Morgunblaðið - 27.01.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.01.2003, Blaðsíða 11
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2003 11 Kringlan 6 - Stóri Turn - 550 2000 www.sphverdbref.is Besta ávöxtun skuldabréfasjóða 2002 Skuldabréfasjóður SPH Verðbréfa, skv. Lánstrausti hf. 13,2% STEFNT er að því að nýtt rafrænt eftirlitskerfi verði gangsett hjá Kauphöll Íslands fyrir lok febr- úarmánaðar. Kerfið, sem er frá Ástr- alíu og nefnist SMARTS, gerir starfsmönnum Kauphallarinnar kleift að fylgjast með viðskiptum á þeim tíma er þau fara fram með ná- kvæmari og auðveldari hætti en hingað til. Í því er útbúnaður sem vekur athygli starfsmanna Kaup- hallarinnar sérstaklega, ef óvenju- legar hreyfingar eiga sér stað í við- skiptakerfi Kauphallarinnar. Í desember síðastliðnum gerði Kauphöll Íslands samning við Kaup- höllina í Ósló um notkun á eftirlits- kerfinu SMARTS og þjónustu í tengslum við það sem kallast ob- SurveX. Kauphallirnar í Ósló, Kaupmanna- höfn og Stokkhólmi nota allar SMARTS-eftirlitskerfið en Kauphöll Íslands er í hinu svonefnda NOREX- samstarfi við þær. NOREX-kaup- hallirnar nota eitt sameiginlegt við- skiptakerfi, SAXESS, og munu því allar jafnframt vera með SMARTS- eftirlitskerfið þegar það hefur verið tekið í notkun í Kauphöll Íslands. Góð reynsla í Ósló Thomas Borchgrevink, starfsmað- ur kauphallarinnar í Ósló, hefur ver- ið hér á landinu að undanförnu til að aðstoða við uppsetningu SMARTS- kerfisins og fræða starfsmenn Kaup- hallarinnar um notkun þess. Hann kynnti kerfið fyrir fréttamönnum í fyrradag ásamt Þórði Friðjónssyni, forstjóra Kauphallarinnar. Fram kom í máli Borchgrevink að SMARTS-eftirlitskerfið sé meðal fullkomnustu eftirlitskerfa sem völ sé á í heiminum. Reynslan af notkun þess í kauphöllinni í Ósló sé mjög góð, en þar hafi kerfið verið í notkun frá árinu 1999. Hann sagði að eftirlitskerfið geri kauphöllum kleift að hafa mun betri yfirsýn yfir það sem sé að gerast á verðbréfamarkaðinum á hverjum tíma. Upplýsingarnar sem fram komi á markaðinum séu svo margar að erfitt sé að fylgjast með öllu því sem gerist án rafræns kerfis. Borchgrevink greindi frá dæmum um óeðlilega viðskiptahætti í kaup- höllinni í Ósló sem upp hefði komist um og hægt hefði verið að taka á, einmitt fyrir tilstilli SMARTS-eftir- litskerfisins. Hann sagði að án þess hefði verið erfitt að koma auga á það sem hefði verið að gerast í þessum tilteknu tilfellum. Hann sagði að SMARTS-eftirlits- kerfið hefði bætt verðbréfamarkað- inn í Ósló til muna og að hann teldi næsta víst að það sama muni og koma til með að gerast hér á landi. Þórður Friðjónsson sagði að SMARTS-eftirlitskerfið sé mjög öfl- ugt. Kauphöll Íslands muni hafa að- gang að reynslu hinna kauphallanna á Norðurlöndunum af notkun kerf- isins og því breyti það miklu að taka kerfið í notkun hér. Þær upplýsingar sem hægt verði að nálgast úr SMARTS-eftirlitskerfinu hafi hing- að til verið unnar eftir aðstæðum hverju sinni hjá Kauphöllinni. Að- stæður muni því breytast verulega. Kauphöllin tekur upp rafrænt eftirlitskerfi Morgunblaðið/Þorkell Thomas Brochgrevink í Ósló lýsir dæmi um hvernig