
listaverkum. Í miðjum salnum er svo
herbergi, eins konar vetrargarður
með blómum og tilheyrandi. Í innri
salnum er svigrúm fyrir gjörninga
sem Ólöf mun gera meðan á sýning-
unni stendur, hún byggir fær-
anlegar tröppur, fataskáp og hefur
þannig pláss til að syngja og fara
með húslestur. Í tilkynningu frá The
Showroom segir að Ólöf muni
breyta eðli rýmisins í galleríinu á
róttækan hátt og skapa þar töfrum
vafið norrænt umhverfi.
„Mér var boðin einkasýning fyrir
tæpu ári síðan af Kirsty Ogg, stjórn-
anda gallerísins,“ segir Ólöf um til-
urð sýningarinnar. „Undanfarna
mánuði hef ég verið að spá í hvernig
væri best að gera þetta. The
Showroom er mjög skemmtilegt
gallerí í Bethal Green í East End
Lundúna, rekið með opinberu fé og
hjálp styrktaraðila. Það er sérlega
ánægjulegt að sýna þar því það er
ekki rekið í hefðbundnum sölugall-
erísstíl. Galleríið er einungis með
fjórar sýningar á ári, yfirleitt einka-
sýningar, og valdir listamenn sem
standa á tímamótum í list sinni á ein-
hvern hátt. Svigrúmið og frelsið er
nær algert, ég hafði galleríið og að-
stoðarmenn mér til handargagns í
tvo mánuði fyrir sýninguna. Sem ég
var reyndar mjög ódugleg að brúka
til að byrja með þar sem ég er ekk-
ert vön slíkum lúxus.“
Sýnir næst í Hong Kong
Sýningin er meðal annars styrkt
af íslenska fyrirtækinu Ístex og hef-
ur það lagt til heilmikla ull. Ólöf er
búsett í London en segist alltaf vera
með annan fótinn á Íslandi og víðar.
„Það er svo dýrt að búa hér úti að
maður lærir fljótt að spara með því
að halda sig fjarri borginni,“ segir
hún, en hún hefur verið búsett þar
síðan árið 1997. Sama ár lauk hún
námi við fjöltæknideild MHÍ og var
eftir það í tvö ár í Goldsmith’s Coll-
ege, þaðan sem hún lauk MA-gráðu
árið 1999.
Ólöf hefur sýnt á margvíslegum
sýningum, mest í Evrópu en einnig í
öðrum álfum, á undanförnum árum.
Lopameyja hefur einnig ferðast
víða, og tók meðal annars þátt í Tir-
ana Biennalnum, tvíæringi sem
Giancarlo Politi, ritstjóri tímaritsins
Flash Art, stóð fyrir í Albaníu. „Ég
var valin þangað af kúrator hér í
London, Patriciu Ellis, og styrkt af
British Council, en sá þegar bækl-
ingurinn kom út að ég hafði verið
sett á blað sem fulltrúi Íslands með
aðsetur í Reykjavík, væntanlega til
að fjölga löndunum á sýningunni.
Nú vil ég fá íslenskan styrk fyrir
ómakið!“ segir Ólöf.
Eftir að sýningunni í The Show-
room lýkur, heldur hún til Hong
Kong ásamt fjórum öðrum lista-
mönnum og tekur þátt í sýningu
sem styrkt er af British Council.
„Þemað er skemmtilegt, ólíkir lista-
menn voru valdir sem vinna með
mismunandi skynfæri, t.d. hljóð. Ég
var valin af því að ég hef unnið með
snertingu gegn um „betrunar-
kreist“, þar sem ég nudda fólk. Við
verðum í tvær vikur í Hong Kong,
eigum að verða fyrir áhrifum sem
koma svo fram í sýningunni sem
verður opnuð um miðjan mars,“ út-
skýrir hún. Í apríl verður Ólöf svo
með einkasýningu í galleríi í Torino
sem ber heitið Velan. „Svo þarf ég
nú einhvern veginn að finna tíma til
að þróa áfram hlutina og kasta
mæðinni, skella mér í kaffiboð og
sund á Íslandi.“
Hægt er að nálgast upplýsingar
um sýningu Ólafar á heimasíðu The
Showroom, www.theshowroom.org.
