Morgunblaðið - 17.01.2003, Qupperneq 25
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2003 25
HINN 17. desember sl. ritaði Ólöf
Guðný Valdimarsdóttir, arkitekt og
formaður Landverndar, grein í
Morgunblaðið sem nefndist „Vont
fyrir Ísland“. Í upphafi greinarinnar
segir hún: „Landsvirkjun og ís-
lenska ríkisstjórnin eru með áform
um virkjanir og stóriðju sem einung-
is vanþróuð lönd mundu láta sér
detta í hug að framkvæma.“ Af
greininni sést að þau áform sem vís-
að er til eru Kárahnjúkavirkjun og
álver á Reyðarfirði.
En er það nú svo að ekki hafi verið
ráðist í slíkar framkvæmdir í iðnríkj-
um á undanförnum árum? Lítum
nánar á það.
Álframleiðsla í verksmiðjum innan
vébanda Alþjóðlegu álstofnunarinn-
ar (International Aluminium Instit-
ute, IAI), en það eru velflest álver
heims, jókst úr 9,1 milljón tonna árið
1972 í 20,6 milljónir tonna árið 2001.
Árið 1972 voru 91,7% af álframleiðsl-
unni í iðnríkjum en 77,6% 2001. Þótt
hlutur iðnríkjanna hafi dregist sam-
an á þessu tímabili standa þau þann-
ig enn fyrir yfirgnæfandi meirihluta
allrar álvinnslu í heiminum og juku
framleiðslu sína úr 8,4 milljónum
tonna 1972 í 16 milljónir tonna 2001.
Ekki hefur öll sú aukning orðið í
verksmiðjum sem reistar voru fyrir
1972 heldur hafa margar þeirra verið
endurnýjaðar og nýjar komið til.
Staðhæfing Guðnýjar um að ekkert
iðnríki láti sér detta í huga að reisa
álver á borð við Reyðarfjarðarálver-
ið stenst því engan veginn.
Til skamms tíma var meirihluti
þeirrar raforku sem notuð var til ál-
vinnslu í heiminum framleiddur úr
vatnsorku. Á árinu 2001 fór hlutur
vatnsorkunnar í fyrsta sinn undir
50%, en hann hafði farið lækkandi
nokkur ár á undan, en hlutur kola og
jarðgass farið hækkandi. Kolin eru
næststærsti orkugjafinn til raforku-
vinnslu vegna álframleiðslu í heim-
inum með 35,8% hlut 2001, borið
saman við 48,9% hlut vatnsorkunnar
það ár.
Í grein sinni segir Ólöf Guðný enn-
fremur: „Þessar framkvæmdir eru
ekki í anda þeirrar sjálfbæru þróun-
ar sem þjóðir heims hafa komið sér
saman um og forsætisráðherra Ís-
lands skrifaði undir í Jóhannesar-
borg í byrjun september fyrir hönd
Íslands og byggist á jafnvægi milli
efnahags- og félagslegra þátta og
náttúruverndar.“
Á ráðstefnunni í Jóhannesarborg
var metið hvernig hafði miðað að
þeim markmiðum sem sett voru á
ráðstefnunni í Ríó de Janeiro tíu ár-
um áður, þar sem gróðurhúsaáhrif
voru mjög á dagskrá og þjóðir heims
voru hvattar til að nýta aðrar orku-
lindir en eldsneyti úr jörðu í því
skyni að hamla gegn þeim áhrifum.
Með álverinu á Reyðarfirði, sem fær
orku frá vatnsaflsstöð við Kára-
hnjúka, hamla Íslendingar gegn vax-
andi hlutdeild kola í raforkuvinnslu
til álframleiðslu í heiminum og
leggja með því fram sinn stærsta
skerf til þessa til að vinna gegn gróð-
urhúsaáhrifum frá þessari raforku-
vinnslu. Vissulega hefur Kára-
hnjúkavirkjun áhrif á umhverfið eins
og vatnsaflsstöðvar hafa hvarvetna í
heiminum, og raunar öll orku-
vinnslumannvirki. Hún neyðir þó
engan til að flytja frá heimkynnum
sínum eins og vatnsaflsstöðvar í
mörgum öðrum löndum gera, en
harðasta andstaðan gegn virkjunum
í þeim löndum kemur skiljanlega
einmitt frá fólki sem þarf að flytja.
