Morgunblaðið - 27.01.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Verð á mann frá 19.800* kr.
þegar bókað er á www.icelandair.is
www.icelandair.is
Netsmellur - alltaf ódýrast á Netinu
Flugsæti á broslegu verði
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
IC
E
19
89
0
01
/2
00
3
*Innifalið: Flug og flugvallarskattar
STJÓRN Landsvirkjunar hefur
samþykkt að undirbúa stofnun
dótturfélags sem hefur umsjón með
öllum tryggingum fyrirtækisins.
Stjórnendur þess telja mikinn
ávinning af stofnun slíks trygginga-
félags og mikilvægt sé að bregðast
við hækkun iðgjalda, sem rekja má
til atburðanna 11. september 2001.
Friðrik Sophusson, forstjóri
Landsvirkjunar, segir að trygg-
ingaiðgjöld vegna altjóns, sem nær
fyrst og fremst til virkjana, hafi
þrefaldast frá þeim tíma. Áður hafi
kostað um 50 milljónir að tryggja
raforkumannvirki Landsvirkjunar
en sú upphæð sé komin upp í 150
milljónir króna á ári. Þrátt fyrir
þessa hækkun hafi sjálfsábyrgð
einnig hækkað verulega.
Ráðgjafar Landsvirkjunar telja
fullvíst að iðgjald á næsta ári verði
svipað eða hærra en fyrir árið
2002. Þeir telja að iðgjaldahækkun,
auk hækkunar á eigin áhættu, sé til
komin án þess að raunveruleg
áhætta við að tryggja eignir
Landsvirkjunar hafi hækkað. Ef
gengið sé út frá þeirri forsendu að
iðgjöld árið 2001 hafi verið í sam-
ræmi við áhættu á tjóni hjá Lands-
virkjun þá sé tryggingarðgjald
rúmlega 80 milljónum króna of
hátt.
Friðrik býst við að sparnaður
vegna þessa nýja fyrirkomulags
gæti orðið verulegur ef horft sé til
langs tíma. Hins vegar eigi eftir að
sjá hversu góðir samningar náist
þegar útboð fari fram.
Sérfræðingar hafa unnið að und-
irbúningi að stofnun félagsins í
samvinnu við ráðgjafa utan Lands-
virkjunar. Þeir hafa tekið saman
hvaða áhrif þetta hefur á rekstr-
arlegan og fjárhagslegan grundvöll
Landsvirkjunar.
„Þeirra niðurstaða er sú að með
því að stofna slíkt félag eru miklir
möguleikar á því að við getum náð,
í samningum við endurtryggjendur,
lægra verði á iðgjöldum,“ segir
Friðrik.
Hingað til hefur Landsvirkjun
boðið út tryggingar vegna altjóns
og erlend fyrirtæki keppt um við-
skiptin. Friðrik segir þessar breyt-
ingar ekki ná til venjulegra trygg-
inga eins og á húsnæði og bílum.
Það fer áfram í gegnum útboð á
innlendum markaði. Tryggingar á
raflínum og staurum, þ.e. flutnings-
kerfinu, verða áfram hjá Viðlaga-
tryggingu Íslands.
Árleg iðgjöld vegna altjónstrygginga hafa þrefaldast síðan 2001
Landsvirkjun undirbýr
stofnun tryggingafélags
LAUST fyrir klukkan sjö á laugar-
dagskvöldið var tilkynnt um mann
sem skaut af riffli á efri hæð húss á
Vatnsleysuströnd. Fóru lögreglu-
menn úr Keflavík og Hafnarfirði á
vettvang auk þess sem sérsveit rík-
islögreglustjóra var kölluð út.
Að sögn lögreglunnar í Keflavík
hafði sambýliskona mannsins flúið til
nágranna á neðri hæðinni en auk
fólksins voru þar tvö lítil börn. Fólk-
ið heyrði skothvelli af efri hæðinni,
flúði inn á salerni og hringdi þaðan í
lögregluna og heyrðust raunar skot-
hvellir á meðan fólkið ræddi við
hana.
Lögreglumenn lokuðu veginum að
Vatnsleysuströndinni og biðu átekta
við afleggjara að bænum á meðan
þeir voru að kynna sér aðstæður og
þess að sérsveitin kæmi á staðinn.
