Morgunblaðið - 17.01.2003, Page 35

Morgunblaðið - 17.01.2003, Page 35
✝ Svava ÞorgerðurÞórhallsdóttir Johansen fæddist á Höfn í Hornafirði 29. júní 1912. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 2. hinn 8. jan- úar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Þórhallur Daníelsson útgerðar- og kaup- maður á Höfn, f. á Hafursá á Völlum í Fljótsdalshéraði 21. ágúst 1873, d. 28. nóv. 1961, og Ingibjörg Friðgeirsdóttir, f. í Garði í Fnjóskadal 10. des. 1874, d. 30.maí 1934. Systkini Svövu Þor- gerðar voru: Geir, Olga, Anna, Ásta, Bertha, Hulda (tvíburasystir Gerðu) og Daníel, þau eru öll látin. Uppeldisbróðir þeirra er Haukur Dan Þórhallsson skipstjóri sem lif- ir þau og býr í Garðabæ. Hinn 13. mars 1932 giftist hún Johan Thulin Johansen frá Reyð- arfirði, f. 7. júní 1907, d. 21. júní 1975. Börn þeirra hjóna eru: 1) Rolf, kvæntur Kristínu Ásgeirs- dóttur, börn: Agnes, Johan Thulin, Svava Þorgerður, Berglind, Krist- ín og Ásgeir. 2) Bertha Ingibjörg, sambýlismaður Hörður Sigurjóns- son, 3) Kittý, barn: Guðbjörg Svava Sigurz, maki Sigurður F. Sigurz, látinn, sam- býlismaður Gunnar Ingimundarson. 4) Hulda Gerður, gift Steindóri I. Ólafs- syni, börn: Ólafur, Hrund og Guðrún Gerður. 5) tvíbura- systir Huldu dó stuttu eftir fæðingu, 6) Þórhallur Dan, börn: Bertha Ingi- björg, Gyða, Hallur Dan, maki Rósa Thorsteinson skilin, sambýliskona Anna Lilja Gunnarsdóttir. 7) Thulin, börn: Laufey Arna, Kittý, Anna Lilja, maki Matthildur Arnalds skilin, sambýliskona Sjöfn Har. Gerða, eins og hún var ávallt kölluð, ólst upp á Höfn, fluttist til Reyðarfjarðar 1932 og bjó þar í 39 ár eða til ársins 1961 þegar þau hjón flytjast til Reykjavíkur. Þau bjuggu fyrstu tvö árin í Skaftahlíð 10 en flytja síðan í Úthlíð 8, þar sem þau voru næstu 35 árin. Árið 1999 flytur Gerða (þá orðin ekkja) á Kirkjusand 1, en hinn 8. janúar 2002 flytur hún í hjúkrunarheim- ilið í Sóltúni 2. Útför Gerðu verður gerð frá Há- teigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku amma Gerða. Núna þegar komið er að kveðju- stund, þá er okkur efst í huga þakk- læti. Þú lifðir með reisn og með reisn þú kveður. Takk fyrir allt. Ég lifı́ í Jesú nafni, í Jesú nafnı́ eg dey, þó heilsá og líf mér hafni, hræðist ég dauðann ei. Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt, í Kristí kraftı́ eg segi. Kom þú sæll, þá þú vilt. (Hallgrímur Pétursson.) Líf þitt var ljós í lífi okkar. Bertha, Gyða og Hallur Dan. Gerða ólst upp í heimahúsum í Hornafirði hjá foreldum sínum, Ingi- björgu Friðgeirsdóttur og Þórhalli Daníelssyni, útgerðarmanni og kaup- manni. Árið 1932 giftist hún Thulin Jo- hansen frá Reyðarfirði, en hann var sonur Rolf Johansen, kaupmanns þar. Þau stofna heimili á Reyðarfirði, en Gerða tekur síðan fljótlega við búi hjá manni sínum og tengdaföður. Það hefur verið mikið verk fyrir 20 ára gamla stúlku að taka við stóru heimili, sem alla tíð var þekkt fyrir höfðingsskap og oft var gestkvæmt á Johansen-heimilinu. Þeim hjónum varð sjö barna auðið, en eitt barn, tví- buri, lést skömmu eftir fæðingu. Það hafa oft verið langir dagar hjá hinni ungu húsmóður, því eftir eril- saman dag þurfti að sauma eða breyta fötum af einu barni á annað. Ekki var hlaupið út í næsta stórmark- að til að kaupa í búið eða föt á börnin. En þetta voru hættir húsmæðra á Ís- landi fyrir ekki svo mörgum árum. Gerða var tignarleg kona sem bar sig vel. Hið myndarlega heimili þeirra hjóna var þekkt fyrir gestrisni, en þótt vinnan væri mikil og mikið að snúast á stóru heimili var húsmóðirin alltaf jafn glæsileg og vel til höfð. Henni var það eðlilegt að hugsa vel um sitt