Morgunblaðið - 20.01.2003, Síða 2
FRÉTTIR
2 MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÞRÝST Á ÍRAKA
Í rétta átt miðaði á fundi sem yf-
irmenn vopnaeftirlits Sameinuðu
þjóðanna áttu með ráðamönnum í
Bagdad í gær. Greindu Írakar þar
frá því að þeir hefðu fundið fjóra
tóma efnavopnaodda til viðbótar við
þá sem vopnaeftirlitsmenn fundu á
fimmtudag. Bandaríkjastjórn hefur
nú lýst yfir vilja til að sjá til þess að
Saddam Hussein Íraksforseti fái
öruggt hæli í öðru landi, afsali hann
sér völdum í Írak.
Samherji í samstarf
Samherji hefur gert víðtækan
samstarfssamning við norska sjáv-
arútvegs- og fiskeldisfyrirtækið
Fjord Seafood ASA. Samherji hefur
einnig keypt 2,6% eignarhlut í fyr-
irtækinu, sem er þriðja stærsta fyr-
irtæki í heiminum í laxeldi.
Eldar brenna í Canberra
Fjórir hafa týnt lífi og allt að 400
heimili eyðilagst í miklum kjarreld-
um í Canberra í Ástralíu undanfarna
daga. Þúsundir manna hafa þurft að
flýja heimili sín. Óttast er að eldar
eigi enn eftir að breiðast út.
Adolf í fimmta sæti
Átök urðu á kjördæmisráðsfundi
sjálfstæðismanna í Norðvest-
urkjördæmi en kjósa þurfti á milli
Adolfs H. Berndsen framkvæmda-
stjóra og Jóhönnu E. Pálmadóttur
bónda um fimmta sæti á framboðs-
lista vegna þingkosninga í vor. Adolf
hafði betur og verður í fimmta sæt-
inu en Jóhanna tekur sjötta sætið.
Erfitt lagapróf
Af þeim sem þreyttu próf í al-
mennri lögfræði við lagadeild Há-
skóla Íslands á haustmisseri féllu
145. 28 stóðust prófið. Þetta þýðir að
84% fall var í prófinu.
Máttu ekki skoða póstinn
Stjórnendum fyrirtækis var ekki
heimilt að skoða einkabréf sem einn
starfsmanna fyrirtækisins hafði sent
og móttekið í tölvupósti þess, að
mati Persónuverndar. Lögfræð-
ingur Verslunarmannafélags
Reykjavíkur telur niðurstöðuna for-
dæmisgefandi.
Ísólfur fékk þriðja sæti
Ísólfur Gylfi Pálmason, þingmað-
ur Framsóknarflokksins, hafði sigur
í kjöri um þriðja sætið á framboðs-
lista framsóknarmanna í Suður-
kjördæmi vegna kosninganna í vor.
Guðni Ágústsson landbún-
aðarráðherra tryggði sér fyrsta sæt-
ið örugglega og Hjálmar Árnason
verður í öðru sæti.
2003 MÁNUDAGUR 20. JANÚAR BLAÐ B
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
ÆFT Í HERMANNABRAGGA Í PORTÚGAL /B12
BÍLDSHÖFÐI 510 8020
SMÁRALIND 510 8030
SELFOSS 480 7000
WWW.INTERSPORT.IS
Jóhannes sagði við Morgunblaðiðí gær að málið væri í höfn og
það eina sem gæti stöðvað það úr
þessu væri ef forráðamönnum Real
Betis snerist hugur á síðustu
stundu. „En ég á alls ekki von á því
og geri ráð fyrir því að skrifa undir
á morgun (í dag) og að leikheimildin
verði jafnframt tilbúin strax,“ sagði
Jóhannes.
„Þetta er mikill léttir fyrir mig
eftir að hafa fengið fá tækifæri á
Spáni. Ég er fenginn hingað með
það fyrir augum að spila inni á miðj-
unni. Forráðamenn Villa ætla að
byggja upp ungt lið og segjast vera
hættir að kaupa til félagsins rán-
dýra leikmenn, enda hafi slíkt
hreinlega sökkt mörgum enskum
félögum að undanförnu. Nú er það
mitt að standa mig, grípa tækifærið
báðum höndum og festa mig í sessi.
