Morgunblaðið - 15.01.2003, Page 39
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003 39
TILBOÐ Á EGLA BRÉFABINDUM - VERÐ 310 KR / STK. Tilboðið gildir til 31. janúar 2003
Kjölmiðar
Með ártalinu
2003
PILOT SUPER
GRIP
kúlupenni
Verð 75 kr/stk
STABILO
kúlupenni
10 í pakka.
Verð 299 kr/pk
Skilblöð númeruð, lituð,
stafróf eða eftir mánuðum.
Geisladiskar í miklu úrvali☞
Teygjumöppur af
flestum gerðum
Vinnustofa SÍBS • Hátúni 10c • Sími: 562 8500 • Beinn sími sölumanna 5628501 • Fax: 552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is
Búa ekki í Reykjavík
Heimilisfang tveggja frambjóð-
enda Framsóknarflokksins í Norð-
austurkjördæmi var ranglega til-
greint í Reykjavík í frétt um listann.
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráð-
herra er til heimilis að Lómatjörn og
Jón Kristjánsson heilbrigðisráð-
herra á Egilsstöðum.
LEIÐRÉTT
Sorpmagn í desember
Í frétt Morgunblaðsins á mánudag
um sorpmagn sem barst Sorpu var
ranglega sagt að magnið hefði verið
9.800 tonn á síðasta ári og 8.800 tonn
árið 2001. Þessar tölur eiga hins veg-
ar einungis við desembermánuði ár-
anna.
Fyrirlestur um foreldraást verður
í dag, miðvikudaginn 15. janúar, kl.
19.30 á Ljósheimum, Brautarholti 8,
2. hæð t.v. Fyrirlesturinn er fyrir
foreldra sem vilja bæta uppeldis-
aðferðir: mismunandi uppeldis-
aðferðir, óljós misnotkun, mörk, til-
finningagreind o.fl. Fyrirlesari er
Gitte Lassen og fer fyrirlesturinn
fram á ensku. Aðgangseyrir er 2.000
kr.
Foreldra- og kennarafélag Lækj-
arskóla heldur fund í kvöld, mið-
vikudaginn 15. janúar, kl. 20 í sal
gamla Lækjarskóla. Tilefni fund-
arins er ákvörðun bæjarstjórnar
Hafnarfjarðar um að fresta um ótil-
tekinn tíma byggingu íþróttahúss og
sundlaugar við nýja Lækjarskólann.
Lúðvík Geirsson bæjarstjóri kemur
á fundinn og gerir grein fyrir áform-
um bæjaryfirvalda og svarar spurn-
ingum.
Námskeiðin Sjálfstyrking ung-
linga eru haldin í Foreldrahúsinu í
Vonarstræti 4b. Námskeiðið er ætlað
fyrir unglinga 13–17 ára. Fyrir ung-
linga sem hafa lítið sjálfstraust, hafa
lent í einelti, eru feimin eða eru óör-
ugg með sjálfa sig. Námskeiðinu er
ætlað að efla sjálfstraust og félags-
lega færni unglinga. Allar nánari upp-
lýsingar er að fá í Foreldrahúsinu og
á heimasíðunni www.foreldrahus.is.
Í DAG
Reykjavíkurdeild RKÍ gengst fyrir
námskeiði í almennri skyndihjálp
fimmtudaginn 16. janúar kl. 20 í
Fákafeni 11, 2. hæð. Þátttaka er
heimil öllum 15 ára og eldri. Nám-
skeiðið tekur 4 kvöld eða 16 kennslu-
stundir. Meðal þess sem verður
kennt á námskeiðinu er endurlífgun
með hjartahnoði, hjálp við bruna,
beinbrotum, blæðingum úr sárum,
o.fl. Að námskeiði loknu fá nemendur
skírteini sem hægt er að fá metið í
ýmsum skólum. Skráning er hjá
Reykjavíkurdeild RKÍ.
Rannsóknastofa í kvennafræðum,
í samvinnu við mannfræðiskor Há-
skóla Íslands, stendur fyrir opnum
rabbfundi í hádeginu á morgun,
fimmtudaginn 16. janúar, kl. 12–13 í
stofu 101 í Lögbergi. Fyrirlesari er
dr. Emily Martin, prófessor í mann-
fræði við New York University. Hún
kynnir nýjustu rannsókn sína en þar
skoðar hún geðslag (mood) út frá
mannfræðilegu sjónarhorni. Fyr-
irlesturinn fer hann fram á ensku.
Rabbfundir Rannsóknastofu í
kvennafræðum eru öllum opnir og
aðgangur ókeypis.
