Morgunblaðið - 17.01.2003, Síða 14
ERLENT
14 FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
HANS Blix, formaður vopnaeftirlits-
nefndar Sameinuðu þjóðanna, sagði í
gær að Írakar hefðu ekki gert nóg til
að sanna að þeir
ættu ekki lengur
gereyðingarvopn.
Blix kvaðst ætla
að segja íröskum
embættismönn-
um þegar hann
fer til Bagdad um
helgina að Íraks-
deilan væri komin
á „mjög hættu-
legt“ stig þrátt fyrir tilraunir grann-
ríkja Íraks til að koma í veg fyrir
stríð.
Mohamed ElBaradei, yfirmaður
Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinn-
ar (IAEA), kvaðst ætla að fara þess
formlega á leit við öryggisráð Sam-
einuðu þjóðanna að eftirlitsmenn
fengju nokkra mánuði til viðbótar til
að ljúka leitinni að gereyðingarvopn-
um í Írak. Blix kvaðst hins vegar
vera svartsýnn á að öryggisráðið
samþykkti þetta.
„Skilaboðin sem við ætlum að færa
ráðamönnum í Bagdad eru þau að
ástandið er þrungið mikilli spennu
og mjög hættulegt,“ sagði Blix við
fréttamenn í Brussel eftir að hafa
rætt við embættismenn Evrópusam-
bandsins.
Olíuverð hækkar
Hann sagði að deilan yrði annað-
hvort leidd til lykta með eftirliti og
afvopnun eða valdbeitingu. Hann
kvaðst telja að fyrri leiðin væri enn
möguleg en bætti við: „Við teljum að
Írakar verði að gera meira en þeir
hafa gert til að þessi leið geti talist
trúverðug.“
Blix á að afhenda öryggisráðinu
fyrstu ýtarlegu skýrslu sína um
vopnaeftirlitið 27. þessa mánaðar en
hann kvaðst í gær búast við því að
öryggisráðið myndi óska eftir einni
skýrslu til viðbótar í næsta mánuði.
Heimsmarkaðsverð á olíu hækk-
aði í gær vegna ummæla Blix sem
þóttu benda til þess að líkurnar á
stríði hefðu aukist. Verð Brent-hrá-
olíu úr Norðursjó hækkaði úr 31,22
dölum á fatið í 31,70 dali og hefur
ekki verið jafnhátt í tvö ár þótt aðild-
arríki OPEC, samtaka olíuútflutn-
ingsríkja, hafi samþykkt um helgina
að auka olíuframleiðslu sína veru-
lega.
Tyrkir hyggjast bjóða ráðamönn-
um í Egyptalandi, Íran, Jórdaníu,
Sádi-Arabíu og Sýrlandi til fundar í
Ankara í næstu viku til að reyna að
finna friðsamlega lausn á Íraksdeil-
unni.
Alexander Saltanov, aðstoðarut-
anríkisráðherra Rússa, sem eru and-
vígir hugsanlegum hernaði í Írak,
ræddi málið við ráðamenn í Bagdad í
gær og fer síðan til Líbanons og
Jórdaníu. Ígor Ívanov, utanríkisráð-
herra Rússlands, sagði að Rússar
hefðu „áhyggjur af vaxandi þrýstingi
Bandaríkjamanna á eftirlitsmenn
Sameinuðu þjóðanna“. „Við teljum
að þetta samræmist ekki anda álykt-
unar Sameinuðu þjóðanna [um af-
vopnun í Írak],“ sagði Ívanov.
Inn á heimili embættismanna
Eftirlitsmenn SÞ í Írak rannsök-
uðu í gær tvö hús í Bagdad sem sögð
eru vera heimili tveggja íraskra
embættismanna. Daginn áður rann-
sökuðu eftirlitsmennirnir eina af
höllum Saddam Husseins í Bagdad
og Írakar lýstu rannsókninni sem
„augljósri ögrun“.
Blix segir Íraka ekki gera
nóg til að afstýra stríði
Brussel, Bagdad. AFP, AP.