Lopameyja sýnir færni sína og tilburði við að stökkva upp á hleðslur og
steina á myndbandi sem sýnt er á sýningu Ólafar Björnsdóttur í The
Showroom í London.
Frægasta lopapeysa
myndlistarsögunnar
Skrifstofutækni
250 stundir!
Markmið námsins er að þjálfa nemendur til starfa á skrifstofum
og er áhersla lögð á tölvugreinar og bókfærslu. Námið er mjög
hagnýtt og byggist að verulegu leyti á verklegum æfingum.
Námið eykur samkeppnishæfni nemenda og býr þá undir krefj-
andi störf á vinnumarkaði.
Helstu námsgreinar eru:
Handfært bókhald
Tölvugrunnur
Ritvinnsla
Töflureiknir
Verslunarreikningur
Glærugerð
Mannleg samskipti
Tölvubókhald
Internet
STARFSMENNTUN
fjárfesting til framtíðar
Mig langaði að vera vel samkeppnisfær í
öllum almennum skrifstofustörfum og eftir
vandlega umhugsun valdi ég Tölvuskóla
Íslands. Þar bætti ég kunnáttuna í Word-
ritvinnslu og Excel-töflureikni og lærði
hand- og tölvufært bókhald, glærugerð,
verslunarreikning ásamt undirstöðuatriðum
í mannlegum samskiptum og Interneti.
Námið er vel skipulagt og kennsla frábær.
Nú finnst mér ég vera fær í flestan sjó!.
Steinunn Rósq, þjónustu-
fulltrúi,
Íslenska Útvarpsfélaginu
Öll námsgögn innifalin
Tölvuskóli Íslands
B í l d s h ö f ð a 1 8 , s í m i 5 6 7 1 4 6 6
Opið til kl. 22.00
Félag íslenskra fræða stendur fyr-
ir fundi í Sögufélagshúsinu, Fischer-
sundi 3, kl. 20.30 í tilefni af því að
jólabókaflóðið er nýrunnið. Horft yf-
ir „flóðasvæðið“ og hugað að bók-
unum sem eftir liggja. Fram-
sögumaður verður Jón Yngvi
Jóhannsson, bókmenntafræðingur
og gagnrýnandi. „Jólabókavertíðin
var um margt forvitnileg og vekur
ýmsar spurningar: Eru viðtalsbæk-
urnar aftur að taka völdin eftir nokk-
ur góð ár fyrir íslenskan skáldskap?
Er ljóðið endanlega búið að gefa upp
öndina? Er sögulega skáldsagan al-
gerlega að taka völdin meðal eldri
höfunda? Hversu biblíufróður þarf
maður að vera til að fá botn í íslensk-
ar samtímabókmenntir? Og síðast en
ekki síst: Komin er fram ný og áber-
andi sterk kynslóð ungra höfunda.
Þau afneita því hvert fyrir sig í
hverju viðtalinu af öðru að þau eigi
nokkuð sameiginlegt, getur það verið
satt?“ segir m.a. í fréttatilkynningu.
Að erindi loknu taka við almennar
umræður. Fundurinn er öllum opinn.
Pétur Pétursson sýnir málverk á
Caffé Kúlture, Hverfisgötu 18, til 26.
janúar. Sýninguna nefnir hann Him-
inn & jörð og eru þar 12 nýjar mynd-
ir frá árinu 2002, málaðar með akríl-
málningu á striga. Um er að ræða
landslagsmyndir sem eru allt frá
smámyndum upp í 150 x 100 cm að
stærð. Myndirnar verða til sölu með-
an á sýningu stendur.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is