Morgunblaðið - 27.01.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.01.2003, Blaðsíða 13
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2003 13 Vinnustofa SÍBS • Hátúni 10c • Sími: 562 8500 • Fax: 552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is TILBOÐ Á EGLA BRÉFABINDUM - VERÐ 310 KR / STK. Tilboðið gildir til 31. janúar 2003 Pilot Super Grip kúlupenni Verð 75 kr/stk NOVUS B 200 gatar 10 blöð. Verð 363 kr NOVUS B4 heftari heftar 40 blöð. Verð 1.700 kr Borðmotturnar frá Múlalundi Geisladiskar í miklu úrvali Fyrir línurnar Er vökvasöfnun vandamál? Water Drain er öflugt náttúrulegt fæðubótarefni. Inniheldur magnesíum, kalíum, jurtakrafta úr birki, brenninetlu og klóelftingu. Biosculpt inniheldur ekki örvandi efni sem skaðað geta líkamann • Fitubrennsla í svefni • Viðhald vöðva • Eykur orku og úthald • Bætir meltingu • Dregur úr sykurlöngun BIOSCULPT næturmegrun RIPPED FUEL 28. janúar í Lyfju Smáratorgi 29. janúar í Lyfju Setbergi 30. janúar í Lyfju Garðatorgi 31. janúar í Lyfju Smáralind 1. febrúar í Lyfju Smáralind Inniheldur: • Guarana • Synefrín • Garcia Cambogia • L-carnitine • Chromic fuel • Engiferrót • Rauðan pipar Fitumælingar verða í boði í eftirfarandi verslunum Lyfju: - aðeins einn sopi fyrir svefninn og árangurinn lætur ekki á sér standa! Örari brennsla, aukinn kraftur verð nú 7.500 kr. verð áður 8.900 kr. verð nú 1.490 kr. verð áður 2.022 kr. verð nú 2.390 kr. verð áður 3.290 kr. GUDRUN Schyman, formaður sænska Vinstriflokksins, tilkynnti í gær að hún hefði sagt af sér eftir að hafa viðurkennt að hafa fengið meiri skattafslátt en henni bar. Schyman sagði á blaðamanna- fundi í gærmorgun að hún hefði ákveðið að láta af formennsku strax vegna umræðunnar um skattframtal hennar. „Ástandið er óþolandi og hefur algjörlega komið í veg fyrir að flokkurinn geti fylgt stefnu sinni eft- ir,“ sagði hún. Schyman hafði sætt mikilli gagn- rýni frá því á fimmtudaginn var þeg- ar skattayfirvöld skýrðu frá því að hún hefði dregið ýmsan ferðakostn- að frá tekjum sínum árið 2001, svo sem hótelreikninga, þótt sænska þingið eða Vinstriflokkurinn hefðu greitt reikningana. Hún þyrfti því að greiða 67.000 sænskar krónur, and- virði 615.000 íslenskra. Skattskyldur hagnaður hennar af sölu eigna var einnig hækkaður og hún þarf því að greiða 9.000 sænskar krónur, 82.000 íslenskar, til viðbótar. Nýr formaður í febrúar Schyman baðst afsökunar á þessu, kvaðst hafa talið fram í miklum flýti og ekki farið nógu vel yfir framtalið. Hún hefði ætlað að láta af for- mennsku á næsta ári en flýtt því eftir viðræður við aðra forystumenn flokksins sem leiddu í ljós að hún naut ekki lengur stuðnings þeirra allra. Hún ætlar þó ekki að láta af þingmennsku. Bráðabirgðaformaður verður kjörinn á fundi stjórnar Vinstri- flokksins 7. febrúar og hann á að fara fyrir flokknum fram að næsta flokks- þingi í febrúar á næsta ári. Vinstriflokkurinn styður stjórn sænska Jafnaðarmannaflokksins ásamt græningjum. Leiðtogi sænska Vinstri- flokksins segir af sér Dró ýmsan ferða- kostnað, sem þingið hafði greitt, frá skatti Stokkhólmi. AP. AP Gudrun Schyman, formaður sænska Vinstriflokksins, tilkynnir afsögn sína á blaðamannafundi í Stokkhólmi í gær. BANDARÍSKUR hermaður stend- ur við flak bandarískrar njósna- vélar sem hrapaði í gær á götu bæjar sunnan við Seoul, höfuð- borg Suður-Kóreu, um 80 km frá landamærunum að Norður-Kóreu. Flugmanni vélarinnar tókst að skjóta sér út áður en hún hrapaði og hann meiddist lítilsháttar. Fjórir íbúar bæjarins slösuðust þegar vélin hrapaði og banda- ríski herinn baðst afsökunar á slysinu. Reuters Njósnavél hrapar á bæ í S-Kóreu SÉRFRÆÐINGAR vöruðu við því í gær að tölvuormur, sem olli töfum á netumferð um helgina, taki aftur að dreifa sér í dag, að sögn fréttavefjar BBC. Tölvuormurinn olli mestum töf- um í Suður-Kóreu og er sagður hafa gert usla í netþjónustufyrir- tækjum og netkerfum. Ormurinn gengur undir nafninu „Sapphire“ eða „SQL Slammer“ og er sagður notfæra sér veikleika í tölvum sem keyra vefþjóna með SQL 2000 gagnagrunni Microsoft. Hann er forritaður með þeim hætti að hann fjölgar sér hratt á Netinu og hægir á starfsemi kerfa. Talið er að Sapphire hafi náð að smita um 250.000 tölvur um allan heim á tæpum sólarhring. Er hon- um líkt við Nimda-orminn sem gerði usla á Netinu í september 2001. Yfirvöld í Suður-Kóreu telja að vandinn hafi ekki verið leystur enn og óttast að hann taki að dreifa sér aftur í dag þegar tölvur fyrirtækja verða teknar í notkun. Varað við skæðum tölvuormi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.