Morgunblaðið - 15.01.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR
36 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
BOGI ÓLAFSSON
skipstjóri,
Dalbraut 18,
Reykjavík,
sem andaðist á Landspítalanum við Hringbraut
miðvikudaginn 1. janúar, verður jarðsunginn frá
Laugarneskirkju fimmtudaginn 16. janúar
kl. 13.30.
Jón Örn Bogason,
Guðrún Kristín Antonsdóttir,
Sigurbjörg Auður Jónsdóttir, Marteinn Karlsson,
Bogi Jónsson, Laufey Oddsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
systir og amma,
HJÖRDÍS GEIRDAL,
Laufengi 3,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík
fimmtudaginn 16. janúar kl. 13.30.
Guðmundur Áki Lúðvígsson
Erna Steina Guðmundsdóttir, Gestur R. Bárðarson,
Sigríður Guðmundsdóttir,
Erna Geirdal,
Ingólfur Geirdal
og barnabörn.
Ástkær eiginmaður minn,
ÞÓRARINN HJÖRLEIFSSON,
Háaleitisbraut 28,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 17. janúar kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á
vatnsverkefni Hjálparstofnunar kirkjunnar
í Afríku, s. 562 4400.
Guðlaug Guðmundsdóttir.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÞURÍÐUR JÓNSDÓTTIR EDWALD,
sem lést þriðjudaginn 7. janúar, verður jarð-
sungin frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn
18. janúar og hefst athöfnin kl. 14.00.
Jóhanna Halldóra Ásgeirsdóttir, Pétur Guðmundsson,
Samúel Ásgeirsson,
Gunnar Ásgeirsson, Fríða Á. Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum innilega samúð og hlýju við andlát og
útför móður okkar og tengdamóður,
AUÐAR BRYNÞÓRU BÖÐVARSDÓTTUR.
Bjarnfinnur Hjaltason, Erna Jónsdóttir,
Ingunn Hjaltadóttir, Agnar Friðriksson,
Rannveig Hjaltadóttir, Jónas Ágústsson
og fjölskyldur.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
LILJA BJÖRNSDÓTTIR,
Hringbraut 50,
áður til heimilis í Rofabæ 29,
verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju föstudaginn
17. janúar kl. 13.30.
Ragnheiður Th. Andersson, Mats Andersson,
Hrafnhildur Þorgrímsdóttir, Rafn Kristjánsson,
Björn Ingi Þorgrímsson, Jóhanna Kristín Jósefsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elsku Marta. Ég á
bágt með að trúa að ég
komi ekki til með að sjá
þetta geislandi bros þitt
þegar ég kem næst í
heimsókn. Þú varst alltaf svo lífsglöð
og varst fljót til að koma mér til að
brosa ef eitthvað bjátaði á.
Það má segja að ég hafi verið heim-
MARTA SVEIN-
BJÖRNSDÓTTIR
✝ Marta Svein-björnsdóttir
fæddist í Vestmanna-
eyjum 14. nóvember
1927. Hún lést á líkn-
ardeild Landspítal-
ans í Kópavogi 2.
janúar síðastliðinn
og var útför hennar
gerð frá Grafarvogs-
kirkju 9. janúar.
alningur á heimili ykkar
fyrir nokkrum árum og
tókst þú þá alltaf svo vel
á móti mér. Alltaf öf-
undaði ég Söndru af því
að eiga svona góða
ömmu og þar sem ég
átti enga fékk ég að
kalla þig ömmu.
Elsku amma Marta,
ég á margar yndislegar
minningar um þig sem
aldrei gleymast. Takk
fyrir mig.
Elsku Pétur, Sandra
og Maggi. Guð veri með
ykkur í sorg ykkar og
veiti þann styrk sem hann einn getur
fært á slíkum tíma.
Guðríður Sæmundsdóttir
(Gauja).
Hann Herbjörn,
Bjössi á móti eins og
nágrannarnir nefndu
hann gjarnan, er dáinn.
Hann andaðist að
morgni jóladags, mitt í
andakt fæðingarhátíð-
ar frelsarans, á hátíð barnanna eins
og þessi tímamót skammdegisins
eru gjarnan nefnd. Fór ef til vill vel á
því. Bjössi var ekki síst vinur barna
og ungmenna.
Það var blankalogn er Herbjörn
var til grafar borinn. Skýjaður him-
inn. Hljóðbært. Er úr kirkju kom
leituðu augu mín sem óafvitandi upp
túnið og námu staðar við Stöðul-
barðið. Þaðan bárust köll og ærsl,
vafalaust úr sálardjúpinu. Greini-
lega fótbolti í gangi. Upp úr kliðnum
barst rödd: ,,Teygðu úr ristinni / nei,
ég get ekki skipt, ég er haltur /
dekkaðu manninn, hann er hættu-
legur …“ Margt fleira barst ofan frá
Stöðulbarðinu sem horfið er í sam-
fellu túna Heydalastaðar. Er þarna
samt. Það vitum við Bjössi báðir.
