Morgunblaðið - 27.01.2003, Blaðsíða 33
BEDDAN – kvikmyndaverðlaun
Bíó-Reykjavík, samtaka innlendra
sem og erlendra kvikmyndagerðar-
manna og áhugamanna – voru af-
hent á þriðjudaginn. Hlutskarpast-
ur var FAMU 8-hópurinn og fékk
hann samtals ellefu Beddur.
FAMU 8 er íslensk-alþjóðlegur
fjöllistahópur sem starfar í Tékk-
landi en í honum eru m.a. Íslend-
ingarnir Starkaður Barkarson,
Erpur Sigurðsson og Sigurður
Hallmar Magnússon. Postac var
tekin upp í Prag og fjallar um póst-
mann sem kynnir og tengir sögu-
persónurnar í myndinni. Postac var
valin sem besta mynd hátíðarinnar
og FAMU 8-hópurinn bestu alþjóð-
legu kvikmyndagerðarmennirnir.
Einnig vann myndin öll verðlaun í
sínum flokki; kvikmyndatöku,
klippingu og besta handrit.
Þá vann Lortur-hópurinn ís-
lenski sjö verðlaun á hátíðinni fyrir
myndirnar Leitin að heiðarlega
Arabanum og Íslenska herinn.
Norðmaðurinn Gunnar Knutsen
var valinn vinsælasti erlendi kvik-
myndagerðarmaðurinn og fékk
þrenn verðlaun og Gus Gus-hópur-
inn sigraði með besta tónlistar-
myndbandið fyrir lagið „David“.
Hlynur Magnússon sigraði í
flokki tilraunamynda með mynd-
inni Digital Jesus og Árni og Hrönn
Sveinsbörn (Í skóm drekans) og
Lortur fengu sérstök stofnenda-
verðlaun frá Bíó-Reykjavík fyrir að
stuðla að bættri neðanjarðarmenn-
ingu hvað innlenda kvikmyndagerð
áhrærir.
Frekari upplýsingar má nálgast
á heimasíðu Bíó-Reykjavík en verð-
laun voru afhent í samtals 34 flokk-
um.
Úrslit Beddunnar – verðlaunahátíðar óháðra kvikmyndagerðarmanna
Postac
fékk 11
verðlaun
Starkaður Barkarson, einn með-
lima hins sigursæla FAMU 8-
hóps, sem starfar í Prag.
TENGLAR
..................................................
www.bioreykjavik.com
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2003 33
ÁLFABAKKI ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 10 Sýnd kl. 8 og 10 Sýnd kl. 8 Sýnd kl. 8 og 10
KEFLAVÍK
/
/ Sýnd kl. 5. ísl. tal. / Sýnd kl. 8. Enskt. tal. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. / Sýnd kl. 5 og 7. / Sýnd kl. 6.
ÁLFABAKKI KRINGLAN AKUREYRIÁLFABAKKI KRINGLAN AKUREYRI
Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i. 14. / Sýnd kl. 5, 7, 8, 9 og 10. B. i. 14. / Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i. 14.
Inni
held
ur e
fni s
em
þú h
efði
r ald
rei
feng
ið a
ð sj
á í
sjón
varp
i.
Sjúklegasta grínmynd ársins er komin í bíó.
Kvikmyndir.is
AKUREYRI KEFLAVÍKKEFLAVÍK
Sími 552 3030
HUGMYNDIN er í senn frumleg,
djörf og góð: Hvernig eldast grúppí-
ur? (Grúppa+píur, er nýyrði yfir
lagskonur popptónlistarmanna).
Lítið hefur verið fjallað um þessa
ómissandi herdeild lausgyrtra
stelpu glyðra sem eiga eitt markmið
í lífinu; að liggja sem flestar rokk-
stjörnur. Þær settu ekki síst svip
sinn á poppsveifluna á sjöunda ára-
tugnum, en þá voru söguhetjur
myndarinnar, Suzette (Goldie
Hawn) og Lavinia (Susan Sarandon),
í blóma lífsins. Urðu sögufrægar af
bólfimi sinni og fangbrögðum við
flestar goðsagnir poppsögunnar og
fengu viðurnefnið Bangersystur, frá
sjálfum Frank Zappa!
