Morgunblaðið - 27.01.2003, Blaðsíða 4
ALÞJÓÐLEGT ár fatlaðra í Evr-
ópu var sett við hátíðlega athöfn í
Megaron-tónleikahöllinni í Aþenu í
Grikklandi í gærkvöldi. Við opn-
unina voru einkum kynnt þau mark-
mið sem stefnt er að á næsta ári í
málefnum fatlaðra í Evrópu, þ.á m.
á að vinna nánar að því að tryggja
rétt fatlaðra á vinnumarkaði. Við-
staddir voru m.a. ráðherrar félags-
mála og málefna fatlaðra hjá Evr-
ópusambandsríkjunum, umsóknar-
ríkjum ESB, Íslandi og Noregi auk
fulltrúa samtaka fatlaðra víðs vegar
að úr Evrópu.
Evrópuárið er skipulagt af fram-
kvæmdastjórn Evrópusambandsins
í samstarfi við Evrópusamtök fatl-
aðra, EDF. Fyrirhugað er að skipu-
leggja ýmsa viðburði í ríkjum Evr-
ópu til að minna á ár fatlaðra og
m.a. mun sérstök Evrópurúta
ferðast milli borga og bæja aðild-
arríkja Evrópusambandsins á þessu
ári til að undirstrika réttindabar-
áttu þeirra. Þá verða sérstakar
samráðsnefndir að störfum innan
hvers ríkis fyrir sig, skipaðar af sér-
fræðingum ráðuneyta og hags-
munasamtökum fatlaðra, þar sem
rædd verða hagsmunamál fatlaðra
og leiðir að settum markmiðum.
Ísland er í hópi þeirra ríkja sem
taka þátt í Evrópuári fatlaðra. Páll
Pétursson félagsmálaráðherra segir
að lagt verði upp úr að ná góðu
samstarfi við samtök fatlaðra á Ís-
landi, þ.m.t. Landssamtökin
Þroskahjálp og Öryrkjabandalag
Íslands.
Evrópusambandið lagði upp með
að árið yrði sérstaklega helgað at-
vinnumálum fatlaðra en ríkin hafa
síðan hvert og eitt sjálfstæði til að
haga málum eftir því sem þeim sýn-
ist.
Mannréttindi að hafa vinnu
Páll segir að ákveðið hafi verið að
einblína á að bæta almenn lífsgæði
fatlaðra. Atvinnumálin séu engu að
síður mikilvægt réttindamál fatl-
aðra sem brýnt sé að huga nánar
að.
„Mér finnst að það að hafa vinnu
séu mannréttindi sem fatlaðir eigi
að njóta hafi þeir nokkra möguleika
til að sinna vinnu að einhverju
marki. Þetta er fyrst og fremst fé-
lagslegt úrræði, að komast úr ein-
angrun og á vinnustað og styrkja
sjálfsmyndina eftir því sem að hægt
er.“
Fyrirhugað er að halda ráðstefnu
um húsnæðismál og búsetuskilyrði í
febrúar nk. Páll segir að ráðuneytið
muni ræða við önnur ráðuneyti og
sveitarstjórnir í því skyni að vekja
athygli þeirra á málefnum fatlaðra
og fá þau til að beina sérstaklega
sjónum að málaflokknum. Í tilefni af
Evrópuári fatlaðra mun félagsmála-
ráðuneytið verja um tíu milljónum
króna í sérstakt kynningarátak.
Stefnt er að því að í lok árs liggi
fyrir aðgerðaáætlun í málefnum
fatlaðra sem hægt verði að vinna
eftir áfram. Páll segir stefnt að því
að eyða biðlistum eftir búsetuúr-
ræðum árið 2005.
Á fjárlögum ársins 2002 var um
4,5 milljörðum veitt í málaflokk fatl-
aðra og á fjárlögum þessa árs fór sú
upphæð yfir fimm milljarða, þar af
eru um 150 milljónir sem nýtast
beint í ný úrræði fyrir fatlaðra,
þ.á m. til að koma á fót nýjum sam-
býlum.
Íslendingar eru meðal þátttakenda í Evrópuári
fatlaðra sem hófst formlega í Aþenu í gær
Samráð stjórnvalda
og fatlaðra í forgrunn
K. Stefanis, ráðherra heilbrigðis- og félagsmála í Grikklandi, tekur á móti
Páli Péturssyni og konu hans Sigrúnu Magnúsdóttur. Við hlið Stefanis er
Dimitro Thanos, aðstoðarráðherra heilbrigðis- og félagsmála.
Aþenu. Morgunblaðið.
Evrópusamband-
ið vill beina sjón-
um að atvinnu-
málum fatlaðra
Morgunblaðið/Kristján Geir Pétursson
FRÉTTIR
4 MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Skógarhlíð 18, sími 595 1000.
www.heimsferdir.is
Þessi fagra eyja á
sér fjölmarga að-
dáendur enda ríkir
hér andrúmsloft
sem er einstakt í
heiminum og náttúrufegurð sem á engan
sinn líka. Glæsileg hótel við ströndina
eða í hjarta Havana og hér getur þú valið
um spennandi kynnisferðir með farar-
stjórum Heimsferða sem eru hér á
heimavelli.
Val um:
- Dvöl í Varadero
7 nætur
- Varadero og
Havana
- Havana 7 nætur
Sérflug Heimsferða
Verð kr. 98.650
M.v. MasterCardávísun að upphæð
kr. 5.000. Almennt verð án ávísunar
kr. 103.650.
Hótel Arenas Doradas ****
Glæsilegt 4 stjörnu hótel við
ströndina með frábærum aðbúnaði.
