Morgunblaðið - 27.01.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.01.2003, Blaðsíða 14
LISTIR 14 MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ KÁTT Á HJALLA Í HAFNARBORG! Vegna mikillar aðsóknar verða aukatónleikar í kvöld og annað kvöld kl. 20 í Hafnarborg. Gleðin ræður ríkjum þar sem Tríó Reykjavíkur og söngvararnir Sigrún Hjálmtýsdóttir og Bergþór Pálsson flytja skemmtitónlist úr ýmsum áttum. Missið ekki af þessari einstöku skemmtun! Miðasala í síma 555 0080 frá kl. 11-17 í Hafnarborg LITLI leikklúbburinn á Ísafirði og Tónlistarskóli Ísafjarðar standa nú sameiginlega að æfingum á söngleiknum Söngvaseið (Sound of music) sem frumsýndur verður um miðjan mars. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir. Messíana Tómasdóttir hannar leikmynd og búninga, Janusz Frach tónlistar- kennari stýrir hljómsveitinni og Beáta Joó tónlistarkennari og kórstjóri er tónlistarstjóri. Leikhópurinn er skipaður bæði nýgræðingum og vanara fólki. Guðrún Jónsdóttir óperusöngkona fer með hlutverk Maríu, barn- fóstrunnar ungu. Guðmundur Óskar Reynisson fer með hlutverk Von Trapps höfuðsmanns en börn hans voru valin úr hópi um 50 ungmenna af öllum aldri sem sóttu prufur. Í hlutverkum nunn- anna í klaustrinu eru söngnem- endur tónlistarskólans og annað vant söngfólk og fyrir þeim í hlut- verki abbadísinnar er Ingunn Ósk Sturludóttur óperusöngkona. Þetta er í fyrsta skipti sem áhugaleikfélag setur upp þetta margfræga verk á Íslandi og í fjórða skiptið sem það er sett upp hér á landi, en áður hefur Þjóð- leikhúsið sett það upp tvisvar og Leikfélag Akureyrar einu sinni. Guðrún Jónsdóttir æfir hlutverk Maríu og hluti barnanna fylgist með. Frá vinstri: Anna, Ingibjörg, Þórunn Arna, Helgi Þór og Andri. Samstarf um Söngvaseið á Ísafirði LISTAHÁTÍÐIN Circuit í Barcelona, sem haldin verður 7. til 9. febrúar, verður að þessu sinni helguð Ís- landi. Mun hún kallast „It’s up to Reykjavík“. Circuit var fyrst haldin árið 2000 og hefur verið haldin tvisvar á ári síðan og er hver hátíð tileinkuð einu landi. Síðast var hátíðin tileinkuð Portúgal og voru portúgalskir og spænskir listamenn og hönnuðir saman með sýningar í þá þrjá daga sem hátíðin stóð. „Upphafsmaður Circuit er Paul- inha Rio en hún er þekktur fatahönn- uður á Spáni. Yfirskrift hátíðarinnar er „tíska, list, tónlist“ og brýtur Circuit upp gamlar hefðir í list-tján- ingu og fatahönnun en stór hluti há- tíðarinnar er tískutengdur. Á síðustu hátíð voru tíu tískusýn- ingar frá bæði Portúgal og Spáni ásamt innsetningum, listsýningum, tónleikum, danssýningum og öðrum uppákomum,“ segir Hólmfríður Ólafsdóttir sem skipuleggur hátíðina frá Reykjavík ásamt Önnu Maríu McCrann. Að sögn þeirra hefur Circuit notið mikillar athygli á Spáni og eru um 300 innlendir sem erlendir aðilar frá fjölmiðlum sem fylgjast með hátíðinni sem þykir einkar glæsileg og fagmannlega unnin. Um nýliðna helgi voru staddir hér- lendis dagskrágerðarmenn frá TV2 á Spáni og tóku viðtöl við þá tískuhönn- uði sem verða á Circuit. Fókusinn verður á Reykjavík og er ætlunin að fjalla um fatahönnun, tónlist, kvik- myndagerð, myndlist og annað sem gerir Reykjavík að menningarborg. „Circuit er haldin á sama tíma á vorin og Gaudi-tískusýningin sem er ein sú stærsta í heimi. Undanfarin ár hafa Circuit og Gaudi verið í góðri samvinnu og eru sölusýningar frá báðum aðilum undir sama þaki. Þetta hefur opnað dyr fyrir fjölmarga tískuhönnuði sem hafa gert góða samninga að listahátíðinni lokinni,“ segir Hólmfríður. Tuttugu og fjórir listamenn frá Ís- landi fara til Barcelona. Hljómsveit- irnar Gusgus og Trabant munu halda tónleika og DJ Þór (Þórhallur Skúla- son) spilar á uppákomum. Þeir lista- menn sem fara með verk á sýninguna eru Gabríela Friðriksdóttir, Ás- mundur Ásmundsson og Magnús Jónsson. Einnig munu nokkrir fata- hönnuðir taka þátt í sýningunni, Steinunn Sigurðardóttir, Bára og Hrafnhildur Hólmgeirsdætur og Þuríður Sigurþórsdóttir og Hugrún Árnadóttir. Einnig verður verk eftir Finnboga Pétursson á sýningunni og Halldóra Emilsdóttir með verk úr húfum. Þeir sem hafa lagt Circuit og ís- lensku listamönnunum lið eru Höf- uðborgarstofa, menningarmálanefnd Reykjavíkurborgar, iðnaðarráðu- neytið, menntamálaráðuneytið og Flugleiðir. Nánari upplýsingar eru á slóðinni www.circuitonline.net. Listahátíð í