eigið útlit, ekki síður en heim- ilið og sérstaklega börnin. Ég kynntist Huldu, dóttur þeirra hjóna, fyrir rúmum 40 árum. Þá voru þau nýflutt til Reykjavíkur og bjuggu í Skaftahlíð 10. Með okkur Gerðu og Thulin tókst strax mikil vinátta en Gerða tók mér alla tíð sem syni sínum og slík var vináttan að aldrei féll skuggi á. Það var mér mikill lærdóm- ur og ánægja að kynnast Gerðu og hennar glæsilega heimili. Eins og á Reyðarfirði var oft gestkvæmt hjá þeim í Reykjavík, myndarskapurinn blasti alls staðar við, smá matarboð urðu sem stórveislur hjá þeim hjón- um. Gerða kunni þá list að laða að sér gott fólk og alltaf var góða skapið og létt grín við hendina. Það var mikil eftirsjá þegar hún sá á eftir eiginmanni sínum, en hann lést fyrir aldur fram árið 1975 aðeins 68 ára gamall. Eftir mikla vinnu við stórt heimili á Reyðarfirði naut hún þess í mörg ár að vera með börnum og barnabörnum. Hún hafði þá tíma til ferðalaga bæði innanlands og utan. Við hjónin bjuggum í Englandi í sjö ár og nutum þess að fá Gerðu í heimsókn á hverju ári. Veit ég að hún naut þess einnig. Gerða mín, ég bið góðan Guð að blessa þig og varðveita. Steindór I. Ólafsson. Elsku amma. Með þessum orðum langar okkur að kveðja þig og þakka þér fyrir allt sem þú varst og allt sem þú gafst okk- ur. Þegar við systkinin setjumst niður til að skrifa til þín þá rifjast upp marg- ar góðar minningar. Það voru ófáar stundirnar sem við áttum með þér í Úthlíðinni, ýmist úti í garði að leik, inni í eldhúsi að spila á spil eða að borða fiskibollurnar þínar, sem voru í miklu uppáhaldi. Dótaskápurinn og skóskápurinn höfðu mikið aðdráttarafl, en ekki síð- ur fataskápurinn því ekkert vissum við stelpurnar skemmtilegra en að fá að máta fötin þín og hattana. Þar var um auðugan garð að gresja enda varst þú ávallt stórglæsileg til fara. Allt fram til síðasta dags voru negl- urnar lakkaðar, hárið greitt – alltaf glæsileg. Þegar þú kveður okkur ert þú á 91. aldursári. Við erum lánsöm að hafa fengið að njóta nærveru þinnar á okkar fullorðinsárum og kynnast þér sem persónu, en ekki „bara“ ömmu. Það sem meira er, að börnin okkar fengu tækifæri að til að kynnast og elska „ömmu Löngu“, sem að þeirra mati er núna orðin engill með vængi. Okkur langar að kveðja þig með bæninni sem við lærðum hjá mömmu þegar við vorum lítil. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Megir þú hvíla í friði, elsku amma. Guð blessi minningu þína. Ólafur, Hrund og Guðrún Gerður. SVAVA ÞORGERÐUR ÞÓRHALLSDÓTTIR JOHANSEN MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2003 35 ✝ Þorbjörg Þórar-insdóttir fæddist 24. maí 1945. Hún lést á Landspítala við Hringbraut 10. jan- úar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Þórarinn Steindórs- son, f. 11.3. 1912, d. 23.3. 1982, og Hall- dóra Pálína Hinriks- dóttir, f. 13.8. 1917, d. 29. 9. 1984. Hálf- bróðir Þorbjargar var Reynir Kjartans- son, f. 9. 11. 1937, d. 5. 10. 1941. Þorbjörg átti eina dóttur, Þór- unni Pálmadóttur, f. 8. febrúar 1961. Faðir hennar er Pálmi Ágúst Sigurðsson, f. 30.11. 1942. Sambýlismaður Þorbjargar var Sigurður Einarsson, f. 9. 10. 1938. Þau slitu samvistir. Þórunn var gift Kristni Ágústi Kristinssyni, f. 16.11. 1964. Þau skildu. Börn þeirra eru: Kristinn Bern- hard Kristinsson, f. 29. 5. 1986; Íris Björg Kristinsdóttir, f. 16.11. 1989, og Pálmi Þór Krist- insson, f. 16.11. 1989. Sambýlismaður Þórunnar er Þor- steinn Pálmar Ein- arsson, f. 6. 10. 1963. Dóttir hans er Aðal- heiður Ósk Þor- steinsdóttir, f. 24.6. 1983. Sonur hennar er Þorsteinn Ingi Aðalheiðarson, f. 3.4. 