Morgunblaðið - 17.01.2003, Side 6
Fjöldi fólks fagnaði komu forsætisráðherra og fylgdarliðs hans til ráðhúss Saitama-fylkis vestan við Tókýó. Fánar Íslands og Japans blöktu þar hlið við hlið.
„SKÖMMU áður en við Ástríður
komum í höllina hafði keisarinn
skrifað undir skjöl sem færðu Nar-
uhito krónprinsi keisaraleg réttindi,
tímabundið, á meðan á sjúkrahúsvist
keisarans stendur,“ segir Davíð
Oddsson við Morgunblaðið um
áheyrn þeirra hjóna hjá krónprins-
inum, en keisarinn mun dvelja í
mánuð á sjúkrahúsi vegna krabba-
meins í blöðruhálskirtli.
„Að taka á móti okkur var fyrsta
verkefni hans eftir að hann tók við
þeim skilmálum. Við hittum krón-
prinshjónin í höllinni og ræddum við
þau í 35 mínútur. Heimsókn okkar
var augljóslega vel undirbúin, þau
voru afskaplega vel að sér og vissu
allt það um Ísland er kom til um-
ræðu. Þetta var mjög formlegt og
kurteislegt og ekki leyft að teknar
væru myndir eða fjölmiðlar væru
viðstaddir. En móttökurnar voru
mjög hlýlegar og hátíðlegar.
Það er sérkennilegt að það hittist
svo á að við komum sama dag og
keisarinn leggst á sjúkrahús. Við
vottuðum þeim hluttekningu og ósk-
uðum keisaranum góðs bata,“ segir
Davíð. Hann segir krónprinsinn hafa
spurt mikið um samskipti þjóðanna
og hann hafi fagnað sérstaklega opn-
un sendiráðanna, sem hann taldi
mjög mikilvæga.
Ástríður ræddi við krónprinsess-
una. „Hún er sérstaklega aðlaðandi
og vel að sér. Ég hreifst mjög af
henni,“ segir Ástríður.
Breytingar hjá fjölskyldunni
Krónprinsinn er menntaður í Ox-
ford. Hann er mjög áhugasamur um
tónlist, ekki síst frá Mið-Evrópu, og
leikur á fiðlu og knéfiðlu. Þá er hann
fjallgöngumaður og meðlimur í Jap-
anska Alpaklúbbnum. Fjölmiðlar
heimsins hafa fjallað töluvert um
Japanskeisara síðustu dagana sök-
um veikinda hans.
Japanska keisarafjölskyldan er
fræg fyrir að forðast sviðsljósið.
Ólíkt konungsfólki Evrópu, sem iðu-
lega er í fjölmiðlum, heyrir til und-
antekninga ef myndir af meðlimum
keisarafjölskyldunnar eru í fréttum.
Þannig hafa fjölmiðlar ekki aðgang
að því þegar erlendir fyrirmenn fá
áheyrn hjá keisaranum. Undantekn-
ingar frá leyndinni eru ákveðnar
fornar hefðir, eins og sú frá sjöttu
öld þar sem árlegur keisaralegur
ljóðaupplestur er í höllinni, en hann
var haldinn í fyrradag og var sjón-
varpað. Þar voru flutt ljóð eftir tíu
ljóðskáld á öllum aldri, ort í fornum
waka-hirðstíl, og að auki ljóð eftir
keisara- og krónprinshjónin.
Þrátt fyrir leyndina sem ríkir í
kringum keisarafjölskylduna þykir
Akahito keisari hafa breytt embætt-
inu mjög í frjálsræðisátt. Hann
kvæntist konu af óbreyttum ættum,
rétt eins og sonur hans síðar, og það
vakti mikla athygli á dögunum að
hann skyldi ganga fram og greina
frá því að hann væri með krabba-
mein í blöðruhálskirtli.
Að lokinni áheyrninni í höll krón-
prinshjónanna hélt forsætisráðherra
í hádegisverðarboð sem SH í Japan
hélt fyrir helstu viðskiptavini og
Veitt áheyrn í höll krónprins
og krónprinsessu Japans
dreifingaraðila þess í landinu og var
boðið haldið í sendiráði Íslands.
Davíð ávarpaði gestina og lýsti yfir
ánægju sinni með að hitta þá, þar
sem hlutverk þeirra við að koma ís-
lenskum afurðum á markað væri
mjög mikilvægt. Hann sló líka á
létta strengi þegar hann sagði:
„Við hjónin dveljum hér í Japan í
eina viku, sem er vandamál. Það er
sagt að gestir séu alveg eins og fisk-
ur; þeir séu bara ferskir í þrjá daga!
