Morgunblaðið - 27.01.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.01.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2003 29 DAGBÓK HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN Laufásvegi 2, 101 Reykjavík, s. 551 7800, fax 551 5532. NETFANG hfi.@islandia.is Handverk Stutt og löng námskeið Þjóðbúningar kvenna: 27. jan. - 7. apríl, mán. kl.19.30 - 22.30 Þjóðbúningar kvenna: 30. jan. - 10. apríl, fim. kl 15.00 - 18.00 Möttull: 30. jan. - 27. feb., fim. kl 15.00 - 18.00 Þjóðbúningar karla: 3. feb.-14. apríl, mán. kl 15.00 - 18.00 Tóvinna: 4. feb. - 4. mars. þri. kl. 19.30 - 22.30 Knipl: 5. feb.-26. mars, mið. kl. 16.00 - 19.00 Knipl: 5. feb.-26. mars, mið. kl. 19.30 - 22.30 Myndvefnaður: 6. feb. - 27. mars, fim. kl. 19.30 - 22.30 Orkering: 12. feb. - 12. mars, mið. kl. 19.30 - 22.30 Baldýring: 17. feb. - 7. apríl, mán. kl. 15.00 - 18.00 Baldýring: 17. feb. - 7. apríl, mán. kl. 19.30 - 22.30 Fatasaumur: 27. feb. - 10. apríl, fim. kl. 19.30 - 22.30 Útskurður: 10. feb. - 10. mars, mán. kl. 10.00 - 13.00 Útsaumur: 12. feb. - 12. mars, mið. kl. 19.30 - 22.30 Sauðskinnsskór: 22. feb. -1. mars, lau. kl 10.00 - 13.00 Skautbúningur og kyrtill: fyrirlestur 2. mars, sun. kl. 14.00 Vattarsaumur: 11. mars - 20. mars, þr. og fim. kl. 19.30 - 22.30 Þæfing: 7. mars. - 4. apríl, fö. kl. 14.00 - 17.00 Þæfing: 8. mars - 5. apríl, lau. kl. 10.00 - 13.00 Þæfing: 8. mars - 5. apríl, lau. kl. 14.00 - 17.00 Hekl: 19. mars - 9. apríl, mið. kl. 19.30 - 22.30 Spjaldvefnaður: 3. apríl - 22. mai, fim. kl. 19.30 - 22.30 Vattarsaumur: 1. apríl - 22. apríl fim. kl. 19.30 - 22.30 Krók- og spaðafaldur: fyrirlestur: 29. apríl, þri. kl. 20.00 Faldbúningur: námskeiðaröð í gangi, laus pláss. Ódagsett námskeið á vorönn. Fótvefnaður - Keðjugerð - Víravirki Prjón - Lopapeysur - Leppar - Sjöl Gjafabréf - tilvalin tækifærisgjöf Upplýsingar og skráning virka daga frá kl. 10-19 Sími 551 7800 • Fax 551 5532 Netfang: hfi@islandia.is www.islandia.is/~heimilisidnadur verða með Biblíulestra í Breiðholtskirkju í umsjón dr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar, tíu fimmtudaga frá 30. janúar til 3. apríl 2003 kl. 20:00-22:00. Verð kr. 4.000. Skráning á Biskupsstofu í síma 535 1500. www.kirkjan.is/leikmannaskoli/ Leikmannaskóli þjóðkirkjunnar og Reykjavíkurprófastsdæmi eystra Upledger höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð „Introduction to CranioSacral Therapy“ námskeið verður haldið 31. janúar og 1. febrúarí Lionshúsinu, Sóltúni 20 Rvík. Einnig 8. og 9. febrúar á Akureyri. Námskeiðið er ætlað almenningi, sem vill fræðast um meðferðina og læra grunnhandtök til að nota á sína nánustu, og fagfólki, sem vill kynna sér þetta frábæra meðferðarform. Kennarar eru Erla Ólafsdóttir, sjúkraþjálfari, og Birgir Hilmarsson, nuddfræðingur, en þau hafa réttindi frá Upledger Institute. Verð kr. 15.000, kennslubók innifalin. Upplýsingar í s. 566 7803, Erla, eða 864 1694, Birgir. Námið Upledger CST-1 verður 1. til 4. mars. Cranio Sacral Therapy á Íslandi. www.craniosacral.is Bankastræti 11 sími 551 3930 Útsala 20-50% afsláttur VIÐ skulum líta á enn eina þraut, sem Þórður