Morgunblaðið - 15.01.2003, Page 35

Morgunblaðið - 15.01.2003, Page 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003 35 ✝ Steinar Axelssonmatsveinn og bryti fæddist 4. apríl 1925. Hann lést á Borgarspítalanum 17. desember síðast- liðinn. Móðir Steinars var Jónína Kristjáns- dóttir, f. 3. des. 1893, d. 2. des. 1965. Móð- urætt Steinars er annarsvegar gegnum Kristján afa í Kuml í Grunnavík, Leiru- fjörð og Hrafnsfjörð innst í Jökulfjörðum og hinsvegar í gegn- um Stefaníu til Ísafjarðar, Önund- arfjarðar og að hluta í Kollafjörð á Ströndum (Kollafjarðarætt). Afi Stefaníu var Jón Einarsson skip- stjóri í Önundarfirði, bróðir Magn- úsar sem voru frumkvöðlar í út- gerð á Vestfjörðum. Faðir Steinars var Axel H. Samúelsson, málarameistari, f. 13. sep. 1890, d. 30. okt. 1953. Föðurætt Steinars er úr Reykjavík og Dalasýslu og af Snæfellsnesi. Föðuramma Stein- ars, Anna, kennd við Stórakamb var gift Samúel afa Steins sem var járnsmiður, hún átti 2 önnur börn með sitthvorum manninum, Guð- mundur Jónsson skó- smiður í Reykjavík og Karl J. Granz, tré- smiður og málara- meistari. Axel faðir Steinars lærði mál- araiðn hjá hálfbróð- ur sínum Karli J. Granz. Í föðurætt má því segja að Steinar sé komin af hand- verksmönnum. Systkini Steinars voru Anton G. Axels- son flugstjóri og Sig- ríður Axelsdóttir sem bæði létust 1995. Steinar hóf sjómennsku árið 1941 sem aðstoðarmatsveinn á togaranum Gulltopp í eigu Kveld- úlfs. Hann var næstu 45 árin á ýmsum fiskiskipum og farskipum. Steinar nam matreiðslu í Hótel og veitingaskóla Íslands. Steinar hætti til sjós árið 1989. Eftir að hann hafði tekið pokann sinn þá miðlaði hann af reynslu sinni á sjónum í Sjóminjasafni Íslands í Hafnarfirði og á Árbæjarsafni. Steinar fékk heiðurspening sjó- mannasamtakanna árið 2000. Útför Steinars var gerð í kyrr- þey að ósk hins látna. Steinar fæðist í Reykjavík inn í upphaf kreppunar. Foreldrarnir fá- tækir og fráskildir og börnin þrjú. Anton bróðir Steinars segir í bréfi að þau systkini hafi því þurft að taka til hendinni til að létta undir strax frá barnæsku. Litla fjölskyldan barðist áfram til að láta endana ná saman. Fjölskyldan hafði mjög tíð vista- skipti að sögn Antons bróður Stein- ars, 10 – 15 sinnum. Í eitt skipti sat móðirin með börnin sín á búslóðinni úti á gangstétt eftir að hafa verið borin út. Þau systkini töluðu þrátt fyrir þessa erfiðleika fallega um sína barnæsku, mikið af frændfólki sem hugsanlega gerði lífið auðveldara. Í byrjun stríðs fer að rofa til, Anton bróðir kominn í fasta vinnu og fer síðan til Kanada í flugnám. Árið 1941 verður breyting á högum Steinars er hann ræðst sem aðstoðarmatsveinn á bátinn Gulltopp í eigu Kveldúlfs frá Reykjavík. Hvort þetta var eitthvað sem Steinar langaði að starfa við er ekki vitað en víst er að þetta treystir mjög tekjugrunn fjölskyldunnar. Og út á Íslandsmið með sólu sigldum við, hið salti drifna lið. (Jóh. úr Kötlum.) Raunveruleikinn á sjónum var lík- lega annar, langar vökur og hættur allt um kring vegna stríðsins. Á næstu árum urðu tíð vistaskipti hjá Steinari yfir á Garðar, Óla Garða, Jón Baldvins, Þorkel mána, Pétur Halldórsson, Þormóð goða, Bjarna riddara, Helgafell og Mælifell, svo nokkuð sé nefnt. Á þeim 45 árum sem hann var til sjós var hann lík- lega á einum 20 – 30 skipum og bát- um gerðum út frá mismunandi stöð- um allt í kringum landið. Steinar hætti til sjós vegna veikinda árið 1989 en starfaði um nokkrra