Morgunblaðið - 27.01.2003, Blaðsíða 35
KVIKMYNDIN um
Gríska brúðkaupið,
eða „My Big Fat
Greek Wedding“ naut
töluverðra vinsælda
þegar hún var sýnd í
kvikmyndahúsum. Nú
hafa framleiðendur
kvikmyndarinnar af-
ráðið að gera sjón-
varpsþætti sem fjalla
um líf söguhetja
myndarinnar eftir
brúðkaupið. Þættirnir
munu heita „My Big
Fat Greek Life“ sem
gæti útlagst sem
Grískir hveitibrauðs-
dagar.
Flestir af leikurum
kvikmyndarinnar
munu halda áfram að
leika hlutverk sín í sjónvarps-
þáttaröðinni, en að sögn Niu
Vardalos, sem fór með hlutverk
aðalsöguhetjunnar í
myndinni, munu
áherslurnar í þátta-
röðinni vera með öðru
móti en í kvikmynd-
inni. „Enda er það
annars konar upplifun
að horfa á sjónvarps-
þátt heima hjá sér en
að fara í kvikmynda-
hús,“ sagði leikkonan.
Þáttaröðin mun
fjalla um meira en ást-
arlíf aðalsöguhetj-
unnar, og efnistökin
verða ef til vill örlítið
jarðbundnari en í kvik-
myndinni.
„Það verður enginn
skortur á frumlegum
hugmyndum,“ segir
Nia Vardalos. „Ég þarf
ekki annað en að taka upp símtólið
og hringja í hann föður minn og ég
er kominn með nýjar hugmyndir.“
Nia Vardalos, aðal-
leikkona væntanlegrar
þáttaraðar um sögu-
hetju kvikmyndarinnar
Gríska brúðkaupsins.
Er líf eftir hjónaband?
Sjónvarpsþættir væntanlegir eftir kvikmyndinni
My Big Fat Greek Wedding
VEÐUR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2003 35
UPPI eru raddir um að til
standi að framleiða sérstaka
sjónvarpsþætti um hinn sein-
heppna, vitgranna og kven-
sama Joey sem þegar er orð-
inn heimsfrægur fyrir að vera
einn af sexeykinu spaugilega í
þáttaröðinni Vinir, eða
„Friends“ eins og hún heitir á
frummálinu.
Samningar um 10. seríu
þáttaraðarinnar sívinsælu
náðust með naumindum á
dögunum, en raddir herma að
áður en tókst að semja um 10.
þáttinn hafi viðræður verið
hafnar við Matt LeBlanc, sem leikur Joey, að leika í þætti þar sem líf glaum-
gosans ítalsk-ættaða yrði aðalviðfangsefnið.
LeBlanc hefur ekki verið farsæll í kvikmyndaheiminum til þessa. Ber þar
helst að nefna minni hlutverk í myndum á borð við Lost in Space, Charlie’s
Angels og nú síðast í framhaldsmyndinni, Charlie’s Angels: Full Throttle.
Hins vegar hafa þættirnir um Vinina verið drjúg tekjulind, því leikararnir
sex sem fara með aðalhlutverkin hafa slegið ný launamet í leiklistarheim-
inum með hverjum samningnum um nýja þáttaröð.
Vangaveltur um framtíð Vina
Fær Joey sinn eigin þátt?
Reuters
Alltaf jafngaman hjá Vinunum.
NÝ ÞÁTTARÖÐ hefur göngu sína á
SkjáEinum í dag, lagaflækjuþátt-
urinn Philly sem segir frá hinni
harðsvíruðu Kathleen Maguire, leik-
inni af Kim Delaney sem landsmenn
þekkja líklega best úr NYPD-blue
þáttunum. Kathleen rekur málflutn-
ingsstofu í Fíladelfíu, er einstæð
móðir, og þess utan flækjast málin
því fyrrum eiginmaður hennar er
saksóknari og í ofanálag í framboði
til embættis fylkisstjóra.
