Morgunblaðið - 17.01.2003, Side 10

Morgunblaðið - 17.01.2003, Side 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ „LEGGJUM ekki landið undir“ var meðal þess sem um þúsund mótmælendur hrópuðu, svo und- ir tók í nærliggjandi húsum, fyrir utan Ráðhús Reykjavíkur í gær meðan á borgarstjórnarfundi stóð þar sem ábyrgð borgarinnar fyrir lánum Landsvirkjunnar vegna Kárahnjúkavirkjunnar var til umfjöllunar. Fólk safnaðist saman með mótmælaspjöld í kringum tjörnina fyrir framan Ráðhúsið, á göngum þess og í Tjarnarsalnum. Lögreglan tók spjöld af fólki sem fór inn í húsið. Þá voru áhorf- endapallar Ráðhússins þéttsetnir og færri kom- ust að en vildu. Lögreglan þurfti að fjarlægja einn mótmælanda vegna frammígripa og forseti bæjarstjórnar þurfti ítrekað að biðja áhorfendur að hafa hljóð ellegar yrðu pallarnir rýmdir. Fyrir utan voru hrópuð hvatningarorð til Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra að samþykkja ekki ábyrgðina en þegar afstaða hennar var endanlega ljós var púað hástöfum og ættjarðarljóð sungin. Nokkrir mótmælenda hófu að syngja Völuvísu eftir Guðmund Böðvarsson og allur hópurinn tók undir í orðunum: „Það hefnist þeim er svíkur sína huldumey/honum verður erfiður dauðinn.“ „Enn einn sorgardagurinn“ „Nei, þetta er ekki búið, þetta verður aldrei búið,“ sagði einn mótmælenda við blaðamann Morgunblaðsins er hann var spurður að því hvort ekki væri um seinan héðan af að hafa áhrif á afstöðu yfirvalda um byggingu virkjunarinnar. Annar mótmælandi var ekki á sama máli. „Þetta er enn einn sorgardagurinn í baráttunni,“ varð honum á orði. Mikill tilfinningahiti var í loftinu meðal mót- mælenda jafnt innan dyra sem utan. Þegar af- staða Ingibjargar borgarstjóra varð ljós mátti jafnvel sjá blika á tár í augum nokkurra við- staddra. „Við viljum þjóðgarð en ekki Kára- hnjúkavirkjun,“ var haldið áfram að hrópa. Frá sal borgarstjórnar blasti mótmælendahópurinn við borgarfulltrúum. Á áhorfendapöllum var síst minni hiti í mönnum og ítrekað þurfti forseti borgarstjórnar að biðja viðstadda að hafa hljóð sem létu með lófaklappi og hrópum skoðun sína á málflutningi einstakra borgarfulltrúa í ljós. Lögregla þurfti að vísa einum manni af pöllum vegna frammígripa, en sex lögreglumenn, þar af tveir óeinkennisklæddir á áhorfendapöllunum, voru staddir í og við ráðhúsið í gær. Annars fóru mótmælin friðsamlega fram. Árni Þór Sigurðsson, fulltrúi vinstri grænna í borgarstjórn, lauk ræðu sinni með þeim orðum að Kárahnjúkavirkjun væri glæfraspil og ekki ætti að leggja landið undir. „Til hvers er allt þetta? Fyrir ímyndaða byggðastefnu? Fyrir eirð- arlausar pólitískar sálir? Fyrir stundargróða? Fyrir amerískan álrisa?“ Þessum orðum borgar- fulltrúans var vel tekið á áhorfendapöllum með áköfu lófaklappi. Hiti í mótmælendum Morgunblaðið/GolliMótmælendur láta í ljós óánægju sína með afstöðu borgarstjóra. Lögreglan fjarlægði einn mann af áhorfendapöllum Morgunblaðið/RAX Jóni Þór Birgissyni, söngvara og gítarleikara Sigur Rósar, var vísað af áhorfendapöllum. Morgunblaðið/Golli„Það tapa allir á Kárahnjúkavirkjun“ stóð á blaði sem sett var á vörðu við inngang Ráðhússins í gær. Á RÁÐSTEFNU Samtaka iðnaðar- ins um iðn- og tæknimenntun á næstu árum sagði Haraldur Frið- riksson, bakarameistari hjá Ömmu- bakstri ehf., að nemum í matvæla- iðnaði hafi farið fækkandi ár frá ári og lítil sem engin hvatning væri til verkmenntunar. Hún væri hreinlega ekki í tísku. „Umræðan í þjóðfélaginu hvetur leitandi ungmenni ekki inn á braut verkmenntunar.“ Haraldur telur að menntamálayfirvöld geri sér ekki nægilega grein fyrir vandanum. Skólum sem kenni iðngreinar sé út- hlutað fjármagni samkvæmt reikni- líkani sem sé meingallað. Sem dæmi nefndi Haraldur að Menntaskólinn í Kópavogi fái sjö sinnum hærri fjárhæð til að ræsta bóknámsstofu miðað við verknáms- stofu. Rafmagnskostnaður væri ekki metinn eftir því hvort um sé að ræða lesstofu eða eldhús með orkufrekum tækjum og ekki sé gert ráð fyrir hrá- efniskostnaði þegar kenna eigi nem- um að verka kjötskrokka, baka brauð og bera fram mat. Í samtali við Morgunblaðið sagði Haraldur að það stefndi í vandræði í framtíðinni að fá bakara til starfa í Ömmubakstri ef bakaranemum fjölgaði ekki. Umræðan