Morgunblaðið - 17.01.2003, Síða 22

Morgunblaðið - 17.01.2003, Síða 22
LISTIR 22 FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Árni Sæberg Birgir Snæbjörn Birgisson og Gísli Bergmann við pappaborg Miles Hend- ersons Smiths. Erlendu listamennirnir koma til landsins í dag. Sex listamenn sýna á Kjarvalsstöðum Staðir í rými og tíma THEN…hluti 4 – minni forma, samsýning sex ungra listamanna verður opnuð á Kjarvalsstöðum í kvöld kl. 20.00. then er alþjóðlegur hópur listamanna sem hefur mið- stöð í Lundúnum en markmið hans er að sýna, gefa út og ræða mál- efni sem tengjast nútímalist og lífi. Í verkum sínum vilja listamenn- irnir vekja hugsanir um form staða, tilfærslur eða staðleysur. Þessi form eru ýmist til í end- urminningunni, ímynduð eða í raunveruleikanum. Þau byggjast á menningu nútímans. Slíkar hug- myndir og fyrirmyndir eru ofnar inn í frásagnir sem fjalla um til- finningalegt og sálrænt ástand eða rými staðar. Þó staðurinn sé róm- antískur eða útópískur leikur grunur á að ekki sé allt sem sýn- ist. Upplifun áhorfandans mikilvæg Gísli Bergmann er sýningar- stjóri sýningarinnar og talsmaður hópsins. Hann fæddist á Íslandi, en fluttist ungur til Ástralíu, en síðustu árin hefur hann búið á Englandi. „Við erum allir að fást við það á ýmsan hátt, hvernig við hugsum um staði bæði í endur- minningunni og líka hvernig við minnumst atburða út frá sálrænni minningu. Þetta eru til dæmis pappamódel af stærri húsum. Þá erum við að pæla í því hvort það sé til einhver fullkominn strúktúr í heiminum – eða hvort þetta séu allt hugmyndir. Þetta er maður alltaf að hugsa um þegar maður gerir eitthvað – líta til baka og horfa á hvað hefur verið gert áður. Listin er módel og listasagan er líka módel. Formbygging í mynd- list er líka módel. Við erum að spyrja spurninga um þessi módel og þessi form, og hvað fólki finnst um þau. Verkin okkar eru fíg- úratív, en við höfum áhuga á því hvar línan liggur á milli þess og hins sem er abstrakt. Við erum líka að pæla í því hvar mörkin liggja á milli handverks og listar. Það er hægt að mála með textíl, og líka að sauma í tré, þannig að það eru auðvitað spurningar um tungumál forms og efnis.“ Gísli segir að then-hópurinn hafi mikinn áhuga á áhorfendum og hvernig þeir skynji og upplifi verk þeirra. „Áhorfandinn skiptir miklu máli. Saga hans, bakgrunnur, staðsetn- ing í heiminum, reynsla, menning og kyn, eru allt þættir sem skipta máli fyrir upplifun hans. Hér er verk sem heitir Blokk. Fyrir Breta er þetta sérstakt og ákveðið fyr- irbæri – blokk í austurhluta Lund- úna, og þar býr fátækt fólk. Fyrir þá þýðir verkið það – og er ekki bara einhver bygging. Hún segir líka sögu af þeirri stéttaskiptingu sem viðgengst þar. Módel af garð- hýsi þýðir eitthvað allt annað. Við vitum að hann tilheyrir allt annars konar heimili. Þar er hægt að fela sig og láta sig dreyma í friði og ró og slappa af frá veruleikanum. Þess vegna er þetta ekki bara garðhýsi, þetta er tákn.“ Á sunnudagskvöldið kl. 20 held- ur enski heimspekingurinn Jon- athan Dronsfield fyrirlestur í Hafnarhúsi í tengslum við sýn- inguna á Kjarvalsstöðum og segir Gísli, að þar fjalli hann um staði og rými í myndlist. „Orðið „then“ hefur mikið að segja um tíma – hvort það er fortíð, framtíð eða núna. Þegar við erum að tala um sérstaka staði, erum við líka að hugsa um rými eða svæði þar sem staðirnir eru í. Við erum þar með líka að búa til rými fyrir áhorfand- ann til að horfa á staðinn. Þetta er eins og að búa til umhverfi fyrir áhorfanda til að skoða listaverk í. Umhverfi eða rými listarinnar er þar sem áhorfandinn finnur hjá sér kenndir og tilfinningar gagn- vart listinni, og þar tölum við til áhorfandans gegnum listina.