Morgunblaðið - 17.01.2003, Síða 33
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2003 33
Minningarkort
Minningar- og
styrktarsjóðs
hjartasjúklinga
Sími 552 5744
Gíró- og kreditkortaþjónusta
LANDSSAMTÖK
HJARTASJÚKLINGA
A
u
g
l.
Þ
ó
rh
.
1
2
7
0
.9
7
✝ Þórarinn KristinnHjörleifsson fædd-
ist í Hnífsdal 16. ágúst
1930. Hann lést á blóð-
lækningadeild Land-
spítalans við Hring-
braut 7. janúar.
Foreldrar hans voru
Elísabet Þórarinsdótt-
ir, f. 6.7. 1902, d. 8.10.
1953, og Hjörleifur
Steindórsson fisk-
matsmaður, f. 29.3.
1895, d. 18.2. 1957.
Systkini Þórarins eru:
Þorgeir, f. 14.10. 1924,
kvæntur Unu Hall-
dórsdóttur, d. 5.11. 2000, þau eiga
tvö börn; Steindór, f. 22.7. 1926,
kvæntur Margréti Ólafsdóttur,
Krabbameinsfélags Íslands. For-
eldrar hennar voru Ragnhildur S.
Jónsdóttir, f. 27.6. 1897, d. 26.5.
1935, og Guðmundur J. Einars-
son, bóndi og rithöfundur í
Hergilsey á Breiðafirði og Brjáns-
læk á Barðaströnd, f. 3.4. 1893, d.
14.11. 1980. Systkini Guðlaugar
voru tíu og eru átta þeirra á lífi.
Þórarinn ólst upp í Hnífsdal og
tók gagnfræðapróf frá Gagn-
fræðaskólanum á Ísafirði. Hann
lauk loftskeytaprófi frá Loft-
skeytaskólanum 1948 og tók síðan
próf í veður- og háloftaathugun-
um hjá Veðurstofu Íslands. Hann
var starfsmaður Veðurstofunnar
frá 1953 til 1966, lengst við há-
loftaathuganir á Keflavíkurflug-
velli. Eftir það stundaði hann
verslunar- og skrifstofustörf, m.a.
hjá Gevafoto, Töggi og til starfs-
loka hjá Einari J. Skúlasyni ehf.
Útför Þórarins fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
þau eiga eina dótt-
ur; Jens, f. 13.11.
1927, kvæntur
Kristjönu Krist-
jánsdóttur, þau
eiga fjögur börn, og
Elsa Hjördís, f. 6.9.
1937, gift Krist-
manni Gunnarssyni
og eiga þau þrjú
börn.
Þórarinn kvænt-
ist, 4. apríl 1959,
eftirlifandi eigin-
konu sinni Guð-
laugu Guðmunds-
dóttur hjúkrunar-
konu, f. 6.9. 1932. Hún starfaði
lengst sem hjúkrunarfram-
kvæmdastjóri á Leitarstöð
Mig langar að minnast mágs míns,
Þórarins Hjörleifssonar, er lést 7.
janúar 2003 eftir harða baráttu við
illvígan sjúkdóm, þar sem skiptust á
sigrar og ósigrar sem lauk með því
að baráttuþrekið þraut og sjúkdóm-
urinn illvígi hafði sigur.
Drengur góður er fallinn frá, kom-
inn til æðra tilverustigs, þar sem ég
efa ekki að honum hefur verið tekið
opnum örmum af þeim sem á undan
eru gengnir.
Ég man fyrst eftir Þórarni sem lít-
ill drengur er hann fyrst kom að
Brjánslæk, þar sem ég er alinn upp.
Þórarinn fannst mér þá ekki fríður
sýnum, en þetta átti eftir að breytast
með hækkun á aldri mínum og frek-
ari kynnum okkar. Þórarinn varð í
mínum huga með fegurstu mönnum
og er ég viss um að þar réð hugsun
minni, hversu ljúfur drengur Þórar-
inn var og traustur.
Frá mínum yngri árum er mér
minnisstætt, að er von var á Guð-
laugu systur minni og Þórarni í
heimsókn að Brjánslæk, var von á
breytingu frá hversdagsleikanum.