Slíkir þvingaðir brottflutningar hafa
sumsstaðar leitt af sér alvarleg fé-
lagsleg vandamál sem við erum laus
við. Svo er forsjóninni fyrir að
þakka. Gagnstætt því sem Ólöf held-
ur fram eru Kárahnjúkavirkjun og
Reyðarfjarðarálverið því í besta
samræmi við áðurnefnt markmið
Ríó-ráðstefnunnar að nýta aðrar
orkulindir en eldsneyti úr jörðu, sem
einnig var markmið ráðstefnunnar í
Jóhannesarborg.
Meginástæðan fyrir rýrnandi hlut
vatnsorku í raforkuvinnslu til ál-
framleiðslu er sú, að í mörgum
helstu iðnríkjunum, þar sem stærsti
hlutinn af þeirri framleiðslu fer nú
fram, er efnahagsleg vatnsorka víða
nú þegar nýtt að því marki sem um-
hverfisáhrif eru talin leyfa. Til dæm-
is voru yfir 90% hennar fullnýtt 1997
í Þýskalandi, Bandaríkjunum,
Frakklandi, Spáni og Sviss. Önnur
iðnríki, svo sem Kanada, Nýja-Sjá-
land, Austurríki, Ítalía, Portúgal og
Japan, höfðu nýtt sína efnahagslegu
vatnsorku milli 60 og 90% 1997.
Á Íslandi höfðu 15% efnahagslegr-
ar vatnsorku (fastaorku) verið nýtt
2001 og enn minni hluti jarðhitans.
Kárahnjúkavirkjun hækkar það
hlutfall í 26%. Óvirkjuð vatnsorka og
jarðhiti Íslands verða ekki fullnýtt til
almennra nota um fyrirsjáanlega
framtíð. Á Íslandi hafa allir rafmagn
nú þegar. Því er öðruvísi farið í
mörgum fjölmennum og vatnsorku-
ríkum þróunarríkjum, þar sem mik-
ill meirihluti íbúanna hefur ekki einu
sinni rafmagn til heimilisnota. Þau
ríki munu í framtíðinni hafa mikla
þörf fyrir orkulindir sínar til brýnni
þarfa en álframleiðslu.
Ef ekki á að framleiða ál á Íslandi
hvar á þá fremur að gera það?
Á ekki að framleiða
ál á Íslandi?
Eftir Jakob
Björnsson
„Til skamms
tíma var
meirihluti
þeirrar raf-
orku sem
notuð var til álvinnslu í
heiminum framleiddur
úr vatnsorku.“
Höfundur er fv. orkumálastjóri.
Að UNDANFÖRNU hefur orðið
mikil umræða um völd, átök og yf-
irráð í viðskiptalífinu í kjölfar úttekt-
ar Agnesar Bragadóttur á valda-
brölti einstakra manna og hópa í
tengslum við stærstu fjármálafyrir-
tæki landsins. Skiljanlega hefur sjón-
um einkum verið beint að stórmeist-
urunum sem sátu við taflborðið og
helstu ráðgjöfum þeirra. Einnig hafa
verið uppi nokkrar vangaveltur um
hagsmuni hins almenna hluthafa, en
minna hefur farið fyrir umræðu um
peðin, hrókana og biskupana, þ.e.
starfsmennina, sem teflt var fram og
aftur og vissu ekki hvenær þeim yrði
hrókerað eða þeir jafnvel „drepnir“
(lesist sagt upp).
