Morgunblaðið - 17.01.2003, Side 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
TIL&LBOÐ
N
O
N
N
I O
G
M
A
N
N
I I Y
D
D
A
LÆKNASTÉTTIN er haldin streitu –
hvernig er unnt að viðhalda ánægju lækna?
var yfirskrift umræðufundar á læknadögum
í gær. Fjölluðu læknar þar um streituvalda í
starfi sínu og hvernig unnt er að viðhalda
starfsánægju.
Sigurbjörn Sveinsson, formaður Lækna-
félags Íslands, sagði í samtali við Morgun-
blaðið þarft að ræða um streitu og leiða og
sagði hann þessa þætti vera vaxandi vanda-
mál meðal íslenskra lækna. Þeim fyndist
þeir að nokkru leyti vera að missa tökin á
faglegri stjórnun til annarra stétta. Þetta
hefði verið að þróast síðustu árin og ylli
þeim streitu.
Sigurbjörn flutti nokkur inngangsorð og
vitnaði til frétta frá Bretlandi þar sem
læknar hefðu á liðnu ári fellt nýja kjara-
samninga. Sagði hann það ekki hafa verið
vegna óánægju með laun heldur að færa
hefði átt meiri völd til stjórnenda í heil-
brigðiskerfinu, fólks sem ekki væri treyst
eða virt.
Streita vax-
andi vanda-
mál lækna
„MEÐ þessari sölu má segja að af-
skiptum ríkisins af viðskipta-
bankastarfsemi sé lokið.“ Þetta
sagði Geir H. Haarde fjármálaráð-
herra á fréttamannafundi í gær í
framhaldi af því að undirritaður
var kaupsamningur um kaup
S-hópsins svokallaða auk þýsks
fjárfestingarbanka á 45,8% hlut
ríkisins í Búnaðarbankanum.
Hann sagði jafnframt að ríkissjóð-
ur ætti nú einvörðungu litla hluti í
Landsbankanum og Búnaðarbank-
anum eftir þessi viðskipti og að það
hefði verið löngu orðið tímabært
fyrir ríkissjóð að draga sig út úr
þessari starfsemi.
Eignarhlutur ríkisins í Búnaðar-
bankanum eftir viðskiptin í gær er
9% en hlutur ríkisins í Landsbank-
anum er 2,5%.
Kaupendur 45,8% hlutar ríkisins
í Búnaðarbankanum eru Egla hf.,
Vátryggingafélag Íslands hf., Sam-
vinnulífeyrissjóðurinn og Eignar-
haldsfélagið Samvinnutryggingar.
Egla er hlutafélag í eigu þýska
bankans Hauck & Aufhäuser
Privatbankiers, Kers hf. og VÍS.
Hlutur þýska bankans í Búnað-
arbankanum eftir kaupin er 16,3%,
hlutur Kers er 16,1%, samanlagður
hlutur VÍS er 6,0%, hlutur Sam-
vinnulífeyrissjóðsins 3,9% og
Eignarhaldsfélagsins Samvinnu-
trygginga 3,5%.
Kaupendur munu fá 27,48%
hlutafjár afhent að fengnu sam-
þykki Fjármálaeftirlitsins. Rúm-
lega 18,32% hlutabréfanna verða
svo afhent eigi síðar en 20. desem-
ber 2003.
Kaupverð Búnaðarbankans er
að tveimur þriðju hlutum greitt í
Bandaríkjadölum og segir í frétta-
tilkynningu að það verði einkum
nýtt til greiðslu erlendra skulda
ríkissjóðs.
Hlutabréf sem nema þriðjungi
heildarhlutafjár í Búnaðarbankan-
um er kaupendum samkvæmt
kaupsamningnum óheimilt að selja
fyrr en 21 mánuði frá undirritun
kaupsamningsins nema að fengnu
skriflegu samþykki seljanda.
Michael Sautter, frá franska
bankanum Société Générale, var
ráðgjafi kaupendanna við kaupin.
Hann segir að sérfræðiþekking
þýska bankans muni nýtast honum
vel sem og tengingin við VÍS. „Þá
er ljóst að það verða samrunar á
fjármálamarkaði á Íslandi í fram-
tíðinni. Bankarnir eru of margir.
Búnaðarbankinn verður heppileg-
ur kostur í því sambandi,“ segir
Sautter.
Afskiptum ríkisins af
bankastarfsemi lokið
Ríkið seldi í gær S-hópnum og þýskum fjárfestingar-
banka 45,8% hlut í Búnaðarbanka Íslands
Ríkið selur/12
RÍKIÐ hefur haft afskipti af
bankarekstri í tæp 118 ár.