Þótti full ástæða til þess að fara var-
lega þar sem maðurinn hafði m.a.
heyrst hrópa að hann myndi skjóta á
lögregluna. Skömmu síðar, en áður
en sérsveitin kom á vettvang, var bif-
reið ekið frá húsinu og að lögreglu-
bílunum við afleggjarann. Steig
maðurinn út úr bílnum með hendur á
lofti, og var honum skipað að leggj-
ast á jörðina. Hann var síðan hand-
tekinn. Fundu lögreglumenn öflugan
riffil, 223 kalíbera, á milli sætanna í
bifreið hans. Reyndist hann vera
hlaðinn auk þess sem maðurinn var
með tuttugu skot í fórum sínum.
Samkvæmt upplýsingum lögregl-
unnar reyndist maðurinn hafa hleypt
af 15–20 skotum í húsinu. Þá fundust
um 40 grömm af hassi í íbúð manns-
ins og ummerki um neyslu fíkniefna.
Maðurinn var yfirheyrður eftir
hádegi í gær en látinn laus að þeim
loknum.
Skotmaður hand-
tekinn við Voga
MÝRIN eftir Arnald Indriðason kemur út í
Þýskalandi á þriðjudag og af því tilefni
efndi útgefandinn Bastei Lübbe til hóp-
ferðar þýskra og svissneskra blaðamanna.
Að sögn Péturs Más Ólafssonar útgáfu-
stjóra Vöku-Helgafells skoðaði hópurinn á
laugardag sögusvið atburða í Reykjavík en
í gær var Hvalsneskirkjugarðurinn heim-
sóttur, en þar er stúlka grafin upp í lok
sögunnar.
Að sögn Péturs hefur erlendur útgefandi
aldrei haft jafnmikið við þegar íslensk
skáldsaga er gefin út. „Ég hef verið að
spyrja mér eldri menn í bransanum og
kannast þeir ekki við viðlíka umstang í
kringum einn höfund. Það mun hafa komið
hópur hingað frá Þýskalandi í tengslum við
heildarútgáfu á Íslendingasögunum fyrir
nokkrum árum og síðan einn og einn
blaðamaður út af einhverjum bókum en
aldrei fyrr heill hópur,“ segir Pétur Már.
„Þetta hefur verið mjög gaman og mjög
ánægjulegt hversu áhugasamur þessi hóp-
ur er um söguna og staðina,“ sagði Arn-
aldur Indriðason. „Ég fór á sínum tíma og
skoðaði þessa staði þegar ég var að skrifa
söguna en mér datt aldrei í hug að ég ætti
eftir að lóðsa hóp af útlendingum um sögu-
svið bókarinnar.“
Mýrin er fyrsta skáldsaga Arnaldar sem
kemur út erlendis en útgáfuréttur bóka
hans hefur nú verið seldur til sjö landa og
munu þær koma út hver af annarri víða
um heim á næstu mánuðum.
Erlendir blaðamenn skoða Mýrina
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Arnaldur Indriðason sýnir þýskum blaðamönnum sögusvið glæpsins í skáldsögunni Mýrinni.
TAP GEGN ÞJÓÐVERJUM
Íslenska landsliðið í handknattleik
tapaði í gær fyrir liði Þjóðverja,
34:29, í heimsmeistarakeppninni í
Portúgal. Ólafur Stefánsson var
markahæstur með 10 mörk. Næstu
leikir liðsins verða í borginni Carn-
inha, nyrst í Portúgal. Leikið verður
gegn Pólverjum á miðvikudag og
gegn Spánverjum á fimmtudag.
Stofna tryggingafélag
Landsvirkjun hefur ákveðið að
stofna dótturfélag sem ætlað er að
hafa umsjón með öllum tryggingum
fyrirtækisins. Tryggingaiðgjöld
vegna mannvirkja Landsvirkjunar
hafa þrefaldast eftir atburðina 11.
september, hafa farið úr 50 í 150
milljónir króna.
