Morgunblaðið - 15.01.2003, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 15.01.2003, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003 27 ÞEGAR Samfylkingin var mynduð í aðdraganda kosninganna 1999 var um það samið að ESB- aðild yrði ekki stefnumál Samfylk- ingarinnar á kjörtímabilinu 1999– 2003. Alþýðuflokkurinn hafði gert ESB-aðild að kosningamáli 1995 með litlum árangri og tapað þá fylgi. Ljóst var að mikill ágrein- ingur yrði um þetta mál meðal þeirra sem stóðu að stofnun Sam- fylkingarinnar og því var það lagt til hliðar. Eins og kunnugt er var þetta fyrirheit svikið. Löngu áður en póstkosningin í nóvember sl. fór fram hóf forysta Samfylkingarinnar áróður fyrir ESB-aðild og notaði síðan hvert tækifæri sem bauðst í fjölmiðlum til að segja flokksmönnum hvaða afstöðu þeir ættu að taka eftir að atkvæðagreiðslan var ákveðin. Póstkosningin var ætluð til að fá flokksmenn til að blessa þá stefnu sem þegar hafði verið tekin af for- ystunni þvert á gefin fyrirheit. Í áramótagrein nú á gamlársdag lýs- ir Össur Skarphéðinsson ánægju sinni yfir því hve samstiga hann og flokkur hans séu í Evrópumálum og er þar að vísa í niðurstöðu póst- kosningarinnar. Ánægjuandvarp Össurar hlýtur að koma mörgum spánskt fyrir sjónir því að niðurstaðan varð sú að aðeins 2127 flokksmenn svöruðu kallinu og gáfu forystunni grænt ljós. Fullyrt var eftir á að um 8000 kjósendur hefðu fengið senda at- kvæðaseðla. Samkvæmt því voru jákvæðu svörin tæp 27%. Á vefsíðu ungra jafnaðarmanna rétt áður en atkvæði voru talin var þó fullyrt að um 10.000 atkvæðaseðlar hefðu verið sendir út og samkvæmt því voru jákvæðu svörin aðeins 21%. Í prófkjöri meðal flokksmanna nokkrum dögum síðar komu fram um 12.000 atkvæðaseðlar og var þó ekki prófkjör í einu af sex kjör- dæmum landsins. En reyndar skiptir ekki nokkru máli við hvaða tölu er miðað. Kjarni málsins er sá að um eða innan við fjórðungur flokksmanna reyndist samstiga flokksformanninum í ESB-málinu. Yfirgnæfandi meirihluti lét linnu- lausan áróður formannsins sem vind um eyrun þjóta og tók ekki boði hans að þramma með honum til Brussel. Sumir hafa sagt að þrátt fyrir afar dræma þátttöku hafi þó kosn- ingin verið eins konar skoðana- könnun meðal flokksmanna. Því hafnaði Þórólfur Þórlindsson, pró- fessor við félagsvísindadeild Há- skóla Íslands, eindregið í viðtali við Bylgjuna 27/10 sl. Hann taldi nið- urstöðuna alls ekki marktæka sem skoðanakönnun vegna dræmrar þátttöku og varði það álit sitt með þessum rökum: „Við getum ekki gert ráð fyrir endilega að skoðanir þeirra sem svara og skoðanir þeirra sem ekki svara séu þær sömu.“ Að mínum dómi var þó annað hálfu verra sem gerði þessa kosn- ingu að algerri markleysu. Á kynn- ingarfundum sem haldnir voru víða um land var einungis gerð grein fyrir annarri hlið málsins. Flokksmenn Samfylkingarinnar sem andvígir eru aðild voru hvergi auglýstir sem framsögumenn. Hins vegar var fólk úr öðrum flokkum fengið til framsögu á tveimur fundum og talaði ég á fundinum í Reykjavík. Enginn andstæðingur aðildar úr Samfylk- ingunni var boðinn í ræðustól á þeim fundi en hins vegar voru þrír framsögumenn úr já-liðinu látnir tala. Nokkrir fundarmenn gagn- rýndu harðlega úr sæti sínu þá ein- hliða kynningu sem flokksforystan viðhafði en þeirri gagnrýni var ekki svarað. Í