Morgunblaðið - 15.01.2003, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 15.01.2003, Qupperneq 26
26 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Vilhelm Þorsteinsson EA,fjölveiðiskip Samherja,kom inn til löndunar íGrindavík um hádegisbil í gær með fullfermi af loðnu, um 2.600 tonn, eftir rúmlega fimm sól- arhringa túr. Skipið var á veiðum út af Ausfjörðum, um 90 sjómílur aust- ur af Glettinganesi og tók siglingin í land tæpar 30 klukkustundir. Það tók skipverjana á Vilhelm að- eins tæpa þrjá sólarhringa að fylla skipið en veitt er í flottroll. Veðrið á miðunum var eins og best verður á kosið og þegar mest var síðustu daga voru 15–20 skip þar á veiðum, flest með flottroll. Afli skipanna var misjafn og frekar lítil veiði hjá nóta- skipunum aðfaranótt sunnudags og mánudags. Héldu flest nótaskipin á miðin 60 sjómílur norður af Langa- nesi aðfaranótt mánudags þar sem vart hafði verið við miklar lóðning- ar. Rúm 5.000 tonn frá áramótum Vilhelm Þorsteinsson EA kom með fyrsta loðnufarm ársins til Grindavíkur á miðvikudagsmorgun í síðustu viku, alls rúmlega 2.500 tonn, og skipið hefur því komið með rúmlega 5.000 tonn að landi frá ára- mótum. Eftir löndun var haldið á miðin á ný sl. fimmtudagsmorgun og siglt austur fyrir land. Komið var á miðin á föstudagsmorgun eftir rúmlega sólarhrings siglingu og var trollinu kastað í fyrsta skipti um kl. 9. Alls var kastað 9 sinnum í túrnum á tæpum þremur sólarhringum. Var Vilhelm að fá frá 150 tonnum og upp í 400 tonn í holi en togað var í 4–7 tíma í senn. Um borð í Vilhelm eru 15 skipverjar, mun færri en þegar verið er að vinna og frysta aflann um borð. Alls eru í áhöfn skipsins um 45 manns, þannig að skipverjar fá ágætis frí inn á milli. Meiri fjölbreytni Stefán Pétur Hauksson hefur verið yfirvélstjóri á Vilhelm Þor- steinssyni EA frá því skipið kom nýtt til landsins í byrjun september árið 2000. Þá hefur hann starfað sem vélstjóri hjá Samherja frá því í september árið 1986. Stefán var fyrst á Margréti EA og svo á Bald- vini Þorsteinssyni EA þar til Vil- helm kom. Hann sagði að fjöl- breytnin væri mun meiri á Vilhelm og túrarnir styttri, yfirleitt ekki lengri en 10 dagar á móti 28–35 dögum þegar hann var á hinum skipum félagsins. „Þótt unnið sé í inniverum er engu að síður verið að brjóta þetta ferli upp þegar túrarnir eru þetta styttri.“ Stefán sagði að Vilhelm væri mjög vel búið skip og að það hefði reynst mjög vel allt frá upphafi. „Það tók nokkurn tíma að koma vinnsludekkinu í gang en við erum með vinnslulínu fyrir uppsjávarfisk og einnig höfum við verið að frysta karfa og grálúðu. Þá erum við með flökunarvél fyrir þorsk um borð en við höfum þó ekki stundað þorsk- veiðar enn sem komið er. En það má segja að hlutirnir hér um borð hafi gengið eins og til var ætlast í upphafi og betur ef eitthvað er.“ Fimm vélstjórar Fimm vélstjórar skipta með sér þremur plássum um borð í Vilhelm og sagði Stefán að það fyrirkomu- lag hentaði mjög vel. Hann sagði alltaf nóg að gera um borð, enda væri frekar fátítt að menn úr landi kæmu til að vinna um borð í inniver- um. Flestir hásetarnir eru iðn- menntaðir en um borð eru vélvirkj- ar, plötusmiðir og rafvirkjar. „Hér ganga menn til þeirra verka sem vinna þarf hverju sinni. Það er þó mun minna um að vera á meðan ekki er verið að vinna afla og frysta á millidekkinu en á móti kemur að Fjölveiðiskipið Vilhelm Þorsteinsson EA með full Einn stærsti lo farmur sögun Vilhelm