upp komst um óeðli- lega viðskiptahætti í kauphöllinni fyrir tilstilli SMARTS-eftirlitskerfisins. PROTOCOL II-verkefnið, sem mið- ar að því að koma á fót ráðgjaf- arþjónustu fyrir fyrirtæki í al- þjóðaviðskiptum, var kynnt á Hótel Sögu. Í ávarpi sínu á fundinum sagði Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra að hægt væri að skapa gífurleg verðmæti hérlendis ef við byggjum við tollfrelsi við útflutn- ing til annarra Evrópulanda líkt og þau lönd sem flytja hingað inn iðn- aðarvörur. „Það erum miklir mark- aðshagsmunir í húfi sem ekki má gera lítið úr.“ Hann lagði áherslu á mikilvægi tollfrelsis og sagði ekki endilega skipta máli hversu háir tollarnir væru. Litlir tollar gætu haft mikil áhrif á heilu byggð- arlögin. Sagði hann tölfræðina ekki segja alla söguna og oft væri hún raunar versta lygin. Halldór vék að Evrópusamstarfi og minnti fundarmenn á að Íslend- ingar verði að beita skynsemi en einblína ekki um of á eigin hags- muni. Hann líkti Evrópuviðræðum við það þegar viðræður um kvóta- kerfið stóðu yfir á sínum tíma. Þá hafi margir fundið að þeim hug- myndum að fiskveiði væri stjórnað, menn hafi viljað frelsi og séð málið út frá þröngu sjónarhorni. Sagði hann að sömu viðhorf væru uppi hjá þeim sem andmæltu Evrópu- samvinnu nú. „Við megum ekki láta stjórnast af tilfinningarökum. Um- ræðan verður að stjórnast af skyn- semi,“ sagði Halldór Ásgrímsson. Protocol II-verkefnið var kynnt í kjölfar ávarps utanríkisráðherra af breskum prófessor, Stephen Hag- en. Fyrirtæki hans, InterAct Int- ernational, hefur ásamt Útflutn- ingsráði Íslands umsjón með verkefninu. Protocol II er í beinu framhaldi af Protocol-verkefninu sem Viðskiptaþjónusta utanrík- isráðuneytisins tók þátt í fyrir Ís- lands hönd. Sagði Hagen 75% þeirra fyrirtækja, sem tóku þátt í fyrra verkefninu, telja sig hafa hagnast á því. Í Protocol II er sér- stök áhersla lögð á þátt menningar og tungumáls í alþjóðaviðskiptum. Morgunblaðið/Þorkell Stephen Hagen og Halldór Ásgrímsson höfðu um margt að skrafa á fund- inum. Jón Ásbergsson hjá Útflutningsráði Íslands stýrði fundinum. Hægt að skapa gífurleg verðmæti með tollfrelsi HAGNAÐUR Fjárfestingarfélags- ins Straums nam 812 millónum króna í fyrra, en árið áður var 1.181 millj- ónar krónu tap af rekstrinum. Batinn milli ára er því um tveir milljarðar króna. Arðsemi eigin fjár var 12,8% fyrir skatta. Óinnleystur hagnaður af verð- bréfaeign nam 2 milljónum króna í fyrra, en árið 2001 var 143 milljóna króna óinnleyst tap af verðbréfum í eigu Straums. Heildareignir Straums lækkuðu um 3,8 milljarða króna, 32%, milli ára og námu 8 milljörðum króna um síð- ustu áramót. Skuldabréfaeign minnkaði um 2,6 milljarða króna, 92%, og nam rúmum tvö hundrum milljónum króna um síðustu áramót. Hlutabréfaeign jókst lítillega og nam tæpum 7,6 milljörðum króna. Þar af voru skráð innlend hlutabréf 6,5 milljarðar króna, óskráð hlutabréf 347 milljónir króna og skráð erlend hlutabréf tæpar 700 milljónir króna. Skuldir lækka um 95% Handbært fé minnkaði úr 1.240 milljónum króna í 142 milljónir króna milli ára. Skuldir minnkuðu um 4,2 milljarða króna, 95%, og námu