Morgunblaðið - 27.01.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.01.2003, Blaðsíða 12
ERLENT 12 MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Kynning á háskólamenntun á Bretlandseyjum sunnudaginn 2. febrúar 2003 á Radisson SAS, Hótel Sögu, Reykjavík klukkan 16.00 -19.00 16.00-16.30 Kynning á háskólamenntun á Bretlandseyjum. 16.30-17.00 Kynning á háskólanum í Warwick. 17.00-17.30 Umsóknir um grunnnám og framhaldsnám. 17.30-18.00 Fyrirspurnir úr sal. 18.00-19.00 Léttar veitingar. Tækifæri til samræðna við Ben Plummer. Ben Plummer frá alþjóðaskrifstofu háskólans í Warwick býður alla velkomna sem hafa áhuga á ofangreindri kynningu. Ef þú hefur áhuga á einkaviðtali við Ben Plummer, vinsamlegast hafðu samband við Susan Dallas á netfangi S.Dallas@warwick.ac.uk eða hringdu í síma 00 44 24 7652 8143 og pantaðu tíma. Hefur þú áhuga á námi á Bretlandseyjum? ÍSRAELSKAR hersveitir, sem réð- ust inn í Gaza-borg í gær, urðu tólf Palestínumönnum að bana og særðu 67 í aðgerðum sem sagðar voru mið- ast að því að eyðileggja litlar vopna- verksmiðjur. Varnarmálaráðherra Ísraels sagði að hann útilokaði ekki að allt Gaza-svæðið yrði hernumið. Ísraelsku hersveitirnar réðust lengra inn í Gaza-borg en nokkru sinni fyrr frá því að uppreisn Palest- ínumanna hófst fyrir rúmum tveimur árum. Palestínumenn sökuðu Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, um að hafa fyrirskipað árásina til að auka fylgi Likud-flokksins í þingkosning- unum í Ísrael á morgun, þriðjudag. Drengur skotinn til bana Palestínumenn sögðu að ísraelsku hersveitirnar hefðu eyðilagt 130 verslanir og verkstæði og aðeins sjö þeirra hefðu verið málmsmiðjur. Talsmaður Ísraelshers sagði að her- mennirnir hefðu eyðilagt yfir 100 rennibeki sem hefðu verið notaðir til að smíða vopn. Einnig hefðu fundist nokkur flugskeyti, meðal annars til árása á skriðdreka. Sjö ára palestínskur drengur beið einnig bana í skothríð hermanna þeg- ar hann var að leik við varðstöð Ísr- aelshers nálægt flóttamannabúðum í Rafah á Gaza-svæðinu, að sögn ætt- ingja drengsins. Sex ára bróðir hans særðist. Ísraelsher sagði að engir hermenn væru á svæðinu en verið væri að kanna málið. Herinn er með nokkrar varðstöðvar við landamærin að Egyptalandi. Herinn kvaðst ætla að loka alveg Vesturbakkanum og Gaza- svæðinu í þrjá daga til að koma í veg fyrir að palestínskir hryðjuverka- menn gætu truflað þingkosningarnar. Þegar aðgerðunum lauk í gær- morgun voru Palestínumennirnir tólf, sem létu lífið, bornir til grafar í Gaza- borg, að 30.000 Palestínumönnum viðstöddum. Þeir sem féllu voru í palestínskum öryggissveitum eða vopnuðum hóp- um. Er þetta mesta mannfall í Gaza- borg frá því að átökin hófust. Hersveitirnar réðust inn í borgina eftir að Palestínumenn skutu flug- skeytum á ísraelska bæinn Sderot á Negev-eyðimörkinni, nálægt Gaza- svæðinu, á föstudag. Flugskeytaárás- unum var haldið áfram í gær. Reuters Palestínumenn bera einn tólf Palestínumanna, sem biðu bana í árás Ísraelshers í gær, til grafar í Gaza-borg. Þrettán Palest- ínumenn falla í árásum á Gaza Gaza-borg. AP. COLIN Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að Bandaríkjastjórn hefði rétt til að beita Íraksstjórn hervaldi þar sem hún hefði ekki orðið við kröfu Sam- einuðu þjóðanna um að gera grein fyrir gereyðingarvopnum sínum. Hann varaði við því að stjórn Sadd- ams Husseins Íraksforseta kynni að notfæra sér aðgerðaleysi Sameinuðu þjóðanna með því að beita gereyð- ingarvopnum eða aðstoða hryðju- verkasamtök á borð við Al-Qaeda við að koma sér upp slíkum vopnum. „Því lengur sem við bíðum þeim mun meiri líkur eru á því að þessi einræðisherra með skýr tengsl við hryðjaverkahreyfingar, meðal