Verður.
Tíminn líður ótrúlega hratt. ,,Fyrr
en varir flytjumst vér / fölur nár til
grafar“ yrkir Einar heitinn Björns-
son í Eyjum. Tíminn missir ekki úr
spor á ferð sinni. Ef til vill finnst
okkur hann miskunnarlaus á stund-
um – en er lögmál. Mannsævin grein
í því lögmáli. Við Bjössi hættir fyrir
löngu að ,,teygja úr ristinni“. Samt
er ótrúlega stutt síðan. Bjössi lagði
skóna á hilluna nokkru á undan mér.
Aldursmunurinn tuttugu ár. ,,Brot
af tímans straumi“. Brot af eilífðinni
sem vakir úti í blámanum, þrátt fyrir
skýjaðan himin í dag. Allt á sínum
stað. Jafnvel Stöðulbarðið – minn-
ingarnar.
,,Ég get ekki skipt, ég er haltur.“
Þessi orð sýna best hve Bjössi var
heill og sannur. Þótt aðeins væri um
æfingu að ræða var kapp hans og
metnaður það mikill að hann taldi að
haltur maður ætti ekki að kjósa í lið.
Það væri óréttlátt. Mótherjana kaus
maður óhaltur, þótt heltin ein og sér
þyrfti ekki að hamla því að hann
gæti kosið meðspilara.
Öllum ber saman um að bernsku-
og unglingsár móti manninn mest.
Skiptir ekki máli þótt tuttugu ár
HERBJÖRN
BJÖRGVINSSON
✝ Herbjörn Björg-vinsson fæddist á
Hlíðarenda í Breið-
dal 19. nóvember
1917. Hann lést 25.
desember síðastlið-
inn og var útför hans
gerð frá Eydala-
kirkju 30. desember.
skilji að liðsmenn í
knattspyrnuliði. Í fót-
bolta (síðar meir talað
um knattspyrnu)
kynntist ég Herbirni á
Hlíðarenda, Bjössa.
Raunar aðeins til einn
Bjössi í huga mínum
lengst af. Þau kynni
hófust í sláturtíðinni
laust fyrir 1950. Þá var
ég gærustrákur. Eftir
að vinnu lauk söfnuðust
allir fótboltamennirnir,
sem unnu í sláturhús-
inu, saman úti á Bakka
til að spila fótbolta. Við
stráklingarnir fengum að vera með.
Þar fékk ég og félagar mínir fyrstu
alvörutilsögnina í hinni göfgu íþrótt.
Sú tilsögn dugði í hart nær aldar-
fjórðung. Bjössi var fremstur í flokki
að segja okkur nýliðunum til. Hrós-
aði okkur ef bærilega tókst til en lét
okkur heyra ef við vorum of væru-
kærir. Allt var það samt á vinsam-
legum nótum. Það kom mér fyrst á
óvart hve hlýr Bjössi var. Hann virk-
aði kannski ekki sem slíkur við
fyrstu sýn. Dálítið þumbaralegur og
hrjúf röddin vakti vissan kvíða. En
það breyttist. Ég efast um að margir
hafi haft betri og jákvæðari áhrif á
unga pilta en Bjössi á Hlíðarenda.
Hann spilaði í knattspyrnuliði Umf.
Hrafnkels Freysgoða í liðlega þrjá-
tíu ár, ávallt sem bakvörður. Hann
var afar öruggur fótboltamaður,
fylginn sér en ekki grófur. Hreinsaði
kröftuglega frá, enda maður þéttur á
velli og í lund. Innprentaði okkur ný-
iliðunum að við yrðum að vera harðir
en ekki grófir. Á því væri reginmun-
ur. Vera drenglyndir og rétta fölln-
um andstæðingi hönd. Taka boltann
viðstöðulaust ef færi byðist, enda
lærisveinn sr. Róberts Jack. Öll
þessi heilræði og sannleika geymi ég
enn í hugskotinu.
Ég hef ætíð verið skeptískur á
minningargreinar. Hef samt á
stundum ritað þær. Eitthvað úti í
blámanum gerir vart við. Segir að
maður hafi gleymt einhverju meðan
tækifæri gafst. Ef til vill þakklæti
sem ekki var komið á framfæri, viss
samsvörun. Fyrstu kynni okkar
Bjössa á fótboltavellinum á bakkan-
um við Drangalækinn kalla fram
þessi orð. Þau koma af þörf. Eru op-
inbert eintal okkar Bjössa. Verða
alltaf, þótt Bjössi sé kominn á annan
völl. Rétti þar úr ristinni. Hreinsi frá
marki sínu.