“ Then – alþjóðlegur hópur Stefan Bottenberg (Þýskaland, Belgía, Bretland) endurskapar æskuminningar í formi úthverfa- arkitektúrs Belgíu og nýtir sér hann til að skapa óvenjulegan ull- arútsaum í krossvið. Fyrirmynd- arhús hans sýna tómið í hjarta fyrirmyndarborgarinnar. Gísli Bergmann (Ísland, Ástralía, Bret- land) sýnir málverk sem fjalla um skynjun: þau sýna minningarbrot frá fundum nafnlausra skugga- mynda sem eru staðsettar í ís- lensku landslagi æsku hans. Miles Henderson Smith (Bretland) hug- leiðir staði, hvernig þeir eru byggðir og hvernig þeirra er minnst. Pappaborg hans sýnir ímyndað rými sem er skapað úr hlutum allra þeirra borga sem hann hefur heimsótt. Málverk hans og módel sýna andlitslausa ferðamannastaði sem eru allir eins. Birgir Snæbjörn Birgisson (Ísland) sýnir myndir af ljóshærð- um og bláeygðum hjúkrunarfræð- ingum sem vekja áhorfendum jafn- vel öryggiskennd og vellíðan en kveikja jafnframt efasemdir um heim umönnunar, valds og tilraun- ir fólks til að fela hið holdlega, un- að og sársauka með bómullar- kenndri breiðu hreinleika. Tom Merry (Bretland) mótar höfuð sem tákna mikinn áhuga hans á borg- armúgnum og sýna andlitslausa íbúa í fjandsamlegu umhverfi nú- tímans. Þeir eru nafnlausir og setja upp grímur mögulegs óör- yggis og firringar. Andrew Child (Bretland) býr til verk sem end- urspegla fyrirmyndarríki og vekja upp spurningar um hvað það er sem skapi svo fullkomna staði. Andrúmsloftið er þægilegt en samt má finna fjarveru sem skapar um leið þrá eftir slíkum hvíldarstöðum og óþægindi vegna þess að þeir eru ekki til. Sýningu then-hópsins á Kjar- valsstöðum lýkur 2. mars. VÍNARPERLUR og ljúflingslög munu hljóma á nýárstónleikum sem haldnir verða í Hlégarði í kvöld kl. 20 og í Salnum á morgun kl. 16, en það er jafnframt yfirskrift tón- leikanna. Leikin og sungin verða lög Jóns Múla Árnasonar við texta Jónasar Árnasonar, bróður hans, einsöngslög og dúettar í léttum syrpum, útsettum af Sigurði Ingva Snorrasyni klarinettuleikara, í bland við Vínartónlist af ýmsum toga. Flytjendur tónleikanna eru margir hverjir íslenskum tónlistar- unnendum að góðu kunnir, en á þeim koma fram söngvararnir Hanna Dóra Sturludóttir og Ólafur Kjartan Sigurðarson, Anna Guðný Guðmundsdóttir píanó, Sigrún Eð- valdsdóttir fiðla, Sigurður Ingvi Snorrason klarínetta, Páll Ein- arsson kontrabassi og Reynir Sig- urðsson slagverksleikari. Lífgar upp á skammdegið „Fyrir hlé leikum við vinsæla Vínartónlist, meðal annars aríur úr óperettum en auk þess flytur Sig- rún sígaunaljóðið fræga eftir Sarasate,“ segir Sigurður í samtali við Morgunblaðið. „Eftir hlé leikum við ellefu lög eftir Jón Múla í þrem- ur syrpum. Þar gefur að heyra þekkt lög, eins og Án þín og Einu sinni á ágústkvöldi.“ Sigurður segir ástæðuna fyrir því að þessar tvær tónlistartegundir eru leiknar sam- an á tónleikunum vera, að þetta sé þekkt tónlist sem flestir hafa gam- an af að heyra. „Mér þykir ákaflega vænt um Vínartónlistina, og ekki síður um lög Jóns Múla, og það sama á sjálfsagt við um flesta Ís- lendinga.