Morgunblaðið - 17.01.2003, Side 24

Morgunblaðið - 17.01.2003, Side 24
UMRÆÐAN 24 FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Góðir skór Skóbúðin Miðbæ Háaleitisbraut 58-60  Sími 553 2300 Ráðgjöf á fimmtud. kl. 15-18 og laugard. kl. 11-15. FISKIFRÆÐINGARNIR Björn Ævar Steinarsson (BÆ) og Ólafur Karvel Pálsson (ÓK) skrifuðu greinar í Mbl. 19. og 28 .des. sl.: „Um fiski- fræði alþingismanns“ í kjölfar gagn- rýni Einars Odds Kristjánssonar (EO) alþingismanns í Mbl. 11.12. sl.: „Erum við að úrkynja þorskstofn- inn?“ Höfundur þessa pistils hefur margt við greinar BÆ og ÓK að at- huga, en telur sig ekki þurfa að verja málflutning EO, en það er á hans færi sjálfs. EO gagnrýnir aðallega tvö grundvallaratriði í stefnu Hafró. Í fyrsta lagi að árlegur náttúrulegur dauði geti verið miklu meiri en 18% hvað varðar ungfisk. Í öðru lagi að sú forsenda, að stór hrygningarstofn sé líklegri til að gefa góða nýliðun, sé án tölfræðilegrar sönnunar. EO bendir ennfremur á, að vísbendingar séu til um að sambandið sé öfugt, þ.e. að stór stofn gefi af sér litla nýliðun; sú stefna að friða smáfisk og beina sókn í eldri fisk beri í sér feigðina; verið sé að skemma stofninn eða „krypla“ hann. Til stuðnings vitnar EO m.a. í sífellda lækkun hrygningaraldurs þorsksins og að það leiði til þess að vaxtarhraði minnki sífellt og að aðeins 23% af hrygnum nái að hrygna oftar en einu sinni; þessu til stuðnings vitnar hann í niðurstöður Jóns Jónssonar (JJ) fiski- fræðings. Það er við hæfi að sýna rök- studdum skrifum virðingu án titla- togs. Þótt aðeins einn sannleikur sé til, þá er ekki bara ein fiskifræði til. Þeir BÆ og ÓK segja í skrifum sín- um, að hlutfallslega meira hafi verið veitt af fiski yfir 3 kg síðustu áratug- ina en af minni fiski; það sé afleiðing allt of mikillar sóknar í stofninn og það hafi leitt til þeirrar bágu stöðu sem nú er. Hér er um að ræða yfirlýs- ingu um að lítill fjöldi stærri fisks en 3 kg sé ástand, sem skapast aðeins af ofveiði, en skýringar geta verið ýmsar aðrar en þeir félagar nefna. Þeir segja að EO misskilji niðurstöður JJ um fjölda hrygninga hverrar hrygnu (gotbaugar) og segja að þær sýni, að þorskur hafi hrygnt allt að 8–9 sinn- um „þegar sókn var lítil“. Að veifa röngu tré Hér er skautað yfir merkilegt mál sem ætti að vera BÆ og ÓK meira umhugsunarefni en skrif þeirra benda til. Þeir eru að tala um got- árganginn 1922 sem er einstakur í allri Íslandssögunni, en þessi árgang- ur var veiddur fram til 1940. Ef þeir félagar gá betur að sjá þeir, að þessi árgangur birtist fyrst í vertíðarveið- unum 1930, en það segir þá sögu að risaárgangurinn hafi fyrst orðið kyn- þroska 8 ára gamall, en það er í ljósi nýrrar vitneskju og greinar EO vís- bending um, að þar sé á ferð „vel ætt- aður og ókryplaður“ yfirburðafiskur, sem hrygndi 3–4 árum eldri en nú gerist. Í kjölfar hans kom annar minni 1924, en samanlegt virðast þessir árgangar hafa haldið öðrum ár- göngum á eftir alveg niðri í nokkur ár, en fyrst árið 1937 fer að birtast vottur af nýrri gotgusu frá árunum 1931–32 og sú þarnæsta frá goti 1942. Þessi tröppugangur verður tæpast skýrður nema með miklu afráni ráðandi ár- ganga, en því verður tæpast trúað að öll got þessara sterku og „vel ættuðu“ árganga á milli gusanna hafi orðið til einskis; ætli ungseiðin hafi ekki bara bragðast vel og foreldrarnir gráðugir. Þeir félagar ættu að útskýra þetta betur ef þeir eru ósammála. Þeir mega gjarna reikna út hversu oft hrygnur hafa náð að hrygna á árun- um á milli gusanna frá 1922–24, 1931– 32 og 1942–45 og hvað hafi orðið af ungviðinu, ef þessir árgangar hafa náð að hrygna, og borið saman við nú- verandi ástand. Seinni hluta aldarinn- ar fara gusur að „smyrjast út“ en eru merkjanlegar þó, einar fjórar lotur frá 1960. BÆ og ÓK segja að nýliðun hafi færst niður á „lægra stig“ en áður var og að „augljóst sé“, að afleiðingin sé minnkuð afrakstursgeta og afli. Því verður tæpast trúað að 10 ára loturn- ar á fyrri hluta aldarinnar séu tilviljun