Morgunblaðið - 15.01.2003, Side 46
46 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 12.
kl. 5.30 og 9.30.
DV
RadíóX
Sýnd kl. 5 og 8. B.i.12.
“Besta Brosnan Bond-myndin”
GH Kvikmyndir.com
i
„Turnarnir gnæfa yfir
bestu myndir ársins“
SV.
MBL
ÓHT Rás 2
Kvikmyndir.com
1/2HK DV
„Besta mynd ársins“
FBL
YFIR 60.000 GESTIR
STÆRSTA BONDMYND
ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI
YFIR 70.000 GESTIR
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i.14 ára
FRÁ FRAMLEIÐENDUM
LEON OG LE FEMME NIKITA
Sýnd kl. 6, 8 og10. B.i. 12. Sýnd kl. 6 og 11.15. B.i. 16 ára
GÓÐAR stundir eru í vændum
fyrir kvikmyndaáhugafólk því
framundan er Frönsk kvik-
myndahátíð á veg-
um Film-undurs
og Alliance Franc-
aise. Sýndar verða
átta athyglisverð-
ar kvikmyndir frá
Frakklandi en há-
tíðin stendur yfir frá föstudeg-
inum 17. til mánudagsins 27. jan-
úar í Háskólabíói. Boðið verður
uppá ólíkar myndir þannig að
breiddin verði sem mest.
Myndirnar eru Hótel Mamma
(Tanguy), Stúlkan frá París (Une
hirondelle a fait le printemps),
Sex is Comedy, Allt um ástina
(Eloge de l’amour), Harry er vin-
ur í raun (Harry, un ami qui veut
du bien), Æfingin (La Repetition)
Gott starf (Beau Travail) og Ró
yfir borginni (La Ville est Tran-
quille).
Sérstakt tilboð verður fyrir fé-
laga í Film-undri á hátíðina, eða
tveir fyrir einn.
Opnunarmynd hátíðarinnar
Hótel Mamma er opnunarmynd
hátíðarinnar en hún er frá árinu
2001. Leikstjóri myndarinnar er
Etienne Chatiliez en hún fjallar
um Tangy, sem var afskaplega
gott og sætt barn. Hann er enn
sætur 28 ára gamall og býr í for-
eldrahúsum. Lífið hjá Guetz-
fjölskyldunni virðist vera í himna-
lagi, að minnsta kosti á yfirborð-
inu.
Flytur til Suður-Frakklands
Stúlkan frá París eftir Christian
Carion er metaðsóknarmynd frá
árinu 2001, sem var tilnefnd til
tvennra Cesar-verðlauna.
Hún fjallar um unga konu,
Sandrine, sem ákveður að kaupa
búgarð í Suður-Frakklandi. Selj-
andi er gamall bóndi sem leikinn
er af Michel Serrault og æxlast
mál þannig að hann fær að búa á
búgarðinum þrátt fyrir breyttar
aðstæður.
Leikstjóri í vandræðum
Myndin Sex is Comedy eftir
Catherine Breillat, er frá síðasta
ári en hún var kynnt á Cannes-
kvikmyndahátíðinni. Anne Paril-
laud leikur þekktan leikstjóra sem
er að lenda í vandræðum með leik-
ara sína þegar hún fær ekki fulla
dýpt í veigamikilli kynlífssenu
myndarinnar.
Hins vegar er kynlífið ekki mik-
ilvægasti hlekkurinn í myndinni
heldur hin mikla persónulega
nálgun sem leikstjóri þarf til að
virkja leikarana í tengslum við
viðfangsefni myndarinnar.
Tilfinningaríkir endurfundir
Aðalleikarar myndarinnar Æf-
ingarinnar frá árinu 2001 eru
Emmanulle Béart og Pascale Bus-
síere en leikstjóri er Catherine
Corsini. Myndin fjallar um Louise
og Nathalie, sem hittast eftir 10
ára aðskilnað þegar þær eru um
þrítugt. Afskiptasemi Louise hefur
það síðan í för með sér að endur-
fundir þeirra verða tilfinningaríkir
og samskiptin viðkvæm.
Mynd eftir Jean Luc Godard
Á myndinni verður sýnd mynd
eftir leikstjórann Jean Luc God-
ard. Myndin, sem kallast Allt um
ástina, var í aðalkeppninni í Cann-
es 2001 og keppti um gullpálmann.