ára skeið hjá Björgun í Reykjavík. Eftir að Steinar flytur í land, þá sem fyrr tollir hann ekki lengi á hverjum stað en að lokum fékk hann góða íbúð á Norðurbrún 1 í Reykja- vík. Þar kynntist Steinn góðum íbú- um og starfsfólki sem senda honum miklar þakkir fyrir frábæra samveru á undanförnum árum. Mín kynni af Steinari spanna mína ævi þó kynnin hafi orðið nánari eftir að hann kom í land fyrir ríflega 10 árum. Líf Steinars einkennist mjög af tíðum vistaskiptum og mér reikn- ast til að hann hafi búið eða verið á sjó á 50 mismunandi stöðum/skipum. Hann festi illa rætur og flutti sig stöðugt um set eins og sjómaður sem leitar nýrra miða. Hann safnaði því litlum veraldlegum eignum og má segja með sanni að allt hans hafur- task hafi rúmast í einum sjómanns- poka. Forfeður Steinars voru hand- verksmenn, bændur og sjómenn. Honum var margt til lista lagt bæði sem snýr að sjónum eins og komið hefur fram og eins átti hann auðvelt með að skera út og mála. Hann var tónelskur og átti góða vini sem tóku upp músik fyrir hann, sem þeir héldu að víkkaði hans tónlistareyra. En líf Steinars markaðist mjög af þeim sjúkdómum sem hann þurfti að berjast við. Hann þjáðist af astma, sykursýki og veiku hjarta. Hann tók hverjum degi með æðruleysi og trúði því statt og stöðugt að læknarnir lög- uðu hann eins og hann orðaði það sjálfur. Hann varð þó að gefa eftir rétt fyrir jól. Hann var loksins kom- inn á leiðarenda og í endanlega höfn, ekki fleiri vistaskipti. Á síðustu tíu árum hefur vinátta okkar frændanna styrkst með hverju árinu. Þessi hrjúfi maður að því mér fannst í æsku var hlaðinn góðmennsku og velvild. Hann gerði ekki miklar kröfur á sitt umhverfi og var að því virðist alltaf sáttur. Ég mun bera með mér áfram góðar minningar um góðan vin og félaga. Að lokum eftir langan, þungan dag, er leið þín öll. Þú sest á stein við veginn, og horfir skyggnum augum yfir sviðið, eitt andartak. Og þú munt minnast þess, að eitt sinn, eitt sinn, endur fyrir löngu lagðir þú upp frá þessum sama stað. (Steinn Steinarr.) Úlfar Antonsson. Elsku Steini frændi. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. Nú héðan lík skal hefja, ei hér má lengur tefja í dauðans dimmum val. Úr inni harms og hryggða til helgra ljóssins byggða far vel í Guðs þíns gleðisal. (Valdimar Briem.) Elsku frændi, hafðu þökk fyrir allt. Alltaf þegar við kvöddumst sagðir þú „Blessyou“ vina, svo nú að leiðarlokum segi ég Blessyou vinur. Starfsfólki og íbúum Norðurbrún- ar 1 í Reykjavík þökkum við innilega vinsemd og hlýju. Anna Sigríður Guðmundsdóttir, Reynir og Guðrún Edda, Stykkishólmi. STEINAR AXELSSON Leiðir okkar Andra lágu saman er við vor- um báðir að hefja leik- listarnám við The Webber Douglas Aca- demy í London árið 1978. Við hittum hvor annan á hverjum degi í skól- anum og öðru hverju þar fyrir utan og urðum strax góðir kunningjar. Síðasta hálfa árið sem ég dvaldi í London leigðum við síðan saman sitt herbergið hvor hjá Steinunni Bjarna og manni hennar Douglas Cumins og urðu þá samskipti okkar enn nánari. Það var alltaf líf og fjör í kringum Andra. Hann var næmur, lífsglaður, fjölhæfur og gæddur óþrjótandi lífs- þorsta – með auðugt ímyndunarafl, svo auðugt að það hóf hann stundum á flug og fannst mér ég stundum ANDRI ÖRN CLAUSEN ✝ Andri Örn Clau-sen sálfræðingur fæddist í Reykjavík 25. febrúar 1954. Hann lést í hjúkrun- arheimilinu Skóg- arbæ í Reykjavík 3. desember síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Kópavogs- kirkju 10. desember. eiga fullt í fangi með fylgja honum eða toga hann niður á jörðina aftur. Hann naut þess út í ystu æsar að um- gangast fólk og var í essinu sínu innan um hóp af fólki þar sem hann var miðpunktur- inn – segjandi sögur. Við brölluðum ýmislegt saman þá sjaldan okk- ur gafst tóm til sakir mikilla anna í skólan- um. Seinna unnum við saman í Þjóðleikhúsinu og stunduðum nám um sama leyti í Háskólanum. Lítið grunaði mig þegar við hitt- umst yfir kaffibolla í Kringlunni sumarið 2000 að það yrðu okkar hinstu fundir. Þú varst með bros á vör að vanda og við rifjuðum upp samverustundir frá London. Nú hitti ég fyrir þroskaðan og yfirvegaðan einstakling sem hafði nýverið fengið stöðu sálfræðings við Landspítal- ann, en alltaf var þó stutt í brosið. Við töluðum um að gaman væri að fara aftur til London og létum síðan báðir verða af því og gistum þá hjá Douglas eða „Dagga“ – því miður ekki á sama tíma heldur hvor á eftir öðrum. Seinna fékk ég þær hörmulegu fréttir að þú ættir við alvarleg veik- indi að stríða. Aldrei varð úr því að ég heimsækti þig þótt mér yrði alltaf hugsað til þín öðru hvoru. Um leið og ég kveð og þakka þér samfylgdina kveð ég góðan dreng. Ég óska fjölskyldu þinni dýpstu samúðar en vona samt að fljótt birti til og stutt verði í brosið hjá þeim eins og alltaf hjá þér. Kristján Viggósson. Við Andri áttum báðir heima á Kársnesbrautinni. Ég keypti af hon- um minn fyrsta gítar, og hann kenndi mér að spila á hann. Í töfra- heimi Andra var allt mögulegt. Mér eru sérstaklega minnisstæð í upp- hafi vináttu okkar Andra þau skipti sem við félagarnir fórum saman í róður út á Fossvoginn í litlum bát, fjórtán ára peyjarnir. Við tókum gjarnan gítara og lagahefti með. Í lagaheftinu voru m.a. fersk lög eftir Bítlana, Beach Boys, Creedence og Simon og Garfunkel. Það var gjarn- an farið í land í Nauthólsvík. Ölvaðir af eldmóði bítlaæðisins héldum við þar tónleika fyrir máf og kríu. Í minningunni sé ég hvernig Naut- hólsvíkin ljómaði öll af töfratónum þessara ungu flytjenda, sem létu ljós sitt skína í kappi við kvöldsólina. Við áttum staðinn! Nauthólsvíkin lá fyrir fótum okkar á sama sjálfsagða hátt og Nauthólsvíkin var allur heimur- inn – þessi augnablik í kvöldkyrrð- inni. Við vorum æðislegir. Nær tilfinningunni að vera heims- frægir og dáðir um víða veröld var ekki hægt að komast. En þrátt fyrir ótvíræða hæfileika, góðan ásetning og áheyrendur sem komust allir á flug við áheyrnina urðum við fé- lagarnir samt aldrei heimsfrægir. Engu að síður megnaði töframáttur Andra að gefa okkur þennan litla smjörþef af heimsfrægðinni í ævi- langt nesti. Og snilld okkar í tónum mun ávallt óma í Nauthólsvíkinni – ef grannt er hlustað. Það er mikill missir í þessum trygglynda töframanni sem Andri var. Við æskuvinirnir höfum saknað hans mikið úr hópnum eftir áfallið. Það er okkur léttir í sorginni að nú megi búa Andra betri vist í björtustu minningum okkar sem þekktu hann. Andri á stóran þátt í að gylla og gæða töfrum þær æskuminningar sem með okkur vinunum verða æ meir lifandi eftir því sem aldurinn færist yfir. Við viljum því, æskuvin- irnir, þakka Andra samfylgdina og jafnframt votta aðstandendum hans okkar dýpstu samúð. Doddi úr Vör og sameiginlegir æskuvinir – enginn nefndur, enginn gleymdur. Þórólfur. ✝ Katrín Ellerts-dóttir fæddist í Reykjavík 21. febr- úar 1922. Hún lést á heimili sínu í Reykja- vík sunnudaginn 5. