Morgunblaðið - 15.01.2003, Side 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
VÍSITALA neysluverðs miðuð við
verðlag í byrjun þessa mánaðar hef-
ur hækkað um 1,4% síðastliðna tólf
mánuði samkvæmt mælingu Hag-
stofu Íslands. Í janúar á síðasta ári
hafði vísitalan hækkað um 9,4%.
Ólafur Darri Andrason, hagfræð-
ingur hjá ASÍ, segir að þessi mæling
sýni að mikil umskipti hafi orðið á
verðbólgunni og mæling Hagstof-
unnar hljóti að teljast mjög jákvæð.
Hann bendir þó á að einstakar
hækkanir stingi í augu, m.a. hækkun
matvöruverðs.
„Atvinnuleysi er helsta áhyggju-
efni okkar í verkalýðshreyfingunni
og verðbólgustigið núna hlýtur að
ýta undir vaxtalækkun frekar en
hitt,“ segir Ólafur Darri.
Hann segir að hjól atvinnulífsins
þurfi að fara að snúast af meiri
krafti. Ef rétt sé á málum haldið telji
hann að verðbólgan geti orðið hófleg.
Hafa þurfi varann á, ekki síst ef
horft sé fram á aukin umsvif í efna-
hagslífinu, en búast megi við aukn-
um verðbólguþrýstingi þegar fer að
líða á árið. Allar forsendur séu þó til
að hafa skynsamlega stjórn á því.
Hannes G. Sigurðsson, aðstoðar-
framkvæmdastjóri Samtaka at-
vinnulífsins, segir að markaðurinn
stefni í átt að verðhjöðnun, sem sé
andstæða verðbólgu. Það sé ekki síð-
ur hlutverk Seðlabankans að sporna
gegn verðhjöðnun en verðbólgu.
Of mikil hækkun krónunnar kalli á
fall hennar síðar og því sé eðlilegt í
því ljósi að bankinn stuðli að stöð-
ugra gengi hennar. Full ástæða sé
fyrir Seðlabankann að athuga hvort
ekki beri að beita vöxtunum og öðr-
um aðgerðum eins og að greiða niður
erlend lán, til að stöðva þessa geng-
ishækkun.
Verðbólgustigið ýtir
undir vaxtalækkun
Mikil umskipti/13
G%
I%
GHH GHHG
A
Markaðurinn stefnir í verðhjöðnun
UNNIÐ er að því hjá Toyota í
Evrópu og Toyota á Íslandi að
halda svokallað Eyðimerkur-
rall Toyota hér á landi í sumar.
Toyota býður að jafnaði þriðja
hvert ár blaðamönnum hvaðan-
æva úr heiminum til aksturs á
nýjum gerðum jeppa á fram-
andi slóðum og í fyrra var Eyði-
merkurrallið haldið í Suður-
Afríku.
Ef af þessu verður er talið að
um 150 manns heimsæki landið
og aki um fjöll og firnindi á
Toyota-jeppum.
Vilja halda
Eyðimerk-
urrall hér
Toyota/C 2
OPINBER heimsókn Davíðs Oddssonar forsætis-
ráðherra til Japans hófst í gær. Hann ávarpaði þá
stofnfund Íslenska verslunarráðsins í Japan sem
haldinn var í sendiráði Íslands í Tókýó. Um 35
stofnfélagar sóttu fundinn en þeir hafa ýmist ver-
ið í viðskiptum við Íslendinga eða hafa hug á því.
Formaður ráðsins er dr. Eyþór Eyjólfsson og
með honum í stjórn eru fjórir japanskir athafna-
menn.
Í ræðu sinni ræddi Davíð m.a. um ástand við-
skipta- og efnahagsmála á Íslandi. Davíð reifaði
einnig alþjóðlega samvinnu Íslendinga við aðrar
þjóðir og sagði frá því hvers vegna það kæmi Ís-
landi vel að standa utan Evrópusambandsins.
Ingimundur Sigfússon, sendiherra Íslands í
Japan, telur að verslunarráðið verði mikilvægur
vettvangur fyrir viðskipti milli þjóðanna. Hið fá-
menna sendiráð og verslunarráðið muni fá stuðn-
ing hvort af öðru.
Hin göfuga list ikebana
Á þessum fyrsta degi heimsóknarinnar sóttu
Ástríður Thorarensen, eiginkona Davíðs, og Val-
gerður Valsdóttir sendiherrafrú sýningu og leið-
sögn í ikebana sem er göfug japönsk listgrein
sem Íslendingar kalla blómaskreytingar. Sýn-
ingin fór fram í Ohara-skólanum í Tókýó sem er
200 ára gamall og nýtur mikillar virðingar á
þessu sviði.
Morgunblaðið/Einar Falur
Davíð Oddsson forsætisráðherra og Ástríður Thorarensen heilsa gestum í móttöku sem haldin var
þeim til heiðurs í gærkvöldi eftir stofnfund Íslenska verslunarráðsins í Japan.
Haruyo Jiukuchi leiðbeinir Ástríði Thorarensen
í ikebana þar sem útlitið eitt skiptir máli en ekki
ilmur blómanna.