Herbjörn Björgvinsson var fædd-
ur á Hlíðarenda í Breiðdal. Foreldr-
ar hans voru hjónin Sigurbjörg Er-
lendsdóttir frá Hvammi í Fáskrúðs-
firði og Björgvin Jónasson frá
Hlíðarenda, af Stuðlaætt, búendur
þar. Þetta voru vinir móður minnar
og mat hún þau mikils. Börn Sig-
urbjargar og Björgvins urðu tíu tals-
ins, tvær stúlkur og átta drengir. Af
þeim náðu báðar stúlkurnar og sex
drengir fullorðinsárum. Fimm þess-
ara drengja náðu því að spila saman
í knattspyrnuliði Umf. Hrafnkels
Freysgoða. Taldist fágætt á þeim ár-
um. Er vafalítið enn fágætara í dag,
þar sem mun færri börn fæðast á
hverju heimili en áður.
Ofanrituð orð flugu um hugann er
ég kom heim að lokinni útför míns
gamla knattspyrnufélaga er fór fram
að Heydölum hinn 30. des. sl. Áðan
skrapp ég út til að sækja fánann.
Það nálgast myrkur. Lognið er al-
gert. Kliðurinn af Stöðulbarðinu
hljóðnaður. Ég skynja í dökku húm-
inu að einn af vinum unglingsáranna,
ekki síst, er farinn – en tíminn held-
ur sínu striki. Lognvær vetrarnótt á
næstu grösum, óræð, veit örlög.
Herbjörn Björgvinsson hefur kvatt
sveitunga sína, vini og vandamenn.
Megi sá guðdómur er vér trúum að
vaki yfir okkur og leiði til eilífra bú-
staða verða Bjössa hjálplegur við
leiðarlok hans hér. Við hjónin þökk-
um samleiðina.
Guðjón í Mánabergi.
Enn leitar hugur til horfinnar tíð-
ar, þegar til foldar er fallinn einn
þessara tryggu og góðu félaga sem
gjörðu hlut róttækrar vinstri stefnu
svo ágætan sem raun bar vitni, kosn-
ingar eftir kosningar eystra.
Herbjörn var einn hinna fjöl-
mörgu góðu félaga í Breiðdalnum
sem ævinlega var gott að hitta og
hlýða á, enginn var hann jábróðir,
hispurslaus og hreinskiptinn og kom
skoðunum sínum vel á framfæri í
annars eðlislægri hógværð sinni. Vel
man ég eftir honum á fundum þar
sem meitlaðar athugasemdir hans
og umvandanir, ef því var að skipta,
voru settar fram af íhygli hins
greinda alþýðumanns sem virtist svo
næmur á allar hræringar í umhverfi
sínu og komu sér því ætíð vel fyrir
þann sem valinn hafði verið til nokk-
urs trúnaðar. Vel man ég einnig frá-
sagnir manna af vinnustöðum Her-
björns, þar sem hann fylgdi málum
fast eftir og hélt fram af einurð sín-
um róttæku lífsviðhorfum og lét
engan eiga neitt hjá sér, þó prúður
væri í orðræðu allri.
Vel man ég samfundi alla þar sem
hann var svo gefandi í hlýju sinni og
einlægni og bezt þó er við Þórir
Gíslason frændi minn gistum hjá
honum eftir erfiðan fund og ótæpar
voru veitingar hans að morgni og
farsældaróskir fylgdu okkur úr
hlaði.
Herbjörn mun hafa verið hinn
ágætasti verkmaður að hverju sem
gengið var, verkaglaður og verka-
trúr og vildi í engu láta sitt eftir
liggja. Hann var greindur vel og var
einkar vel heima um svo margt, þess
varð maður ágætlega áskynja í sam-
tölum öllum við þennan athugula og
glögga drengskaparmann.
Einlæg fer þökkin austur um loft-
in blá fyrir kynni svo kær og fylgd-
ina góðu og trúföstu um svo langan
veg.
Samúðarkveðjur hlýjar eru fólki
hans sendar. Það er heiðríkja björt
yfir mætri minningu Herbjarnar
míns, þessa góða og sanna sonar
Breiðdalsins.
Helgi Seljan.
Minningargreinum þarf að
fylgja formáli með upplýsing-
um um hvar og hvenær sá sem
fjallað er um er fæddur, hvar
og hvenær dáinn, um foreldra
hans, systkini, maka og börn og
loks hvaðan útförin verður gerð
og klukkan hvað. Ætlast er til
að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður,
en ekki í greinunum sjálfum.
Formáli
minningar-
greina