En það er líklega ekki vandamál, því
við komum eins og frosinn fiskur.“
Mikilvægur markaður
fiskafurða
Jón Magnús Kristjánsson, annar
framkvæmdastjóra SH í Japan, seg-
ir gestina hafa komið frá sex af
þeirra helstu viðskiptafyrirtækjum.
„Þeir hafa verslað við okkur flest-
ir alveg síðan við byrjuðum hér árið
1968,“ segir Jón, „fundurinn með
forsætisráðherra treystir þessi
sterku viðskiptatengsl enn frekar.“
Velta SH á Japansmarkaði var um
átta milljarðar króna í fyrra, eða
rúmlega helmingur af útflutningi Ís-
lands til Japan. Að sögn Jóns eru
þetta um 20% af veltu SH og því
mikilvægur markaður fyrir fyr-
irtækið. Mest er selt af karfa og grá-
lúðuafurðum, og síðan loðna, loðnu-
hrogn, rækja og síld. Þá flytur SH
einnig inn hrossakjöt með flugi aðra
hverja viku.
Seinnipartinn í gær var haldið til
Saitama-fylkis vestan við Tókýó en
þar býr á áttundu milljón manna.
Þar tók á móti forsætisráð-
herrahjónunum gamall vinur þeirra,
fylkisstjórinn Yoshihiko Tsuchiya.
Þegar ekið var að þinghúsi fylkisins
tók á móti bílalestinni stór hópur
fólks með íslenska og japanska fána.
Fylkisstjórinn fagnaði Davíð og
Ástríði, Ingimundi Sigfússyni sendi-
herra og eiginkonu hans, Valgerði
Valsdóttur, með miklum virktum og
kynnti þau fyrir helstu ráðamönnum
fylkisins.
Fánahylling hjá fylkisstjóra
Að ræðuhöldum loknum sýndi
Tsuchiya gestum skrifstofu sína. Þar
gefur að líta ljósmyndir af honum
með mörgum helstu fyrirmönnum
heimsins á liðnum áratugum og
ýmsa minjagripi. Þá eru þar orður
sem mörg lönd hafa veitt honum.
Tsuchiya sat lengi á japanska
þinginu og var forseti öldungadeild-
ar þess. Hann heimsótti Ísland árið
1984, fyrstur japanskra þingmanna,
og hitti Davíð Oddsson, þáverandi
borgarstjóra.
„Ég lít á fylkisstjórann sem per-
sónulegan vin minn og Íslands,“ seg-
ir Davíð. „Hann hefur lengi verið
lykilmaður í að bæta og auka tengsl
landanna. Ég heimsótti hann í þingið
hér árið 1989. Þá var hann forseti
öldungadeildarinnar og ég fékk
höfðinglegar móttökur. Hann er
mikill áhrifamaður, núverandi for-
maður samtaka fylkisstjóra. Hann
stofnaði Vináttufélag japanskra og
íslenskra þingmanna, þar sem hann
er nú heiðursfélagi. Fyrir nokkru
kom einmitt hópur þingmanna á
vegum þess til Íslands og þar á með-
al dóttir Tsuchiya sem situr á þingi.
Hún hefur komið fjórum sinnum til
Íslands. Hann nýtur mikillar hylli í
fylkinu, fékk um áttatíu prósent at-
kvæða í síðustu kosningum. Hann er
orðinn fullorðinn, er um áttrætt, en
er fullur af krafti og ætlar að bjóða
sig aftur fram að ári.“
Hittir forsætisráðherrann í dag
Að lokinni heimsókninni í ráð-
húsið var haldið á hótel þar sem á
annað hundrað manns sátu hátíð-
arkvöldverð til heiðurs íslensku for-
sætisráðherrahjónunum.
Í dag á forsætisráðherra fundi
með Junichiro Koizumi, forsætisráð-
herra Japan og Ohgi samgöngu-
ráðherra. Þá heimsækir hann höf-
uðstöðvar ríkissjónvarps Japan,
sækir heim kunna hönnunarstofu og
borðar kvöldverð með félögum í Vin-
áttufélagi japanskra og íslenskra
þingmanna. Heimsókninni til Japan
lýkur á laugardag.