Telur að deilan um vopnabúr
Íraka sé komin á hættulegt stig
Hans Blix
GIULIO Andreotti hlýðir á vitnis-
burð Antonios Giuffre, fyrrverandi
liðsmanns ítölsku mafíunnar, í rétt-
arsal í Mílanó í gær. Hélt Giuffre
því fram að Andreotti hefði haft
tengsl inn í mafíuna, en þessi vitn-
isburður þykir ekki styrkja stöðu
forsætisráðherrans fyrrverandi í
áfrýjunarréttarhöldum sem hófust í
desember. Andreotti, sem er 83
ára, var í nóvember dæmdur til 24
ára fangelsisvistar en hann var
fundinn sekur um að hafa látið
myrða blaðamanninn Mino Pecor-
elli árið 1979. Hann neitar öllum
ásökunum um að hann hafi átt sam-
vinnu við mafíuna.
Reuters
Andreotti
í vondum
málum
SLÖKKVILIÐSMENN slökkva eld sem kom upp aðfara-
nótt fimmtudagsins í þaki Regensen, húsakynna hinnar
fornfrægu heimavistar við Kaupmannahafnarháskóla,
skammt frá Sívalaturni. Rúmlega hundrað stúdentum
var bjargað út úr húsinu sem var reist árið 1623.
Slökkviliðið var kallað út laust fyrir klukkan þrjú um
nóttina og var þá mikill eldur í þakinu sem snýr út að
Kristalsgötu. Um 40 slökkviliðsmenn glímdu við eldinn.
Enginn slasaðist alvarlega. Fjöldi íslenskra námsmanna
bjó á Regensen er Ísland heyrði undir Danakonung.
AP
Eldur í Kaupinhöfn
FULLTRÚAR bæjar- og sveitar-
stjórna í Danmörku hafa farið
fram á það við stjórnvöld að þau
leggi fram lagafrumvarp sem veiti
heimild fyrir því að sektum verði
beitt gegn foreldrum, sem ítrekað
koma of seint að sækja börn sín á
barnaheimili.
Haft er eftir Bjørn Dahl, for-
manni félagsmálanefndar sam-
bands danskra sveitarfélaga, að
það hafi færst mjög í vöxt að for-
eldrar mæti allt að klukkustund of
seint til að sækja börn sín á leik-
skólana. Vilja sveitarfélögin þess
vegna að danska þingið samþykki
lög sem heimili þeim að sekta for-
eldrana um 500 danskar krónur,
u.þ.b. 5.500 íslenskar krónur, sem
er sama upphæð og danskir öku-
menn þurfa að borga ef þeir fá
stöðumælasekt.
„Það vantar mikið upp á að for-
eldrar sýni sömu ábyrgð gagnvart
börnum sínum og áður,“ segir
Dahl. „Við erum ekki að tala um
að fólk sé seint af því að lestin var
ekki á áætlun, eða vegna óvæntr-
ar snjókomu. Gjarnan er um að
ræða foreldra sem sitja á fundum
sem dragast á langinn, og í stað
þess að biðjast velvirðingar og
yfirgefa fundinn, til að komast í
tæka tíð á leikskólann, situr þetta
fólk fundinn á enda.“
Henriette Kjær félagsmálaráð-
herra er sögð hafa tekið dræmt í
tillöguna og hvetur hún til að mál-
ið verði einfaldlega tekið upp við
kærulausa foreldra.
Leikskólar fái að
sekta foreldrana
Kaupmannahöfn. AFP.
MILAN Milutinovic, fyrrverandi
forseti Serbíu, mun innan fárra daga
gefa sig fram við fulltrúa stríðs-
glæpadómstólsins í Haag í Hollandi í
því skyni að svara ákærum er tengj-
ast atburðum í Kosovo 1998–1998.
Þetta fullyrti Zoran Djindjic, for-
sætisráðherra Serbíu, á frétta-
mannafundi í Belgrað í gær.
Djindjic sagði það vilja Milutin-
ovic sjálfs að gefa sig fram við rétt-
inn. Upplýsti Djindjic að serbnesk
stjórnvöld hefðu heitið Milutinovic
því að hann fengi að fara frjáls ferða
sinna þar til réttarhöld yfir honum
hæfust. Fara þau fram á að dómstóll-
inn heimili þetta fyrir sitt leyti, enda
hafi Milutinovic sýnt fullan sam-
starfsvilja. Þá sé hann ekki heilsu-
hraustur.