Það hefur alltaf verið mitt takmark
að komst í ensku knattspyrnuna og
nú er það hægt og rólega að verða
að veruleika.“
Jóhannes Karl er 22 ára en Aston
Villa verður þó hans fimmta félag á
erlendri grundu. Hann lék fyrst
með meistaraflokki KA 1997, þá 17
ára, og lék síðan hálft tímabil með
ÍA í úrvalsdeildinni 1998. Þá gekk
hann til liðs við Genk í Belgíu, var
þar eitt tímabil og lék 5 leiki í efstu
deild. Hann spilaði síðan í rúm tvö
ár í Hollandi með úrvalsdeildarlið-
unum MVV Maastricht og RKC
Waalwijk. Með þeim lék hann sam-
tals 55 leiki í úrvalsdeildinni og
skoraði 11 mörk.
Real Betis keypti Jóhannes frá
Waalwijk í september 2001 fyrir
350 milljónir króna og hann spilaði
10 leiki með liðinu í spænsku deilda-
keppninni á síðasta tímabili. Í vetur
hefur hann aðallega verið á vara-
mannabekknum eða þá utan hans
og aðeins komið við sögu í tvær
mínútur í einum deildaleik, gegn
meisturum Valencia í nóvember.
Jóhannes Karl leikur væntanlega
sinn fyrsta leik í búningi Aston Villa
á miðvikudaginn en þá mætir vara-
lið félagsins Sheffield Wednesday.
„Ég hef ekkert æft hjá félaginu og
hitti beint á smá frí sem leikmenn
aðalliðsins fengu þar sem þeir spila
ekki í bikarkeppninni um næstu
helgi. Ég æfi því sjálfur fram á mið-
vikudag og verð þá líklega með í
þessum varaliðsleik,“ sagði Jóhann-
es Karl Guðjónsson.
Alltaf verið takmark
að leika í Englandi
JÓHANNES Karl Guðjónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, geng-
ur í dag frá samningi við enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa, út
þetta keppnistímabil. Forráðamenn Aston Villa náðu um helgina
samkomulagi við Real Betis, félag Jóhannesar Karls á Spáni, um að
taka hann á leigu til vorsins. Villa hefur síðan forkaupsrétt á Jó-
hannesi að þessu tímabili loknu.
Landsliðsmaðurinn Jóhannes Guðjónsson semur í dag við Aston Villa
HILDUR Ómarsdóttir, Skauta-
félagi Reykjavíkur, og Audrey
Freyja Clarke, Skautafélagi Ak-
ureyrar, sigruðu í sínum flokkum á
Íslandsmeistaramótinu í listhlaupi
á skautum sem fram fór í Skauta-
höllinni á Akureyri um helgina.
Alls mættu 13 stúlkur frá þremur
félögum, SA, SR og Birninum, til
leiks og sýndu þær oft á tíðum
glæsileg tilþrif á svellinu.
Keppt var í tveimur aldurs-
flokkum, Novice-flokki 14 ára og
yngri og Junior-flokki 13–18 ára en
stúlkurnar þurfa þó að hafa náð
ákveðinni færni til að geta tekið
þátt. Á laugardag var keppt í
skylduæfingum, sem gilda þriðjung
af heildareinkunn og í gær sunnu-
dag var keppt í frjálsum æfingum.
Tíu stúlkur mættu til leiks í Nov-
ice-flokknum þar sem Hildur sigr-
aði en í öðru sæti varð Íris Kara
Heiðarsdóttir, SR, og í þriðja sæti
Kristín Helga Hafþórsdóttir, SA.
Aðeins þrjár stúlkur kepptu í Jun-
ior-flokknum þar sem Audrey
Freyja sigraði. Systir hennar Helga
Margrét Clarke, SA, hafnaði í öðru
sæti og Katrín Björgvinsdóttir,
Birninum, í því þriðja.
Íslandsmeistaramót í listhlaupi
Morgunblaðið/Kristján
Hildur Ómarsdóttir í snúningi á svellinu í frjálsu æfingunni.
Glæsileg til-
þrif á svellinu
Morgunblaðið/Kristján
Audrey Freyja Clarke í
frjálsu æfingunni.
Yf ir l i t
Í dag
Sigmund 8 Myndasögur 26
Viðskipti 11 Bréf 26
Erlent 12/13 Dagbók 28
Listir 14/15 Leikhús 30
Umræðan 16/17 Fólk 30/33
Forystugrein 18 Bíó 30/33
Minningar 20/25 Ljósvakar 34
Staksteinar 24 Veður 35
* * *
ADOLF H. Berndsen, framkvæmdastjóri á
Skagaströnd og varaþingmaður, verður í 5. sæti á
lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi
við komandi þingkosningar, sætinu sem Vilhjálm-
ur Egilsson lenti í eftir umdeilt prófkjör flokksins
í nóvember sl. Tillaga kjörnefndar um Adolf var
samþykkt í gærkvöldi á fundi kjördæmisráðs í
Búðardal. Ekki kom til atkvæðagreiðslu heldur
handauppréttingar.
Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins urðu
nokkur átök á fundinum, sem hófst á hádegi í
gær, en áður en tillaga kjörnefndar var samþykkt
hafði verið felld framkomin tillaga um að Jóhanna
E. Pálmadóttir, bóndi á Akri í A-Húnavatnssýslu,
skipaði 5. sætið og Birna Lárusdóttir, bæjar-
fulltrúi á Ísafirði, það sjötta. Þær urðu í sjötta og
sjöunda sæti í prófkjöri flokksins. Alls greiddu
134 fundarmenn atkvæði um þá tillögu, 52 sögðu
já eða 39% en 81 nei eða 60%. Einn seðill var
ógildur.
Umræður á fundinum urðu langar og strangar.
Fram komu fleiri breytingartillögur, m.a. um að
kjósa sérstaklega um 5. sætið og færa alla á list-
anum upp
um eitt sæti
sem lentu
fyrir neðan
5. sæti í próf-
kjörinu, en
þær voru
dregnar til
baka og
hlutu ekki
þinglega
meðferð.
Jóhanna Pálmadóttir samþykkti á endanum að
taka 6. sætið eins og tillaga kjörnefndar gerði ráð
fyrir og Birna Lárusdóttir verður í 7. sæti. Í próf-
kjörinu höfnuðu í fjórum efstu sætunum þeir
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og þing-
mennirnir Einar K. Guðfinnsson, Einar Oddur
Kristjánsson og Guðjón Guðmundsson.
„Engin eftirmál“
Jóhanna sagði við Morgunblaðið í gærkvöldi að
fundur kjördæmisráðs hefði tekið þannig á mál-
um að hægt væri að snúa sér að framtíðinni. Eng-
in eftirmál yrðu af hennar hálfu, hún myndi hlíta
niðurstöðunni sem náðst hefði með lýðræðisleg-
um hætti. Það hefði skipt mestu máli í hennar
huga. Aðspurð hvort það ætti eftir að bitna á
flokknum í kjördæminu að karlmenn skipuðu
fimm efstu sætin sagði Jóhanna að það yrði bara
að koma í ljós.
Adolf sagði niðurstöðu vera fengna og nú væru
allir einbeittir í því að vinna flokknum sem best í
kosningabaráttunni. Samkennd hefði ríkt undir
lok fundar í Búðardal og samstaða skapast um
endanlegan lista. Aðspurður taldi Adolf ekki að
það sem á undan hefði gengið í framboðsmálum
flokksins í kjördæminu ætti eftir að hafa neikvæð
áhrif á fylgið. Hann hefði þá trú að góður árangur
ætti eftir að nást í vor. Menn væru vonandi búnir
að slíðra sverðin og horfðu fram á veginn. Adolf
tekur sæti á Alþingi þegar það kemur saman til
fundar á morgun, sem varamaður Vilhjálms Eg-
ilssonar, en hann hefur sem kunnugt er ráðist til
starfa hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Wash-
ington og sagt af sér þingmennsku.
Átök á kjördæmisráðsfundi sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi
Adolf verður í fimmta
sæti og Jóhanna í sjötta
Adolf H.
Berndsen
Jóhanna E.
Pálmadóttir
ÞÓRHILDUR Þorsteinsdóttir, fyrrverandi pró-
fastsfrú á Breiðabólsstað í Fljótshlíð, er 100 ára í
dag. Hún hélt upp á afmæli sitt á Grand hóteli í gær.
Þórhildur fagnaði í hópi tæplega 200 vina og ætt-
ingja.
Þórhildur spilaði sjálf á flygil fyrir gesti sína. Hún
fæddist í Vestmannaeyjum en fór 17 ára til Reykja-
víkur til að stunda nám við Kvennaskólann. Maður
hennar var Sveinbjörn Högnason, prófastur og al-
þingismaður. Mestan hluta ævi Sveinbjarnar bjuggu
þau í Fljótshlíðinni en hann lést 1966. Þórhildur og
Sveinbjörn eignuðust fjögur börn, Ragnhildi,
Sváfni, Elínborgu og Ástu.
Þórhildur á 67 afkomendur í 5 ættliðum. Hún var
ekki lengi að finna ástæðu langlífisins. „Það er af
því að það hafa allir verið svo góðir við mig,“ sagði
Þórhildur, sem hefur lifað mjög heilbrigðu lífi. Hún
var húsmóðir í földamörg ár og sum sumrin voru
18–20 manns í heimili hjá þeim hjónum. Þórhildur
var lengi organisti og er mikil hannyrðakona.