öðru lagi var spurningin sem svara átti í atkvæðagreiðslunni með einu jái eða neii í raun þrjár spurningar í einni setningu. Marg- ir kjósendur hefðu vafalaust viljað svara þeim misjafnlega, sumum já- kvætt, öðrum neikvætt. Megin- spurningunni, þ.e. um aðildarum- sókn, var hrært saman við tvær aðrar sem minni ágreiningur var um og snerist önnur um það sjálf- sagða mál sem allir eru sammála um, þ.e. að landsmenn fengju að eiga seinasta orðið um ESB-aðild í þjóðaratkvæði. Ég dreg það í efa að nokkru sinni hafi farið fram pólitísk atkvæðagreiðsla hér á landi þar sem spurningin var jafn leiðandi eins og reyndist í þessu tilviki. Í þriðja lagi fóru umslögin með atkvæðaseðlunum ekki beint í póst þegar starfsmenn kjörstjórnar höfðu lokað þeim heldur var þing- mönnum falið að sjá um dreifingu atkvæðaseðlanna. Hvernig sú dreifing fór fram var aldrei upp- lýst. Og til að kóróna þessa dæma- lausu kosningu kom í ljós þegar kjósendur opnuðu umslagið að þeim var ekki aðeins sendur at- kvæðaseðill heldur fylgdi með áróðurspési þar sem kostum að- ildar var rækilega lýst en lítið gert úr rökum þeirra sem andvígir eru aðild. Atkvæðagreiðslur í einræð- isríkjum hafa oft verið gagnrýndar harðlega. En hefur einhver heyrt getið um kosningu þar sem svo langt var gengið í ósvífninni að áróðurinn fylgdi með kjörseðlin- um? Sumir kunna að telja það einka- mál Össurar Skarphéðinssonar hvernig hann skipuleggur kosning- ar innan Samfylkingarinnar. En ég er annarrar skoðunar. Stjórnar- skrá lýðveldisins felur stjórnmála- flokkunum ábyrgðarmikið hlut- verk. Þar er þeim falið að vera ein af burðarstoðum lýðræðisins í landinu og eitt mikilvægasta tæki fólksins til að koma vilja sínum og skoðunum á framfæri. Það snertir okkur öll hvar í flokki sem við stöndum þegar einn stærsti stjórn- málaflokkur landsins gengur í ber- högg við þær meginkröfur sem gera verður til lýðræðislegra kosn- inga og stendur fyrir atkvæða- greiðslu þar sem troðið er á rétt- indum þeirra sem ekki eru sammála flokksforystunni: kjör- skrá er óljós, dreifing kjörgagna gagnrýnisverð, spurningin afar leiðandi og stefna flokksforystunn- ar fylgir með kjörseðlinum. Í lok liðins árs gerðust þau tíð- indi að tíu ríkjum var boðin aðild að ESB. Ísland hefur gert samn- inga við mörg þeirra um gagn- kvæman markaðsaðgang og toll- frelsi. En í ESB gildir sú regla við inngöngu að aðildarríki eru svipt réttinum til að vera með sjálfstæða viðskiptasamninga við önnur ríki. Við stækkun ESB rísa því nýir tollmúrar milli Íslands og þessara nýju aðildarríkja þvert gegn vilja þeirra og okkar. Nú mátti ætla að ESB féllist at- hugasemdalaust á óbreyttan mark- aðsaðgang milli fyrri samningsað- ila þótt samningsumboðið flytjist frá aðildarríkjunum til ESB. En þá gerist það ótrúlega að forvígis- menn ESB ákveða að nýta sér væntanlegt umboð til að þvinga Ís- lendinga og Norðmenn til að greiða 38 sinnum hærri framlög til þróunarsjóða ESB en samið var um í EES-samningnum en þau framlög áttu reyndar að vera niður fallin fyrir mörgum árum. Og ekki nóg með það. Tollmúrum ESB er beinlínis beitt til að reyna að knýja okkur til að fallast á að fyrirtæki í ESB-löndum megi fjárfesta í sjáv- arútvegi okkar og þar með sé opn- að fyrir kvótahopp frá Íslandi og Noregi til fyrirtækja í ESB. Þessar óvæntu kröfur