Kjörtímabili Milutinovics sem for-
seti Serbíu lauk um áramótin en yf-
irvöld í Júgóslavíu, sem er sam-
bandsríki Serbíu og Svartfjallalands,
höfðu litið svo á að hann nyti frið-
helgi á meðan hann gegndi embætt-
inu. Tóku þau aldrei í mál að senda
hann til Haag á meðan hann væri
forseti. Milutinovic er sakaður um að
hafa verið einn þeirra sem skipulagði
ofsóknir gegn Kosovo-Albönum á ár-
unum 1998–1999.
Milutin-
ovic senn
til Haag?
Belgrað. AFP.
FYRRVERANDI umboðsmaður
popphljómsveitarinnar Bay City
Rollers, Tom Paton, og vinsæll sjón-
varpsmaður, Matthew Kelly, hafa
bæst við á listann yfir þekkta Breta
sem hafa verið handteknir fyrir kyn-
ferðislega misnotkun á börnum eða
kaup á barnaklámi.
Breski rokktónlistarmaðurinn
Pete Townshend, sem fór fyrir
hljómsveitinni The Who, var hand-
tekinn á mánudag vegna gruns um
að hafa barnaklám í fórum sínum, en
var látinn laus gegn tryggingu og
ekki ákærður.
Lögreglan segir að mál Patons og
Kellys, sem voru handteknir seint í
fyrrakvöld, tengist ekki rannsókn á
máli Townshends. Þeir hafi verið
sakaðir um kynferðislega misnotkun
á drengjum á áttunda áratugnum.
Kelly, sem er 52 ára, er kynnir vin-
sæls sjónvarpsþáttar, „Stars in
Their Eyes“, þar sem óþekkt fólk
fær tækifæri til að syngja og herma
eftir uppáhaldssöngvurum sínum.
Paton, sem er fast að sextugu, var
umboðsmaður skosku hljómsveitar-
innar Bay City Rollers, sem var
stofnuð árið 1970 og starfaði í átta ár.
Hún naut mikilla vinsælda beggja
vegna Atlantshafsins. Trommu-
leikari hljómsveitarinnar, Derek
Longmuir, var dæmdur til 300
klukkustunda samfélagsþjónustu ár-
ið 2000 fyrir að hafa safnað klám-
myndum af börnum.
Ári síðar var breski söngvarinn,
útsetjarinn og útvarpsmaðurinn Jon-
athan King, sem aðstoðaði Bay City
Rollers á fyrstu árum hljómsveitar-
innar, dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir
kynferðislega árás á fimm drengi.
Gary Glitter, önnur poppstjarna
frá áttunda áratugnum, afplánaði í
fyrra fjögurra mánaða fangelsi fyrir
að safna barnaklámmyndum og hon-
um var vísað frá Kambódíu í síðasta
mánuði eftir að fréttir um að hann
dveldi þar höfðu valdið miklu upp-
námi meðal landsmanna.
Lögreglan handtekur
fleiri þekkta Breta
London. AFP.
Liggja undir
grun um að vera
barnaníðingar
RÉTTAÐ verður yfir John Lee
Malvo, táningnum sem ákærður hef-
ur verið vegna leyniskyttumorðanna
svokölluðu í Bandaríkjunum í haust,
sem hann væri fullorðinn. Dómari í
Virginíu ákvað þetta í fyrrakvöld en
Malvo er aðeins sautján ára gamall.
Malvo og félagi hans, John Mu-
hammad, eru sakaðir um að hafa
banað þrettán manns með riffli í ná-
grenni Washington-borgar í septem-
ber og október. Þeir eru einnig grun-
aðir um morð í Louisiana, Alabama,
Georgíu og í Washington-ríki.
Ákvörðunin í gær gæti orðið til
þess að Malvo hlyti dauðadóm, verði
hann fundinn sekur um aðild að
morðunum.
Malvo telst
fullorðinn
Washington. AFP.
♦ ♦ ♦