Morgunblaðið - 17.01.2003, Síða 16

Morgunblaðið - 17.01.2003, Síða 16
ERLENT 16 FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞING Evrópusambandsins samþykkti á miðvikudag bann við því að dýr séu notuð í tilraun- um með fegrunarlyf. Fyrirtæki sem framleiða fegrunarlyf hafa í áratug barist gegn hugmynd- inni en nú hefur fundist mála- miðlun. Bann við flestum til- raunum af þessu tagi tekur gildi árið 2009 en leyft verður að nota dýrin við tilraunir á þrem af- mörkuðum sviðum þar sem erf- itt er að beita öðrum aðferðum. Nýr forseti í Ekvador NÝR forseti Ekvador, vinstri- sinninn Lucio Guiterrez, tók í gær við embætti og hét hann því að stofna al- þjóðlega breiðfylk- ingu gegn spillingu. Tryggja yrði að menn sem sekir væru um að stela opinberu fé gætu ekki leitað hælis í öðrum löndum. Guiterrez er 45 ára og fyrir þrem árum fór hann fyrir tilraun til að steypa þáverandi forseta, Jamil Mahuad, af stóli. Enga mismunun STJÓRN George W. Bush Bandaríkjaforseta er andvíg því að háskólar beiti svonefndri já- kvæðri mismunun til að tryggja að fleiri blökkumenn og náms- menn ættaðir frá Rómönsku- Ameríku fái aðgang að skólun- um. Hópur hvítra stúdenta við Michigan-háskóla hefur höfðað mál vegna þess að fólk úr áður- nefndum minnihlutahópum fær greiðari aðgang. Bush segir að tilhögunin valdi misklíð, hún sé óréttlát og „útilokað að hún standist stjórnarskrána“. STUTT Dýratil- raunir bannaðar Lucio Gutierrez ÞAU koma í Quiapo-kirkjuna í Man- ila til að biðja til Naðverjans, svartr- ar styttu af Jesú Kristi, sem er sögð búa yfir sérstökum mætti. Fólkið þráir kraftaverk, brettir oft upp föt- in og skríður á berum hnjánum að altarinu, um 30 metra leið. Aðrir velja auðveldari aðferð. Þeir greiða „bænakonunum“ nokkra pesóa fyrir að slétta ójöfnurnar á veginum mjóa til sáluhjálpar. „Guði er sama hver fer með bæn- irnar, svo framarlega sem sá sem borgar fyrir þær er einlægur,“ sagði Nanette Rosales, 63 ára ekkja sem hefur beðið fyrir aðra gegn greiðslu í rúma tvo áratugi. Frá því að Spánverjar innleiddu rómversk-kaþólska trú á Filipps- eyjum fyrir fjórum öldum, þegar eyjarnar voru nýlenda Spánar, hafa Filippseyingar lagað trúna að eigin menningu og túlkunum. Nokkrir þeirra líkja eftir krossfestingu Krists með því að láta negla hend- urnar og fæturna við kross. Aðrir sýna guðrækni sína með því að berja sig til blóðs með brotnu gleri. Umdeild þjónusta Svo eru það bænasalarnir. „Við erum eins og brú til Guðs,“ sagði Baby Florando, 54 ára bænakona. „Við hjálpum fólki sem hefur ekki tíma til að biðja, kann ekki að biðja eða þarf að fá aðra til að biðja með sér.“ Margir guðræknir kaþólskir Fil- ippseyingar telja það hins vegar ókristilegt að borga öðrum fyrir að biðja fyrir sig. „Þetta er hlægilegt,“ sagði Bernie Sobremonte, guðfræð- ingur sem stundar rannsóknir á veg- um erkibiskupsins í Manila. „Guð er alls staðar. Þótt fólk sé í vinnunni getur það beðið. Ef menn vita ekki hvernig bænaþulur kirkjunnar eru orðaðar nákvæmlega geta þeir bara sagt: sæll vertu Guð, má ég tala við þig?