ESB hafa vakið almenna hneykslun og undr- un hér á landi hjá nær öllum sem hafa tjáð sig um málið. Milljarða- kröfur ESB á hendur okkur Ís- lendingum fyrir það eitt að mega halda markaðsaðgangi sem við þegar höfum er óbilgirni sem fæst- ir hefðu trúað fyrir fram að for- ystumenn ESB gerðu sig seka um. Þessar kröfur eru þó aðeins for- smekkurinn af þeirri skattheimtu sem aðild fylgir. ESB er ört vax- andi stórríki sem þarf á gífurleg- um fjármunum að halda þegar veldi þess þenst út til austurs. Sjóðakerfi þess, sem frægt er að endemum fyrir spillingu og und- anskot, mun nú breiða úr sér í austurátt og skattheimta sam- bandsins á því eftir að stóraukast. Þessi mikla óbilgirni er þó einkar lærdómsrík fyrir Össur og forystulið Samfylkingarinnar sem reyndi að telja flokksmönnum sín- um trú um að sanngirnin ein og til- litssemin myndi ráða ríkjum þegar við hefðum afhent embættismönn- um í Brussel yfirráðin yfir fiski- miðum okkar og ESB tæki að út- hluta aflakvótum á Íslandsmiðum milli aðildarríkjanna með vísan til heildarhagsmuna og sameiginlegra þarfa aðildarríkjanna. Þörf ESB fyrir hlutdeild í fiskveiðikvótum Ís- lendinga er ekki minni en þörfin fyrir íslenskt skattfé, en einmitt um þessar mundir er ESB að skera niður þorskkvóta á miðum sínum um nærri helming vegna lé- legrar fiskveiðistjórnar. Eins er lærdómsríkt fyrir okkur öll sem tökum þátt í þessari um- ræðu að sjá hvernig ný aðildarríki neyðast til að fórna samningsrétti sínum í viðskiptamálum, þessum mikilvæga þætti í sjálfstæði hvers ríkis, í hendur stórríkinu sem síðan notar nýfengið umboð til að þvinga ríki utan sambandsins til greiðslu risavaxinna gjalda í sjóði sem þau hafa ekkert með að gera. Og þá er ekki síður eftirtektarvert að verða vitni að því hvernig samningar um tollfrelsi gufa upp og verða að engu bak við volduga tollmúra ESB sem aðdáendur ESB hafa keppst við að lýsa sem framverði frelsis og sanngirni í viðskiptum. Eða væri það æskilegt hlutskipti Íslendinga að hverfa með viðskipti sín á bak við tollmúra ESB? Við erum staðsett miðja vega milli Am- eríku og Evrópu og höfum hags- muna að gæta um allan heim. Framsal til Brussel á valdi okkar til að gera viðskipta- og fiskveiði- samninga væri afdrifaríkt skref aftur á bak. Það er þröngsýn stefna og skammsýn að fórna samningsfrelsi fyrir ESB-aðild. Um allan heim leynast markaðs- möguleikar fyrir íslenska fram- leiðslu. Þess vegna er HEIMSSÝN það viðhorf sem hentar okkur Ís- lendingum best. Póstkosningin og ánægjuandvarp Össurar Eftir Ragnar Arnalds „Það er þröngsýn stefna og skammsýn að fórna samningsfrelsi fyrir ESB-aðild.“ Höfundur er formaður Heimssýnar, hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum. menn eru að vinna við ýmsa aðra hluti í staðinn.“ Aðalvél skipsins er engin smá- smíði, eða 7.500 hestöfl en Stefán sagði að mesta vélaraflið væri notað þegar verið væri að flaka og frysta síld. Stefán sagði skipið mjög þægi- legt og með góðum aðbúnaði. Þá væri andrúmsloftið um borð mjög gott en mannskapurinn er blanda af eldri mönnum með mikla reynslu og svo yngri mönnum. Margir skip- verjanna hefðu verið saman til sjós til fjölda ára. Veisla á hverjum degi Ágúst Þór Bjarnason matsveinn bauð upp á veislumat á hverjum degi og greinilegt að þar er vanur maður á ferð. Ágúst sagði ekki