og að got þar á milli séu vegna vegna þess að got hafi misfarist. Nú virðist samband á milli nýliðunar og stærðar veiðistofns vera lítið sem ekkert; í flýti við að keyra yfir EO tilnefna þeir rannsóknir á 20 þorskstofnum í Norð- ur-Atlantshafi. Ef rýnt er í þá vísinda- grein, sem félagarnir líklega vitna í (R.A. Myers og fél., 1996), er niður- staða hennar sú, að ekkert samband sé á milli stærðar veiðistofna og nýlið- unar eða að nýliðun hafi ekki goldið þess þegar hrygningarstofnar voru minnstir í þorskstofnunum 20 (sá ís- lenski meðt.). Þar sem þetta er grundvallaratriði í „nýtingarstefnu“ Hafró, er það býsna alvarleg áminn- ing fyrir hana að starfsfólk hennar fari rangt með og álíti að betra sé að veifa röngu tré en engu. Í ljósi rann- sókna á nýsjálenska glefsaranum, sem er „ofveiddur“, kemur fram, að erfðaeiginleikar hans hafa breyst til verri vegar í nýtingarsögu hans og að aðeins einn fiskur af hverjum 10 til 100 þúsund sé virkur afkvæmagjafi nú, er næsta ljóst að mestu máli skipta eiginleikar nýliða fremur en bara fjöldi þeirra eins og ítrekað kem- ur fram hjá Hafró. Þarmeð er sjálfur aðalgrunnurinn í uppnámi og þarfn- ast kompásstillingar hið fyrsta. Í seinni grein mun höfundur þessarar greinar fjalla um hina grundvallarfor- senduna fyrir stærð veiðistofns og bættri afurðasemi, kynþroskaaldur og náttúrulegan dauða. Með staðreyndir að vopni Eftir Jónas Bjarnason „Þótt aðeins einn sann- leikur sé til, þá er ekki bara ein fiskifræði til.“ Höfundur er efnaverkfræðingur. LISTIR HORFINN er af sjónarsviðinu aldinn halur, sem var einn þeirra sem settu hvað mestan svip á við- gang mótunarlistar frá miðbiki síðustu aldar, svo og lengstum meðan starfskraftar entust. Nafn- ið, Gestur Þorgrímsson, greyptist fyrst í hug ungra listspíra við nám í Handíða- og myndlistarskól- anum, þá hann ásamt konu sinni Sigrúnu Guðjónsdóttur, Rúnu, kom á fót keramikverkstæðinu Laugarnesleir 1948. Það var stórviðburður í reyk- vísku menningarlífi er þau hjónin Gestur og Rúna efndu fyrst til sýningar á nýstárlegri framleiðslu verkstæðisins, og hér fylgdumst við nemendur skólans vel með. Vakti einnig drjúga athygli og að- dáun leikra sem innvígðra. Gestur renndi og mótaði gripina á ýmsa vegu, þá tók Rúna við og skreytti ytra byrði þeirra á léttan og ynd- isþokkafullan hátt. Mun þetta sennilega í fyrsta skipti sem Ís- lendingar litu innlenda leirmuni sem ekki voru endilega formaðir með notagildið fyrir augum, það heitir á mörkum hins óhlut- kennda. Á þessum árum voru óvægar deilur og sviptingar í ís- lenzkri myndlist, öldurnar risu hátt og almenningur betur með á nótunum en seinna varð. Árið áð- ur hafði fyrsta Septembersýn- ingin opnað dyr sínar í Lista- mannaskálanum, vestan megin Alþingishússins, og menn bárust á banaspjótum í dagblöðum borg- arinna, að segja má. Ýmsir þekkt- ir og áhrifamiklir borgarar ásamt fylgismönnum hlutvakinna við- fangsefna í myndlist sóttu hart að óhlutbundnu sköpunarferli, nefndu klessulist og pírumpár, listamennirnir svöruðu fullum hálsi. Hvernig sem á málin er litið hristu abstrakt-listamennirnir eins og þeir voru nefndir ærlega upp í hlutunum, og ekkert er sköpunarferlinu meiri aflvaki en kraftmikil viðbrögð, að fólk sé með á nótunum og taki þátt í samræðunni. Árið 1947 var af- drifaríkt í sögu leirlistarinnar, en síðla sumars hafði Picasso tekið sig upp frá aðsetri sínu í Golfe Juan í nágrenni Antibes í suður Frans. Haldið til Vaullaris spöl innar frá ströndinni og tekið að vinna í leirlist á verkstæði Suz- anne og Georges Ramié, flutti seinna inn í villuna La Galloise. Um leið og hinn mikla brimbrjót og áhrifavald bar að tók allt að blómstra í þessu áður lítt þekkta og niðurnídda þorpi. Leirmun- irnir sem nú tóku að streyma frá verkstæðinu boðuðu nýja tíma á vettvanginum, fóru sem eldur um sinu og kveiktu ekki síður í fram- sæknum listamönnum álfunnar en myndverk listamannsins áður. Að þessu vikið hér vegna þess að áhrifa Picasso gætti jafnt í mynd- verkunum á