Í byrjun myndarinnar hafa tveir
áratugir runnið sitt skeið síðan stöll-
urnar gerðu garðinn frægan. Suzette
er enn að myndast við fyrri iðju en
aldur og fyrri störf farin að setja
mark sitt á þessa valkyrju baksviðs-
ins. Þegar henni er sagt upp
vinnunni á bar í Los Angeles minnist
Suzette vinkonu sinnar, sem hún hef-
ur hvorki heyrt né séð í áraraðir en
hefur fregnað að vegni vel í Phoenix.
Hún heldur til fundar við Laviniu á
bílgarmi sínum og tekur upp mis-
lukkaðan rithöfund (Geoffrey Rush)
á leiðinni. Nær fundum við Laviniu
sem fyrst vill hvorki sjá né heyra
neitt sem rifjað getur upp bakföll
hennar á árum rokksköndlanna enda
orðin fín frú. Á tvær dætur á tánings-
aldri með lögfræðingnum manni sín-
um og nánast allt sem hugurinn girn-
ist af veraldlegum gæðum.
Handritshöfundurinn og leikstjór-
inn Bob Dolman er vissulega með
gott efni í höndunum en tekst ekki að
koma því frá sér á viðunandi hátt.
Fundir vinkvennanna, sem nú eru
hvor á sínum enda þjóðfélagsstigans,
verða aldrei meira en nokkrar bros-
legar uppákomur. Allar aukapersón-
urnar eru til vandræða, einkum er
rithöfundurinn til óþurftar og hefur
lítið annað að gera í atburðarásinni
en flækjast fyrir. Eiginmaður Livin-
iu er einnig ólánlega skrifaður, er
hvorki fugl né fiskur þótt hann sé
nauðsynlegur sögunni. Gjörspilltar
dætur Liviniu eru notaðar til að und-
irstrika innihaldsleysi og falska tón-
inn í núverandi tilveru fyrrverandi
gjálífiskonu en rista ekki djúpt frek-
ar en sá meginboðskapur myndar-
innar að maður eigi að vera maður
sjálfur á hverju sem gengur.
Hawn er í sínu besta formi sem hin
ráðvillta, allslausa, fyrrum blóma-
barn sem hefur hresst upp á ára-
fjöldann með fullmikilli barmfyllingu
af silíkóni. Hún er enn villt og klár í
kollinum á sinn barnalega hátt. Sar-
andon fer einnig í gang þegar hún er
búin að kasta af sér millistéttargrím-
unni, þá glittir í gömlu góðu Louise.
Hawn og Sarandon eru stórkost-
legar leikkonur og þó að hlutverkin
séu hálfköruð er ánægjan að sjá
þessar goðsagnir kvikmyndaborgar-
innar skemmta sér saman á tjaldinu
ein þess virði að sjá myndina.
Endurkoma
Bangersystra
Susan Sarandon og Goldie Hawn
sem gömlu grúppíurnar.
KVIKMYNDIR
Sambíóin
Leikstjórn og handrit: Bob Dolman. Kvik-
myndatökustjóri: Karl Walter Lindenlaub.
Tónlist: Trevor Rabin. Aðalleikendur:
Goldie Hawn, Susan Sarandon, Geoffrey
Rush, Erika Christensen, Robin Thomas,
Eva Amurri. 95 mín. Fox Searchlight
Pictures. Bandaríkin 2002.
THE BANGER SISTERS (GRÚPPÍURNAR)
½ STJ
Sæbjörn Valdimarsson
Á TÍMUM epískrar kvikmynda-
gerðar og dramatíseraðra veruleika-
sjónvarpsþátta, er þáttaröðin Jackass
eða Kjánaprik, vissulega tilbreyting.