Mannskæð árás Ísraela
Ísraelskar hersveitir, sem réðust
inn í Gaza-borg í gær, urðu 12 Palest-
ínumönnum að bana og særðu 67
manns. Þá varð sjö ára palestínskur
drengur fyrir skotum þegar hann var
að leik við varðstöð Ísraelshers og
lést hann af sárum sínum.Talsmaður
Ariels Sharons, forsætisráðherra,
varaði við því í gær að Íraelar kynnu
að hernema allt Gaza-svæðið ef Pal-
estínumenn hættu ekki að skjóta
flugskeytum á Ísrael.
Barnaspítali vígður
Hinn nýi Barnaspítali Hringsins
var formlega opnaður í gærmorgun
við hátíðlega athöfn að viðstöddum
fjölda gesta. Bygging spítalans hefur
staðið yfir í 33 mánuði og er bygging-
arkostnaðurinn um 1,5 milljarðar
króna. Spítalinn var opnaður almenn-
ingi síðdegis í gær og komu um 8.000
manns til að skoða hann.
Hágöngusvæðið rannsakað
Landsvirkjun áformar að bora
a.m.k. eina rannsóknarholu á Há-
göngusvæðinu á Holtamannaafrétti í
sumar, til að kanna jarðhitann sem
þar er að finna. Yfirborðsmælingar
hafa gefið til kynna að á svæðinu sé
mjög víðfeðmt háhitasvæði, sem
hægt væri að nýta til gufuaflsvirkj-
unar.
Ofbeldi kannað
Fimmta hver kona sem leitaði til
kvennadeildar Landspítalans á
ákveðnu tímabili á árinu 2000 telur
sig hafa orðið fyrir yfirgangi eða jafn-
vel ofbeldi í heilbrigðiskerfinu ein-
hvern tíma á lífsleiðinni. Þetta er m.a.
niðurstaða norrænnar könnunar.
Tilbúnir að heyja stríð
Colin Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sagði í gær að
Bandaríkjamenn væru tilbúnir að
heyja stríð gegn Írökum upp á sitt
eindæmi.
2003 MÁNUDAGUR 27. JANÚAR BLAÐ B
BÍLDSHÖFÐI 510 8020
SMÁRALIND 510 8030
SELFOSS 480 7000
WWW.INTERSPORT.IS
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
HEIÐAR HELGUSON SKORAÐI SIGURMARK WATFORD / B4
Pólverjar eru næstu mótherjar
Ólafur Stefánsson var marka-hæstur í íslenska liðinu gegn
Þjóðverjum en líkt og aðrir leik-
menn liðsins var
hann ekkert að
svekkja sig á tap-
inu. „Það er að
mörgu leyti betra
að leika gegn Þjóðverjum en mörg-
um öðrum þjóðum á mótinu þar
sem ég kann vel á þeirra takta í
vörninni. Þessi leikur var ágætur
fram að lokakaflanum. Ég er ósátt-
ur við mitt framlag á þeim kafla
þar sem ég missti einbeitinguna.
Ég geri tvenn mistök í sókn og
gleymi mér um stundarsakir í
vörninni. Það er hægt að taka með
sér ýmislegt í reynslubankann úr
þessum leik. Guðmundur þjálfari á
eftir að klippa leikinn niður í
klippitækjunum sínum og við verð-
um búnir að skoða hvað fór úr-
skeiðis fyrir næsta leik. Við vildum
auðvitað leggja Þjóðverja að velli
en markmiðið fyrir þennan leik var
kannski þokukennt fyrir okkur
sem lið þar sem við vissum að
markmiðum okkar var náð. Það má
velta því fyrir sér hvort við hefðum
nýtt færin betur ef þessi leikur
hefði verið uppá líf og dauða.“
Hvernig hefur þú upplifað upp-
haf keppninnar?
„Þetta mót er allt öðruvísi en
EM í Svíþjóð, sem var mjög erfitt
frá upphafi. Við lítum svo á að rið-
illinn hér í Viseu hafi verið heppi-
legur fyrir okkur. Við fengum tvo
alvöruleiki og þrjá frekar auð-
velda. Menn ættu því að vera
ferskir í milliriðlinum í Caminha.
Menn mættu bara í hvern leik eins
og alla aðra og létu verkin tala.
Aðstæðurnar hafa ekki verið að
pirra mig, sumum finnst maturinn
á hótelinu vondur en það eru ýms-
ar aðrar lausnir hér í næsta ná-
grenni,“ sagði Ólafur og benti á
þekkt skyndibitavörumerki frá
Bandaríkjunum.
