Morgunblaðið - 17.01.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR
36 FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Gestur Þorgríms-son myndhöggv-
ari fæddist í Laugar-
nesi við Reykjavík 27.
júní 1920. Hann lést á
heimili sínu í Hafnar-
firði, aðfararnótt
miðvikudagsins 8.
janúar síðastliðins.
Gestur var sonur
hjónanna Þorgríms
Jónssonar, bónda í
Laugarnesi og söðla-
smiðs, f. 1873, d.
1943, og konu hans,
Ingibjargar Krist-
jánsdóttur, f. 1877, d. 1952. Systkini
Gests voru Jón Kristján, f. 1899, d.
1952, Ólafur Þorsteinn, f. 1902, d.
1989, Pétur, f. 1906, d. 1934, Ragn-
ar, f. 1908, d. 2000, Guðrún Sigríð-
ur, f. 1911, d. 1972, og Þorbjörg, f.
1915, d. 1941.
Eftirlifandi eiginkona Gests er
Sigrún Guðjónsdóttir myndlistar-
kona, Rúna, f. 1926. Foreldrar
hennar voru Guðjón Guðjónsson,
skólastjóri í Hafnarfirði, og Ragn-
heiður Jónsdóttir rithöfundur.
Gestur og Rúna gengu í hjóna-
band árið 1946. Börn þeirra eru:
Þorgrímur, blaðamaður og rithöf-
undur, f. 1947, kvæntist Guðbjörgu
Hafnarfjarðar og Flensborgarskóla
í nokkur ár. Á sjötta áratugnum var
hann landsþekktur skemmtikraftur
og gerði einnig allmarga útvarps-
þætti á þeim árum. Frá 1956 starf-
aði hann við Fræðslumyndasafn
ríksisins en gerðist myndlistar-
kennari við Kennaraskóla Íslands
árið 1963 og varð lektor árið 1977,
þegar Kennaraháskólinn var stofn-
aður og starfaði þar óslitið til ársins
1984 nema 1967–68 þegar hann
starfaði að kynningarmálum vegna
breytingar í hægri umferð. Á ár-
unum 1963–70 starfaði hann við
kvikmyndagerð.
Gestur starfaði alla tíð að mynd-
list jafnframt öðrum störfum og
þau Rúna tóku upp þráðinn við leir-
munagerð árið 1968. Eftir að hann
hætti kennslu sneri hann sér ein-
vörðungu að listinni og sinnti mest
höggmyndagerð. Hann hélt fjöl-
margar sýningar hér á landi og er-
lendis, m.a. í Japan, og tók þátt í
samsýningum. Gestur vann nokkuð
við listskreytingar opinberra bygg-
inga ásamt Rúnu og höggmyndir
hans eru við nokkrar opinberar
byggingar. Fjölskyldan byggði hús
á Laugarásvegi 7 árið 1957 og bjó
þar til ársins 1981 þegar Gestur og
Rúna fluttu ásamt yngsta barni sínu
á Austurgötu 17 í Hafnarfirði.
Útför Gests verður gerð frá
Dómkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30. Jarðsett
verður í kirkjugarðinum í Hafnar-
firði.
Árnadóttur (þau
skildu); börn þeirra:
Þuríður Björg, barn:
Þorgrímur Erik, og
Sigrún Vala; Ragnheið-
ur, rithöfundur og
myndlistarmaður, f.
1953, gift Birni Þór
Sigurbörnssyni lækni;
börn þeirra: Kolbrún
Anna, maki Viðar Þor-
steinsson; börn þeirra:
Þórdís Ylfa og Elín
Ylfa; Kári Freyr, Kjart-
an Yngvi og Kolbeinn
Ingi; Guðjón Ingi, hug-
búnaðarfræðingur, f. 1957, kvæntur
Auði Óskarsdóttur Vatnsdal rönt-
gentækni; þeirra börn: Óskar, Sig-
rún og Ragnheiður; barn Guðjóns:
Þorkell, Ingibjörg Þóra fatahönnuð-
ur, f. 1965, gift Gylfa Birni Hvann-
berg matreiðslumanni; þeirra börn:
Gestur, Gylfi og Diljá.
Gestur stundaði nám við Handíða-
og myndlistarskólann 1944–46 og
Konunglega listaakademíið í Kaup-
mannahöfn 1946–47. Hann og Rúna
ráku leirbrennsluna Laugarnesleir
frá 1948 til 1952. Árið 1953 lauk
Gestur teiknikennaraprófi frá Hand-
íða- og myndlistaskólanum og
kenndi eftir það við Barnaskóla
Veturinn fyrir áttræðisafmæli
pabba unnum við Þorgrímur bróðir
minn að gerð bókarinnar um hann
sem kom út á afmælisdaginn. Líkam-
leg heilsa hans var þá tekin að bila
þótt andlegur þróttur væri óskertur
og stundum sótti að mér efi um að
hann myndi fá að lifa afmælið sitt,
stóru sýninguna sem ráðgerð var og
útkomu bókarinnar. En lífsviljinn var
sterkur og við fengum ekki bara að
hafa pabba hjá okkur fram yfir af-
mælið, heldur auðnaðist okkur að
njóta dýrmætra samverustunda við
hann í tvö og hálft ár í viðbót. Bókina
skildi hann aldrei við sig, hún var allt-
af innan seilingar svo hann gæti hand-
fjatlað hana og skoðað þótt sjónin
leyfði ekki lengur lestur. Þetta litla
minningarbrot úr bókinni okkar sem
hér fer á eftir er ekki kveðja, því hann
pabba minn kveð ég aldrei, hann er og
verður hluti af lífi mínu.
Það er snjór úti, almennilegur
snjór sem hægt er að hnoða úr snjó-
bolta og sem tollir utan á boltanum
þegar honum er velt eftir jörðinni.
Snjórinn rúllast upp eins og þykkt,
hvítt teppi og skilur eftir grænleita
rák á blettinum. Við erum öll úti,
krakkarnir, og reynum að koma okk-
ur saman um hvernig eigi að nýta
þennan fjársjóð; ef til vill að byggja
risastórt snjóhús eða gera heila snjó-
karlafjölskyldu. Áformin reynast eins
og oft áður stærri en kraftarnir leyfa
og við erum farin að draga í land með
herbergjafjöldann í snjóhúsinu þegar
pabbi kemur út til okkar.
Hann virkjar okkur við að draga að
efnivið og við rogumst með stóra snjó-
köggla til hans þar sem hann hefur
valið stað á stéttinni við hliðina á hús-
inu. Forviða fylgjumst við með hon-
um hlaða upp snjónum, þjappa og
þétta og byrja svo að skera og móta
með skóflublaði. Smátt og smátt tek-
ur snjórinn á sig form, þéttur búkur á
gildum snjófótum losnar frá skaflin-
um, hálsinn teygir sig upp í kalt loftið
og ber uppi höfuð sem hröð handtök
móta; nasir, augu.
Pabbi er niðursokkinn í verkið,
andardrátturinn hægur þótt hend-
urnar vinni hratt, móti og klappi,
hann veit varla af okkur sem stöndum
í kring um hann opinmynnt og hreyf-
um okkur ekki nema til að strjúka
sultardropann af nefinu með blautum
vettlingi.
Svo er hann tilbúinn, snjóhestur-
inn. Okkur sem höfum orðið vitni að
umbreytingunni finnst hann næstum
geta stokkið af stað, viljum helst
henda okkur á bak þótt við samtímis
þorum varla að snerta hann með köld-
um fingurgómunum. Svo fer fullorðið
fólk að drífa að – nágrannar og veg-
farendur koma og líta á hestinn og
hika ekki við að klappa kumpánlega á
snjólendar hans með stórum og
hversdagslegum höndum. Einhver
kemur út með myndavél og tekur
mynd af okkur við hliðina á snjóhest-
inum. Hann er orðinn raunverulegur.
En í næsta hlákukasti stekkur
hann inn í eilífðina þar sem hann á
heima.
(Úr bókinni Steinsnar – Gestur
Þorgrímsson myndhöggvari.)
Ragnheiður Gestsdóttir.
Þú varst blóm
sem fölnaði.
Þú varst tré
sem féll.
Þú varst steinn
sem hafið gerði að sandi.
Þú varst sólargeisli
sem eitt sinn
brotnaði á vatni.
En þótt þú sért horfinn
af þessari jörð
varir hlýja þín og minning
ætíð í hjörtum okkar.
En þú ert ekki horfinn,
því lífið heldur áfram.
og dauðinn er ekki endir
heldur hlekkur
í hringrás heimsins.
Sigrún Vala Þorgrímsdóttir.
Í barnæsku var heimsmynd okkar
krakkanna mjög einföld. Það var full-
orðna fólkið sem siðaði okkur til og
sussaði á okkur þegar lætin urðu of
mikil – það voru stóru krakkarnir sem
við þurftum að vara okkur á – það
vorum við krakkarnir – og svo voru
það litlu krakkarnir sem við þurftum
að vernda. Það var bara eitt vandamál
og það var Gestur, hann passaði
hvergi inn í þessa mynd. Hann var
ekki fullorðinn þótt hann hefði aldur
til, því hann sussaði aldrei á okkur,
sama hvernig við létum – hann bætt-
ist bara í hópinn og ærslaðist með
okkur. Sennilega var hann næst því
að vera einn af okkur krökkunum, og
þó – aldurinn og stærðin pössuðu illa.
En svo bar það til tíðinda að Gestur
kom með stelpu heim í Laugarnes.
Við Böggý vorum að leik í stofunni og
okkur rak í rogastans. Þessu hefðum
við aldrei trúað upp á hann Gest. Við
áttuðum okkur á að eignarrétti okkar
var ógnað og fórum strax í stríð, réð-
umst til atlögu og hrópuðum sem
mest við máttum: Hí á Gest, Gestur
með stelpu, hí á Gest. Atgangur okkar
var svo mikill og harður að það endaði
með því að amma tók okkur og henti
GESTUR
ÞORGRÍMSSON
✝ Lilja Björnsdóttirfæddist á Neðri-
Þverá í Vesturhópi í
Vestur-Húnavatns-
sýslu 12. mars 1921.
Hún lést á elliheim-
ilinu Grund 3. janúar
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru hjón-
in Jónína Bjarnadótt-
ir, f. 25. september
1892, d. 18. júlí 1979,
og Árni Björn Jak-
obsson, bóndi Neðri-
Þverá, f. 1. septem-
ber 1889, d. 30. júní
1938. Systkini Lilju eru: Ágúst
Bjarni, f. 1922, d. 1988, Jakob
Bragi, f. 1929, Hreiðar, f. 1930,
Sigurbjörg, f. 1933 og Björn
Skafti, f. 1936.
Sumarið 1945 giftist Lilja Þor-
grími Guðmundi Guðjónssyni, tré-
smíðameistara og heildsala, f. 18.
nóvember 1920, d. 14. apríl 1985.
Þorgrímur var fæddur í Saurbæ á
Vatnsnesi í Vestur-Húnavatns-
sýslu. Lilja og Þorgrímur eignuð-
ust þrjú börn. Þau eru: 1) Ragn-
heiður, hjúkrunarfræðingur,
búsett í Svíþjóð, f. 2. janúar 1946,
gift Mats Andersson, afgreiðslu-
manni, f. 5. nóvember 1943. Dóttir
þeirra er Kala María. 2) Hrafn-
hildur, kennari í Reykjavík, f. 3.
mars 1949, gift Rafni
Kristjánssyni, bygg-
ingartæknifræðingi,
f. 6. febrúar 1948.
Börn þeirra eru: Ás-
dís Margrét og Ólaf-
ur Þór. 3) Björn Ingi,
verslunarmaður á
Hvammstanga, f. 1.
apríl 1958, kvæntur
Jóhönnu Kristínu
Jósefsdóttur, sjúkra-
liðanema, f. 19. febr-
úar 1961. Börn
þeirra eru: Lilja og
Þorgrímur Guðni.
Barnabarnabörn Lilju, börn Ás-
dísar M. Rafnsdóttur og manns
hennar Njáls Líndals Marteins-
sonar, eru Alexander og Dóra.
Lilja ólst upp í foreldrahúsum á
Neðri-Þverá í Vesturhópi og síðan
með móður sinni og systkinum eft-
ir andlát föður hennar til ársins
1944 er móðir hennar flutti ásamt
systkinunum til Reykjavíkur. Lilja
gekk í farskóla í Þverárhreppi
auk þess sem hún fór einn vetur til
náms í Héraðsskólann í Reykholti.
Lilja bjó ásamt Þorgrími í mörg
ár í Árbæjarhverfinu og dvaldi
síðustu árin á elliheimilinu Grund.
Útför Lilju verður gerð frá Ár-
bæjarkirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 13.30.
Elsku systir. Það sannaðist sann-
arlega fyrir mér að maður skyldi aldr-
ei geyma til morguns það sem maður
getur gert í dag. Þegar sonur þinn
hringdi í mig og sagði mér frá andláti
þínu, datt mér þetta spakmæli í hug.
Ég vil hér með þakka þér fyrir að
hafa mig sem heimagang hvenær sem
mér datt í hug að knýja á þínar dyr.
Mér finnst ég hafi átt að vera dug-
legri við að heimsækja þig eftir að þú
fluttir á Grund, það var of sjaldan síð-
asta árið.
Ég votta börnum, tengdabörnum
og barnabörnum samúð mína.
Hvíl í friði, elsku systir.
Sigurbjörg (Stella).
Ég minnist ömmu minnar frá því
að hún bjó í Rofabænum með afa.
Mér finnst ég í raun ekki hafa kynnst
ömmu nógu vel fyrr en afi var dáinn
og við heimsóttum hana í Rofabæinn
og síðan á Elliheimilið Grund. Ég átti
eftir að kynnast henni miklu betur og
sá þá að hún var m.a. mjög skemmti-
leg, hress, nýjungagjörn (upp að
ákveðnu marki) og með mikla kímni-
gáfu. Hér á eftir koma nokkrar sögur
af henni ömmu.
Einu sinni keypti hún sér ham-
borgara úti í búð og eldaði hann. Við,
krakkarnir, spurðum hana hvernig
hann hefði smakkast og sagði hún að
henni hefði nú ekki þótt hann neitt
sérstakur. Þá spurði ég hvernig hún
hefði matreitt hann og hún sagði að
hún hefði steikt hann. Hún hafði ekki
einu sinni kryddað hann, hvað þá sett
tómatsósu eða annað, hann hafði sem
sagt bragðast eins og þurr skósóli.
Við hlógum að henni og sögðum
ömmu að venjan væri nú að krydda
borgarann, setja sósu o. fl. á milli og
hló hún þá með okkur.
Dag einn keypti amma sér happa-
þrennu því að hún varð vör við að þær
væru vinsælar. Við krakkarnir sáum
að amma átti happaþrennu uppi á
borði þegar við heimsóttum hana. Við
spurðum hana þá hvort hún ætlaði
ekki að skafa af henni en þá sagðist
hún vera að bíða eftir að dregið yrði í
happadrættinu. Þetta eru bara tvö
dæmi sem lifa í minningunni um
ömmu sem sýna hversu skemmtileg
hún var og hversu mjög hún var tilbú-
in í að prófa hlutina.
Amma var löngu tilbúin að deyja og
var hún búin að bíða lengi eftir því.
Hún sagði reyndar við mig 10 ára
gamla að hún ætlaði nú að deyja fljót-
lega fyrst afi væri dáinn. Síðan eru
liðin sautján ár og upplifði hún meira
en hún hefði nokkurn tíma búist við.
Hún var himinlifandi þegar ég út-
skrifaðist stúdent út Verzló og gaf
mér mjög fína gjöf, ég yrði nú fyrsta
barnabarnið og eina sem myndi út-
skrifast á meðan hún væri á lífi en hún
lagði alltaf mikla áherslu á menntun.
Síðan þá hefur hún þurft að fjárfesta í
fleiri útskriftargjöfum og meira að
segja fylgst með tveimur barnabarna-
börnum og því þriðja sem er á leið-
inni.
Hún var yfirleitt glöð þegar ég kom
í heimsókn á Grund. Vaninn var að
heimsækja hana og herbergisfélag-
ann, Herdísi, einu sinni í viku. Þegar
ég gekk með fyrra barnið mitt þá var
hún viss um að barnið mitt myndi nú
þekkja röddina í sér þegar það fædd-
ist. Hún yngdist síðan um mörg ár
þegar Alexander, sonur minn, fædd-
ist og kom í heimsókn til hennar. Þær
fylgdust spenntar með öllu sem hann
gerði og var merkilegt, hvað hún sá
allt í einu vel og heyrði þegar við kom-
um í heimsókn. En á þessum tíma var
hún orðin nærri heyrnarlaus, með
heyrnartæki og mjög lélega sjón þó
að hún væri eldklár í kollinum og
fylgdist vel með. Þegar ég eignaðist
dóttur mína, Dóru, ári seinna var hún
ekki síður glöð. Vinkona mín, Júlíana,
sagði hana mjög líka ömmu og var
hún mjög montin með það að hún
væri svona sæt og líka svona lík sér og
með nefið sitt. Einnig var hún ánægð
með nafnið Dóra því hún átti svo erfitt
með að muna nafnið Alexander.
Með þessum fáu orðum kveð ég
ömmu mína og get vel sagt að ég hafi
haft ánægju af að eiga hana að sem
ömmu og þekkja hana.
Að lokum vil ég þakka starfsfólki
Grundar og Herdísi, herbergisfélaga
ömmu, fyrir óbilandi þolinmæði og
hjálpsemi í garð ömmu.
Ásdís Margrét Rafnsdóttir.
LILJA
BJÖRNSDÓTTIR
✝ Lovísa GuðrúnJónsdóttir fædd-
ist á Ísafirði 19. apríl
1924. Hún lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 9. janúar
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru Jón
Pálsson Andrésson
bóndi, f. 1889, ættað-
ur frá Kleifum í Kald-
baksvík í Stranda-
sýslu og Þorgerður
Kristjánsdóttir frá
Súðavík, f. 1888. Þau
bjuggu lengst af á
Hlíðarenda á Ísafirði. Lovísa var
fjórða yngst tíu systkina. Þau voru
auk hennar Björg Aðalheiður, f.
1915, d. 1998, maki Einar Ingiberg
Guðmundsson, Kristján Jón Mark-
ús, f. 1916, dó ungur, Kristján Jón
Magnús, f. 1918, d. 2002, maki Jóna
Örnólfsdóttir, Tryggvi Andrés, f.
1920, d. 2002, Guðbjörg Rósa Jóns-
dóttir, f. 1921, maki Óskar Pétur
Einarsson, Þorgerður Sigríður, f.
1922, maki Adolf
Hafsteinn Magnús-
son, Margrét Anna, f.
1925, maki Sigurður
Gunnsteinsson, Sig-
urbjörg Ásta, f. 1926,
maki Þormóður Stef-
ánsson og Valdimar
Sigurbjörn, f. 1928,
d. 2001, sambýlis-
kona Helga Alberts-
dóttir. Móður sína
missti Lovísa árið
1935 og tók þá móð-
ursystir hennar Guð-
rún Margrét Krist-
jánsdóttir við heimilinu og giftist
hún föður Lovísu árið 1939.
Sambýlismaður Lovísu var
Bergþór Jónsson, f. 1909, d. 2001.
Þau voru barnlaus.
Lovísa var húsmóðir, en jafn-
framt starfaði hún sem verslunar-
maður alla tíð.
Útför Lovísu verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Með þessum orðum vil ég kveðja
elskulega frænku mína, Lovísu, og
LOVÍSA GUÐRÚN
JÓNSDÓTTIR