2001. Þorbjörg vann ýmis verslunar- störf á starfsferli sínum. Hún vann um árabil í Kaupfélagi Hafn- arfjarðar og var síðar með eigin verslunarrekstur. Útför Þorbjargar verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Þorbjörg Þórarinsdóttir ólst upp í Brandsbæ í Hafnarfirði hjá foreldr- um sínum. Í Brandsbæ áttu líka heima hjónin Gunnþórunn Víglunds- dóttir og Þorsteinn Gíslason, föður- bróðir Þorbjargar, sem reyndust henni eins vel og væri hún þeirra eig- in dóttir. Síðustu ár bjuggu þær Þor- björg og Gunnþórunn aftur saman í Brandsbæ þar til Gunnþórunn fór á Hjúkrunarheimilið Sólvang þar sem hún lést í hárri elli í maí 2001. Þorbjörg ólst upp á þeim tíma sem Brandsbær stóð enn afskekkt í suð- urbænum í Hafnarfirði, það var á þeim tíma þegar enginn norðurbær var til þar og Reykjanesbrautin var kölluð nýi vegurinn. Afleggjari lá heim að bæ, þar sem kálgarðar voru í túni, blómsturgarður umlukti húsið og stutt var í berjamó. Mýrin var ekki langt undan með lækjarsytrum þökt- um logagylltum sóleyjum á sumrin. Á kveðjustundu minnist ég með þakklæti samverustunda okkar systradætranna í bernsku. Hún var ári eldri, báðar vorum við fæddar í maí. Þorbjörg var eina barnið sem átti heima í Brandsbæ, en oft var þar kátt á hjalla, þar sem víðáttumikil túnin og holt fyrir ofan bæ gáfu óend- anleg tækifæri til leikja, sem óspart voru nýtt af okkur börnunum í ná- grenninu. Listrænir hæfileikar Þorbjargar nutu sín í þessu umhverfi, en hún teiknaði og málaði betur en margir aðrir á unga aldri. Þessir hæfileikar komu fram í öllu sem hún tók sér fyrir hendur, þó að aldrei gerði hún mikið úr leikni sinni, enda dul á eigin hagi. Eftir hana liggur fjöldi fallegra muna sem hún gladdi sína nánustu með allt frá blýantsteikningum til högg- mynda, en Þorbjörg sótti mörg myndlistarnámskeið um dagana. Á starfsvettvangi sínum við versl- unarstörf var Þorbjörg ósérhlífin og atorkumikill dugnaðarforkur á með- an heilsa hennar leyfði. Fyrir nokkrum árum var ljóst að Þorbjörg var með krabbamein á háu stigi. Fáir gerðu ráð fyrir þá, að hún ætti langt eftir ólifað. Hún barðist við sjúkdóminn af óvenjulegri hetjudáð. Hún gekkst undir skurðaðgerðir, lyfja- og geislameðferðir af óviðjafn- anlegu hugrekki. Hún lét gamlan draum rætast og lagði land undir fót til fjarlægra landa milli erfiðra lækn- ismeðferða. Með listrænu handbragði lagði hún rækt við garðinn við Brandsbæ, sem enn er umluktur þykkum torfhleðsluveggjum frá fyrri tíð. Naut hún þar ríkulegrar aðstoðar barnabarna sinna. Félagsskapur krabbameinssjúkra veitti henni mik- inn styrk um leið og hún miðlaði vin- um sínum, sem hún kynntist þar, af óbilandi kjarki sínum. Hún vissi að tíminn var naumur og notaði hann vel með nánustu ættingjum, dóttur sinni Þórunni, tengdasyni og barnabörnun- um þremur sem tengdust henni mikl- um kærleiksböndum. Hún vissi og fann að þau vildu öllu fórna til að henni mætti takast að sigrast á sjúk- dómnum. Þau vonuðu að það tækist svo að þau gætu áfram deilt gleði og sorg, en enginn má sköpum renna. Á dánarbeði sýndi Þorbjörg ólýs- anlegt þrek. Dóttir hennar, Þórunn, var við hlið hennar og annaðist hana af mikilli fórnfýsi og kærleik. Ætt- ingjar og ástvinir syrgja Þorbjörgu og munu ætíð minnast hennar með virðingu og væntumþykju. Guð blessi Þórunni og fjölskyldu hennar á sorgarstundu. Guðríður Sigurðardóttir. Elsku mamma. Nú er hún runnin upp mín mesta raunastund í lífi því er gafst þú mér, að kveðja þig hinsta sinni. Ekkert af því, sem við á göngu okkar saman í gegnum lífið lærðum og reyndum, gat búið mig undir því- líka sorg og þann tómleika sem í mér býr, nú þegar þú ert farin. Þú varst alla tíð mín mesta og besta vinkona, og hvað sem lífið lék og bauð, mér enginn stóð nær. Við áttum sam- an margar yndislegar stundir og þeirra mun ég alltaf minnast með gleði í hjarta. Aldrei munu mér úr minni líða þær stundir sem við stóð- um í erfiðri baráttu við sjúkdóminn, sem að endingu varð okkur um megn og tók þig frá mér. Ég bið þess að endingu, elsku mamma mín, að Guð og englar gæti þín og blessi alla tíð. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. Þín elskandi dóttir Þórunn. Elsku hjartans tengdamóðir mín. Fyrst af öllu vil ég þakka þér fyrir dóttur þína sem hefur verið mér mesti og besti sálufélagi sem í líf mitt hefur komið. Þau sjö ár síðan við kynntumst hafa verið bæði viðburða- og lær- dómsrík. Kjarkur þinn og þor á raunastund og augliti til auglitis við erfiðan sjúkdóm hafa gefið mér trú á mátt þann sem trúin og bænin geta gefið okkur öllum. Að fylgjast með og stundum vera hluti af baráttu þinni, í bjartsýni ofar öllu, hefur gefið mér innsýn í okkar eigin mátt og mátt trúarinnar. Að lifa með þér þessi ár og aldrei heyra þig dæma aðra, hversu mjög sem það hef- ur virst réttlætanlegt eru hrein und- ur, sem oftar en ekki hafa vakið mér innblástur og aðdáun. Í hjarta mér ég óska þess að árin okkar hefðu getað orðið fleiri og far- sælli, en almættið hefur sína reglu á hlutunum og við fáum engu þar um breytt. Ég veit að nú ert þú komin í faðm skaparans og hann mun skipa þér framarlega í sinn flokk, þar sem þú munt skipa sess þess sem hefur margt fram að færa. Við sem eftir stöndum munum minnast þín með söknuði, og barna- börnin þín sem elska þig svo mikið vilja muna þig eins og þú varst þegar við áttum öll saman okkar stundir í Höfða, bústaðnum okkar og á ferða- lögum okkar ásamt fleiri góðum stundum. Við kveðjum þig öll með söknuð í hjarta og fullvissu þess, að þegar rétti tíminn kemur, munum við öll hittast á ný og eiga góðar stundir saman. Guð blessi þig og varðveiti og geymi um alla framtíð. Þinn tengdasonur Þorsteinn Pálmar Einarsson. Elsku amma. Við þökkum þér sam- veruna öll árin sem við áttum saman. Þau voru mjög skemmtileg. Við eig- um eftir að sakna margs með þér og má þar nefna „kósýkvöldin“ þar sem við komum okkur vel fyrir fyrir fram- an sjónvarpið, við á dýnum á gólfinu með sængur og kodda og þú í stólnum þínum, og horfðum á sjónvarpið fram eftir nóttu. Og ekki má gleyma hve líf- legt var í garðinum þegar við vorum að hjálpa þér, sem var sérstaklega gaman. Við minnumst þess að þú við- hélst hefðinni sem hefur verið í Brandsbæ í áraraðir, með að gefa öll- um villiköttunum mat út á tröppur, sem okkur fannst „ömmulegt“ en við munum halda því áfram. Við munum öll sakna þín sárt og munum aldrei gleyma þér, elsku amma. Þín barnabörn Kristinn, Íris og Pálmi. Kæra Þorbjörg. Allar stundir okkar hér, er mér ljúft að muna. Fyllstu þakkir flyt ég þér fyrir samveruna. (Har. S. Mag.) Sigríður Klingenberg. ÞORBJÖRG ÞÓRARINSDÓTTIR Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við and- lát og jarðarför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐFINNU MAGNEYJAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Reykjarfirði, Víkurtúni 1, Hólmavík. Bjarnveig Elísabet Pálsdóttir, Sævar Hr. Benediktsson, Jensína Guðrún Pálsdóttir, Eysteinn Gunnarsson, Páll Lýður Pálsson, Gíslína V. Gunnsteinsdóttir, Júlíana Ágústsdóttir, Jón Vilhjálmur Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabarn. Lokað verður í dag, föstudaginn 17. janúar, til kl. 14.00 vegna útfarar FRIEDEL KÖTTERHEINRICH. Íslensk-Ameríska og Allied Domiecq, Tunguhálsi 11, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.