Með aukinni samkeppni, fjölgun
fyrirtækja á verðbréfamarkaði og
þar með auknum líkum á eignahalds-
breytingum fer öryggi hins almenna
starfsmanns dvínandi. Enginn veit
hver er annars eign í dagslok. En fyr-
irtæki án starfsmanna eru lítils virði
og því ættu stjórnendur að gæta þess
að gleyma ekki starfsmönnum sínum
í kapphlaupinu um völd og yfirráð. Í
þessu valdatafli var að vísu ekki um
bein kaup á milli eigenda að ræða, en
það leiðir eigi að síður hugann að vel-
ferð starfsmanna.
Hvað verður um mig?
Í könnun um líðan, vinnuumhverfi
og heilsu starfsmanna, sem Vinnueft-
irlitið lagði fyrir alla starfsmenn í
útibúum banka og sparisjóða vorið
2002 í samvinnu við Samband ís-
lenskra bankamanna, kom fram að
um 13% starfsmanna sögðu að orð-
rómur um fyrirhugaðar breytingar á
vinnustaðnum gengi oft eða alltaf og
33% sögðu stundum.
Séu prósenturnar yfirfærðar á
manneskjur þýðir þetta, að 850 af
tæplega 1.900 starfsmönnum útibúa
banka og sparisjóða voru líklegir til
að finna fyrir andlegum eða líkamleg-
um einkennum vegna óvissu í kjölfar
orðróms um fyrirhugaðar breyting-
ar.
Leiða má líkur að því að þetta eigi
við um mun fleiri starfsmenn banka
og sparisjóða því könnunin náði ein-
ungis til starfsmanna á útibúasviði.
Þeir starfsmenn sem urðu varir við
orðróm um fyrirhugaðar breytingar
höfðu fundið fyrir meiri streitu en
aðrir. Þeir voru oftar andlega úr-
vinda og fannst starfið oftar erfitt en
hinir sem sögðu að orðrómur um fyr-
irhugaðar breytingar gengi sjaldan
eða aldrei. Ennfremur höfðu þeir oft-
ar leitað læknis vegna svefnerfið-
leika og voru auk þess óánægðari
með upplýsingaflæðið en hinir sem
urðu sjaldnar varir við orðróm.
Könnunin sýndi jafnframt fram á að
starfsmenn sem upplifðu oftar
streitu í starfi og voru oftar andlega
úrvinda í lok vinnudags voru líklegri
til að hafa leitað læknis vegna ýmissa
líkamlegra og andlegra einkenna en
hinir sem fundu minna fyrir streitu.
Bæta þarf upplýsingaflæðið
Nú er það svo að fyrirhuguð kaup á
fyrirtækjum eða breytingar á eign-
araðild fara oft leynt eða að minnsta
kosti vilja menn fara leynt með fyr-
irætlanirnar þangað til kaupin eru
frágengin. Oftar en ekki hafa starfs-
menn þó einhvern nasaþef af því að
eitthvað sé á seyði og því er hlutverk
stjórnenda mikilvægt, meðal annars
með því að koma tilhlýðilegum upp-
lýsingum á framfæri.
Í könnun meðal bankamannanna
kom fram að ýmsir þættir í starfsum-
hverfinu virtust hafa áhrif á andlega
líðan starfsmanna bæði til hins betra
og hins verra, svo sem ákveðnir
stjórnunarhættir og fyrirtækja-
menning. Í þeim tilvikum þar sem
stjórnendur geta ekki gefið upplýs-
ingar um fyrirhugaðar breytingar
hafa þeir möguleika á að ýta undir
betri líðan starfsmanna með öðrum
hætti. Þeir þættir sem voru líklegir
til að draga úr andlegu álagi starfs-
manna voru til dæmis stuðningur,
umbun fyrir vel unnin störf, um-
hyggja yfirmanns fyrir heilsu og líð-
an starfsmanna og hvetjandi, styðj-
andi, þægilegur og afslappaður
starfsandi. Þættir sem voru líklegir
til að auka andlegt álag voru til dæm-
is stífur og formfastur starfsandi, lé-
legt upplýsingaflæði, orðrómur og
áreitni.
Skilaboðin til stjórnenda eru þessi:
Skákborð án taflmanna er lítils virði.
