Morgunblaðið - 27.01.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.01.2003, Blaðsíða 22
MINNINGAR 22 MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, LÚÐVÍK REIMARSSON, frá Heiðatúni, lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja miðvikudaginn 22. janúar sl. Kristín Sveinsdóttir og fjölskylda þeim efnum – almættið, pólitík eða DeCode. Þjóðfélagsumræðunni var snarlega snúið upp í grín í formi kvæðabálka. Björn var fljúgandi hagmæltur – oft og tíðum talaði hann í stuðlum og höfuðstöfum. Björn var hirðskáldið sem alltaf var hægt að leita til þegar á þurfti að halda fyrir hverskonar uppákomur – árshátíðir, skemmtikvöld eða stóraf- mæli kórfélaga. Einstakur eiginleiki sem enginn gat eftir honum leikið. Fráfall Björns Þórleifssonar er okkur í Kór Akureyrarkirkju þung- bært áfall. Skarð hans verður ekki fyllt. Við þökkum af heilum hug fyrir samfylgdina. Þungbærust er þó sorg eftirlifandi eiginkonu, barna og annarra að- standenda. Þeim öllum vottum við okkar dýpstu samúð og biðjum allar góðar vættir að styðja þau og styrkja. Kveðja frá Háskólanum á Akureyri Björn Þórleifsson stundaði meist- aranám í kennaradeild Háskólans á Akureyri. Björn var í leyfi frá starfi nú í vetur og stefndi á að ljúka nám- inu nú í vor eða sumar áður en hann sneri aftur til starfa sem skólastjóri Brekkuskóla. Það var kennurum hans og samnemendum mikil harma- fregn þegar fréttist af láti Björns. Björn var kappsamur í náminu og honum fórst það vel úr hendi. Hann hafði langa reynslu af vinnu í skólum sem kom honum vel í náminu, var reiðubúinn að leggja á sig mikla vinnu við að takast á við erfið efni til skilnings og honum lét vel að koma slíku efni frá sér hvort sem það var í töluðu máli eða rituðu. Svo orti hann vísur um margt sem fyrir bar í tím- um sér, öðrum nemendum og kenn- urum til skemmtunar. Glaðværð og velvild einkenndu framgöngu hans alla í náminu. Það er mikill sjónar- sviptir að honum úr þeim góða hópi sem stundað hefur nám til meistara- prófs í kennaradeild. Ég votta öllum aðstandendum Björns innilega hluttekningu og samúð. Minning hans lifir með okk- ur. Megi Guð varðveita hann. Þorsteinn Gunnarsson. Genginn er góður samstarfsmaður og fádæma skemmtilegur félagi. Við sem vorum svo heppin að fá að vinna með Birni í félagsþjónustunni fyrir nokkrum árum – í gegnum mikið breytingaskeið hjá Akureyrarbæ – verðum ævinlega þakklát fyrir þann tíma. Björn hafði sérstakan hæfi- leika til að létta öðrum lundina og auðveldaði þannig marga viðureign við krefjandi verkefni. Hann bjó yfir þeirri snilligáfu að sjá og túlka marg- ræðni orða, ýmist í bundnu máli eða óbundnu. Björn ákvað svo að skipta um vett- vang og snúa sér á ný að skólastarfi og taka við stjórn Brekkuskóla – þar sem einnig voru miklir breytinga- tímar. Það tók okkur langan tíma að venjast því að hafa hann ekki við hlið okkar á Búsetu- og öldrunardeild bæjarins (eða Bús- og öl eins og Björn tók upp á að kalla hana) svo góð áhrif hafði hann á fólk í kringum sig. Hann skildi eftir hjá okkur fjöl- margar góðar minningar sem ekkert fær grandað. Við munum seint venjast tilhugs- uninni um að Björn hafi kvatt þenn- an heim en verðum eins og þeir fjöl- mörgu sem nú syrgja góðan dreng að reyna að sætta okkur við hana. Hug- ur okkar er hjá fjölskyldu hans sem tekst á mikla og erfiða sorg. Megi Guð styrkja þau og leiða. F.h. fyrrum samstarfsfólks á fé- lagssviði Akureyrarbæjar, Kristín Sóley Sigursveinsdóttir, Þórgnýr Dýrfjörð. Kveðja frá Golfklúbbnum Hamri á Dalvík Það mun hafa verið vorið 1989 sem Björn Þórleifsson kom að máli við okkur bræður, sem þá gáfum út viku- blað á Dalvík, og viðraði þá hugmynd að stofna golfklúbb. Skemmst er frá að segja að þeirri hugmynd var fylgt eftir og klúbbur stofnaður í Berg- þórshvoli 15. júní 1989. Björn var kjörinn fyrsti formaður Golfklúbbs- ins og æ síðan hefur klúbburinn notið góðs af því starfi sem hann átti svo stóran þátt í að skapa og móta. Björn var ævinlega fljótur til verka, agað- ur, vandvirkur, þrautseigur og úr- ræðagóður. Hann átti auðvelt með að ná heildarsýn yfir þau verk eða vandamál sem við var að glíma hverju sinni. Kom með einfaldar og auðskiljanlegar útskýringar og þeg- ar það átti við fylgdi með eitt eða annað spaugilegt. Ef talað var á léttum nótum kom gjarnan sérstakur svipur á Björn. Augun ljómuðu og bros færðist yfir andlitið, síðan kom gjarna vísa, ein eða fleiri, allt vandaður