“ Fyrri tónleikarnir verða haldnir í Hlégarði, en Sigurður, Anna Guðný og Reynir eru öll Mosfellingar. „Við höfum verið að reyna að festa svona tónleika í sessi hér í sveitinni. Það mætti gjarnan auka tónleikahald hér í bænum, sem er orðinn ansi stór, svo fólk þurfi ekki að sækja allt inn til Reykjavíkur, Kópavogs eða Hafnarfjarðar,“ segir Sigurður, en undanfarin ár hefur hann staðið fyrir léttum tónleikum á þessum tíma árs. „Þetta virðist vera ein- hvers konar Vínarmánuður, sem er kannski vegna þess að það eru ein- mitt haldnir þessir frægu nýárstón- leikar í Vín og svipuð hefð hefur fest sig í sessi víða um heim. Okkur veitir eflaust ekki af því hér að lífga aðeins upp á skammdegið.“ Morgunblaðið/Jim Smart Vínartónar og lög Jóns Múla á nýárstónleikum Flytjendur Vínarperla og ljúflingslaga: Ólafur Kjartan Sigurðarson, Sigrún Eðvaldsdóttir, Sigurður I. Snorrason, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Hanna Dóra Sturludóttir og Páll Einarsson. Á myndina vantar Reyni Sigurðsson. FYRSTA verkið á efnisskránni var Divertimento fyrir strengi, eftir Bela Bartók, sem samið var 1939. Verk þetta markar að nokkru tíma- mót, þar sem Bartók reynir að vinna sig frá flóknu og ómstríðu tónferli, enda er verkið bæði tematískt upp á gamlan máta, tóntegunda og mið- lægjubundið, háttbundið í hryn og að mestu ekta skemmtitónlist. Eitt af því sem er skemmtilegt við þetta verk er rithátturinn fyrir strengina, sem er glæsilegur. Volkov náði góð- um tökum á þessu verki og sér- staklega í hæga kaflanum, sem var í ágætum flutningi hljómsveitarinnar áhrifamikill og stemmningsríkur. Annað verkið á efnisskránni var frumflutningur á flautukonsert eftir Hauk Tómasson, Verkið er sérlega hægferðugt í gerð og tónmálið mjög bundið við hljómræna miðlægju (orgelpunkt). Hlutverk flautunnar er oft eins og hluti af hljómsveit- arsamspilinu og í raunverulegu ein- leiksköflunum er tónmálið ofið, sem einskonar tilbrigði við löng tónbil. Það var helst í lokakaflanum þar sem flautuleikarinn fékk að sýna færni sína en ljóst er að Sharon Bezaly er frábær flautuleikari, bæði er varðar tækni, hljómfegurð og túlkun. Þrátt fyrir að þættirnir væru ekki bornir upp af sterkum andstæðum var dreymandi svipur yfir þessu hljómþýða og fallega verki. Lokaviðfangsefnin voru fjórir þættir frá mismunandi tímum eftir Charles Ives. Tónlist þessi mótast nokkuð af því, að faðir Ives, sem var lúðrasveitarmaður, hafði sérstakan áhuga á pólytónal samspili, eins og þegar tvær eða fleiri lúðrasveitir koma til hátíðarhalds úr ýmsum átt- um og hljóma samtímis. Allir þætt- irnir byggjast á sömu hugmyndinni um útihátíðarstemmningu og enda þegar lúðrasveitirnar koma samtím- is inn á hátíðarsvæðið. Síðasti þátt- urinn sem er elstur, frá 1904, endar á kórsöng, þakkargerðarsálmi, sem Kór Langholtskirkju söng undir stjórn Jóns Stefánssonar. Líklega er ofgert að leika alla þessa þætti á sömu tónleikum, því þeim svipar svo hverjum til annars, að einn þeirra væri nóg. Ilan Vokov sýnir sig vera efnileg- ur hljómsveitarstjóri og mátti marka það á alúð hans í mótun hins viðkvæma flautukonserts, eftir Hauk Tómasson, einnig tilþrif í stjórn verkanna eftir Bartók og Ives og að honum tókst að magna upp stemmningu í hægu þáttunum. Ein- leikarinn Sharon Bezaly er frábær einleikari og væri athugandi fyrir SÍ að fá bæði Volkov og Bezaly til að heimsækja Ísland aftur, því vel má ætla að þau eigi eftir að ná langt í list sinni. Jón Ásgeirsson TÓNLIST Háskólabíó Flutt voru verk eftir Bartók og Ives og frumfluttur flautukonsert eftir Hauk Tómasson. Flytjendur voru Sharon Bezaly, á flautu, Kór Langholtskirkju, stjórnandi Jón Stefánsson. Hljómsveitarstjóri var Ilan Volkov. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Ilan Volkov, Sharon Bezaly og Haukur Tómasson á æfingu. Hljómþýtt og fallegt verk

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.