Morgunblaðið - 17.01.2003, Síða 45
KVIKMYNDIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2003 45
JAMAL Jeffries er óhemju sjálfs-
ánægður körfuboltaspilari, sem orð-
inn er forríkur og frægur á því að
spila í bandarísku
NBA-körfubolta-
deildinni. Hann er
dáður af öllum,
nema þeim sem
þekkja hann. Sér
í lagi er liðsfélög-
unum í nöp við
Jamal enda notar
hann hvert tæki-
færi sem gefst til
að gera lítið úr
þeim auk þess
sem hann leyfir
þeim sjaldan að fá
boltann í kapp-
leikjum.
Dag einn kem-
ur að því að Jam-
al fær það sem
flestir telja hann
eiga skilið, lífstíðarbann frá körfu-
boltanum. Fljótt missir hann
frægðina og peningana og endar
heima hjá frænku sinni sem býr í
litlum bæ. Jamal hefur samt ekki
lært af reynslunni og ætlar sér að
spila aftur, hvað sem það kann að
kosta. Frænku hans dettur það
snjallræði í hug að Jamal gæti
skapað sér annan persónuleika.
Hann yrði bara að taka upp per-
sónuleika, sem enginn myndi
þekkja. Með nýju nafni, hárkollu og
farða gæti hann látist vera kona og
sú kona gæti til dæmis heitið Juw-
anna Mann. Jamal gengur í kven-
körfuboltalið sem Juwanna Mann
og verður fljótt eins vinsæll og
hann var sem karlmaður, en lífið
verður ekki allt dans á rósum því
að hann verður mjög hrifinn af
einni konunni í liðinu. Og það sem
meira er, rapparinn Puff Smokey
Smoke verður mjög hrifinn af hon-
um í kvengervinu.
Handrit að myndinni skrifuðu
Bradley Allenstein og Mark Brown,
en leikstjórn var í höndum Jesse
Vaughan. Framleiðendur eru
James G. Robinson, Steve
Oedekerk og Bill Gerber.
Karl skapar sér
frægð sem kona
Leikarar: Miguel A. Núñez Jr., Vivicia A.
Fox, Kevin Pollak, Tommy Davidson,
Ginuwine og Kim Wayans. Leikstjórn:
Jesse Vaughan Handrit: Bradley Allen-
stein.
Jamal gengur í kvenkörfuboltalið sem Juwanna Mann
og verður fljótt vinsæll. Miguel A. Núñez Jr. og Jesse
Vaughan í kvikmyndinni Juwanna Mann.
Sambíóin frumsýna Juwanna Mann.
8 MILE er fyrsta myndin, sem rapp-
arinn Eminem leikur í enda er hún að
hluta til byggð á hans eigin ævi.
Myndin fékk mjög góðar viðtökur í
Bandaríkjunum. Hún halaði inn 58
milljónir dala yfir frumsýningarhelg-
ina, sem er næst besti árangur mynd-
ar sem ber aldurstakmarkið R, eða er
óheimil öllum innan 17 ára nema í
fylgd með fullorðnum, en einungis
Hannibal hefur farið betur af stað af
myndum með R stimpilinn.
Söguhetja 8 mílna er Jimmy Smith
(Eminem), ungur tónlistarmaður í
bílaborginni Detroit, sem er fullur af
heift og hatri út í samborgarana.
Hann býr ásamt Stephanie (Kim Bas-
inger) móður sinni í niðurníddu og
vafasömu fátækrahverfi. Smith vill
komast í burtu úr borginni, en nafn
myndarinnar er gælunafn sem dregið
er af þvermáli hennar. Utan þessara
mílna býr frelsið, álítur hin beiska og
þjáða sál þannig að nafnið stendur
einnig fyrir þann tilfinningalega
þröskuld sem Jimmy Smith telur óyf-
irstíganlegan. Smith á sér eina von,
eina flóttaleið sem er tónlistin. Innst
inni elur hann með sér drauminn um
að hún eigi eftir að gera hann frægan
og ríkan og að tónlistin verði farseðill
mæðginanna út úr borginni og basl-
inu til nýs og hamingjusamara lífs.
Handritið skrifaði Scott Silver, en
leikstjóri 8 mílna er Curtis Hanson,
sem vakti mikla athygli fyrir The
Hand That Rocks the Cradle (1992).
Kunnastur er hann þó fyrir L.A.
Confidential, sem naut mikilla vin-
sælda og færði honum mikið lof og
fjölda verðlauna. Sjálfur hlaut Han-
son m.a. Óskarsverðlaunin fyrir
handritið að þeirri mynd ásamt Brian
Helgeland, og Kim Basinger, sem
leikur annað aðalhlutverkið í 8 Mile,
fékk þau fyrir bestan leik í auka-
hlutverki. Síðasta mynd Hansons á
undan 8 mílum var svo hin rómaða
Wonder Boys með Michael Douglas.
Hvert augnablik
er nýtt tækifæri
Háskólabíó, Laugarásbíó og Sambíóin
frumsýna 8 Mile.
Leikarar: Eminem, Kim Basinger, Britt-
any Murphy, Mekhi Phifer og Eugene
Brady.
8 Mile er fyrsta myndin sem rapparinn Eminem leikur í enda er hún að
hluta til byggð á hans eigin ævi. Hér er hann ásamt Brittany Murphy.
Hljómsveit
Hjördísar Geirs
Allir velkomnir
leika fyrir dansi í Húnabúð,
Skeifunni 11,
í kvöld frá kl. 22-02