Einnig að fá að fara með og fylgjast
með Þórarni við silungs- og sjóbirt-
ingsveiðar, en það var ávallt fastur
liður.
Þá voru veiðigræjur Þórarins að-
dráttarafl fyrir strák sem mig, sem
aðallega veiddi í bæjaránni með línu
festa á prik og einn krók. Eftir svona
heimsóknir hafði maður yfirleitt
grætt nokkra króka og línustubb.
Þórarinn var Guðlaugu systur
minni traustur og góður lífsföru-
nautur.
Mér býður í grun að á þeim bæ
hafi verið haft í heiðri það sem fleiri
mættu hafa að leiðarljósi, það að fara
aldrei ósáttur að sofa. Ég kom á
sjúkrastofuna þar sem Þórarinn lá
undir hið síðasta. Guðlaug systir mín
vék ekki frá manni sínum fyrr en yfir
lauk. Eftir þá heimsókn gat ég ekki
tára bundist eftir að hafa orðið vitni
að svo mikilli ást, virðingu og um-
hyggju fyrir sínum nánasta vini og
lífsförunaut eins og systir mín sýndi
þá stund sem ég stóð við.
Þar kvaddi ég vin minn með kossi
á enni, stroku um vanga.
Að lokum vil ég láta fylgja litla
kveðju, sem ég rakst á, þótti falleg
og tel hana eiga vel við, við minn
farna vin:
Þeir segja mig látinn, ég lifi samt
og í ljósinu fæ ég að dafna.
Því ljósi var úthlutað öllum jafnt
og engum bar þar að hafna.
Frá mínu hjarta berst lítil rós,
því lífið ég þurfti að kveðja.
Í sorg og í gleði ég senda mun ljós,
sem að mun ykkur gleðja.
(Höf. ók.)
Guðmundur Guðmundarson.
Hann var einn af Hjörleifsbræðr-
unum frá Hnífsdal, bróðir pabba og
sá fyrsti þeirra sem kveður þennan
heim. Þeir voru fjórir, fæddir með
stuttu millibili og því oft talað um þá
alla í einu. Foreldrar þeirra og Elsu
systur þeirra létust fyrir aldur fram
og varð það til þess að fjöl-
skylduböndin urðu sterkari en ella
og samgangur nánari. Við börnin
áttum ekki föðurömmu og -afa á lífi
heldur föðurbræður og -systur.
Hann fór ungur að vestan, lærði
loftskeytafræði og vann við veðurat-
huganir um árabil. Þar hefur ná-
kvæmni hans nýst vel og gerði einn-
ig seinna í störfum hans sem
skrifstofumanns þar sem honum var
trúað fyrir fé og mikilvægum skjöl-
um í innflutningsfyrirtækjum. Þau
verk vann hann af þeirri vandvirkni
og trúmennsku sem honum var í blóð
borin.
Það var mikið tilhlökkunarefni
fyrir okkur, bræðrabörnin fyrir
vestan, þegar Þórarinn og Gulla,
hans ástkæri lífsförunautur, komu í
sumarheimsóknir eða páskafrí til
Ísafjarðar og Hnífsdals. Við löðuð-
umst sterkt að þeim enda bæði mikl-
ar barnagælur og áttu auðvelt með
að sýna okkur ást. Mín fjölskylda
átti einnig gleðistundir með þeim á
bernskuslóðum Gullu við Brjánslæk
á Barðaströnd og við fundum þá,
eins og oft síðar, hvað þau voru mikl-
ir náttúruunnendur. Tjaldað var í
fögru umhverfi Vatnsfjarðar þar
sem allt angar af sögu Hrafna-
Flóka, Ninni var með veiðistöngina
sína, við lærðum að þekkja blóm og
annan jarðargróður og nutum sam-
vistanna. Seinna fórum við saman í
ógleymanlega ferð að fæðingarstað
Hjörleifs afa, Leiru í Leirufirði í
Jökulfjörðum, en þangað er aðeins
hægt að komast á báti. Tvær frænk-
ur voru með í för og Einar afabróðir
sem sagði okkur frá staðháttum og
því lífi sem þarna var lifað í byrjun
síðustu aldar. Við óðum jökulána til
að komast að rótum Drangajökuls,
heimsóttum leiði Fjalla-Eyvindar og
teyguðum kraft vestfirskrar náttúru
í botn.