Í fyrsta hluta myndarinnar er
rætt um verkefni tengt ástinni,
sem tekur á fjórum þáttum henn-
ar, fyrstu fundum, ástríðunni, rifr-
ildum og aðskilnaði og loks sátt-
um.
Litið er á þessa hluti í gegnum
þrenn hjón á mismunandi aldri,
ung, miðaldra og gömul.
Síðari hluti myndarinnar gerist
tveimur árum fyrr en hlutarnir
tengjast með ýmsum hætti.
Starfsmaður bandaríska sendi-
ráðsins í París, sem er á vegum
kvikmyndaframleiðanda í Holly-
wood, fer til fundar við gömul
hjón er höfðu barist í and-
spyrnuhreyfingunni. Hann býður
þeim að kaupa réttinn að ást-
arsögu þeirra og baráttu gegn yf-
irráðum nasista.
Spurningin, sem varpað er
fram, er hvort bandarísk kvik-
myndafyrirtæki hafi yfirhöfuð rétt
til að gera sér mat úr þeim vænt-
ingum, sem gerðu vart við sig
undir lok síðari heimsstyrjald-
arinnar.
Franskur Hitchcock
Sálfræðispennumyndinni Harry
er vinur í raun eftir leikstjórann
Dominik Moll hefur verið líkt við
meistaraverk Alfreds Hitchcocks.
Sumir vilja meina að hér sé á
ferðinni ein besta franska spennu-
mynd sem gerð hefur verið.
Myndin vann til fernra Cesar-
verðlauna auk þess sem Sergei
Lopez, sem leikur Harry, hlaut
evrópsku kvikmyndaverðlaunin.
Í myndinni segir frá því þegar
Michel hittir gamlan skólafélaga
sinn, Harry, og tekur líf hans
miklum stakkaskiptum. Harry á
sér dökka fortíð og það líður ekki
á löngu þar til hann lætur til skar-
ar skríða.
Afbrýðisemin getur tortímt
Kvikmyndin Gott starf frá árinu
1999 í leikstjórn Claire Denis
fjallar um Galoup, fyrrverandi for-
ingja í Útlendingahersveitinni.
Hann minnist gamalla og góðra
daga þegar hann stjórnaði sveit í
Djibouti.
Voru það ánægjulegir tímar en
Galoup verður afbrýðisamur útí
unga manninn Sentain, sem lofar
góðu. Honum finnst hann verða að
stöðva hann og koma í veg fyrir
að Sentain fái athygli yfirmanna.
Að lokum tortímir afbrýðisemi
Galoups bæði Sentain og honum
sjálfum.
Rólegt í Marseille?
Ariane Ascaride, Jean-Pierre
Darroussin og Pierre Banderet
fara með aðalhlutverkin í mynd-
inni Ró yfir borginni eftir Robert
Guédiuian. Í myndinni fléttast
saga tíu ólíkra persóna saman í
tíma og rúmi, þ.e. árið 2000 í
Marseille.
Myndin gefur góða innsýn í líf
verkamanna í Marseille og gefur
til kynna að borgin eigi í vandræð-
um.
Frönsk kvikmyndahátíð í Háskólabíói
Ást, afbrýði og spenna
!"
# $%&'' ()*
+ ! , '#- ' (' * !"
. /"('0
!"
+ ! , '#- ' (' * !"
. /"('0
+ ! , '#- ' (' * !"
+ ! , '#- ' (' * !"
. /"('0
/. 1 (2''' *
3!#4 / (5'/ 6'
# 7'. 8/($"*
+ ! , '#- ' (' * # $%&'' ()*
/. 1 (2''' *
# 7'. 8/($"*
!"
# $%&'' ()*
3!#4 / (5'/ 6'
/. 1 (2''' *
!"
/. 1 (2''' *
3!#4 / (5'/ 6'
+ ! , '#- ' (' * "(+ 5 ( " 1 / /
# 7'. 8/($"*
!"
# 7'. 8/($"*
+ ! , '#- ' (' * . /"('0
"(+ 5 ( " 1 / /
+ ! , '#- ' (' * . /"('0
3!#4 / (5'/ 6'