Þorsteins- son EA hefur land- að ríflega 5.000 tonnum af loðnu úr tveimur túrum á árinu. Kristján Kristjánsson brá sér í veiðiferð með Arngrími Brynjólfs- syni skipstjóra og áhöfn hans. Hásetarnir á Vilhelm skítugir upp fyrir haus en glaðbeittir á svip F.v. Unnsteinn Sigurgeirsson, Örn Guðmundsson, Sigþór Heimis Gunnarsson, Ari Jón Kjartansson, Brynjar St. Jacobsen og Traus Skipverjar á Vilhelm gera Ágúst Þór Bjarnason matsveinn við vinnu sína í eldhúsinu. Ágúst segir aðstöðuna um borð eins og á besta hóteli. Stefán Pétur Hauksson yf um spíss í aðalvél skipsins DAUÐAREFSINGAR ÞJÓNA EKKI RÉTTLÆTINU Það fordæmi sem George Ryan,fráfarandi ríkisstjóri í Illinois íBandaríkjunum, hefur sýnt með því að breyta dauðadómi fanga í lífstíð- arfangelsi, hefur vakið athygli í Evrópu þar sem menn vonast til að ákvörðun hans muni vekja Bandaríkjamenn til umhugsunar um réttmæti slíkrar refs- ingar. Ákvörðun Ryans kemur í kjölfar- ið á niðurstöðum víðtækustu rannsókn- ar sem gerð hefur verið á framkvæmd dauðarefsingar þar í landi um langt skeið, en hún leiddi m.a. í ljós að dauða- refsingu er einkum beitt gegn fátæk- lingum og fólki er tilheyrir minnihluta- hópum. Ríki Evrópuráðsins stefna nú að því að afnema dauðarefsingar í gjör- vallri Evrópu án nokkurra skilyrða, og sem stendur eiga einungis þrjú aðild- arríki ráðsins eftir að afnema þær; Armenía, Rússland og Tyrkland. Þær raddir hafa því verið háværar í Evrópu er telja Bandaríkjamönnum, sem ötul- um talsmönnum mannréttinda og nú- tíma stjórnarhátta á alþjóðavettvangi, ekki stætt á að leyfa dauðarefsingar, en í mannréttindasáttmála Evrópu er þeim jafnað við þjóðarmorð og pyntingar. Samkvæmt heimildum frá Amnesty International voru 90% þeirra dauða- refsinga sem framfylgt var árið 2001 framkvæmdar í Kína, Íran, Saudi Arab- íu og Bandaríkjunum. Bandaríkin eru nú það ríki sem líflátið hefur flesta sakamenn er frömdu brot sín börn að aldri, eða alls 17 manns frá árinu 1990. Frá árinu 1977 hafa 820 fangar verið teknir af lífi í Bandaríkjunum, en um 3.700 bíða lífláts. Skiptar skoðanir hafa jafnframt verið um sakhæfi sumra þeirra sem líflátnir hafa verið, svo sem þeirra sem voru börn að aldri er þeir frömdu glæpinn, þroskaheftra einstak- linga og andlega vanheilla. Það vekur einnig athygli að á tæpum 30 árum hafa þar verið færðar sönnur á sakleysi 102 einstaklinga, sem þó höfðu þegar verið dæmdir til dauða. Burt séð frá því hversu forneskjulegt og ómannúðlegt það vald virðist er heimilar einhverjum – jafnvel þó að það sé í umboði dómskerfis í lýðræðisríki – að taka líf annarra, verður ekki horft framhjá þeirri staðreynd að einhverjir verða saklaus fórnarlömb slíks kerfis. Að sjálfsögðu getur ekkert í mannlegu valdi bætt slíkt óréttlæti, en það er hins vegar í mannlegu valdi að forðast þann harmleik sem dauðarefsingar eru. Dauðarefsingar snerta grundvallar- spurningar um siðferði, réttlæti og mannúð. Allir eru sammála um að dauðarefsing sé skelfileg þegar um sak- laust fólk er að ræða, en allar þær þjóðir sem fremstar standa á sviði jafnréttis og mannúðar í heiminum eru einnig sammála um að jafnvel þegar sekur á í hlut, þjóni dauðarefsing ekki réttlæt- inu. Líklega hefur fáum tekist að af- hjúpa þá staðreynd betur en Halldóri Laxness er hann lætur Jón Hreggviðs- son, sem ákærður er fyrir morð á böðli sínum, segja: „Vont er þeirra ránglæti en verra þeirra réttlæti.