Morgunblaðið - 27.01.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.01.2003, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Smáralind - Glæsibæ YFIR 1.000 athugasemdir og leiðréttingar hafa borist vegna ættfræðigrunns Íslenskr- ar erfðagreiningar og Friðriks Skúlasonar ehf. Gert er ráð fyrir að fjöldi athugasemda verði í heildina yfir 10 þúsund. Athugasemdirnar eru misumfangsmikl- ar. „Þær eru allt frá því að fólk sé að leið- rétta stafsetningu á nafni einhvers fjar- skylds ættingja upp í það að biðja um að vera tengd við börnin sín í skránni,“ segir Friðrik Skúlason. Þá segir hann leiðrétt- ingar á brúðkaupsdögum þó nokkrar og beiðnir um að millinafn, sem ekki sé skráð í þjóðskrá, sé sett inn í grunninn. „Stór hluti barna sem fæddur er undan- farin ár eru börn mæðra sem ekki eru skráðar í sambúð eða giftar. Ef svo er eru börnin eingöngu tengd móður sinni í þjóð- skrá [grunnurinn byggist m.a. á uppl. úr þjóðskrá]. Á þessu höfum við fengið margar leiðréttingar, jafnt frá foreldrum sem öfum og ömmum sem vilja vera tengd við barna- börnin í grunninum. En svo eru líka dæmi um að börn niður í 12 ára aldur séu sjálf að senda inn athugasemdir og vilja láta tengja sig við ætt pabba síns.“ Friðrik segir upplýsingar vegna ættleið- inga erfiðastar viðureignar enda oft um mjög viðkvæm mál að ræða. Ef upplýsingar um blóðforeldra eru til eru börn tengd þeim í grunninum og kjörforeldra getið í texta. Hins vegar stendur til að bjóða upp á þann möguleika að einstaklingar geti verið bæði tengdir blóð- og kjörforeldrum sínum, óski þeir þess. „Ættleiðingar eru misopinberar,“ útskýr- ir Friðrik. „Að hverri ættleiðingu koma fimm einstaklingar, blóðforeldrar, kjörfor- eldrar og barnið. Þessir einstaklingar eru ekki alltaf allir sammála um hvort birting upplýsinga sé viðunandi.“ Íslendingabók Um 1.000 at- hugasemdir frá notendum ÞAÐ FÓR vel á með stúlkunum sem sátu þétt saman á meðan þær hlýddu á fjölbreytt skemmtiatriði ungs fólks í Laugardalshöll- inni á laugardaginn. Dísirnar voru mættar ásamt þrjú þúsund öðrum gestum til að fylgjast með 200 þátttakendum á aldrinum 13 til 16 ára hvaðanæva að af landinu flytja tónlist á árlegri söngkeppni Samfés, Sam- taka félagsmiðstöðva á Íslandi. Sigurveg- ararnir í ár komu frá félagsmiðstöðinni Hólmaseli. Í öðru sæti var Garðalundur og félagsmiðstöðin Igló úr Kópavogi í því þriðja. Morgunblaðið/Jim Smart Þétt setið á söngkeppni unga fólksins  Brjálað gaman/32 LANDSVIRKJUN stefnir að því að bora a.m.k. eina djúpa rann- sóknarholu á Hágöngusvæðinu á Holtamannaafrétti í sumar, til að kanna betur jarðhitann þar, að sögn Árna Gunnarssonar verkefn- isstjóra hjá Landsvirkjun. Yfir- borðsmælingar á svæðinu gefa til kynna að þarna sé mjög víðfeðmt háhitasvæði sem væri hægt að nýta til gufuaflsvirkjunar. Árni segir að talið sé að svæðið gæti staðið undir allt að 300–450 MW gufuaflsvirkjun. „Ef það reynist rétt er þetta með stærri háhita- svæðum landsins,“ segir Árni. „En það er engin leið að komast að því hvað þetta svæði hefur upp á að bjóða nema með borunum.“ Kanna jarðhita við Torfajökul Skipulagsstofnun hefur gefið Landsvirkjun leyfi til borunar á svæðinu, án þess að sæta mati á umhverfisáhrifum. Auk þess hafa sveitarfélögin Ásahreppur og Rangárþing ytra veitt leyfi fyrir framkvæmdunum. Þá hefur sam- vinnunefnd miðhálendisins sam- þykkt að endurskoða svæðisskipu- lag miðhálendisins, eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær, m.a. vegna þessara áætlana Lands- virkjunar. Landsvirkjun hefur þegar lagt vegslóða inn á hraunið þar sem fyrirhugað er að bora í sumar. Árni segir að Landsvirkjun hafi einnig lýst yfir áhuga á að kanna jarðhita á vestasta hluta Torfajök- ulssvæðisins, þ.e. nánar tiltekið