rúmum tvö hundruð milljónum króna. Eiginfjár- hlutfall hækkaði úr 62,5% í 97,2%. Í fréttatilkynningu Straums vegna ársuppgjörs kemur fram að árið 2002 hafi verið félaginu hagstætt og Úr- valsvísitala Kauphallarinnar hafi hækkað um 16,7%. Bandaríkjadalur hafi veikst um 20,8% gagnvart krón- unni og því hafi erlend hlutafjáreign félagsins lækkað um sömu hlutfalls- tölu. Lækkun stýrivaxta Seðlabank- ans um samtals 4,3% á síðasta ári hafi haft góð áhrif á skuldabréf í eigu fé- lagsins. Miklar breytingar á eignasafni Þá segir í tilkynningunni að miklar breytingar hafi orðið á hlutabréfa- eign Straums í öðrum félögum í fyrra. Félagið hafi á árinu selt alla hluti sína í Tryggingamiðstöðinni, Keri, Þróunarfélagi Íslands og Olíu- verzlun Íslands, samtals að fjárhæð 5.230 milljónir króna. Sala þessara eignarhluta hafi skilað umtalsverðum gengishagnaði. Stærsti eignarhlutur Straums um áramótin var 4,9% hlutur í Eimskipa- félaginu að markaðsverði tæpir 1,6 milljarðar króna. Þá átti félagið 2,6% hlut í Íslandsbanka að markaðsverði rúmir 1,2 milljarðar króna, 13,9% hlut í SÍF að markaðsverði tæpur 1,1 milljarður króna, 2% hlut í Pharmaco að markaðverði 888 milljónir króna og 2,1% hlut í Baugi að markaðsverði 545 milljónir króna. ÍSB eignarhaldsfélag er stærsti hluthafi Straums með 22,2% hlut, næstur er Íslandsbanki með 11,7% hlut, Sjóvá-Almennar tryggingar eiga 7,9% hlut, Skeljungur á 6,3% hlut, Saxhóll á 5,7% hlut, en aðrir eiga innan við 5% hlut í félaginu. 812 milljóna hagnaður                                                                    !!"# !#"  #$%  !&'   "'&! &&%(  !$) $#*(+ %*(#                      ! "#  ! "#  !                   Ársuppgjör Fjárfestingarfélagsins Straums sýnir mikinn afkomubata NORSKIR handfærabátar gerðu það gott á síðasta ári. Ekkert annað veiðarfæri jók afla sinn jafnmikið í fyrra frá árinu áður. Fyrir vikið juku skakkarlanir afla- verðmæti sitt um einn milljarð króna það árið. Á því svæði sem Norges Raafisklag, fisksölusamtök sjómanna, sjá um fisk- sölu, koma á land um 65% af afla þeim sem landað er af norskum skipum mælt í verðmætum. Á síðasta ári var landað 140.000 tonnum af þorski á þorski á yf- irráðasvæði samtakanna, sem er nánast sami afli og árið áður. Þrátt fyrir það er um verulega aflaaukningu handfærabáta að ræða, en afli þeirra jókst um 8.000 tonn á árinu og varð alls 22.000 tonn. Beztu aflabrögðin á færin hafa verið við Austur-Finnmörku. Mikil veiði þar á vordögum leiddi til þess að þorskaflinn fór úr 2.600 tonnum árið 2001 í 15.000 tonn í fyrra, sem er tæplega sexföldun. Í Vestur-Finnmörku dróst aflinn hins vegar saman um 64% eða 4.000 tonn, en afli á handfæri jókst í Tromsfylki um 20% og á Norðurlandi (Nordland) um 7%. Aukningin starfar af aukinni sókn með handfæri, en kaupendum á fiski fjölgaði líkaí Finnmörku. Þorskveiðar í net dróg- ust hins vegar saman um 7.000 tonn samtals, en við Vestur-Finnmörku var samdrátturinn 5% og 22% austan megin. Veiðar í net gengu vel við Lófóten og var ríflega helmingur leyfilegs afla tek- inn í netin. Aukin veiði á handfæri við Noreg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.