Morgunblaðið/Günter Schröder
Ólafur Stefánsson sækir að marki Þýskalands í Viseu í gær.
Verðum ferskir í Caminha
Sigurður Elvar
Þórólfsson
skrifar
frá Viseu
ÓLAFUR Stefánsson
skoraði 10 mörk gegn
Þýskalandi í gær og jafn-
aði þar með met Krist-
jáns Arasonar – hefur
skorað tíu sinnum tíu
mörk eða meira í lands-
leik. Ólafur er eini leik-
maðurinn sem hefur
skorað tíu mörk í leik
gegn Þýskalandi – hefur
náð því tvisvar. Ólafur
skoraði 11 mörk gegn
Þjóðverjum á EM í Sví-
þjóð fyrir ári, 29:24.
Valdimar Grímsson
hefur sjö sinnum skorað
yfir tíu mörk í leik og
Sigurður Valur Sveins-
son fimm sinnum.
Ólafur
jafnaði met
Kristjáns
ÍSLENSKA landsliðið mætir Pól-
verjum í næsta leik sínum í heims-
meistarakeppninni í handknatt-
leik. Ísland og Katar fylgjast að úr
B-riðli keppninnar og mæta Spáni
og Póllandi úr A-riðlinum. Ísland
og Spánn eru með tvö stig þegar
milliriðillinn hefst en hin tvö liðin
eru án stiga. Ísland tekur með sér
stórsigurinn gegn Katar, 42:22, en
Spánn tekur með sér sigurleik
gegn Póllandi, 34:25. Pólverjar
náðu þriðja sætinu í B-riðli með
stórsigri á Kúveit í gærkvöld,
36:21. Leikur Íslands og Póllands
fer fram í bænum Caminha, nyrst í
Portúgal, á miðvikudaginn en síð-
an er leikið við Spánverja á sama
stað á fimmtudag. Sigurliðið í þess-
um milliriðli fer beint í fjögurra
liða úrslit og leikur því um verð-
launasæti á mótinu en liðið sem
verður í öðru sæti leikur um 5.-8.
sæti á mótinu. Leikur Íslands og
Póllands getur því haft úrslitaþýð-
ingu um hvor þjóðin kemst í hóp
hinna átta bestu og á jafnframt
kost á því að komast á Ólympíu-
leikana í Seoul en þangað fara sjö
efstu liðin frá HM í Portúgal.
Milliriðlar á HM /B7
Yf ir l i t
Í dag
Sigmund 8 Bréf 26
Viðskipti 11 Þjónusta 27
Erlent 12/13 Dagbók 28/29
Listir 14/15 Fólk 53/57
Forystugrein 18 Bíó 30/33
Viðhorf 34 Ljósvakar 34
Minningar 20/24 Veður 35
* * *
* Með stofnun sérstaks dótturfélags
fæst beinn aðgangur að endur-
tryggjendum. Með því að tryggja
beint hjá þeim fækkar milliliðum
og iðgjöld lækka.
* Ef ekkert tjón verður hjá Lands-
virkjun þá situr hagnaður, sem
safnast vegna sjálfsábyrgðar á
hverju ári, eftir hjá dótturfélagi í
stað tryggingafélags.
* Enginn ágreiningur verður um
bótaskyldu dótturfyrirtækis sem
annars gæti orðið ef um trygg-
ingu hjá öðrum aðila væri að
ræða.
* Þeir peningar sem safnast fyrir í
sjóð hjá dótturfélaginu eru eign
móðurfélags og eru bókfærðir
sem hluti af eigin fé fyrirtækisins.
* Beinir samningar við endur-
tryggjendur auka þrýsting á þá
að lækka iðgjöld og ná fram lægri
heildarkostnaði þó svo að endur-
tryggt væri með þeim hætti að
engin áhætta væri tekin hjá dótt-
urfyrirtæki.
* Hægt er að tryggja hjá dóttur-
félaginu hluti sem ekki hafa verið
tryggðir áður svo sem rekstr-
arstöðvunartrygging.
* Hugsanlegt verður að nýta dótt-
urfélagið til lækkunar iðgjalda
þegar verið er að tryggja stærri
virkjunarframkvæmdir.
Mögulegur ávinningur