Barcelona tileinkuð Reykjavík Gabríela Friðriksdóttir Finnbogi Pétursson MARGRÉT Bóasdóttir, sópran, og Miklós Dalmay, píanóleikari, halda tónleika í Þórshafnarkirkju á morg- un, mánudagskvöld, kl. 20. Flutt verða sönglög eftir Atla Heimi Sveinsson, Elínu Gunnlaugs- dóttur, Þorkel Sigurbjörnsson, L. Bernstein og Modest Mussorgsky og fjalla lögin öll um leiki og reynsluheim barna. Miklós leikur píanóverkið „Myndir á sýningu“ eftir Muss- orgsky, þar sem tónskáldið dregur upp tónmyndir myndverka frá sýn- ingu vinar síns í Rússlandi á 19. öld. Flytjendur munu fjalla lítillega um verkin. Tónleikarnir eru samstarfs- verkefni Þórshafnarhrepps og Félags íslenskra tónlistarmanna, með styrk frá menntamálaráðuneyti. Tónleikar fyrir börn á Þórshöfn Miklos Dalmay Margrét Bóasdóttir PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler slógu eftirminnilega í gegn hér á landi í hittifyrra. Þær voru sýndar fyrir fullu húsi mánuðum saman enda er hér um að ræða verk sem varla á sinn líka í leikbókmenntunum. Tilurð verksins er þannig tilkomin að höf- undurinn tók viðtöl við ríflega 200 konur, á öllum aldri og af ólíkum upp- runa, þar sem hún reyndi að fá þær til þess að tjá sig um viðhorf sín til lík- ama síns og kynlífs. Ensler samdi ein- þáttung, The Vagina Monolouges, upp úr viðtölunum þar sem hún dreg- ur fram hugmyndir og ranghug- myndir þær sem hafa verið ríkjandi um konur og líkama þeirra, og sér- staklega fjallar hún um þennan „leynda stað“ sem lengi vel mátti ekki nefna upphátt meðal „siðaðra“ manna, en til eru um ótal niðrandi heiti og uppnefni. Einleikur Ensler snertir á flestu því sem tengist reynslu kvenna af því að vera kynver- ur – jafnt jákvæðum sem neikvæðum hliðum: ást og ótta, umhyggju og mis- notkun, nautn og ofbeldi, stolti og sjálfsfyrirlitningu, svo fátt eitt sé nefnt. Verkið er frábærlega skrifað og spannar allt litróf tilfinninganna, allt frá blíðu og nautn til misnotkunar og ofbeldis. Umfram allt er verkið óð- ur til kvenlíkamans og þeirrar fjöl- breytilegu reynslu og tilfinninga sem hann getur rúmað. Sú útgáfa af Píkusögum sem flutt var á Baksviði Borgarleikhússins síð- astliðið laugardagskvöld er nokkuð stytt og var gerð sérstaklega fyrir leiklistarhátíð í Þórshöfn í Færeyjum síðastliðið sumar. Sýningin í Færeyj- um vakti mikla athygli og tók fær- eyski leikflokkurinn Gríma verkið til flutnings í fullri lengd og sló sú sýning öll aðsóknarmet um leið og hún vakti ákafar deilur meðal eyjaskeggja. Það voru fjórar norrænar leikkon- ur sem fluttu þessa „norrænu“ útgáfu Píkusagna (Ginusögur) í Borgarleik- húsinu á laugardagskvöldið. Krist- björg Kjeld flutti sinn hluta á ís- lensku, færeysku töluðu þær Birita Mohr og María Ellingsen og hin danska Charlotte Bøving lék á sínu móðurmáli. Að vissu leyti má segja að sú staðreynd að leikið var á þremur tungum í stað einnar gefi verkinu auka slagkraft; það er einmitt mark- mið höfundar að koma á framfæri reynslu og tilfinningum sem allar konur eiga sameiginlega, án tillits til uppruna, stöðu, stéttar, aldurs, kyn- þáttar eða þjóðernis. Leikkonurnar fjórar voru samstilltar og allar hríf- andi. Kristbjörg Kjeld lýsti fæðingu á ógleymanlegan máta, Charlotte Bøv- ing snerti mann djúpt í flutningi sín- um á ólýsanlegu ofbeldi, og færeyska þeirra Maríu og Biritu var fögur og heillandi þótt maður skildi kannski ekki hvert orð – nóg til að halda þræði þó. Hinn stórkostlegi (og alþjóðlegi) „stunu-kafli“ verksins var fluttur nokkuð styttur (því miður) af Maríu, sem uppskar fagnaðarlæti áhorfenda fyrir vikið. Þessi sýning verður ekki endurtek- in, en þeir sem hana sáu skemmtu sér konunglega og rúsínan í pylsuendan- um var færeyska söngkonan Eivör Pálsdóttir sem kom fram að sýningu lokinni og flutti nokkur lög, flest frumsamin. Eivör er frábær laga- smiður, gítarleikari góður og hefur guðdómlega rödd sem vonandi á eftir að heyrast sem oftast hér á landi sem annars staðar. Norrænt kvennasamstarf LEIKLIST Borgarleikhúsið Eftir Eve Ensler. Stytt útgáfa á færeysku, dönsku og íslensku. Leikarar: Birita Mohr, Charlotte Bøving, Kristbjörg Kjeld og María Ellingsen. Baksvið Borgarleik- hússins 25. janúar Ginusögur Soffía Auður Birgisdóttir „Leikkonurnar fjórar voru samstilltar og allar hrífandi,“ segir í umsögn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.