Fræðsla um skattamál verður í Al-
þjóðahúsinu Hverfisgötu 18, á morg-
un, fimmtudaginn 16. janúar, kl.
20.15. Sérfræðingur frá ríkisskatt-
stjóra fjallar almennt um íslenskt
skattkerfi, staðgreiðslu, persónu-
afslátt, framtalið og fleira.
Samtök iðnaðarins og Samiðn
boða til málþings um iðn-, verk- og
tæknimenntun á Menntadegi iðn-
aðarins sem verður haldinn í fyrsta
sinn á morgun, fimmtudaginn 16. jan-
úar kl. 10–12, í Versölum, Hallveig-
arstíg 1. Fjallað verður m.a. um
framtíð iðn- og tæknimenntunar í
ljósi aukinnar þekkingarþarfar fyr-
irtækjanna. Guðmundur Árnason,
ráðuneytisstjóri menntamálaráðu-
neytisins, flytur ávarp. Þingmenn-
irnir Bryndís Hlöðversdóttir, Hjálm-
ar Árnason, Kjartan Ólafsson,
Kolbrún Halldórsdóttir og Margrét
Sverrisdóttir greina frá stefnu sinni
og flokka sinna í iðn-, verk- og tækni-
menntun. Aðrir framsögumenn eru
Sveinn Hannesson, Finnbjörn Her-
mannsson og Haraldur Friðriksson,
greina þeir frá áherslum iðnaðarins í
menntamálum.
Á MORGUN
Guðrún og Guðlaugur Bergmann
standa fyrir námskeiði á höfuðborg-
arsvæðinu, laugardaginn 18. janúar,
í blóðflokkamataræði sem byggt er
á kenningum náttúrulæknisins Pet-
er J. D’Adamo. Námskeiðið stendur
yfir frá kl. 10–18 og verður farið í
helstu þætti blóðflokkamataræð-
isins. Fjallað verður um þann mis-
mun sem er á milli blóðflokkanna,
hvað hentar hverjum og einum best
og hvað ber að forðast, segir í
fréttatilkynningu. Nánari upplýs-
ingar og frásagnir af árangri má
finna á www.blodflokkar.is
Sólarkaffi Ísfirðinga verður á
Hótel Sögu föstudaginn 24. janúar.
Forsala aðgöngumiða og borð-
apantanir verða í anddyri að Súlna-
sal Hótel Sögu laugardaginn 18.
janúar kl. 14–16. Miðarnir að sólar-
kaffinu gilda líka sem happdrætt-
ismiðar. Fram koma m.a: Gunnar
Þórðarson og félagar, Helga Braga
og Rottweilerhundar. Ísfirðinga-
hljómsveitin Pönnukökur með
rjóma leikur fyrir dansi. Ræðumað-
ur verður Jón A. Bjarnason og
veislustjóri verður Heimir Már Pét-
ursson.
Á NÆSTUNNI
ALMENNA landskeppnin í efna-
fræði fyrir framhaldsskólanema var
haldin í annað sinn 5. nóvember sl.
Alls tóku þátt, 121 nemandi frá 10
framhaldsskólum landsins. Megin-
markmið keppninnar er að vekja
áhuga framhaldsskólanema á efna-
fræði og auka þekkingu og færni
þeirra í greininni. Verkefnið sem
nemendur glímdu við var nokkuð erf-
itt og langt, en reynt var að sníða það
að sem flestum grunnþáttum efna-
fræðinnar.
Sigurvegari keppninnar var Helga
Dögg Flosadóttir, frá Menntaskólan-
um í Reykjavík. Tíu efstu keppend-
urnir fengu bókaverðlaun en þeir eru:
Helga Dögg Flosadóttir, MR, Berg-
lind Gunnarsdóttir, MR, Gunnar Þór
Pálsson, VÍ, Ólafur Margeirsson,
MR, Einar Bergur Ingvarsson, VÍ,
Ísak Sigurjón Bragason, MA, Magn-
ús Bergur Magnússon, MR, Sveinn
Ólafsson, MR, Elín Ingibjörg Magn-
úsdóttir, MH og Anna Kristín Þór-
hallsdóttir, MA.
Efstu 43 keppendunum í Almennu
landskeppninni býðst að halda áfram í
úrslitakeppnina sem verður í febrúar
og mars 2003. Eftir úrslitakeppnina
verða valdir 4 nemendur til þess að
taka þátt í 35. Ólympíukeppninni sem
fram fer í Grikklandi næsta sumar.