Septembersýning- unum sem í Laugarnesleirnum og voru menn hér snöggir til. Eins og hlutirnir þróast í listinni voru þetta mjög heilbrigð áhrif, framsæknum verðugt viðfangsefni til úrvinnslu og þroska. Laugarnesleirinn lifði svo svipaða tíma- lengd og Sept- embersýningarnar, en endalokin nokkuð önn- ur. Septemberhóp- urinn varð ráðandi afl í Félagi íslenzkra mynd- listarmanna sem og Haustsýningunum um langt skeið, en fram- leiðsla Laugarnesleirs varð undir í samkeppni við innfluttan fjölda- framleiddan leir- og glervarning, verðlausan til lengri tíma litið. Verður að telja það mikinn skaða að ekki tókst að rótfesta leir- listina enn frekar í það sinnið, en tilraunin í sjálfu sér einstakt og lofsvert framtak. Í hönd fóru ár sem Gestur var ekki eins virkur á listasviði, brauðstritið krafði ýmissa tíma- frekra fórna til hliðar, um skeið var hann til að mynda mikilvirkur og landsþekktur útvarpsmaður. Gerðist seinna kennari á mynd- menntunarsviði við Kennaraskól- ann/háskólann sem varð hans starfsvettvangur, auk þess að vera stundakennari við Háskóla Íslands. Til frásagnar að eft- ir starfslok, er Gestur gat loks helgað sig æsku- draumnum óskipt- ur, gekk hann í end- urnýjun lífdaga í list sinni. Næstu ár- in og svo lengi sem starfskrafta naut gerði hann ýmis þau verk sem trú- lega munu halda nafni hans lengst á lofti. Nú tók hann rækilega við sér og einmitt á þeim vettvangi sem hann hóf feril sinn á, þ.e. í stein- höggi og blómstraði sem aldrei fyrr í mjög einföldum þokka- fullum og markvissum mót- unarverkum. Mikilsvert að á tímabilinu bar honum gæfu til að vinna á höfuðstöðvum Norrænu menningarstofnuninnar í Svía- virki í nágrenni Helsingfors, þar sem þau Rúna munu hafa dvalið í hálft ár eða svo í mjög heilbrigðu og gefandi umhverfi. Með Laugarnesleirnum svo og verkum frá síðasta tímaskeiði lífs síns skráði Gestur Þorgrímsson nafn sitt í íslenzka myndlistar- listasögu svo um munar. Bragi Ásgeirsson Gestur Þorgrímsson Ljósmynd/Anna Fjóla Gísladóttir Gestur Þorgrímsson, hendur á steini. Gestur Þorgrímsson Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhúsi Sýningu Ingu Svölu Þórsdóttur og sýningunni Milli goðsagnar og veru- leika, nútímalist frá arabaheiminum, lýkur á sunnudag. Opið kl. 10–17. Sýningum lýkur Á ÞESSU ári eru liðin 50 ár frá stofnun Kirkjukórs Langholts- kirkju eins og hann hét er hann var stofnaður 23. mars 1953 og verður tímamótanna minnst með marg- víslegum hætti á árinu. Verður stærsta verkefnið frumflutningur á Messu fyrir kór, einsöngvara og sinfóníuhljómsveit eftir Hildigunni Rúnarsdóttur á föstudaginn langa. Hildigunnur er á starfslaunum hjá kórnum við að semja messuna og eru æfingar hafnar. Á afmælisdag- inn 23. mars er stefnt að því að halda tónleika með eldri félögum þar sem flutt verða verk sem verið hafa á efnisskrá kórsins frá upphafi s.s. motettur eftir Bruckner ásamt léttari lögum. Í maí tekur kórinn þátt í flutningi Requiem eftir Verdi með Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands ásamt kór- um fyrir norðan. Í júní verður haldið til Danmerk- ur þar sem frumflutt verða ný verk í samstarfi kórsins við Tritonuskór- inn í Danmörku og kammerkórinn Skýrák frá Færeyjum. Þetta er samstarfsverkefni sem hófst sl. sumar hér á landi og lýkur næsta ár í Færeyjum og er styrkt af Nor- ræna menningarsjóðnum. Í nóvember er síðan stefnt að því að flytja Messías með Sinfóníu- hljómsveitinni ásamt eldri félögum úr kórnum sem sungið hafa verkið og standa vonir til að þeir geti orðið vel á annað hundrað. Auk þessa mun kórinn standa fyrir einsöngstónleikum þar sem fram koma söngvarar sem hafið hafa söngferil sinn með kórnum, en þeir eru fjölmargir. Helgi Þorláksson var fyrsti org- anisti og kórstjóri Langholtssafn- aðar og tók Jón Stefánsson við starfi hans árið 1964 og gegnir því enn. Fagnar hálfrar aldar afmæli Morgunblaðið/Árni Sæberg Hildigunnur Rúnarsdóttir og Jón Stefánsson bera saman bækur sínar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.