Stórmeistarar skákarinnar mega
ekki gleyma að huga að starfsmönn-
um fyrirtækja þegar breytingar eru í
vændum, því jafnvel peðin gegna
ákveðnu hlutverki í leiknum. Hér
eins og annars staðar skiptir traust á
milli yfirmanna og starfsmanna máli.
Í baráttunni um
völd og áhrif
Eftir Hildi
Friðriksdóttur
Höfundur er félags- og atvinnulífs-
fræðingur.
„Stjórn-
endur ættu
að gæta
þess að
gleyma ekki
starfsmönnum sínum í
kapphlaupinu um völd
og yfirráð.“
ÉG var rétt í þessu að lesa grein í
Mbl. í dag, 7. jan, eftir Björgvin Guð-
mundsson fyrrv. borgarfulltrúa Al-
þýðuflokksins, þar sem hann telur að
gott samkomulag hafi verið milli þrí-
flokksins eins og þeir voru kallaðir á
kjörtímabilinu 1978–’82.
Þar er rétt að samkomulag var
sennilega gott með foringjum þrí-
flokksins en ýmsir í liðinu voru
óánægðir og þurfti oft marga fundi í
borgarmálaráði hvers flokks til að ná
sameiginlegri lausn. Mál töfðust oft
lengi á leið um ráðin þrjú. Þeir réðu
„ópólitískan“ borgarstjóra, sem
vissulega var vandaður maður, sem
rak sitt starf eins og pólitískar að-
stæður leyfðu, en ég er sannfærður
um að hlutverk hans var oft erfitt.
Borgarbúar vissu það líka, það var
fullt út úr dyrum hjá þremenning-
unum, sem réðu, en fáir sóttu borg-
arstjóra til ráða. Ég var á þessum
tíma í forustu fyrir skáta á Íslandi.
Hér í Reykjavík var haldin ráðstefna
íslenskra skáta, það er til siðs að
sveitarfélags staðarins bjóði upp á
veitingar síðdegis. Ég hringdi í borg-
arstjóra, Egil Skúla Ingibergsson,
þann ágæta mann og spurði hvort
þetta væri hægt. Egill Skúli svaraði
hóglega „ég skal tala við Sigurjón“.
Mér fannst þetta vera niðurlæging
fyrir borgarstjórann.
Þannig var þetta á mörgum svið-
um, málin tóku langan tíma og fram-
kvæmdir líka. Ég man eftir því, hve
Guðrún Helgadóttir var sárreið þeg-
ar í ljós kom að ekki hafði tekist að
nýta allt það fé, sem ekki var mikið,
til að koma upp barnaheimili, þar
sem slælega hafði verið staðið að
málum hjá barnaverndarnefnd. En
þetta er langt síðan. Best er að hafa
einn flokk ábyrgan, stundum tvo en
afleitt þrjá. Reynsla af dreifðri
ábyrgð, hver sem er, hefur ekki
reynst vel. Enda má segja að vinstri
meirihlutinn 1978–’82 hafi þrátt fyrir
góðan ásetning ekki náð árangri og
gefist upp. Það er því þægilegt að
geta gleymt því sem miður fór og
mistókst.
Gleymska getur
verið góð!
Eftir Pál
Gíslason
„Best er að
hafa einn
flokk ábyrg-
an.“
Höfundur er fv. borgarfulltrúi.
ILLUMINATION
Einstök nýjung: Endurvarpandi eiginleikar
örsmárra eininganna, sem draga fram ljós og
gera það geislandi, hafa stórkostleg áhrif.
FARÐI MEÐ SJÓNRÆNU ENDURVARPI
DRAUMKENND FEGURÐ
www.helenarubinstein.com
MEIRA EN GEISLANDI
Réttur farði skiptir öllu varðandi
förðunarárangurinn.
Í dag og á morgun, laugardag, verða
sérfræðingar HR hjá okkur.
Fagleg þjónusta og flottir kaupaukar.
Kringlan - Smáralind
s.533 4533 s. 554 3960