Morgunblaðið/Kristinn
Þórhildur Þorsteinsdóttir er 100 ára í dag. Hún hélt upp á afmælið sitt í gær. Meðal gesta voru Karl Sig-
urbjörnsson, biskup Íslands, Kristín Guðjónsdóttir, kona hans, og Vigdís Finnbogadóttir.
Laðaði að sér fólk
ALLS voru seld um 90.600 tonn af
fiski á fiskmörkuðum landsins á síð-
asta ári, fyrir rúma 13,8 milljarða
króna, samkvæmt upplýsingum frá
Íslandsmarkaði. Það er nokkuð
minna magn en fór um fiskmark-
aðina árið 2001 þegar þar voru seld
um 95 þúsund tonn fyrir um 14,6
milljarða króna.
Meðalverð allra tegunda á fisk-
mörkuðunum á síðasta ári var tæpar
152,6 krónur en meðalverðið var um
154 krónur í fyrra. Mest fór af fiski
um fiskmarkaðina í mars, alls 12.649
tonn fyrir um 1.920 milljónir króna.
Minnst var selt í ágústmánuði, um
5.287 tonn og var verðmæti þess um
748 milljónir króna. Meðalverðið var
hæst í janúarmánuði á síðasta ári eða
tæpar 196 krónur en lægst í sept-
ember, tæp 141 króna.
Meðalverð á slægðum þorski í
beinum viðskiptum hækkaði um rúm
23% á fyrstu 11 mánuðum síðasta árs
í samanburði við sama tímabil ársins
2001, úr rúmum 103 krónum í tæpar
128 krónur, samkvæmt upplýsingum
frá Verðlagsstofu skiptaverðs. Verð
á slægðum þorski á fiskmörkuðum
stóð hinsvegar í stað á tímabilinu,
var rúmar 190 krónur. Þá hækkaði
verð á slægðri ýsu um 14% í beinum
viðskiptum, úr 97 krónum í rúmar
110 krónur. Athygli vekur að mun
meira var selt af slægðri ýsu í bein-
um viðskiptum á síðasta ári en árið
2001 eða rúm 8 þúsund tonn sem er
nærri 80% aukning. Meðalverð á
slægðri ýsu lækkaði hinsvegar lítil-
lega á fiskmörkuðunum á tímabilinu
frá janúar til nóvember á síðasta ári,
var tæpar 173 krónur. Meira af ýsu
fór einnig um fiskmarkaðina í fyrra
en árið áður, alls tæp 9.600 tonn á
fyrstu 11 mánuðum síðasta árs en
7.923 tonn á sama tímabili árið 2001.
Minna gegnum fiskmarkaði
!!"
!!
!!
"#!
"!!
#!
!
$
%
!!" !!
&'
!!
"#!
"!!
#!
!
$
&'
%
!!" !! !!" !! !!" !!
Fiskverð hækkar í
beinum viðskiptum
Diplómanám
lagt niður við
lagadeild HÍ
EKKI verður tekið við nemendum í dipl-
ómanám við lagadeild Háskóla Íslands
næsta haust en ákveðið hefur verið að leggja
námið niður við deildina. Um 20 nemendur
eru skráðir í diplómanám og segir Eiríkur
Tómasson, deildarforseti lagadeildar, að
þeir muni að sjálfsögðu geta lokið sínu námi.
Eiríkur sagði námið ekki eiga heima í
lagadeildinni en telur það þó tvímælalaust
eiga rétt á sér og vonast til að finna því rétt-
an vettvang í framhaldinu.
Diplómanám er hagnýtt þriggja missera
nám, ætlað aðstoðarmönnum lögmanna,
dómara og lögfræðinga. Eiríkur sagði flesta
nemendur hafa verið í vinnu meðfram námi
og því tekið námið á lengri tíma en ætlað
var. Því væru fáir í hverri einingu og þ.a.l.
dýrt að halda kennslunni uppi.
HAFIÐ, kvikmynd Baltasars Kormáks,
hlaut áhorfendaverðlaun á alþjóðlegri
kvikmyndahátíð í Tromsö í Noregi. Þetta
var tilkynnt í gær en um er að ræða eina
stærstu kvikmyndahátíð Norðmanna sem
haldin er ár hvert. Uppselt var á allar sýn-
ingar myndarinnar og fékk hún góðar við-
tökur, að því er fram kemur í tilkynningu
frá aðstandendum Hafsins. Þá var myndin
sýnd á kvikmyndahátíð í Bandaríkjunum
um helgina við mikla aðsókn og athygli.
Hafið fær verð-
laun í Noregi
♦ ♦ ♦