nú væri þess vegna nauðsynleg til að hvetja stjórnvöld og þá sem að málinu koma til að vinna gegn þessari þróun. Sveinn Hannesson, framkvæmda- stjóri Samtaka iðnaðarins, sagðist telja að ekki sé hægt að komast af án þess að stjórnvöld móti ákveðna stefnu um framboð menntunar fyrir atvinnulíf. Það verði ekki leyst með reiknilíkani, hversu vandað og gott sem það er. „Það tekur ekki tillit til þarfa at- vinnulífsins og það tekur heldur ekki tillit til gæða námsins eða kunnáttu þeirra nemenda sem koma út úr skólanum. Það er eitthvað að í þessu kerfi ef okkur vantar málmiðnaðar- menn en málmiðnaðarbrautir fram- haldsskólanna vantar nemendur. Það er eitthvað að ef atvinnulífið vantar fleiri tæknifræðinga en reiknilíkanið segir að ekki sé hægt að reka tækniskóla nema með tug- milljóna króna tapi á hverju ári. Hins vegar er hagkvæmt að útskrifa kennara og rekstrarfræðinga á færi- bandi,“ sagði Sveinn. Finnbjörn Hermannsson, formað- ur Samiðnar, sagði að iðnaðurinn væri í samkeppni um hæfileikaríkt fólk. Sú keppni er ekki bara á milli fyrirtækja á Íslandi heldur í öllum heiminum. Húsgagnaiðnaður, skipa- iðnaður og nú garðyrkja sé á leið úr landi. Nú þurfi launafólk, atvinnu- rekendur og skólakerfi að taka hönd- um saman til að halda í fólk og fyrir- tæki. Í þeirri keppni séu þessir aðilar í sama liði. Stefnir í vandræði ef nem- um í iðnnámi fjölgar ekki LÖGREGLAN á Selfossi lagði hald á tvo nýja gróðurhúsalampa, um 80 grömm af hassi auk lítilræðis af amfetamíni og maríjúana í kjölfar þess að hún stöðvaði bifreið við hefð- bundið eftirlit seint á þriðjudags- kvöld. Í bílnum var einn farþegi auk öku- manns. Eitthvað þótti lögreglumönn- um gruggugt við ferðir mannanna og ákváðu að leita á mönnunum og í bif- reiðinni. Fundu þeir um 80 grömm af hassi og 10 grömm af maríjúana á farþeganum. Í tengslum við málið var gerð hús- leit í Hveragerði hjá manni sem talið var líklegt að hefði útvegað fíkniefn- in. Við leitina fann lögregla lítilræði af amfetamíni og kannabisefnum auk tveggja gróðurhúsalampa sem talið er að hafa verið stolið úr gróðurhúsi í Hveragerði fyrir skemmstu. Tveir menn sem voru í húsinu voru handteknir og færðir á lögreglustöð- ina. Við yfirheyrslur sem stóðu fram á miðvikudagskvöld játaði farþegi bifreiðarinnar að eiga öll fíkniefnin. Ökumaðurinn mun ekki tengjast málinu á annan hátt en þann, að hann tók að sér að aka honum milli bæja. Farþeginn játaði einnig innbrot í Tölvu- og radíóþjónustu Suðurlands á Selfossi aðfaranótt þriðjudags. Lögðu hald á fíkniefni og gróður- húsalampa LEIÐBEININGAR um umsóknar- feril íbúðalána er nú að finna á serbó- króatísku og pólsku á þjónustuvef Íbúðalánasjóðs, www.ils.is. Stefnt er að því að koma sambærilegum leið- beiningum á rússnesku og spænsku inn á þjónustuvefinn á næstu vikum, en fyrir eru upplýsingar á ensku. Um er að ræða samstarfsverkefni Íbúðalánasjóðs og Fjölmenningar- setursins á Vestfjörðum. Þá hefur Íbúðalánasjóður verið í samstarfi við Alþjóðahús um upplýsingagjöf til út- lendinga um íbúðalán sjóðsins. Leiðbeiningar á ýmsum tungumálum HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt rúmlega tvítuga konu í þriggja mánaða skilorðsbundið fang- elsi fyrir fjársvik og umboðssvik sem hún framdi á árinu 2000. Konan játaði brot sín, en annars vegar var um að ræða umboðssvik með því að hafa skuldbundið Bún- aðarbankann til greiðslu á um 450 þúsund kr. umfram umsamda yfir- dráttarheimild með framvísun deb- etkorts á reikning sinn hjá bankan- um, sem hún hafði stofnað. Hins vegar var hún ákærð fyrir fjársvik með því að hafa í október 2000 selt í verslun Hagkaupa tvær ávísanir, samtals að fjárhæð kr. 36.500, sem hún gaf heimildarlaust út á reikning annars manns hjá Ís- landsbanka. Konan samþykkti bóta- kröfu Hagkaups og var dæmd til að borga versluninni 36.500 kr. ásamt vöxtum og dráttarvöxtum. Hún hafnaði skaðabótakröfu Búnaðar- bankans og var henni vísað frá dómi. Hjördís Hákonardóttir héraðs- dómari kvað upp dóminn. Verjandi ákærðu var Hilmar Ingimundarson hrl. Sækjandi var Guðjón Magnús- son fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík. 3 mánaða fangelsi fyrir auðgunarbrot INNLENT ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.