Íslenskt
verslunar-
ráð stofnað
Opinber heimsókn forsætisráðherra til Japans
Mikill áhugi/6
BÆJARSTJÓRN Bolungarvíkur hefur vísað deil-
um vegna uppkaupa á íbúðarhúsum í bænum, sem
standa á hættusvæði snjóflóða, til héraðsdóms
Vestfjarða. Stefnt er að því að þingfesta málið nú í
janúar.
Elías Jónatansson, forseti bæjarstjórnar, segir
málið vera viðkvæmt innan bæjarfélagsins og bæj-
arstjórnin hafi neyðst til að fara með málið fyrir
dómstóla til að skera úr um ágreininginn.
Andri Árnason, lög-
maður Bolungarvíkur-
kaupstaðar, segir dóms-
mál í undirbúningi þar
sem reyni á grunn-
ágreining um forsendur
verðmiðunar vegna
uppkaupa á eignum sem
standi á hættusvæðum.
„Ágreiningurinn snýst
um hvort eigi að leggja
til grundvallar, mark-
aðsverð eða endurstofn-
verð.“
Markaðsverð er það
verð sem er áætlað að
fengist fyrir eignirnar í
frjálsri sölu og var met-
ið af sérstökum matsmönnum. Endurstofnverð er
hins vegar endurbyggingarkostnaður sem er
miklu hærri, að sögn Andra. „Spurningin er hvort
fólk, sem missir eignir sínar við þessar aðstæður,
eigi rétt á að fá markaðsverð eða endurbygging-
arkostnað greiddan.“
Hann segir að matsnefnd eignarnámsbóta hafi í
þessum tilvikum talið að bæta yrði eignirnar í Bol-
ungarvík, sem standi við Dísarland, með endur-
byggingarverði. Kostnaður af uppkaupunum sé
því miklu meiri fyrir Ofanflóðasjóð og kaupstaðinn
en áætlanir gerðu ráð fyrir.
„Ofanflóðasjóður vill láta á þetta reyna upp á
fordæmið að gera,“ segir Andri. Ekki hafi áður
verið skorið úr fyrir dómstólum hvort verðið eigi
að gilda við þessar aðstæður. Samkvæmt áætlun-
um Ofanflóðasjóðs sé miðað við uppkaup á mark-
aðsverði en ef miðað sé við endurstofnverð muni
um tugi milljóna króna í viðbótarútgjöldum fyrir
sjóðinn.
Stefnt er að því að hefja byggingu varnarmann-
virkja á Bolungarvík á þessu ári. Málaferlin gætu
þó tafið það frekar. Elías Jónatansson segir að
Framkvæmdasýsla ríkisins sé að undirbúa for-
hönnun á varnarvirkinu en ekki sé enn búið að
taka endanlega ákvörðun um hvernig þau verði ná-
kvæmlega.
Deilur vegna
eignarnáms á
hættusvæði
til dómstóla
Ráðgert að bjóða /11
Íbúðarhús við Dísarland í
Bolungarvík.
LÆKNAR þyftu með einföldum
hætti að geta séð hvort sjúklingur
hafi fengið ávísun á lyf hjá öðrum
lækni, hversu mikið og hversu oft, í
þeim tilgangi að koma auga á hugs-
anlega misnotkun.
Sjónarmið þess efnis voru reifuð á
málþingi um lyfjaávísanir og eftirlit
með þeim á Læknadögum sem nú
standa yfir. Fram kom í máli aðstoð-
arlandlæknis að morfínneysla hefði
þrefaldast undanfarin tíu ár.
Morfínneysla
þrefaldast
Rafrænar sjúkraskrár/9
SPARISJÓÐUR Reykjavíkur og ná-
grennis greiddi 900–1.400 milljónum
króna of mikið fyrir Frjálsa fjárfest-
ingarbankann, samkvæmt verðmati
endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte
& Touche. Verðmatið var unnið að
beiðni Búnaðarbankans fyrir fimm-
menningana sem gerðu tilboð í
stofnfé SPRON í fyrrasumar.
SPRON keypti Frjálsa fjárfesting-
arbankann af Kaupþingi í lok sept-
ember í fyrra á rúma 3,8 milljarða
króna og að auki fékk Kaupþing 330
milljóna króna arðgreiðslu. Þegar
lækkað verðmæti Frjálsa fjárfesting-
arbankans vegna arðgreiðslunnar
hefur verið tekið með í reikninginn er
bankinn 2,4–2,9 milljarða króna virði
að mati Deloitte & Touche.
Pétur H. Blöndal, einn fimmmenn-
inganna, segir að skýrslan sýni að
stjórn SPRON hafi keypt Frjálsa
fjárfestingarbankann á allt of háu
verði og að sparisjóðurinn virðist hafa
tapað um 1.000 milljónum króna á við-
skiptunum en Kaupþing grætt að
sama skapi. Pétur segir ljóst að þetta
mál verði til umræðu á fundi stofn-
fjáreigenda SPRON, hvort sem það
verði á aðalfundi SPRON eða á fundi
sem haldinn verði fyrr ef stofnfjáreig-
endur muni óska þess.
Verðmat endur-
skoðunarfyrirtækisins
Deloitte og Touche
Frjálsi fjár-
festingar-
bankinn
keyptur á
yfirverði
Bankinn/12