í Reykjadölum. Eins og á Hágöngu- svæðinu gefa yfirborðsrannsóknir á Torfajökulssvæðinu til kynna að þar sé mjög stórt háhitasvæði, reyndar er talið að það sé stærsta háhitasvæði Íslands. „Talið er að það geti staðið undir allt að 2000 MW gufuaflsvirkjun,“ segir Árni, en Landsvirkjun lítur til Torfajök- ulssvæðisins vegna nálægðar við starfsemi Landsvirkjunar á Þjórs- ár- og Tungnaársvæðinu. Torfajökulssvæðið tilheyrir hins vegar friðlandi og því hefur Lands- virkjun lagt fram áætlun sem mið- ar að því að verja næstu tveimur til þremur árum í gerð landnýtingar- og verndaráætlunar í samráði við Umhverfisstofnun Íslands og við- komandi sveitarfélög. „Gert er ráð fyrir því að hefja tilraunaboranir á svæðinu í framhaldi af þeirri vinnu, verði menn sáttir við það,“ segir Árni og kveðst hafa trú á því að sátt muni nást um það að byggja þarna virkjanir samhliða ferða- mennsku og útivist. „Nægir í því sambandi að benda á farsæla uppbyggingu þriggja virkjana á háhitasvæðum landsins samhliða stórkostlegri framþróun í ferðamennsku og útivist,“ segir Árni og vísar þar til Kröflu, Svarts- engis og Nesjavalla. Frekari uppbygging í Bjarn- arflagi og á Kröflusvæðinu Árni minnir á að Landsvirkjun eigi skv. lögum að sjá til þess að næg raforka sé ávallt til í landinu til að anna eftirspurn hverju sinni. Hann segir að rannsóknir á háhita- svæðum taki mörg ár. Af þeim sök- um sé horft til þessara tveggja um- ræddu svæða sunnan heiða. Fyrir norðan sé hins vegar gert ráð fyrir frekari uppbyggingu í Bjarnarflagi og á Kröflusvæðinu. Landsvirkjun lítur til gufuaflsvirkjana á hálendinu Boranir hefjast við Hágöngur í sumar                                            ! "       VERKIÐ Anna og tilfinningasveifl- urnar, eða Anna and the Moods, smásaga eftir Sjón við tónlist Julian Nott, verður hluti af viðamikilli tónlist- arsýningu sem Brodsky-strengja- kvartettinn setur upp í sex borgum í Bretlandi á næstunni. Sjón verð- ur sögumaður verks síns í sýningunni en Anna og tilfinn- ingasveiflurnar verður hápunktur sýning- arinnar. Julian Nott er þekkt- ur fyrir tónlist sína við ýmsar hreyfimyndir, t.d. samdi hann tónlist- ina í óskarsverðlauna- myndunum um leir- hetjurnar Wallace og Gromit. Auk Nott og Sjón eiga Björk Guðmunds- dóttir, Sting, Elvis Costello, Paul McCartney og breska djass- tónskáldið Django Bates sönglög og verk í tónlistarsýningunni. Brodsky-kvartettinn er einn af virtustu strengjakvartettum heims- ins. „Brodsky-kvartettinn var beð- inn um að setja saman tónlistar- dagskrá fyrir unga áheyrendur,“ segir Sjón um aðdraganda sýning- arinnar. „Þau pöntuðu verk víðs vegar að og pöruðu mig og Julian Nott saman og báðu okkur að búa til nokkurs konar Pétur og úlfinn fyrir 21. öldina, þ.e. búa til verk fyrir sögumann og strengjakvartett.“ Af þessu tilefni samdi Sjón smásöguna um Önnu „sem fjallar um stúlku sem breytist á einni nóttu úr hinu full- komna barni í skelfileg- an ungling og tilraunir foreldra hennar til að lækna hana af þessari meinsemd.“ Sjón segir tónlist Nott skemmtilega en hún er lýsandi fyrir at- burðarás sögunnar þar sem t.d. Anna er táknuð með ákveðnu stefi í verkinu. Síðasta haust sömdu krakkar í skólum í borgunum sex sem sýningin verður sett upp í ljóð og lög undir áhrifum frá sögunni um Önnu og bjuggu til sviðsmyndir. Sjón segir að tvö ár séu síðan tón- listarfólkið í Brodsky-kvartettinum hafði samband við hann. „Þetta er mikill heiður fyrir mig og mjög spennandi. Ég er mjög ánægður með útkomuna. Sagan er frábær- lega tónsett og verkið í heild bráð- fyndið.“ 21. aldar afbrigði af Pétri og úlfinum Smásaga eftir Sjón hápunktur tón- listarsýningar Brodsky-kvartettsins Skáldið Sjón.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.