Heimilið var Þórarni helgur stað-
ur, þar vildi hann helst vera enda var
þar allt sem hann þurfti til að njóta
lífsins – geisladiskar með klassískri
tónlist, grillið á svölunum sem hann
stóð við í matarboðunum, bækur
sem hann las m.a. áður en hann fór í
ferðalög innanlands eða utan og síð-
ast en ekki síst ástin hans, hún Gulla.
Þau höfðu líkar lífsskoðanir og voru
einkar samtaka í því að njóta lífsins.
Þau gengu saman eða í hópi með öðr-
um um óbyggðir Íslands og fóru í
ferðalög um ókunn lönd. Á hverju ári
var tekið fyrir nýtt land eða heims-
álfa og var aðeins Suður-Ameríka
eftir. Í sumar var fyrirhugað að fara
til Kúbu en af þeirri ferð gat ekki
orðið vegna veikinda hans. Sameig-
inleg lífsskoðun þeirra kom einnig
fram í því að þeim fannst mikilvæg-
ara að styrkja fátæk börn í öðrum
löndum en að eyða peningum í
óþarfa hluti.
Lífsskoðun Þórarins mótaðist
snemma og henni hélt hann til síð-
ustu stundar. Í henni fólst trú á mik-
ilvægi sjálfstæðis þjóðarinnar og
verndun náttúru landsins, einnig
andúð á stríðsrekstri og samstaða
með hinum kúguðu. Hann var
óhræddur við að tjá skoðanir sínar
og sýndi þær í verki þegar tækifæri
gafst til. Ég minnist þess t.d. þegar
ég gekk fram á þau hjón á Lækj-
artorgi fyrir rúmu ári, í grenjandi
rigningu og skammdegismyrkri að
bíða eftir fundi til að sýna samstöðu
með fólkinu í Palestínu.
Margir nutu gistivináttu og gest-
risni þeirra hjóna og er ég ein af
þeim. Skötuboðin þeirra á Þorláks-
messu voru ómissandi þáttur í jóla-
haldinu og áður en foreldrar mínir
fluttu til Reykjavíkur þurfti ég oft að
beiðast gistingar sem ætíð var fús-
lega veitt. Einstaka ástúð sýndu þau
mér einnig þegar ég eignaðist son
minn en hann þurfti að dvelja á
vökudeild um tíma. Þá keyrði Þór-
arinn mig á hverju kvöldi niður á
spítala og náði í mig aftur. Á þessu
viðkvæma tímabili var ekki hægt að
hugsa sér betri stað að dvelja á en
heimili þeirra, þar sem ást og um-
hyggja eru samofin öllum heimilis-
brag. Ég verð líka að þakka fyrir að-
stoðina við alla búferlaflutningana.
Alltaf fannst honum sjálfsagt að
koma og hjálpa mér að flytja úr einni
íbúðina í aðra.
Hógværð og prúðmennska eru orð
sem koma upp í hugann þegar
frænda míns er minnst. Yfirborðs-
mennsku átti hann ekki til og hann
forðaðist að láta á sér bera. Æðru-
leysi og hetjulund eru einnig orð sem
lýsa honum vel. Hvort tveggja sýndi
hann í ríkum mæli í glímunni við
sjúkdóm sinn allt síðasta ár. Þannig
vil ég minnast hans en syrgi mjög að
hann skyldi þurfa að yfirgefa okkur
svona fljótt og finn til djúprar sam-
úðar með Gullu að hafa ekki fengið
að hafa hann lengur hjá sér. En þau
lifðu fallegu lífi í löngu og farsælu
hjónabandi, fyrir það ber að þakka.
Minning Þórarins og fordæmi lifa
í huga mér. Þannig er það með dauð-
ann. Þau sem fara skilja hluta af
sjálfum sér eftir í okkur sem eftir lif-
um. Ef við náum að meðtaka kjarn-
ann í ástvinum okkar og bera hann
áfram til þeirra sem lifa okkur, verð-
um við betri manneskjur.
Kæri frændi.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Elísabet Þorgeirsdóttir.