“ Aðrir líta á bænakonurnar sem meðalgöngumenn eða einhvers kon- ar bænaveitu til himna. Quiapo-kirkjan er sú eina í Manila sem vitað er að leyfi bænakonum að bjóða þjónustuna. Prestar kirkj- unnar segja að þeir reyni að tala um fyrir konunum en enginn reki þær í burtu, svo fremi sem þær láti lítið á sér bera. Óljóst er hvernig eða hvenær þessi venja hófst. Margar kvennanna segjast hafa tekið við starfinu af mæðrum sínum og ömm- um. Þar sem þær skera sig ekki úr í klæðaburði og auðkenna sig ekki er erfitt að greina þær frá öðrum kon- um sem sækja kirkjuna. Konurnar eru kyrrar og hljóðar, bíða eins og englastyttur aftast í kirkjunni sem er frá 16. öld. Þær sitja ekki á kirkjubekkjunum, heldur á plaststólum sem þær koma með sér að heiman. Ólíkt sölumönnunum á torginu fyrir utan, sem selja kerti, verndargripi og annan varning, er konunum ekki leyft að leita til kirkjugestanna eða auglýsa þjón- ustuna. Margvísleg bænarefni Konurnar segjast þó hafa nóg að gera vegna þess að þær sjái fólki fyr- ir gagnlegri þjónustu. „Þegar ég byrjaði á þessu bað fólk bara um góða heilsu og langlífi,“ sagði Rosa Aquino, sem er sjötug og elst kvennanna. Hún hóf bænaþjón- ustuna árið 1949. Bænarefnin eru núna af ýmsum toga. Námsmenn biðja um háar ein- kunnir. Konur, sem hafa misst eig- inmenn sína á flæking, biðja þess að þeir verði sendir aftur heim. Mæður biðja þess að börnin þeirra hætti að neyta fíkniefna. Atvinnulausir biðja um vinnu og eftir hryðjuverkin 11. september hafa margir beðið fyrir friði í heiminum. „Fá bænina uppfyllta“ Rosales segir að margir viðskipta- vinanna séu fátækir vegna þess að fátækt fólk glími við fleiri vandamál. Ríka fólkið leitar þó líka aðstoðar bænakvenna, til að mynda þegar fyrirtæki riða til falls eða skart- gripir týnast. „Flestir sem leita til mín fá bæn- ina uppfyllta,“ sagði Florando, sem segist hafa hjálpað þúsundum við- skiptavina á rúmum áratug. „Þau koma oft aftur til að þakka mér, sér- staklega ef þau hafa náð háskóla- prófi.“ Kona á meðal kirkjugestanna kvaðst aldrei hafa leitað til bænasala en skilja hvers vegna aðrir gerðu það. „Systir mín gerði það þegar pabbi var veikur og það hreif,“ sagði hún. „Margir vina minna hafa borg- að fyrir bænir þótt þeir séu kirkju- ræknir. Ef til vill telja þeir að þessar konur séu í nánara sambandi við Guð vegna þess að þær eru alltaf í kirkju.“ „Bænasvörin geta unnið gegn okkur“ Konurnar hafa ekki orðið ríkar af allri þessari vinnu. Margir viðskipta- vinanna hafa efni á að greiða lág- marksgjaldið, andvirði 50 króna, en ekki meira. „Ég þéna nóg til að geta keypt mat,“ sagði Rosales, sem á átta börn og 24 barnabörn. Hún starfaði áður í þvottahúsi þar til líkaminn gaf sig. „Þegar viðskiptavinirnir fá bæn- irnar uppfylltar sjáum við þá ekki í langan tíma, þannig að bænasvörin geta unnið gegn okkur.“ Suma dagana gera bænakonurnar ekkert annað en að hlusta á fólk tala um grátt hversdagslífið, fátækt og strit. „Hjá prestunum tala þau um syndir sínar,“ sagði ein kvennanna. „Hjá okkur tala þau um vandamálin og fara heim léttari um hjartað.“ Fagfólk- inu trúað fyrir bæn- unum Los Angeles Times/Ching-Ching Ni Bænakonurnar Nanette Rosales (t.v.) og Baby Florando fara með bænaþulu í Quiapo-kirkjunni í Manila. Konur í Manila lifa á því að biðja fyrir aðra gegn greiðslu Manila. Los Angeles Times. ’ Við erum eins og brú til Guðs. ‘

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.