ann- ars al-Qaeda, sjái þeim fyrir vopnum eða beiti þeim aftur. Tengslin milli harðstjóra og hryðjuverka, hryðju- verkamanna og gereyðingarvopna, eru mesta vá okkar tíma,“ sagði Powell í ræðu á árlegum fundi World Economic Forum í Davos í Sviss. Telur ekki að vopnaleitin beri árangur Yfir 2000 stjórnmálamenn og frammámenn í viðskiptalífinu sátu fundinn og margir þeirra vöruðu við því að stríð í Írak gæti haft alvar- legar afleiðingar fyrir efnahag heimsins, leitt til hærra olíuverðs og aukinnar verðbólgu. Hans Blix, formaður vopnaeftir- litsnefndar Sameinuðu þjóðanna, og Mohamed ElBaradei, yfirmaður Al- þjóða kjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA), eiga í dag að gefa örygg- isráði Sameinuðu þjóðanna skýrslu um vopnaleitina í Írak. Talsmaður IAEA sagði í gær að ElBaradei myndi óska eftir því að eftirlits- mennirnir í Írak fengju meiri tíma, að minnsta kosti nokkra mánuði, til að ljúka vopnaleitinni. Rússar, Frakkar og Þjóðverjar og fleiri þjóð- ir sem eiga fulltrúa í öryggisráðinu hafa einnig hvatt til þess að vopna- leitinni verði haldið áfram og lagst gegn því að látið verði til skarar skríða gegn Írökum strax. Powell hvatti ekki beinlínis til þess að vopnaleitinni yrði hætt en kvaðst ekki hafa neina trú á því að hún bæri árangur. „Hversu mikinn tíma þurfa Írakar? Þetta er ekki spurning um tíma, heldur um sannsögli, og Sadd- am Hussein svarar enn með undan- brögðum og lygum,“ sagði utanríkis- ráðherrann. „Saddam ætti að segja sannleikann – núna.“ Blair vill frekari vopnaleit Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að eftirlits- mennirnir ættu að fá þann tíma sem þeir þyrftu til að leita að gereyðing- arvopnum í Írak. Þegar Blair var spurður hvort eftirlitsmennirnir ættu að fá nokkrar vikur eða mánuði svaraði hann: „Ég tel ekki að það taki þá mánuði að komast að því hvort Saddam er samvinnuþýður, en þeir ættu að fá þann tíma sem þeir þurfa.“ Jean-Pierre Raffarin, forsætisráð- herra Frakklands, sagði að Saddam yrði að auka samvinnuna við eftir- litsmenn SÞ, ella stæði hann frammi fyrir stríði sem myndi hafa ófyrirsjá- anlegar afleiðingar. Hann lagði þó áherslu á að reyna yrði til þrautar að leysa málið með friðsamlegum hætti. Powell sagði að Bandaríkjamenn áskildu sér rétt til árása á Írak, einir eða í samstarfi við aðra. Hann gaf þó til kynna að Bandaríkjastjórn myndi ekki láta til skarar skríða strax. „Við ætlum að leiða þessi mál til lykta af þolinmæði og einurð með vinum okk- ar og bandamönnum,“ sagði hann. Powell ræddi ýmis önnur mál í ávarpinu og sagði að hann teldi möguleika á því að stofnað yrði „lýð- ræðislegt og lífvænlegt“ Palestínu- ríki árið 2005 ef Palestínumenn „skæru upp herör gegn hryðju- verkastarfsemi“. Bandaríkjastjórn væri tilbúin að hefja viðræður við N-Kóreumenn um að þeir hættu þróun kjarnavopna og hún hefði eng- in áform um hernað í Norður-Kóreu. Powell sakar Saddam um tengsl við al-Qaeda Segir Banda- ríkjastjórn áskilja sér rétt til árása á Írak Davos. AP, AFP. AP Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, flytur ræðu á al- þjóðlegum fundi um efnahagsmál í Davos í Sviss í gær. ÍBÚAR Fílabeinsstrandarinnar ganga framhjá brennandi hjólbörð- um í Abidjan þar sem tugir þúsunda manna mótmæltu í gær friðarsamn- ingi sem náðist fyrir milligöngu Frakka. Óeirðaseggir réðust á franska sendiráðið til að mótmæla samningnum sem þeir segja að Frakkar hafi þröngvað upp á for- seta Fílabeinsstrandarinnar. Sam- kvæmt samningnum á forsetinn að deila völdum með uppreisnar- mönnum sem hafa barist gegn stjórnarhernum í fjóra mánuði. Reuters Friðarsamningi mótmælt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.