Morgunblaðið/Einar Falur
YOSHIHIKO Tsuchiya, fylkis-
stjóri Saitama-fylkis, og Davíð
Oddsson slá á létta strengi er
fylkisstjórinn sýnir ljósmyndir,
viðurkenningar og minjagripi í
skrifstofu sinni. Þar eru margar
orður sem þessi fyrrverandi for-
seti japanska þingsins hefur þeg-
ið frá ýmsum þjóðum. Tsuchiya
hefur heimsótt Ísland og stofnaði
m.a. Japansk-íslenska þing-
mannasambandið.
Slegið á létta strengi með Íslandsvini
FRÉTTIR
6 FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Heimsókn Davíðs
Oddssonar forsætis-
ráðherra til Japans
hélt áfram í gær. Að
lokinni áheyrn í höll
Naruhitu krónprins og
Masako krónprinsessu
snæddi Davíð, ásamt
föruneyti, hádegisverð
með viðskiptavinum
SH í Japan og heim-
sótti mikinn Íslandsvin,
fylkisstjórann í Sait-
ama. Einar Falur Ing-
ólfsson var með í för.
efi@mbl.is
HÁKON Aðalsteinsson, vatnalíf-
fræðingur hjá Orkustofnun og
verkefnisstjóri rannsókna vegna
vatnsaflsvirkjana, segir að það sé
fjarri sanni sem hafi komið fram í
ræðu Guðmundar Páls Ólafssonar
náttúrufræðings á baráttufundi í
Borgarleikhúsinu í fyrrakvöld, að
„einu íslensku sumri“ hafi verið
varið í rannsóknir vegna Kára-
hnjúkavirkjunar. Rannsóknir á
svæðinu hafi farið fram í áratugi á
vegum Orkustofnunar og Lands-
virkjunar.
Hákon segir að ítarlegar rann-
sóknir hafi farið fram á svæðinu á
árunum 1978 og 1979. Löngu fyrr
hafi verið hafnar jarðfræðirann-
sóknir. Þá hafi ítarlegar rannsókn-
ir farið fram á hreindýrastofninum
árin 1979–1981 og frá 1993 hafi
verið fylgst náið með dreifingu
dýranna á Vesturöræfum yfir
burðartímann.
Að sögn Hákons hófust mæl-
ingar á svifaur í Jökulsá á Dal við
Hjarðarhaga árið 1965 og síðan þá
hafi verið tekin rúmlega 800 sýni.
Við Brú á Jökuldal hafi sýnataka
hafist árið 1970 og þar sé nú búið
að taka hartnær 250 sýni. Viðbót-
arrannsóknir hafi hafist árið 1996
og verið stundaðar af krafti frá
1998.
Hákon segir það eflaust rétt hjá
Guðmundi Páli að mælingar á
botnskriði hafi tekið fimm daga
sumarið 2000 en þær hafi haldið
áfram síðan. Mestu máli skipti þó
að nærri fjögurra áratuga sam-
felldar mælingar hafi verið gerðar
á framburði aurs í Jöklu. Fyrstu
niðurstöður gefi strax hugmyndir
um stærðargráðu botnskriðs og
með því að gera ráð fyrir óvissu og
bæta henni við útreiknaðan fram-
burð, verði matið viðunandi.
Verkefnisstjóri hjá
Orkustofnun
Áratuga-
rannsóknir
við Kára-
hnjúka
BÆJARRÁÐ Akureyrar sam-
þykkti í gær að leggja til við
bæjarstjórn að veitt verði eig-
endaábyrgð vegna Kára-
hnjúkavirkjunar í samræmi
við eigendasamkomulag og lög
um Landsvirkjun. Mun bæj-
arstjórn væntanlega afgreiða
málið á fundi sínum nk. þriðju-
dag.
Valgerður H. Bjarnadóttir,
áheyrnarfulltrúi VG, lét bóka
að flokkurinn væri andvígur
fyrirhugaðri stórvirkjun við
Kárahnjúka. Annars vegar sé
um að ræða stórfelld óaftur-
kræf náttúruspjöll og hins
vegar virðist ekki hafa verið
hugað að varhugaverðum
efnahagslegum áhrifum. Auk
þessa sé um að ræða fjárhags-
lega áhættu fyrir Akureyr-
arbæ.
Bæjarráð Akureyrar
Mælir með
ábyrgð til
Lands-
virkjunar
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
frestaði í gær beiðni kjúklingabúsins
Móa hf. um að greiðslustöðvun fyr-
irtækisins yrði framlengt. Málið
verður næst tekið fyrir á mánudag.
Beiðni Móa
frestað