Morgunblaðið - 15.01.2003, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 15.01.2003, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003 43 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake STEINGEIT Afmælisbörn dagsins: Þú gerir meiri kröfur til sjálfs þín en annarra og hef- ur ótvíræða leiðtogahæfi- leika. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Dagurinn hentar vel til skemmtunar. Slepptu engu tækifæri til að njóta samvista við vini og vandamenn. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú þarft að venja þig af því að vera alltaf á síð- ustu stundu með alla hluti. Reyndu að horfast í augu við staðreyndir mála. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Hlustaðu á gagnrýni á störf þín án þess að stökkva upp á nef þér. Láttu það ekki valda þér vonbrigðum, heldur vera þér lærdómur. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það kemur upp ágrein- ingur milli ástvina. Vandamálin eru til þess að leysa þau svo gakktu hreint til verks og út- kljáðu málin. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Gerðu draum þinn að veruleika og leitaðu á vit ævintýranna. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú ert í toppformi bæði andlega og líkamlega og nýtur athygli. Nú ríður á að halda sínu striki. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú ert svo kappsfullur að þér hættir til að sýna öðr- um óþolinmæði. Mundu að nú er ekki rétti tíminn til að tala hreint út um hlutina. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Leggðu þig fram um að sættast við þann sem þú hefur átt í þrætum við. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þér finnst um of sótt að þér úr öllum áttum, en þér verður mikið úr verki í dag þrátt fyrir mótlæti. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Yfirmenn þínir eru ánægðir með störf þín svo þú getur baðað þig í sviðsljósinu um sinn. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Láttu neikvæðnina ekki ná tökum á þér. Haltu ró þinni, hvað sem á dynur. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Sýndu gát í fjármálum. Aðgæsluleysi nú getur reynst þér dýrkeypt því oft er erfitt að vinna aftur það sem tapast hefur. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnað heilla Í SJÖTTU umferð Reykjavíkurmótsins stóðu nokkrir sagnhafar frammi fyrir því erfiða verkefni að spila sex grönd í suður. Norður ♠ G108 ♥ ÁKD752 ♦ 94 ♣K6 Suður ♠ ÁK6 ♥ 8 ♦ ÁD1063 ♣Á1085 Hvernig myndi lesandinn spila með laufdrottningu út? Þetta er andstyggilegt spil, ekki síst eftir útkomuna. En við skulum reyna að kort- leggja möguleikana: Ef hjartað brotnar 3-3 eru slag- irnir 11 og þá er nóg að ein svíning af tveimur heppnist í framhaldinu. Sem er allgott. Slemman er ekki alveg von- laus ef hjartað er 4-2, því tíg- ullinn gæti reynst slagaupp- spretta og spaðadrottning legið fyrir svíningu. Allt í lagi – en hvernig á að spila? Tvær leiðir koma helst til greina: (1) Drepa fyrsta slaginn á laufás, taka spaðaás og spila svo ÁKD í hjarta. Falli lit- urinn er líklega best að svína tvisvar í tígli fyrir tólfta slagnum. Ef hjartað brotnar ekki kemur til greina að spila fjórða hjartanu og svína síð- an fyrir spaðadrottningu og tígulkóng. (2) Taka á laufkóng og láta tígulníuna rúlla yfir. Þá er hugmyndin að treysta á tíg- ulinn ef hjartað bregst. Eigi austur KGx í tígli gefur lit- urinn fimm slagi og þá þarf ekki að leita frekar, en fjórir slagir á tígul gætu líka dugað ef spaðasvíningin heppnast. Sem sagt: Ef vestur drepur á tígulgosa og spilar hjarta, tekur sagnhafi ÁKD í litn- um. Ef hann brotnar ekki er spaðagosa svínað. Heppnist það er aftur svínað í tígli. Þetta er sannarlega flókið spil: Norður ♠ G108 ♥ ÁKD752 ♦ 94 ♣K6 Vestur Austur ♠ D954 ♠ 732 ♥ 106 ♥ G943 ♦ 85 ♦ KG72 ♣DG432 ♣97 Suður ♠ ÁK6 ♥ 8 ♦ ÁD1063 ♣Á1085 En eins og landið liggur er sama hvað sagnhafi rembist, hann fer alltaf niður. Reyndar unnust sex grönd á þremur borðum, en það var eftir útspil í spaða frá drottningunni. Sex hjörtu er mun betri slemma, sem alltaf vinnst með því að svína tíguldrottningu og frí- spila fimmta tígulinn. En að- eins tvö pör spiluðu þá slemmu. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 70 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 15. janúar, er sjötugur Frið- björn Gunnlaugsson, fyrr- verandi skólastjóri, Rauða- læk 44, Reykjavík. Hann er að heiman í dag. LJÓÐABROT Undrast öglis landa eik, hví vér erum bleikir. Fár verðr fagr af sárum. Fann eg örva drif, svanni. Mig fló málmr inn dökkvi magni keyrðr í gögnum. Hvasst beit hjarta ið næsta hættlegt járn er vætta eg. Þormóður Bessason Kolbrúnarskáld 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 0-0 5. a3 Bxc3+ 6. Dxc3 b6 7. Bg5 Bb7 8. e3 d6 9. f3 Rbd7 10. Bd3 c5 11. Re2 Hc8 12. 0-0 h6 13. Bh4 d5 14. cxd5 Rxd5 15. De1 g5 16. Bf2 cxd4 17. exd4 Df6 18. Dd2 Hfd8 19. Bg3 e5 20. Be4 exd4 21. Dxd4 Rc5 22. Dxf6 Rxf6 23. Bf5 Ha8 24. Hfd1 Rb3 25. Hab1 Rd2 26. Hbc1 Rb3 27. Hxd8+ Hxd8 28. Hc3 Rc5 29. b4 Re6 30. Hd3 Rd5 31. Be4 Kf8 32. Be5 Ke7 33. Rg3 Ref4 34. Rf5+ Ke6 35. Bxf4 gxf4 36. Rxh6 Hh8 37. Rxf7 Hc8 38. Rg5+ Ke5 39. h4 Hc1+ 40. Kh2 Staðan kom upp í lokaum- ferð Rilton Cup sem lauk fyrir skömmu í Stokkhólmi. Til að sigra á mótum sem þessum þarf lukkan að vera manni hlið- holl. Sigurvegari mótsins, Jonas Bark- hagen (2.458) hafði svart og þrátt fyrir að vera tveimur peðum minna í endatafli tókst honum að þyrla nógu miklu moldviðri til að rugla andstæð- ing sinn í ríminu en sá var rússneski stórmeistar- inn Sergey Ivanov (2.561). 40. … Re3! Eina von svarts til að fá sprikl. 41. Bxb7 Rf1+ 42. Kh3 Hvítur yrði mát eftir 42. Kg1 Rg3+ 43. Kf2 Hf1#. 42. … Re3 43. Hxe3+! Hvítur vildi að sjálf- sögðu ekki sætta sig við jafntefli eftir 43. Kh2 Rf1+. 43. … fxe3 44. Ba6 Ha1 45. Kg3 Hxa3 46. f4+ Kd4 47. Rf3+? 47. Be2 var einfald- ara og betra. 47. … Kc3 48. b5? Enn var 48. Be2 einföld vinningsleið. Í framhaldinu gerði hvítur sig sekan um enn fleiri mistök og tapaði þar með skákinni. 48. … Ha1 49. Bc8 Hf1 50. Rg1 Hxg1 51. Bg4 Kd2 52. h5 a5 53. bxa6 Ha1 54. h6 Hxa6 55. Kh4 b5 56. Kg5 b4 57. h7 Ha8 58. Kg6 b3 59. Be6 b2 og hvítur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Guðmundur Þ. Brynjólfsson, sjúkraþjálfari, B.Sc., MT, hefur hafið störf hjá Hreyfigreiningu ehf. við greiningu og meðferð háls- og bakvandamála. Höfðabakka 9, 110 Rvík, sími 511 1575 Afmælisþakkir Innilegustu þakkir færi ég öllum þeim fjöl- mörgu sem minntust mín með margvíslegu móti á 80 ára afmæli mínu 9. janúar sl. Gæfan fylgi ykkur. Þráinn Valdimarsson. Tilboðsdagar í Remedíu 10%—25% afsláttur Sendum í póstkröfu. SJÚKRAVÖRUR EHF. Verslunin Remedia í bláu húsi v/Fákafen, sími 553 6511. 15%-25% afsláttur af amerísku sjúkraskónum frá Nurse Mates og Soft Spots. 10% afsláttur Nýkomin sending af þýskum handunnum sjúkraskóm frá Shürr Kynningarafsláttur á hinum alsjálfvirka blóðþrýstingsmæli frá AND 15% afsláttur áfram á hinum vinsælu flug- og stuðningssokkum, bæði fyrir dömur og herra. ÚTSALA Nóatúni 17, sími 562 4217Gullbrá, Sendum í póstkröfu Innritun á námskeið hefst 15. jan. Síðumúla 35, s. 553 3770. Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl.11-14. BÚTASALA - AFSLÁTTARDAGAR 15.-25. janúar 35 - 40% afsláttur af bútum. 20% afsláttur af öðrum vörum. Kennslugreinar: Klassík, undirleikur með hljómum og grunnatriði í rokk- og djassgítarleik. Kennsla í nótnalestri, tón- og hljómfræði innifalin. Mjög reyndur kennari. Örfá pláss laus. Sími 821 3637 Gítarkennsla í einkatímum Mynd, Hafnarfirði BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 14. september 2002 í Árbæjarkirkju af sr. Önnu Sigríði Pálsdóttur þau Hlín Guðjónsdóttir og Gunn- laugur Melsteð. Heimili þeirra er í Reykási 41, Reykjavík. Mynd, Hafnarfirði BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 26. októ- ber 2002 í Kópavogs- kirkju af sr. Ægi Sigurgeirssyni þau Sigrún Guðjónsdótt- ir og Jón Davíð Hreinsson. Heimili þeirra er í Kópavogi. Með þeim á mynd- inni eru börn þeirra Davíð Snær og Birna Rán. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.