Sigfússon valdi úr safni sínu og setti á heimasíðu Bridssambands- ins. Spilið fann Þórður í grein eftir Sylviu Philipson í sænska tímaritinu Bridge- tidningen frá árinu 1969: Norður ♠ KG108 ♥ KD ♦ 65 ♣D7643 Vestur Austur ♠ 432 ♠ 5 ♥ ÁG8 ♥ 96432 ♦ G432 ♦ K109 ♣852 ♣KG109 Suður ♠ ÁD976 ♥ 1075 ♦ ÁD87 ♣Á Suður spilar sex spaða og fær út tromp. Hvernig er hægt að ná í tólf slagi? Þegar búið er að berja þetta spil augum í nokkurn tíma liggur ljóst fyrir hver vandinn er: Það er útspilið! Vestur mun trompa aftur út þegar hann kemst inn á hjartaás og þá verður aðeins hægt að fá sjö slagi á tromp. Og þrílitur vesturs í trompi gerir það að verkum að erfitt er að nýta fimmta laufið, þótt það á endanum fríist. En spilið er einkennilegt að því leyti að við borðið gæti byrjandi hæglega unnið það „óvart“. Það spilar sem nefnilega nokkurn veginn sjálft. Tígli er svínað í öðrum slag og síðan er laufásinn tekinn. Hjarta er að spilað að hjónunum og vestur tekur með ás og trompar aftur út. Það er tekið í borði, lauf trompað, hjartakóngur tek- inn og lauf trompað aftur. Þá er tígulás tekinn og tígull stunginn í borði. Staðan er nú þessi: Norður ♠ K ♥ – ♦ – ♣D7 Vestur Austur ♠ 4 ♠ – ♥ G ♥ 96 ♦ G ♦ – ♣– ♣K Suður ♠ Á ♥ 10 ♦ 8 ♣– Lauf úr borðinu er tromp- að og við það þvingast vestur í þremur litum, þar á meðal í tromplitnum! Ef hann hend- ir öðrum rauða gosanum, spilar sagnhafi þeim lit og endurtekur þvingunina. Í borði bíða hæsta trompið og frílauf. Þessi fágæta staða er köll- uð „Sidney-þvingun“, en Ástralinn Tim Seres er sagð- ur hafa uppgötvað hana fyrstur manna. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson ÁRNAÐ HEILLA STJÖRNUSPÁ Frances Drake VATNSBERI Afmælisbörn dagsins: Afmælisbarn dagsins er skipulagt og jákvætt en á það til að hafa of miklar áhyggjur út af engu. Það skemmir. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það er vandi að velja og því meiri þeim mun fleira sem í boði er. Vertu óhrædd/ur við nýjar hugmyndir. Þær geta orðið að raunveruleika. Naut (20. apríl - 20. maí)  Með réttum ákvörðunum átt þú að geta komið málum svo fyrir að þú þurfir ekki að hafa fjárhagsáhyggjur. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Skipuleggðu tíma þinn svo að þú komir sem mestu í verk á sem skemmstum tíma. Gakktu samt ekki fram af sjálfri/um þér. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Gefstu ekki upp þótt í móti blási. Hafirðu eftirsjá get- urðu aðeins kennt sjálfum/ri þér um svo það er ekki eftir neinu að bíða. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það er nauðsynlegt að gefa sér tíma til þess að setjast niður með sínum nánustu og ræða málin. Þér liði betur ef þú reyndir að vera örlítið já- kvæðari. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú hefur slegið pappírsvinnu á frest en getur nú ekki leng- ur skotið þér undan henni. Það mun reynast þér auð- veldara en þú bjóst við í upp- hafi. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það er ekki nóg að sýna áhuga í orði ef hann er ekki á borði líka. Vertu fyrri til að rétta fram sáttahönd, því sjaldan veldur einn þá tveir deila. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Tilboðin berast til þín úr öll- um áttum svo þú ert í mestu vandræðum með að ákveða hverjum þú átt að taka og hverjum ekki. Rístu upp! Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Nú reynir aldeilis á þig í starfi og eins gott að þú sért með þitt á hreinu. Við- urkenndu takmörk þín og einbeittu þér að starfinu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Stundum stendur maður frammi fyrir fleiri mögu- leikum en hægt er að sinna. Vertu áfram alæta á bækur. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Eitthvað á eftir að koma þér svo á óvart að þú munt undr- ast þín eigin viðbrögð. Þau eru fullboðleg og aðrir geta lært margt af vinnubrögðum ykkar. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Vertu óhrædd/ur við breyt- ingar því þær eru nauðsyn- legur þáttur af tilverunni. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Ljósmyndaverið Skugginn BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 10. ágúst 2002 í Sel- fosskirkju af sr. Gunnari Björnssyni þau Jóhanna Snædís Hermannsdóttir og Sigurður Örn Gunnarsson. Leggðu þig á láðið Leggðu þig á láðið, hvar lækjarbunur hvína. Farðu svo að þenkja þar um þig og sköpunina. Horfðu á jörð og himinsfar, hafsins firna díki. Gættu að rétt, hver þú ert þar í þessu stóra ríki. Við þá skoðun, vinur minn, verður lyndið hægra, og daginn þann mun drambsemin duftinu hreykja lægra. Sigurður Breiðfjörð LJÓÐABROT 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 e5 6. Rdb5 d6 7. Bg5 a6 8. Ra3 b5 9. Bxf6 gxf6 10. Rd5 f5 11. Bd3 Be6 12. 0-0 Bxd5 13. exd5 Re7 14. c3 Bg7 15. Dh5 e4 16. Bc2 0-0 17. Hae1 Dc8 18. Bb3 a5 19. Dg5 Db7 20. f3 h6 21. Dg3 a4 22. Bc2 b4 23. Rc4 Dxd5. Staðan kom upp í A-flokki Corus skákhátíðarinnar sem fram fór í Wijk aan Zee. Alexey Shirov (2.723) hafði hvítt gegn Vlad- imir Kramnik (2.807). 24. fxe4! Dxc4 25. exf5 Rd5 26. f6 Rxf6 27. Hxf6 Hvítur hefur nú end- urheimt manninn sinn með vöxtum þar eð kóngs- staða svarts er afar veik en mis- litu biskuparnir hjálpa honum í sóknaratlögunni. 27. … Hae8 28. Hef1 He2 29. Bd3 Dc5+ 30. Kh1 He3 31. H6f3 Hxf3 32. Dxf3 bxc3 33. bxc3 De5 34. c4 Kh8 35. Bc2 Da5 36. Dd3 f5 37. Dxd6 Dc3 38. Bd3 Dd2 39. c5 Dxa2 40. c6 Hg8 41. Dg6 Hf8 42. c7 Dg8 43. Dc6 Hc8 44. Ba6 og svartur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. 50 ÁRA afmæli. Í dag,mánudaginn 27. jan- úar, er fimmtug Bára H. Sigurðardóttir, Lyng- brekku, Dalabyggð. Bára og eiginmaður hennar, Sig- urður B. Hansson, verða að heiman í dag. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Ljósmyndaverið Skugginn BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 27. júlí 2002 í Selfoss- kirkju af sr. Úlfari Guð- mundssyni þau Kristín Arna Hauksdóttir og Stef- án Ingimar Þórhallsson. Ljósmyndaverið Skugginn BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 10 ágúst 2002 í Lága- fellskirkju af sr. Pálma Matthíassyni þau Íris Lind Ævarsdóttir og Bjarki Þór Atlason. Ókeypis lögfræðiaðstoð öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012 frá okt.-apríl Orator, félag laganema

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.