Verð kr. 94.750
M.v. MasterCardávísun að upphæð
kr. 5.000. Almennt verð án ávísunar
kr. 99.750.
Hótel Villa Tortuga ***
Fallegt 3ja stjörnu hótel við
ströndina með góðum aðbúnaði.
Kúba
25. febrúar
frá kr. 94.750
7 nætur
KAFARAR Slysavarnafélags-
ins Landsbjargar fundu lík
Guðmundar Sigurðssonar, 55
ára gamals skipverja á Jónu
Eðvalds SF-20, í höfninni á
Seyðisfirði laust fyrir klukkan
tvö á laugardaginn.
Guðmundur lætur eftir sig
eiginkonu og fjögur uppkomin
börn og fimmtán ára son.
Leitin að Guðmundi hafði
staðið frá því á þriðjudaginn.
Fljótlega eftir að leit hófst
gáfu vísbendingar sporhunds
og leitarhunda það til kynna
að Guðmundur kynni að hafa
fallið í sjóinn og var þess
vegna lögð áhersla á leit í
höfninni og fjörum í Seyðis-
firði.
Fannst í
höfninni á
Seyðisfirði
ÞAÐ var ágætt hljóð í Sturlu Ein-
arssyni skipstjóra á nótaskipinu
Sunnutindi SU-59 þegar lagt var af
stað frá Reykjavík á fimmtudag-
inn. Áhöfnin er að mestu skipuð
sömu mönnum og voru á Guðrúnu
Gísladóttur KE-15 og hafði ekki
siglt saman í um hálft ár eða frá
því skipið steytti á skeri og sökk
við strendur Norður-Noregs síð-
asta sumar.
Að vísu liggur skipið nú við
bryggju í Neskaupstað þar sem
smávægileg bilun kom upp í vélinni
á leiðinni austur fyrir land. Sturla
segir mennina bíða eftir að hefjast
handa og reiknar með að komast
aftur á sjó á þriðjudag. Ekki sé af
miklu að missa núna þar sem veður
hefur gert nótaskipunum erfitt
fyrir. Það sé samt aldrei að vita
hvenær veiðin glæðist.
Útgerðarfélagið Festi hf. sem
gerði Guðrúnu Gísladóttur úr, hef-
ur tekið Sunnutind frá Djúpavogi á
leigu út loðnuvertíðina. „Það er
bara gott hljóð og hugur í mönn-
um. Það er gott að vera komnir
saman aftur og fara að gera eitt-
hvað. Við erum að fara í tveggja
mánaða úthald og komum til með
að landa á Djúpavogi,“ segir
Sturla. Alls eru fjórtán í áhöfn
Sunnutinds, en tuttugu skipverjar
voru fastráðnir á Guðrúnu Gísla-
dóttur, með lausamönnum taldi
áhöfnin alls um þrjátíu manns.
Áhöfnin hefur ekkert siglt sam-
an frá síðasta sumri þegar Guðrún
sökk. „Við erum bara búnir að vera
hangandi í lausu lofti. Menn hafa
verið í lausastörfum og íhlaupa-
vinnu því við höfum beðið eftir að
fá nýtt skip. Við erum að vona að
þetta sé vísbending um að við fáum
nýtt skip í staðinn fyrir Guðrúnu,“
segir Sturla.
Gísli S. Gíslason, hafnarstjóri Í
Neskaupstað, sagði að helgin hafi
verið róleg hjá sér og fáir bátar
verið á ferð í höfninni. Gunnþór
Ingvason, verksmiðjustjóri SR-
mjöls, segir ágætlega fiskast af
loðnu í troll þrátt fyrir kalda.
Landað hefði verið á Seyðisfirði í
gær og fleiri bátar á leið í land.
Morgunblaðið/Sverrir
„Gott hljóð og
hugur í mönnum“
Áhöfnin á Guðrúnu Gísladóttur
KE komin á Sunnutind SU
EINN fremsti ísklifrari heimsins
um þessar mundir, Robert Jasper
frá Þýskalandi, er væntanlegur til
landsins til að taka þátt í ísklif-
urhátíð Íslenska alpaklúbbsins (ÍS-
ALP) 21. til 23. febrúar. Gert er ráð
fyrir að hann komi hingað í fylgd
sjónvarpstökuliðs sem hyggst gera
þátt um dvölina og aðstæður til ís-
klifurs, sem þykja með því besta
sem þekkist í heiminum. Hyggur
Jasper á tveggja vikna dvöl þar sem
hann mun klifra víða um landið að
lokinni hátíðinni.
Þetta er í sjöunda skiptið sem ÍS-
ALP stendur fyrir ísklifurhátíð og
hafa erlendir klifrarar í fremstu
röð komið á hátíðirnar frá upphafi
og líkað vel. Meðal þeirra þekkt-
ustu eru Jeff Lowe, goðsögn í klif-
urheiminum og Will Gadd, báðir
Bandaríkjamenn.
Undanfarin fimm ár eða svo hafa
birst greinar um Ísland í erlendum
klifurtímaritum með þeim árangri
að fyrirspurnum frá erlendum
fjallaklifrurum hefur fjölgað tals-
vert. Bandaríska tímaritið Rock
and Ice fjallaði um ísklifur hér-
lendis í janúarhefti sínu 1998 og
spænska tímaritið Desnivel setti
fjórar opnur undir umfjöllun sína
og forsíðuna að auki í desember-
hefti 2002.
Úr grein klifurtímaritsins Desnivel um ísklifur á Íslandi.
Ísland að verða
eftirsótt til ísklifurs