Fyrsti þátturinn hefst með því að
félagi Kathleen á lögmannsstofunni
fær taugaáfall og er lögð inn á geð-
deild og álagið á Kathleen eykst úr
öllu valdi. Henni til aðstoðar fær hún
hinn unga og drífandi Will Froman,
leikinn af Tom Everett Scott.
Kathleen tekur meðal annars við
úr höndum félaga síns máli Jerome
Webster sem er sakaður um að hafa
rænt áfengisverslun og hefur þegar
verið auðkenndur með sakbendingu.
Ekki er þó allt sem sýnist, því Jer-
ome virðist furðu ákafur að játa á
sig glæpinn þó ýmislegt bendi til
sakleysis hans. Kathleen er dæmd til
tukthússvistar fyrir ósæmilega
hegðun í dómssal, en hittir þar fyrir
unnustu Jeromes og verður margs
vísari um af hverju Jerome sækist
eftir sakfellingu.
Í Philly, eins og í öðrum góðum
þáttaröðum um dómstólaátök, fara
saman lagaleg og siðferðisleg vafa-
mál sem eru oftar en ekki nærtæk-
ari en margur myndi halda. Að auki
þarf Kathleen að takast á við karla-
veldi dómstólanna og ala upp 10 ára
einkason sinn, á meðan hún horfir á
hverjum degi í starfi sínu upp á það
versta í fari mannskepnunnar.
Ólíkt mörgum öðrum lagadeilu-
þáttum er framvindan í þáttaröðinni
nokkuð samfelld, og einstök mál og
atburðir tengjast milli þátta. Að
sögn er atburðarásin nokkuð hröð,
margbrotin, vandlega ofin og til sög-
unnar kynntir ýmsir kynlegir kvist-
ir, bæði í hlutverkum dómara, lög-
fræðinga og annara aðila sem koma
að laga- og refsikerfinu.
Með aðalhlutverk fara Kim Del-
aney, Tom Everett Scott, Kyle Sec-
or, Rick Hoffman, Dina Maria-Riva
og Scotty Leavenworth.
Nýtt lögfræðidrama á SkjáEinum
Aðalleikarar þáttaraðanna Philly
sem segja frá hinni þrautseigu
Kathleen Maguire.
Lagaflækjur og
siðferðisleg vafamál
!"# !$% &'(
)
) ) ) & & $)'
* #+!
)!&&
)
& '
,+ ) &'
* )
& ) *
-# ))'(
) )'
!
.#/) ) + & %#$& 0
&- ).#+ )1
"#$
%& '
()
' ' '
' ' ()
'
' ' )(*++,-
)(
.
/,*
0 --1$
)(*
-01 2% (
.
- '
'
'
'
' '
'
+,
($
3"$44
.
.&
& *%2 )
&/) & - 2 ) '3)) !4) &
!"#
& '5) ) ) )'6 &*7)
* ) *
&!$ ) ) ) &&
',+ ) &'
($
35$44
.
6
.-($
1.'
82 &99 " )&%: &
%&1 '
78 0 78 0 78 0 09
.
:;(% .
09 (--1
<6
($
%
90%
=
=---- )-/?@%
2;'-?
A-()
+'%%/$
!4) *'! '
4!
*
!"#
!4)
#+
!"#
))
!"#
!"#
!"#
1;
/)(' B0(-%
<( (- ;C
;%;%
.-
'-10 %
@ B'<; :0(.%
.%
( 0
2
!"#
!"#
)' *'! '
!"#
!"#
!"#
!"#
( :D0(;%
<E
)'
0%09 F%%+0
;%1 B =0C
;
8/D !
!"#
!"#
!"#
!"#
/ ) !*
/ ) !*
/ ) !*
;
! 5 ) / ))'( &/ *< " & )) % &/ &=
% ) > !)%))'<
&
?& & ) / !
/ !&- )';&% &
8 ) / ))
+% &=7 '<: & ) / !
/ !&- ) % &/ &
.!+ $
2%)@7 / ))';%)& 5% 2/ ))
A2#) / ))'
( &/ %,
%));
!%))'? / !
/ !&- ): %#$&'
!"
#"$
$
##$
ÚTVARP/SJÓNVARP