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ellert Jóhann- esson, búfræðingur frá Ólafsdal og kenn- ari þar, f. 2. sept. 1869, og kona hans Sigurlaug Kristjáns- dóttir, f. í Saurbæ í Dalasýslu 11. des. 1883. Systkini Katr- ínar sem lifðu voru Ástríður, hús- freyja að Laugavegi 17 og Sigurð- ur, lengi afgreiðslumaður hjá Akraborg, bæði látin fyrir allmörgum ár- um. Katrín starfaði um árabil sem skrif- stofumaður hjá Lyfjaverslun ríkis- ins. Hún fluttist til Danmerkur árið 1971 og bjó þar með manni sínum Niels Jörgensen, áður kaupmanni í Goða- borg, meðan hann lifði, en fluttist á ný til Reykjavíkur árið 1988. Útför Katrínar verður gerð frá Fossvogskapellu í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. Kynslóðir hverfa og nú hefur elskuleg frænka okkar Katrín kvatt, síðust systkina sinna og fjölmargra frændsystkina af sömu kynslóð. Katrín fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Katrín bjó lengi með móð- ur sinni Sigurlaugu, en faðir hennar lést áður en hún var af barnsaldri. Kjörin voru kröpp og langskólanám utan seilingar þó að Katrínu hafi þá, og alla tíð síðan, þyrst í nám. En hún var iðin og dugleg og ávann sér hvarvetna virðingu fyrir nákvæmni og dugnað í lífi sínu og starfi. Katrín kynntist Niels Jörg- ensen dönskum manni sem sest hafði að á Íslandi og hafið verslun í Goðaborg við Óðinsgötu. Þar áttum við frændsystkinin góðan vin og undum því bærilega að uppáhalds- frænkan og Niels rugluðu saman reytum sínum. Sem börn nutum við þess að heimsækja ömmu og Kötu á Óðins- götu, enda bjuggum við í næsta ná- grenni og stutt að fara í ,,mjólk og köku“. Síðan liðu árin og minningar af samvistum við Katrínu og Niels taka við. Heimsóknir í sumarbústað að Litlafelli í Kjós eða ,,Lillefell“ eins og húsbóndinn kallaði sælureit- inn, voru tíðar og unaði líkastar. Þá voru móttökurnar ekki amalegar á heimili þeirra í Danmörku eftir að þau fluttust þangað. Og yndislegar voru samverustundirnar með Katr- ínu eftir að hún flutti heim og bjó um sig í fallegu íbúðinni í Sólheim- um. Ást, tryggð og umhyggja Katr- ínar fyrir frændsystkinum og þeirra börnum, mágkonu og gömlum vin- um var mikil. Katrín var hæglát og afar hógvær, skopskynið mikið, en skaphöfnin rík og skoðanir hafði hún oft mjög ákveðnar. Hún fylgd- ist glöggt með stjórnmálum og naut m.a. beinna útsendinga sjónvarps frá Alþingi. Þar átti hún sína uppá- haldsmenn og að sama skapi var henni í nöp við aðra. Mátti vart nefna ákveðin nöfn svo henni ekki rynni svolítið í skap og léti í ljós skoðun sína á þeim. Katrín las ógrynni af bókum og ljóð kunni hún utanbókar í heilum bindum. Nýverið hafði hún sett sig nokkuð inn í verkMegasar og tekið hann í góða sátt. Merkjum við af því ævilanga þörf og vilja til að læra, auka við sig, staðna ekki. Við söknum Katrínar hvert með sínu móti en erum sammála um að hugrenningar Halldórs Laxness, úr munni Álfgríms í Brekkukotsannál muni um ókomin ár minna okkur á þá nærveru sem við fundum af Katrínu frænku okkar: „Enn þann dag í dag þá finst mér oft eins og hurð standi á hálfa gátt einhvers- staðar skáhalt við mig eða á bakvið mig; ellegar jafnvel beint fyrir framan mig; og hann afi minn sé þar inni, eitthvað að duðra.“ Systkinabörnin. KATRÍN ELLERTSDÓTTIR Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti, netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn ein- stakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.