Morgunblaðið - 27.01.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.01.2003, Blaðsíða 15
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2003 15 Smáralind - Glæsibæ Simi 545 1550 og 545 1500 Miki› úrval af barna- kuldagöllum Opi›: Smáralind: mán. - föst. kl. 11-19 lau. kl. 11-18 • sun. 13-18 Glæsibæ: mán. - föst. kl. 10-18 lau. kl. 10-16 5.990 Kuldagallar, verð frá w w w .d es ig n. is © 20 03 Síðumúla 34 (Fellsmúlamegin) Sími 588 7332 Opið: Mán. - föst. 9-18, lau. 10-14 Handlaugar. Verð frá kr. 3.950,- stgr. Wc með festingum og harðri setu. Tvöföld skolun. Stútur í vegg eða gólf. Verð frá kr. 16.950,- stgr. Einnarhandar blöndunartæki f. handlaug m. lyftit. Kr. 5.900,- stgr Einnarhandar blöndunartæki f. bað m. sturtusetti Kr. 5.900,- stgr Handlaug með fæti. 55x43 cm. Verð kr. 9.450,- stgr. Heilir sturtuklefar í horn. Öryggisgler, segullæsing, sturtu- sett, blöndunartæki, botn og vatnslás. 70x70 cm. Kr. 47.900,- stgr 80x80 cm. Kr. 49.900,- stgr 75x90 cm. Kr. 59.900,- stgr 90x90 cm. Kr. 59.900,- stgr Heilir rúnnaðir sturtuklefar í horn. Öryggisgler, segullæsing, sturtusett, blöndunartæki, botn og vatnslás. 80x80 cm. Kr. 65.780,- stgr. 90x90 cm. Kr. 67.450,- stgr. Hitastýrð blöndunartæki m. brunaöryggi. verð frá kr. 8.990,- stgr. Þrískipt baðkarshlíf. Öryggisgler, segullæsing. 125x140 cm. Kr. 16.900,- stgr Baðkarshlíf. Hert öryggisgler. 85x140 cm. Kr. 14.900,- stgr Verð sett með öllu Kr. 43.800,- stgr Innbyggingar WC Við látum verðið tala! D Ú N D U R v e t r a r t i l b o ð Nuddsturtuklefar. 4-6 mm öryggisgler, segullæsing, sturtu- sett, 6 nuddstútar, sæti, blöndunartæki, botn og vatnslás. Verð frá: Kr. 122.650,- stgr. Horbaðkör 145x145 hjartalöguð tveggja manna. Verð með framhlíf og nuddi. Áður kr. 249.500,- stgr Nú kr. 189.900,- stgr Verð með framhlíf án nudds. Áður kr. 98.800,- stgr Nú kr. 79.650,- stgr Nuddbaðkar 170x83 Emelerað stálkar með nuddi. Áður kr. 172.376,- stgr Nú kr. 137.900,- stgr Lúxus baðkar Extra djúp, formuð með handföngum. 180x83 cm kr. 38.990,- stgr 170x83 cm kr. 36.680,- stgr 170x75 cm kr. 23.650,- stgrFundar fært! TILRAUNASTARFSEMI og listræn áhætta af öllu tagi nýtur ein- att mikillar virðingar meðal áhuga- manna um leiklist, þó almennum áhorfendum sé slétt sama um slíkt og heimti umbúðalausa skemmtun öðru fremur. Færa má fyrir því rök að metnaðargjörn áhugaleikfélög séu kjörinn vettvangur fyrir tilraun- ir, slíkir hópar séu minna háðir efna- hagslegum forsendum sem sníða at- vinnumönnum þröngan stakk. Engu að síður er starfsemi íslenskra áhugaleikhópa heilt yfir með fremur hefðbundnu sniði, bæði hvað varðar verkefnaval og efnistök. Samt örlar á tilraunastarfsemi hjá áhugaleikfélögunum með reglulegu millibili, og nægir að nefna þar frjóa samvinnu Leikfélags Kópavogs og Ágústu Skúladóttur undanfarin leik- ár. Einnig hefur frumsköpun leikrita verið vaxandi þáttur í starfsemi sí- fellt fleiri félaga. Nú hefur Leikfélag Hafnarfjarðar sett á svið afar ný- stárlega sýningu (á íslenskan áhuga- leikhúsmælikvarða), Sölku miðil, þar sem spuni er notaður til að sviðsetja miðilsfund. Útkoman er athyglisverð og gefur leikhúsáhugafólki ágætt tækifæri til að skoða hvers spuni er megnugur og hverjar takmarkanir hans eru. Aðferð hópsins, og þá ekki síst leikstjórans, Ármanns Guðmunds- sonar, er að gera áhorfendur í raun að gestum á miðilsfundi. Leikhópur- inn er síðan innan um áhorfendur sem fundargestir auk miðils og að- stoðarfólks hennar, og ef íslenskur áhugaleik- húsheimur væri örlítið stærri hefði það vafa- laust aukið á áhrifa- mátt sýningarinnar að vita ekki hverjir voru leikarar og hverjir ekki. Hér er unnið markvisst með sam- band áhorfenda og við- burðar og tekst þessi þáttur sýningarinnar mjög vel. Vel útfærð og nost- ursamleg umgjörð jók mjög á trúverðugleik- ann, og hjálpar til að setja áhorfendur í spor fundargesta. Það verður til þess að væntingar breytast, við bíðum ekki lengur í of- væni eftir áhugaverðri atburðarás eða