Efnafræðifélag Íslands og Félag
framhaldsskólakennara skipuleggja
keppnina en eftirtalin fyrirtæki og
stofnanir hafa styrkt hana: Banka-
stjórn Seðlabankans, Ensímtækni
ehf., Málning ehf., Prokaria ehf., Gen-
is ehf. og Sementsverksmiðjan hf.,
segir í frétt frá Ólympíunefnd Efna-
fræðifélags Íslands.
Keppni í efnafræði fyrir
framhaldsskólanema
Þingmenn VG á ferð um Vest-
urland Alþingismenn Vinstrihreyf-
ingarinnar – græns framboðs, Jón
Bjarnason og Árni Steinar Jóhanns-
son verða í Stykkishólmi í dag, mið-
vikudag. Þeir munu funda með
Hvanneyringum um málefni Land-
búnaðarháskólans á fimmtudag og
sækja Borgnesinga heim á föstudag.
Þingmennirnir munu ræða við
heimamenn um þau mál sem efst eru
á baugi.
STJÓRNMÁL
JÓN Arnar Magnússon og Sig-
urbjörg Ólafsdóttir, frjáls-
íþróttafólk úr Breiðabliki, voru
kjörin íþróttakona og íþróttakarl
Kópavogs fyrir árið 2002 á
íþróttahátíð Kópavogs sem fram
fór í Félagsheimili Kópavogs 12.
janúar sl.
Jón Arnar varð í 4. sæti í sjöþraut
á Evrópumeistarmótinu innanhús
og einnig í 4. sæti í tugþraut á Evr-
ópumeistaramótinu utanhúss. Þá
varð Jón Arnar í 4. sæti í sam-
anlagðri stigakeppni tugþrauta-
manna í heiminum á liðnu ári. Hann
stóð sig vel með landsliði Íslands í
Evrópubikarkeppni landsliða í
Lettlandi og varð auk þess þrefald-
ur Íslandsmeistari innan- og utan-
húss og fjórfaldur bikarmeistari á
árinu.
Sigurbjörg Ólafsdóttir varð Ís-
landsmeistari í fjölda greina, bæði
innan- og utanhúss í sínum aldurs-
flokki á árinu auk þess að setja
einnig nokkur Íslandsmet í sínum
flokki. Hún varð m.a. bikarmeistari
í flokki fullorðinna í 100 m grinda-
hlaupi auk þess að vinna til fjölda
annarra verðlauna. Hún var valin í
landslið Íslands og keppti m.a. í
Evrópubikarkeppninni í Lettlandi á
síðasta ári. Þá varð hún í 2. sæti á
Norðurlandamóti unglinga 20 ára
og yngri í 100 m hlaupi. Hún sigraði
í langstökki á Gautaborgarleik-
unum í Svíþjóð og einnig á Eyr-
arsundsleikunum í Helsingborg.
Jón Arnar og Sigurbjörg fengu
að launum farandbikar og eign-
arbikar vegna kjörsins, jafnframt
því sem Sigurður Geirdal bæj-
arstjóri afhenti þeim 75 þús. kr.
ávísun til viðurkenningar frá bæj-
arstjórn Kópavogs.
Jón Arnar og Sigurbjörg voru
valin úr hópi 32 íþróttamanna sem
fengu viðurkenningu ÍTK eftir til-
nefningar frá íþróttafélögunum í
bænum.
Íþróttakona
og íþrótta-
maður
Kópavogs
Morgunblaðið/Jim Smart
Formaður frjálsíþróttadeildar, Böðvar Sigurjónsson, sem tók við
verðlaunum fyrir Jón Arnar Magnússon, og Sigurbjörg Ólafsdóttir.
NÝR Volvo, Volvo XC90,
sem er fyrsti jeppinn sem
sænski bílaframleiðandinn
setur á markað, var frum-
sýndur hjá Brimborg um
helgina. Sala hans hófst í
Bandaríkjunum í nóvember
síðastliðnum en í þessum
mánuði í Evrópu.
Alls komu milli 1.500 og
2.000 manns að skoða jepp-
ann um helgina, að sögn
Egils Jóhannssonar, fram-
kvæmdastjóra Brimborgar.
Hann segir að búið sé að selja 23
bíla en umboðið fái 47 bíla til að
selja á árinu. Reiknar hann með
að búið verði að selja alla bílana
fyrir lok febrúar, en hver bíll
kostar milli 5,5 og 6 milljónir
króna, eftir því hversu stór vél
jeppans er.
Á annað
þúsund
skoðaði
Volvo-
jeppann
Morgunblaðið/Þorkell
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni