Morgunblaðið - 17.01.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.01.2003, Blaðsíða 39
ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Yfirvélstjóri Yfirvélstjóra vantar á Antares VE 18. Vélarstærð 1920 kw. Upplýsingar í síma 892 0282. Ísfélag Vestmannaeyja hf. R A Ð A U G L Ý S I N G A R STYRKIR Sænsk-íslenski samstarfssjóðurinn Árið 2002 verða veittir úr Sænsk-íslenska sam- starfssjóðnum nokkrir ferðastyrkir. Markmið sjóðsins er að stuðla að auknu sam- starfi Svíþjóðar og Íslands á sviði vísinda, menntunar og menningar. Um styrki þessa skal sótt á sérstökum eyðu- blöðum, sem fást í menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, og á skrifstofu Norræna félagsins í Stokkhólmi, Box 127 07, S-112 94 Stockholm, og þangað skulu umsókn- ir einnig sendar. Umsóknarfrestur er til 7. febrúar 2003. Styrkjunum verður úthlutað í mars. 16. janúar 2003. Stjórn Sænsk-íslenska samstarfssjóðsins. TILKYNNINGAR Auglýsing Breyting á deiliskipulagi í landi Þóris- staða, lóð við Lyngmóa nr. 53, Grímsness- og Grafningshreppi Samkvæmt 25. gr. laga nr. 73/1997, er hér með lýst eftir athugasemdum við breytingu á deili- skipulagi í landi Þórisstaða í Grímsnesi. Deili- skipulagsbreytingin felst í að Lyngmói nr. 53 stækkar úr 5.000 fm í 8.000 fm og vegur færður nær þjóðvegi. Ennfremur er gert ráð fyrir bygg- ingarreit syðst á lóðinni. Skipulagstillaga liggur frammi á skrifstofu Grímsness- og Grafnings- hrepps frá 17. janúar til 17. febrúar 2003. Skriflegum athugasemdum við skipulagstillög- urnar skal skila á skrifstofu sveitarfélagsins fyrir 4. mars 2003. Þeir sem ekki gera athuga- semdir innan tilskilins frests teljast samþykkir tillögunni. Sveitarstjóri Grímsness- og Grafningshrepps. TIL FASTEIGNAEIGENDA Fasteignamat ríkisins sendir um þessar mundir árlega tilkynningu um nýtt fasteignamat og brunabótamat sem gildir frá og með 31. desember 2002. FASTEIGNAMAT skal endurspegla staðgreiðsluverð fasteignar miðað við verðlag fasteigna í nóvembermánuði 2002. Fasteignamat skiptist í húsmat og lóðarmat. Samkvæmt lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001 ákveður yfirfasteignamatsnefnd í nóvember- mánuði ár hvert framreikningsstuðla fyrir skráð matsverð fasteigna með hliðsjón af breytingu verðlags fasteigna við kaup og sölu frá nóvembermánuði fyrra árs. Skráðu matsverði fasteigna er síðan breytt í fasteignaskrá í samræmi við þá stuðla, sem og breytingu á byggingarkostnaði og afskriftir, sbr. reglugerð nr. 406/1978, og það verð talið fasteignamatsverð frá og með 31. desember til jafnlengdar næsta árs nema sérstakt endurmat komi til. Aðili, sem verulega hagsmuni getur átt í matsverði eignar og sættir sig ekki við skráð mat, getur krafist úrskurðar Fasteignamats ríkisins um matið. Frestur er til 15. mars 2003 til að óska breytinga á fasteignamati frá 31. des. 2002. Krafa um það skal vera skrifleg og studd rökum og nauðsynlegum gögnum. Kæra má úrskurð Fasteignamats ríkisins til yfirfasteignamatsnefndar. BRUNABÓTAMAT er vátryggingarfjárhæð brunatryggingar og skal það taka til þeirra efnislegu verðmæta húseignar sem eyðilagst geta af eldi og miðast við byggingarkostnað að teknu tilliti til aldurs, slits, viðhalds og ástands eignar að öðru leyti. Brunabótamat breytist mánaðarlega í samræmi við breytingu á byggingarvísitölu. Einnig skal brunabótamati breytt árlega skv. þeim breytingum sem orðið hafa á byggingarkostnaði hinna ýmsu tegunda húseigna næstliðið ár að teknu tilliti til útreiknaðra eða áætlaðra afskrifta vegna sama tímabils, sbr. reglugerð um lögboðna brunatryggingu húseigna nr. 809/2000. Húseiganda er skylt að óska nýs brunabótamats á húseign ef ætla má að verðmæti eignarinnar hafi aukist vegna endurbyggingar eða endurbóta. Hafi athugasemd við endurmat fasteignamats eða brunabótamats 2001 verið gerð sem ekki er afgreidd hvílir það mat á eigninni sem gilti fyrir 15. september 2001 og athugasemdin lýtur að. Á heimasíðu Fasteignamats ríkisins www.fmr.is má fletta eftir heimilisfangi, fastanúmeri eða landnúmeri upp á fasteignamati og brunabótamati fasteigna. SMÁAUGLÝSINGAR KENNSLA CRANIO-NÁM 2003-2004 Skráning hafin. 6 námsstig. A-hluti 22.-27.feb. Námsefni á ísl./ísl.leiðbeinendur.Uppl. Gunnar, s.564 1803/699 8064. FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 12  1831178½  FI. I.O.O.F. 1  1831178  8½. 0. Í kvöld kl. 21 heldur Þórhallur Heimisson erindi „Stafróf guð- spekinnar" í húsi félagsins, Ing- ólfsstræti 22. Á laugardag kl. 15-17 er opið hús með fræðslu og umræðum, kl. 15.30 í umsjón Arnars Guð- mundssonar, sem sýnir mynd- ina "Máttur mýtunnar" samtöl við Joseph Campbell. Á sunnudögum kl. 17-18 er hugleiðingarstund með leið- beiningum fyrir almenning. Hugræktarnámskeið Guðspeki- félagsins verður framhaldið fimmtudaginn 23. janúar kl. 20.30 í umsjá Jóns L. Arnalds: „Hugur er heimur II“. Guðspekifélagið er 128 ára alþjóðlegt félag um andleg mál, hið fyrsta sem byggði á hug- myndinni um algert frelsi, jafn- rétti og bræðralagi meðal mannkyns. www.gudspekifelagid.is FRÉTTIR mbl.is MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2003 39 KIRKJUSTARF Hallgrímskirkja. Eldriborgarastarf í dag kl. 13. Leikfimi, æfingar við allra hæfi, undir stjórn Jóhönnu Sigríðar. Súpa, kaffi og spjall. Allir velkomnir. Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun fyrir börn. Auðvelt og að- gengilegt að vera með. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 8–10 ára drengi á laugardögum kl. 11. Starf fyrir 11–12 ára drengi á laug- ardögum kl. 12.30. Lindakirkja í Kópavogi. Kl. 15 LLL – KFUM&K í safnaðarheimilinu, Upp- sölum 3. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkomur alla laugardaga kl. 11– 12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédik- un og biblíufræðsla. Barna- og ung- lingadeildir á laugardögum. Létt hressing eftir samkomuna. Allir vel- komnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5. Hjálpræðisherinn á Akureyri. Flóa- markaður frá kl. 10–18 í dag. Kirkjuskólinn í Mýrdal. Fyrsta sam- vera Kirkjuskólans í Mýrdal 2003 verður í Víkurskóla á morgun, laug- ardag, kl. 11.15–12. Nýjar bækur og límmiðar, brúðuleikhús, söngvar og tími til að lita nýjar myndir. Fjölmenn- um og bjóðum gestum með okkur. Hittumst hress og kát á laugardag. Starfsfólk kirkjuskólans. Safnaðarstarf KYNNINGARFUNDUR um Alfa- námskeið verður þriðjudaginn 28. jan- úar kl. 20 í Digraneskirkju í Kópavogi. Alfa-námskeiðin spyrja um tilgang lífsins og leita svara út frá kristnum sjónarhóli. Námskeiðin eru öllum opin og ekki er krafist undirbúningsmennt- unar. Um er að ræða eitt kvöld í viku í tíu skipti. Námskeiðið sem hefst 28. jan- úar er sjötta námskeiðið. Þau hafa verið vel sótt og þátttakendur ánægðir eins og ummælin sýna: „Alfa- námskeiðið er mannbætandi og gott efni.“ „Kærleiksandi og samkennd var frábær á námskeiðinu. Þakkir fyrir allt.“ „Það er andlega hollt og gott að fara á Alfa-námskeið. Megi Alfa- starfið halda áfram og dafna vel.“ Stjórnandi námskeiðanna er sr. Magnús Björn Björnsson, en með hon- um er fjöldi starfsmanna. Skráning er hafin. Sjá nánar á www.digra- neskirkja.is. Alfa-námskeið andlega hollt Digraneskirkja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.