Okkur systkinin langar að kveðja
hann frænda okkar, sem alltaf var
okkur svo góður og alltaf gaf sér
tíma til að spjalla við okkur. Við
höfðum það oft svo skemmtilegt
saman og við eigum margar góðar
minningar tengdar honum. Það eru
t.d. öll gamlárskvöldin og skötuboð-
in, grillveislurnar og afmælin, en
minnisstæðastur er kannski 16.
ágúst árið 2000, þegar við fjölskyld-
an leigðum hús á Flateyri og haldið
var upp á sjötugsafmælið hans
Ninna með nánustu ættingjum
þeirra Gullu. Það gleymist ekki
spennan, þegar hann og pabbi grófu
holu fyrir steikina, eða hvað hann hló
dátt þegar afi fór með ljóðið langa
sem hann samdi um þau hjónin.
Þó að Ninni sé farinn úr þessum
heimi er hann alls ekki farinn úr
huga okkar. Við kveðjum hann því
með söknuði og þökkum honum fyrir
allt það góða, sem við höfum átt sam-
an og hann hefur gert fyrir okkur.
Margrét og Steindór Jónsbörn.
ÞÓRARINN
HJÖRLEIFSSON
Fleiri minningargreinar
um Þórarinn Hjörleifsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
✝ Jósefína Ágústs-dóttir Blöndal
var fædd á Seyðis-
firði 4. ágúst 1913.
Hún andaðist á Akur-
eyri 8. janúar síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Ágúst
Theodór Lárusson
Blöndal, f. 5. júlí
1873, og kona hans
Ólafía Sigríður Theo-
dórsdóttir, f. 30. maí
1875.
Jósefína giftist 5.
júní 1941 Halldóri
Lárussyni skipstjóra
og netagerðarmanni frá Neskaup-
stað, f. 28. október 1915, d. 24.
apríl 1977. Börn þeirra eru: Svala,
f. 13. júní 1942, Ólafía Dagbjört, f.
17. ágúst 1943, Lár-
us, f. 12. janúar
1945, Herbert, f. 16.
október 1948 og
Kristín, f. 11. janúar
1951.
Jósefína og Hall-
dór hófu búskap í
Neskaupstað en
fluttu til Seyðisfjarð-
ar árið 1947 og
bjuggu þar til ársins
1963 er þau fluttu til
Reykjavíkur þar sem
Halldór andaðist.
Jósefína flutti síð-
an til Akureyrar árið
1985 og bjó þar til dauðadags.
Útför Jósefínu verður gerð frá
Bústaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Nú hefur mín kæra tengdamóðir
kvatt á nítugasta aldursári södd líf-
daga.
Jósefína Ásgústsdóttir Blöndal
var fædd á Seyðisfirði 4. ágúst 1913,
yngst barna Ólafíu Theódórsdóttur
og Ágústar Lárussonar Blöndal,
sýsluskrifara þar. Hún giftist 1941
Halldóri Lárussyni sjómanni og
netagerðarmanni frá Norðfirði og
eignuðust þau fimm börn.
Þegar við sáumst í fyrsta sinn
voru þau Halldór nýflutt frá Seyð-
isfirði til Reykjavíkur með þrjú
yngstu börn sín. Við vorum báðar
svolítið feimnar en hún var svo kát
og elskuleg að feimnin fór fljótt af og
fljótlega urðum við góðar vinkonur.
Hún var tengdamóðir mín í sautján
ár og vinátta okkar rofnaði ekki þótt
leiðir okkar Lárusar sonar hennar
skildi. Skömmu eftir það fluttist hún
til Akureyrar þar sem fjögur af
börnum hennar bjuggu þá.
Jósefína var einstaklega ljúflynd
og geðgóð manneskja, mikill húmor-
isti og hafði mest og best lag á að
gera grín að sjálfri sér. Hún var sér-
lega músikölsk, hafði bjarta og fal-
lega rödd og söng í kirkjukór Seyð-
isfjarðarkirkju í mörg ár. Einnig
sungu þau hjón bæði í Samkórnum
Bjarma. Bæði tóku líka virkan þátt í
starfsemi Leikfélags Seyðisfjarðar
og þar þykist ég vita að tengda-
mamma hafi notið sín vel því leik-
hæfileika hafði hún ótvíræða. Líka
starfaði hún í Kvenfélaginu Kvik á
Seyðisfirði. Hún hafði óskaplega
gaman af að dansa, sagðist vera al-
gjört dansfífl og dansaði stundum
fyrir okkur charleston í eldhúsinu
sínu í Barmahlíðinni.