Landsbankinn er elstur banka,
stofnaður haustið 1885 með því að
Landssjóður lagði fram ákveðna
fjárhæð. Landsbankinn tók til
starfa 1. júlí 1886. Markmið hans
var að viðhalda vexti og viðgangi
atvinnuvega landsmanna. Útvegs-
bankinn var stofnaður 1930 úr
rústum gamla Íslandsbanka og
lánaði aðallega til útvegsins. Bún-
aðarbankinn var stofnaður 1929
og tók til starfa 1930. Hann var
fyrst og fremst lánasjóður land-
búnaðarins. Síðasti ríkisbankinn,
Fjárfestingarbanki atvinnulífsins,
var stofnaður 1997.
Fram kom í gær, að ríkið hefur
selt hluti í bönkunum þremur,
FBA, Landsbanka og Bún-
aðarbanka, fyrir um 50 milljarða
króna.
Bankarekstur
í tæp 118 ár
SYSTURNAR voru sælar með fyrsta snjó árs-
ins. Þær léku sér í frímínútum fyrir utan
Smáraskóla í Kópavogi í gær. Félagar þeirra
undu sér einnig vel í brekkunum við skólann
og halda vafalaust í vonina um að fönnin hald-
ist á jörð um sinn.
Búist er við stormi á Austfjörðum og mið-
hálendinu með morgninum en hægum vindi
sunnanlands og stöku éli.
Morgunblaðið/RAX
Í frímínútum við Smáraskóla í Kópavogi
♦ ♦ ♦
TÖLUVERÐ gróska er í
íslenskri fatahönnun og
hafa hönnuðir í æ ríkari
mæli freistað þess að
koma fatnaði með eigin
vörumerki á framfæri
hér heima og erlendis.
Fjármögnun við mark-
aðssetningu í útlöndum
er Þrándur í götu
flestra, enda viðbúið að
pantanir að utan hljóði
upp á fleiri hundruð
stykki af hverri flík.
Sérstaða íslenskra
hönnuða er ekki aðeins
vegna smæðar þjóðar-
innar, heldur speglast í
hönnun hvers og eins. Í
hópnum hefur hver sinn
stíl, sín sérkenni, óháð
tískuformúlum að utan.
Gróska í
fatahönnun
Samkvæmisklæðn-
aður hannaður af
Ásdísi Jónsdóttur.
Íslensk flík engri lík/B4
BIFVÉLAVIRKI, sem greindist
með hættulegan erfðagalla, vél-
stjóri á frystitogara, sem varð fyrir
vinnuslysi, og kona, sem vann við
heimilishjálp, en var úrskurðuð ör-
yrki vegna ofnæmis og psoriasis,
stóðu skyndilega frammi fyrir því
að geta ekki unnið sitt gamla starf.
Ástæður þess að margir standa í
sömu sporum eru mismunandi, en
þeim eru þó ekki endilega allar
bjargir bannaðar.
Þremenningarnir eru meðal
margra þátttakenda í Janus end-
urhæfingu, tilraunaverkefni með
styrk frá heilbrigðis- og trygginga-
ráðuneytinu, þar sem heilbrigðis-
og menntakerfi er tengt. Mark-
miðið er að aðstoða fólk við að kom-
ast aftur út í atvinnulífið og eru
áherslurnar einkum heilsuefling,
sjálfstyrking, félagsfræði, tölvur,
íslenska, hönnun og líkamsrækt.
Nú er sjöundi tólf manna hóp-
urinn að byrja í atvinnuendurhæf-
ingu og hefur tilraunin gengið von-
um framar, að sögn Kristínar
Siggeirsdóttur, verkefnastjóra.
Úrræði fyrir fólk í atvinnuendurhæfingu
Ekki allar bjargir bannaðar
Bjargirnar/B6
STEFNT er að því að fjórfalda línuppskeru
hér á landi á þessu ári, en í fyrrasumar var
lín ræktað á 90 hekturum á Suður- og Vest-
urlandi sem gáfu 550 tonn af hör. Vinnsla
hörsins, svokölluð vatnsfeyging, hefst bráð-
lega í vatnsfeygingarstöð við Þorlákshöfn.
Þrír til fjórir starfsmenn munu starfa við
vatnsfeygingu í vetur, en ef línræktunin og
feygingin gefur góða raun er talið að um 20–
30 manns geti unnið við verkun hörs í fram-
tíðinni, til viðbótar við bændurna sem rækta
hörinn.
Möguleikar í línrækt
Hyggjast fjórfalda/20
♦ ♦ ♦