erf- itt að gera mönnum til hæfis í eld- húsinu. Karlarnir væru nægjusamir en þó mjög jákvæðir fyrir nýjung- um og þeir hefðu gaman af því að prófa eitthvað nýtt. Ágúst hefur verið matsveinn um borð í Vilhelm frá því skipið kom nýtt til landsins og líkar mjög vel en áður var hann í um eitt ár á Víði EA, frystitogara Samherja. Fram að því hann hafði hann kokkað á ýmsum stöðum í landi, eins og hann orðaði það. Ágúst sagði að allur aðbúnaður um borð væri til mikillar fyrirmyndar og ekki síst á sínu yfirráðasvæði. „Aðstæður í eldhúsinu eru alveg magnaðar og eins og á besta hóteli. Þannig þarf þetta líka að vera, því þetta er mötuneyti þar sem koma allt að 30 manns í mat úti á sjó og geta orðið enn fleiri þegar mikið er um að vera í inniverum. Ágúst er mikill aðdáandi Liver- pool í enska boltanum og hann sagði að matseðillinn réðist stundum af því hvernig liði hans gengi í bolt- anum. Gervihnattadiskur er um borð í Vilhelm og sl. laugardag var þar boðið upp á þrjá mismunandi leiki í þremur setustofum skipsins, svona rétt á meðan var verið að toga. Þetta voru viðureignir WBA og Manchester United, Liverpool og Aston Villa og svo Millwall og Watford í 1. deild. Liverpool náði aðeins jafntefli og þar sem eitt stig er betra en ekki neitt, snaraði Ágúst kokkur nautasteik á mat- borðið um kvöldið. Hins vegar er óvíst hvað hann hefði borið á borð fyrir skipsfélaga sína hefði leikur- inn tapast. „Maður getur orðið ansi langt niðri þegar illa gengur hjá Liver- pool,“ sagði Ágúst. Daginn eftir var svo boðið upp á viðureignir Totten- ham og Everton og Birmingham og Arsenal í beinni útsendingu um borð. Þá horfa skipverjar á fræðslu- þætti á Discovery og National Geographic, fréttir og bíómyndir þegar tími gefst til. Ágúst kokkur sá eftir því að hafa ekki tekið með sér grillkol í túrinn, því veðrið á miðunum, og þá sér- staklega framan af, bauð alveg upp á grillveislu á dekkinu, líkt og gert var þegar skipið var á síldveiðunum í Barentshafi sl. sumar. „Hvernig átti manni að detta í hug að hægt yrði að grilla hér á miðunum á þessum tíma árs?“ sagði Ágúst. Góður aðbúnaður Aðbúnaðurinn um borð í Vilhelm Þorsteinssyni er með því besta sem gerist í íslenska fiskiskipaflotanum og skipverjarnir um borð gera alls ekki lítið úr því. Þar er góð svefn- og mataðstaða, þrjár setustofur tengdar gervihnattasjónvarpi og líkamsrækt með gufubaði og ljósa- lampa. Þessa aðstöðu reyna skip- verjarnir að nýta sér þegar stundir gefast en þeir hafa þó alla jafna nóg að gera við vinnu sína. Þá halda skipverjar úti heimasíðu sem notið hefur töluverðra vinsælda. Þar er að finna myndir af lífinu um borð og fréttir. Gunnar Gunnarsson háseti sér um síðuna og sagði hann að henni hafi verið haldið úti frá því skipið kom til landsins í september árið 2000. Stafræn myndavél er um borð í Vilhelm og sagði Gunnar að bæði hann og vélstjórarnir færu um skipið með vélina. Slóðin á heima- síðu skipsins er: http://simnet,is/ ea11. lfermi, 2.600 tonn, eftir þrjá sólarhringa oðnu- nnar Morgunblaðið/Kristján p eftir að hafa hreinsað trollið á landleiðinni. sson, Guðmundur Fr. Sigurðsson, Gunnar G. sti Hákonarson. a klárt fyrir næsta hol. firvélstjóri og Ölver Jónsson 1. vélstjóri skipta s á miðunum út af Austfjörðum. krkr@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.