Þessi smávaxna kvika kona varð
mikil ættmóðir og skilur eftir sig
fjölda afkomenda. Hún unni hópnum
sínum af öllu hjarta og þekkti þau öll
með nafni, enda þótt síðustu árin
legðist smátt og smátt hula yfir
minni hennar.
Hún var amma barnanna minna
og ástin á milli hennar og þeirra var
gagnkvæm og skilyrðislaus. Sunnu-
dagskaffi hjá ömmu og afa var nær
föst venja og oft fengu þau að gista
hjá þeim. Birna mín var aðeins sex
mánaða gömul þegar afi Halldór lést
skyndilega og fékk eftir það að
dvelja einn dag í viku hjá ömmu
sinni. Mildaði það söknuð ömmu eftir
manni sínum mikið.
Auk þess að vera einstakur barna-
vinur var tengdamama einhver
mesti dýravinur sem ég hef kynnst.
Hún elskaði dýr og gat aldrei gengið
hjá án þess að klappa þeim og kjassa.
Fuglahópurinn í bakgarðinum við
Barmahlíðina átti víst fóður hjá
henni þegar hart var í ári.
Hún var alla tíð fín og vel til höfð.
Hárið fallega greitt og alltaf bar hún
hálsmen og eyrnarlokka þegar hún
klæddi sig uppá. Hún var einstak-
lega þrifin og reglusöm með alla
hluti og hafði gaman af að hafa fínt í
kring um sig. Til dæmis var hún vilj-
ug að sauma sér nýjar eldhúsgard-
ínur. Eitt sinn fórum við í bíó og
sáum rómantíska mynd með Soffíu
Lóren. Þegar við komum út úr
bíóinu var hún full hrifningar yfir
eldhúsgardínunum hennar Soffíu
Lóren. „Ég skal sko aldeilis sauma
mér svona pífugardínur eins og hún
Soffía er með hjá sér.“ Sjálf hafði ég
ekki tekið eftir þeim en næst þegar
ég kom í heimsókn var hún búin að
sauma og hengja fyrir eldhúsglugg-
ann þessar líka fínu gardínur.
Þrisvar sinnum fór hún með okkur
í sumarleyfi, tvisvar sinnum til Nor-
egs og einu sinni til Flórída og hafði
ákaflega gaman af. Í fyrri Noregs-
ferðinni var Dóri með og gleymi ég
því aldrei hve vel þau hjónin nutu
ferðarinnar.
Tengdamamma var heimakær og
sjálfri sér nóg. Hún var hrein og bein
og kom ávallt til dyranna eins og hún
var klædd. Hún lagði ekki í vana sinn
að dæma aðra.
Eftir að þau Dóri fluttust til
Reykjavíkur vann hún ýmis hluta-
störf, bakaði fyrir kaffihús, afgreiddi
í versluninni Bezt við Klapparstíg og
síðan í versluninni Eros Í Hafnar-
stræti. Einnig vann hún við sauma á
saumastofunni Alis og síðustu árin
hér fyrir sunnan vann hún við þrif í
Sjómannaskólanum.
Tengdamama var mikill sóldýrk-
andi og var svo heppin að eignast
íbúð á Akureyri með svölum sem
sneru mót suðri. Jafnvel á vetrar-
dögum þegar aðrir renndu sér á
skíðum í fjallinu sat hún útivið og lét
sólina verma sig og var orðin kaffi-
brún fyrr en varði.
Hún tók á móti mér og Helga,
seinni manni mínum, með brosi og
opnum faðmi og bar okkur kaffi og
meðlæti þegar við heimsóttum hana
fyrir norðan.
Síðustu æviárin dvaldi tengda-
mamma að Hlíð á Akureyri við bestu
umönnun og atlæti sem hugsast get-
ur.
Hún var væn kona og vitur og
mest gleðst ég yfir að sjá bestu kosti
hennar í börnum mínum og barna-
börnum.
Kristín Sveinsdóttir.
JÓSEFÍNA ÁGÚSTS-
DÓTTIR BLÖNDAL