Þáttaröðin, sem hóf göngu sína á
MTV-sjónvarpsstöðinni, gengur út á
kjánaskap og vitleysisgang, punktur
basta. En ólíkt svo mörgum öðrum
þáttum og kvikmyndum í afþreying-
arlandslagi samtímans, sem ganga út
á lágkúru, neðanbeltishúmor og létt-
an sadó/masókisma, er engin tilraun
gerð til að búa til drama eða eitthvert
merkingarsamhengi í kringum asna-
skapinn í Jackass-þáttunum. Verk-
efni sjömenninganna sem koma fram
í þáttunum er einfalt: Að finna upp á
fáranlegustu asnastrikum og fram-
kvæma þau hvernig sem viðrar. Flest
beinast asnastrikin að þátttakendum
sjálfum, sem framkvæma hinar ýmsu
hugdettur af hreinni forvitni. Hvernig
tilfinning skyldi það vera að láta
krókódílsunga bíta í geirvörtuna á
sér? Látum á það reyna. Já, mjög
vont ... Það er þetta fyrirhyggjuleysi,
og hlægilega fífldirfska sem gerir
Kjánapriks-konseptið bráðfyndið, og
kvikmyndina 50% sprenghlægilega.
Kvikmyndinni Jackass: The Movie,
fylgja engin sérstök tilþrif, þar er ein-
faldlega um að ræða lengri útgáfu af
þáttunum, sem byggjast á mislöngum
senum eða gamanatriðum. Og það er
nokkurn veginn helmingurinn af at-
riðunum, sem hittir í mark og fær
áhorfendur til að hlæja dátt að ein-
feldningslegum sjálfheldunum sem
persónurnar ana sjálfviljugar út í.
Fyrrnefnt krókódílaatriði, sem og
önnur atriði er tengjast krókódílum,
eru bráðskondin, óbilandi partíandi
„partídrengsins“ er hryllilega fynd-
inn og hinn algeri skortur á hæfileik-
anum til að hugsa hlutina til enda,
eins og t.d. þegar lagt er af stað gang-
andi á höndum niður brattan stiga í
pöndubúningi, vekja hlátur sem er
upprunninn á aulalegustu sviðum
taugakerfisins. En í atriðum þar sem
líkamsvessar og afturendar eru orðn-
ir mjög fyrirferðarmiklir er kvik-
myndin farin að nálgast það hvimleiða
tískufyrirbæri sem gelgjulegur
groddahúmor er orðinn í nær flestum
gamanmyndum sem Hollywood send-
ir frá sér um þessar mundir. Sumir
þessara brandara sleppa reyndar fyr-
ir horn í krafti þess létta og ósérhlífna
húmors sem svífur yfir vötnum, en
aðrir fara langt yfir strikið, þannig að
eftir stendur lágkúran ein.
Sem kvikmyndaverkefni er Jack-
ass kvikmyndin hrein ósvífni, a.m.k. í
ljósi þeirrar miklu aðsóknar sem hún
hefur hlotið hingað til. Kostnaður er
næstum enginn, tæknilegur metnað-
ur enginn, í raun gengur allt út á
grunnhugmyndina og ólíkar út-
færslur hennar. Í algjörum skorti sín-
um á frásagnarformgerð, á þessi
kvikmynd meira skylt við fjölleika-
húsið en frásagnarkvikmyndir nú-
tímans og sver sig þar reyndar í ætt
við þá sirkuslegu kvikmyndagerð sem
ríkti í árdaga miðilsins. Það er athygl-
isvert að sjá nafn leikstjóra á borð við
Spike Jonze, sem gerði Being John
Malkovich og leikstýrir Adaptation,
einni af hinum lofuðustu kvikmynd-
um ársins, í aðstandendalistanum fyr-
ir Jackass: The Movie. Sá ágæti leik-
stjóri virðist eiga það sameiginlegt
með hinum fífldjörfu „leikurum“
myndarinnar að vera algjörlega laus
við faglega spéhræðslu.
Botnlaus
fífldirfska
Kjánaprikin íhuga sjaldnast afleið-
ingar uppátækja sinna til enda.
Heiða Jóhannsdóttir
KVIKMYNDIR
Sambíóin
Leikstjórn: Jeff Tremaine. Handrit: Jeff
Tremaine, Spike Jonze og Johnny Knox-
ville. Fram koma: Johnny Knoxville, Bam
Margera, Chris Pontius, Steve-O, Dave
England, o.fl. Lengd: 87 mín. Bandaríkin.
Paramount Pictures, 2002.
JACKASS: THE MOVIE (KJÁNAPRIK: KVIK-
MYNDIN)