Morgunblaðið - 27.01.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.01.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2003 9 Snorrabraut 38, sími 562 4362 Stórútsala 30-70% afsláttur Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–15.00. Útsalan í fullum gangi 20% aukaafsláttur af allri útsöluvöru Laugavegi 4, sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Póstsendum Stór- útsalan í fullum gangi 30-70% afsláttur Enn meira úrval Kringlunni, sími 588 1680, v. Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 561 1680. iðunn tískuverslun Monar i 20% AUKAAFSLÁTTUR Á ÚTSÖLUVÖRUM Útsala 30-70% afsláttur Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—15 Hverfisgötu 6 • 101 Reykjavík • sími 562 2862 ÚTSALA 50-80% af öllum útsöluvörum Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222 Opið: mán.-fim. frá kl. 10-18.30 - fös. frá kl. 10-19.30 - lau. frá kl. 10-16.30 Útsala Enn meiri verðlækkun Kringlunni - Sími 568 1822 JÓN Rögnvaldsson hefur verið skipaður vegamálastjóri frá 1. mars nk. til næstu fimm ára. Hann tekur við starfinu af Helga Hallgrímssyni sem skipaður var í embætti vega- málastjóra árið 1992 og lætur nú af störfum fyrir aldurs sakir. Jón er fæddur 19. febrúar árið 1939 í Flugumýrarhvammi í Akra- hreppi í Skagafirði. Foreldrar hans eru Rögnvaldur Jónsson, bóndi og kennari í Flugumýrarhvammi og Ingibjörg Jónsdóttir. Maki er Ásdís Björnsdóttir bankamaður og eiga þau tvö uppkomin börn. Hjá Vegagerðinni hefur hann starfað frá árinu 1964 en sama ár lauk hann námi í byggingarverk- fræði frá Tækniháskólanum í Stutt- gart. Afskipti hans af vega- og sam- göngumálum ná þó enn lengra aftur í tímann. Á námsárum sínum í Menntaskólanum á Akureyri var hann í vegavinnu og brúarvinnu á Norðurlandi auk þess sem hann fékkst við ýmis önnur störf. Hann segir brúarvinnuna hafa verið áhugavert starf sem án efa hafi ýtt undir þá ákvörðun hans að leggja verkfræðina fyrir sig. Á árunum 1966–69 var Jón um- dæmisverkfræðingur Vegagerð- arinnar á Vesturlandi. „Það sem blasti við mér þá var að ekki einn einasti vegspotti á Vesturlandi var með bundnu slitlagi,“ segir Jón og bendir á að raunar hafi Reykjanes- brautin sem þá var í byggingu verið eini vegarkaflinn hér á landi sem var með bundnu slitlagi. Á þeim tíma voru umdæmisverk- fræðingar á landsbyggðinni með aðsetur í Reykjavík. Jón segir að þetta fyrirkomulag hafi útheimt mikil ferðalög. „Það var næstum því að maður byggi í bíl á þessum árum,“ segir hann. Upp úr 1970 hófust fram- kvæmdir við lagningu vega út frá Reykjavík sem Alþjóðabankinn lán- aði fjármuni til, bæði austur yfir Hellisheiði og í Kollafjörð, auk ann- arra verkefna. Stofnuð var sérstök brautardeild innan Vegagerð- arinnar og starfaði Jón þar við hönnun vega. Árið 1976 varð hann yfirmaður þeirrar deildar sem raunar hafði þá fengið nýtt nafn, áætlunardeild. Á árunum1992–94 var hann forstöðumaður tæknisviðs Vegagerðarinnar og frá 1994 að- stoðarvegamálastjóri. Engar stórar breytingar Jón segir mestu umskiptin sem orðið hafi í samgöngumálum frá því hann tók til starfa hjá stofnuninni að nú sé bundið slitlag komið á stór- an hluta af aðalvegakerfi landsins. Enn sé þó nokkuð í að því verkefni sé lokið. „Það hefur verið tekið ansi gott skref í þá átt að við fáum nútíma vegakerfi og maður hefur átt því láni að fagna að fá að taka þátt í þeirri uppbyggingu,“ segir hann. Spurður hvort einhverra breyt- inga sé að vænta innan stofnunar- innar þegar hann tekur til starfa sem vegamálastjóri segir Jón að hugsanlega verði einhverjar breyt- ingar en að engin umbylting muni þó eiga sér stað innan stofnunar- innar. „Ég hef unnið náið með núver- andi vegamálastjóra sem hefur unnið ákaflega gott starf hér,“ seg- ir Jón. Hann segir að verkefni Vega- gerðarinnar í næstu framtíð verði að halda áfram að byggja upp vega- kerfi landsins. „Það er heilmikið eftir enn þá við að byggja upp vegakerfið þannig að það sé hægt að segja að við bú- um við nútímalegt kerfi. Og auðvit- að verður að halda því áfram og sérstaklega að koma almenna vega- kerfinu í það horf að það geti talist mannsæmandi.“ Hann bendir á að áfram verði unnið að stærri verkefnum, eins og jarðgöngum og stórum verkefnum á höfuðborgarsvæðinu. Einnig sé mikilvægt að halda áfram að huga að því að stofnunin lagi sig að þjóð- félaginu hverju sinni, m.a. með innri skipulagsbreytingum. Jón Rögnvaldsson hefur verið skipaður í embætti vegamálastjóra frá og með 1. mars nk. Mikilvægt að stofnunin lagi sig að þjóðfélaginu Morgunblaðið/Árni Sæberg Jón Rögnvaldsson er fimmti vega- málastjórinn frá því fyrst var skip- að í stöðuna árið 1918. Síðumúla 24 • Sími 568 0606 Tauáklæði 52.900,- Amerískur Hvíldarstóll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.