“ Á meðan dauðarefsingar tíðkast jafnvíða um heim og raun ber vitni er það skylda allra ríkja – Íslands sem annarra – er afnumið hafa dauðarefsingar að leggja lóð sín á vogarskálar mannúðar og beita sér fyrir því að fá þær afnumdar. OFFITA OG HEILSUFAR Offita er að verða eitt helsta heilbrigð-isvandamál Íslendinga og hefur kostnaður heilbrigðiskerfisins vegna hennar margfaldast. Rætur vandans liggja víða og má nefna þætti á borð við of mikla neyslu á mat og drykk, drykkju áfengis og hreyfingarleysi. Þessi vandi er ekki einskorðaður við Ísland, öll Vest- urlönd eiga hann sameiginlegan og eru Bandaríkin þar í fararbroddi. Í nýjasta hefti tímarits bandarísku læknasamtak- anna, JAMA, kemur fram að þótt enn sé fremur litið á offitu sem útlits- fremur en heilbrigðisvanda meðal almennings eigi hún sök á ótímabærum dauðsföllum, hjartasjúkdómum, sykursýki 2, gigt, ýmsum krabbameinum og ýmsum öðrum sjúkdómum. Í Bandaríkjunum má ár- lega rekja 280 þúsund dauðsföll til offitu. Hér á landi er ástandið ekki orðið eins og í Bandaríkjunum, en hins vegar er ærin ástæða til að hafa áhyggjur. Á Læknadögum, sem nú standa yfir, var haldið málþing um offitu þar sem fjallað var um þann vanda, sem blasir við ís- lensku þjóðfélagi. Laufey Steingrímsdóttir, næringar- fræðingur hjá Manneldisráði, sagði á málþinginu að vandamálið lægi í því að fólk væri farið að borða meira en það gerði áður. Hugmyndin um stóra skammtinn er í nýrri bók eftir blaðamanninn Greg Critser, sem ber heitið Hvernig Banda- ríkjamenn urðu feitasta þjóð í heimi, rakin til fremur lítt þekkts athafna- manns, sem nú starfar hjá McDonald’s, en vann á sjöunda áratugnum hjá keðju kvikmyndahúsa og var falið að auka sölu sælgætis. Hann komst að því að hvernig sem hann reyndi var honum fyrirmunað að fá fólk til að kaupa meira en einn poka af poppi og einn gosdrykk. Ástæðan var sú að fólki fannst það vera eins og svín ef það fékk sér meira. Wallerstein komst hins vegar að því að fólk var reiðubúið til að borga meira fyrir popp og gos ef að- eins var um einn skammt að ræða, sama hversu stóran. Þetta var upphafið á þró- un, sem enn sér ekki fyrir endann á. Sem dæmi má nefna að skammturinn af frönskum kartöflum hjá McDonald’s var 200 kaloríur árið 1960, en er nú 610 kal- oríur. Staðreyndin er sú að maðurinn getur hæglega borðað meira en hann þarf og má sennilega rekja það til árdaga þegar fæðan gat verið stopul. Fyrir vikið hætta menn ekki að borða þegar þeir hafa fengið magafylli. Rannsóknir benda til þess að fólk borði um 30% meira en það myndi annars gera ef það fær risa- skammta af mat. Í því samfélagi ofgnóttar, sem við bú- um í, getur verið erfitt að bregðast við vanda á borð við offitu. Hættan af því að gera ekkert er hins vegar mikil. Sýnt hefur verið fram á að lífslíkur minnka verulega hjá þeim, sem eiga við offitu- vanda að stríða. Tvítugur maður, sem er of feitur, má búast við því að lifa 13 árum skemur en ella. Bent hefur verið á að ís- lensk börn séu of þung og er það rakið bæði til mataræðis og kyrrsetu. Ragnar Bjarnason, læknir á Barna- spítala Hringsins, benti á það á mál- þinginu að hreyfing í daglega lífinu væri orðin sáralítil hjá fólki og bætti við: „Vandamálið er ekki læknisfræðilegt, það er þjóðfélagslegt.“ Voru fyrirlesarar á málþinginu sammála um að lífsstíls- breyting væri óumflýjanleg ætti að ná tökum á offituvandanum. Oft er nær- tækt að vara við aðgerðaleysi, en hér á það við í orðsins fyllstu merkingu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.