spennandi viðburðum. Og það var í kyrrlátum og tíðindalitlum köfl- um sýningarinnar sem áhrifamáttur aðferðarinnar var sterkastur. Þegar mikið gekk á komu annmarkar spun- ans í ljós. Eftir því sem skilaboðin að handan urðu dramatískari gekk leik- urum erfiðlegar að tjá viðbrögð sín – eðlilega – en það veldur áhorfendum vonbrigðum. Á þeim stöðum saknaði ég skrifaðs texta fyrir leikarana til að nota sem leið til að túlka líðan sína og viðbrögð. Óvæntur og frábærlega vel útfærður endir sýningarinnar var undantekningin frá þessu, enda töluðu þar atburðirnir sjálfir og skil- in milli leiks og raunveruleika hverfa. Um leikarana gildir það sem að ofan er sagt. Öll áttu þau af- bragðs leik í kyrrlátari köflum, en réðu síður við að skila djúpstæðri þjáningu eða flóknum tilfinningamálum til okkar, berskjölduð í þrengslum leikrýmisins og án stuðnings frá texta. Þótt Salka miðill heppnist ekki nema að hluta til sem leiksýning, telst hún í raun full- komlega vel heppnuð tilraun. Hún er athugun á aðferð, og sem slík leiðir í ljós möguleika og annmarka hennar og fyrir það ber að þakka. En listræn áhætta er fólgin í fleiru en formtilraunum. Þannig er það djarft hjá Leikfélagi Keflavíkur að gefa ungum höfundi tækifæri til að sjá sitt fyrsta leikverk lifna á fjöl- unum og það sem meira er, leyfa honum að sviðsetja það sjálfum, sem einnig er frumraun hans í því hlut- verki. Árangurinn er athyglisverður á öllum sviðum og ástæða til að óska Siguringa Sigurjónssyni og Leik- félagi Keflavíkur til hamingju með afraksturinn af þessari ferð út í óvissuna. Ráðalausir menn verður að teljast réttnefni á verkinu, en það fjallar um vandræði tveggja vina í kvennamál- um og ólíkar leiðir þeirra til að tak- ast á við þann vanda. Meðan drif- kraftur Jóa er fyrst og fremst greddan hverfur Siggi á vit rós- rauðra drauma um hið fullkomna samlíf karls og konu. Þeir rökræða og rífast um markmið og leiðir, sprengja draumablöðrurnar hvor fyrir öðrum, en hætta sér að lokum út á kjötmarkað næturlífsins. Árang- urinn er fyrirsjáanlegur, þetta eru ráðalausir menn. Siguringa lætur vel að skrifa sam- töl, þau eru lipur og á eðlilegu og til- gerðarlausu talmáli, og þau voru mörg hlátrarsköllin í Frumleikhús- inu á föstudagskvöldið. Verkið er þó fremur tíðindalítið, og ef til vill voru persónurnar ekki alltaf nógu skýrar, meiri spenna hefði skapast með skarpari andstæðum. Vonandi held- ur Siguringi nú áfram að skrifa fyrir leiksvið, reynslunni ríkari. Kannski kemur ekki síður á óvart hve vel höfundi tekst upp við svið- setninguna. Hún er tilgerðarlaus og eðlileg, eins og við á við frumflutn- ing, verkið var látið tala. Það er held- ur ekki amalegt fyrir nýbakaðan leikstjóra að hafa á að skipa jafn pottþéttum leikurum og þeir Jón Marinó Sigurðsson og Sigurður Svavar Erlingsson eru. Áreynslu- laus og afslöppuð sviðsnærvera þeirra, og gott næmi fyrir kómískum tímasetningum áttu ekki minnstan þátt í að gera Ráðalausa menn að verulega ánægjulegum félagsskap, hvort sem þeir Siggi og Jói myndu trúa því eða ekki. Tilraunanna virði LEIKLIST Leikfélag Hafnarfjarðar SALKA MIÐILL: Höfundar: Ármann Guð- mundsson, Gunnar Björn Guðmundsson og hópurinn, stjórnandi: Ármann Guð- mundsson, leikendur: Ármann Guð- mundsson, Gunnar Björn Guðmundsson, Hildur Kristmundsdóttir, Jón Stefán Sig- urðsson, Kristín Svanhildur Helgadóttir, Lárus Húnfjörð, Lilja Nótt Þórarinsdóttir, Pálmi Sigurjónsson, Sara Blandon, Sara Guðmundsdóttir, Snorri Engilberts og Sunna Björk Haraldsdóttir. Hafnarfjarð- arleikhúsinu 20. janúar 2003. SALKA MIÐILL Þorgeir Tryggvason Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Höfundurinn Siguringi Sigurjónsson ásamt leikurum Ráðalausra manna. Sigrún Eldjárn Leikfélag Keflavíkur RÁÐALAUSIR MENN: Höfundur og leik- stjóri: Siguringi Sigurðsson, leikendur: Jón Marinó Sigurðsson og Sigurður Svav- ar Erlingsson. Frumleikhúsinu 23. janúar 2003. RÁÐALAUSIR MENN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.