kveðskapur. Það eru aðeins nokkrir mánuðir liðnir frá því við kvöddum Hjalta Haraldsson sem við kölluðum stofn- anda Golfklúbbsins. Nú kveðjum við fyrsta formanninn. Við kveðjum góð- an dreng, skemmtilegan félaga og af- burðamann á fleiri en einu sviði. Við vottum eiginkonu, börnum og barna- börnum okkar dýpstu samúð og biðj- um góðan Guð að blessa þau. Fh. Golfklúbbsins Hamars, Guðm. Ingi Jónatansson. Sunnudaginn fyrir viku, í stilltu, fallegu vetrarveðri var saman kom- inn hópur vina sem undanfarin sum- ur hefur sér til ánægju og heilsubót- ar rölt saman um fjöll og firnindi. Í hróplegri mótsögn við fegurð dags- ins var tilefni þessa fundar harm- þrungið og óvænt. Við vorum saman komin að minnast góðs vinar og fé- laga, Björns Þórleifssonar, sem svo skyndilega er fallinn frá. Með fráfalli Björns er skarð höggvið í vinahópinn sem ekki verður fyllt. Göngu- og vinahópurinn hefur kallað sig því sérkennilega nafni „Sjaldan er bagi að bandi“, en ekki verður saga þeirr- ar nafngiftar rakin hér. Hópurinn samanstendur af vinum sem hafa þekkst meira og minna síð- an í menntaskóla og sumir frá upp- hafi skólagöngu á sjötta áratug síð- ustu aldar. Árin eru því farin að telja. Form- lega var gönguhópurinn þó ekki stofnaður fyrr en fyrir u.þ.b. tíu ár- um. Við höfum oft spurt okkur að því, hvað fær fólk misjafnlega vel á sig komið til að ganga með þungar byrð- ar á bakinu og klöngrast um gil og gjótur dögum saman – og það meira að segja stundum í lemjandi roki og rigningu. Það vita þeir einir sem reynt hafa að fátt er meira gefandi og skemmtilegra en að vera með góð- um vinum og njóta útiveru í íslenskri náttúru. Sumarferðin hefur ávallt verið okkur mikið tilhlökkunarefni. Í þessum ferðum var Björn eig- inlega síyrkjandi. Á einhverri þúf- unni þegar áð var í miðri fjallshlíð í Víknafjöllum sumarið 1996 og hóp- urinn átti enn eftir töluvert klifur í 900 metra hæð varð þessi vísa til: Teygjast vöðvar, titrar sin, tekur í pokaskrattann. Skjálfa á mér lærin lin, leggjum enn á brattann. Vísan varð auðvitað kærkomin hvatning til frekari dáða. Að afrekinu loknu, var horft af fjallsbrúninni yfir Flateyjardalinn: Að Heiðarhúsum flykkist flokkur fótahvatur, bíður mín þar bæli og matur, ég býst við að ég leggist flatur. Að morgni næsta dags: Frá bakpokalýðnum sem bældi hér flet á bringu, síðu og herðum heyrði ég einstaka hljóðlátan fret og hrotur af öllum gerðum. Þessi einstaki hæfileiki Björns fékk notið sín vel í gönguferðunum og skipta vísurnar nú tugum og eru okkur félögunum ómetanlegar. En í minningunni er líka skemmtileg frá- sögn, full af hlýju og glettni, sem fléttast við bundið mál og myndir í ferðasögum sem hann ritaði eftir hverja ferð. Allir sem kynntust Birni á lífsleið- inni vissu hvaða mann hann hafði að geyma. Við þurfum ekki að fjalla um það hér en viljum frekar í þessu minningarbroti af eigingirni okkar greina frá því hve lánsöm við vorum að eiga hann sem félaga og vin og að hafa upplifað allar þessar skemmti- legu stundir saman. Þær minningar eru dýrmætar og verða aldrei frá okkur teknar. Okkur er ofarlega í huga ferðin í Svarfaðardal sumarið 2001. Helgina eftir nokkurra daga gönguferð um nærliggjandi dali, heiðar og fjalla- skörð var efnt til ættarmóts göngu- hópsins að Húsabakka. Hópurinn ásamt afkomendum var um fimmtíu manns. Á Húsabakka voru Björn og Júlla hagvön og því allt skipulag í þeirra höndum. Björn stjórnaði að sjálfsögðu matseldinni sem ætti reyndar ekki að koma neinum á óvart sem til þekkja. Fánahyllingin við setningu mótsins á laugardags- morgni er ógleymanleg, bókaleikur- inn og svarfdælski marsinn á ballinu um kvöldið ekki síður. Þetta var Björn og hann var á heimavelli. Með Birni er genginn góður drengur og félagi. Eftir lifa myndir og minningar í hugum okkar allra – ekki eingöngu þau brot sem hér eru dregin upp heldur svo ótal, ótal margt. Blessuð sé minning Björns Þórleifssonar. Við biðjum góðan guð að styrkja okkar kæru vini, Júllu, börnin, tengdabörnin, barnabörnin og aðra aðstandendur. Vinirnir í gönguhópnum. Fallinn er frá, í blóma síns aldurs, sá góði drengur Björn Þórleifsson skólastjóri Brekkuskóla á Akureyri. Samstúdent frá MA ’67 og sam- starfsmaður. Ekki kynntist ég Birni náið í MA, við hrærðumst ekki í sömu kreðsum. Miklu betur kynntist ég honum á örlagastundu þegar hann tók við stjórn Brekkuskóla í umróti og áföllum sameiningar og örra breytinga. Oft datt mér í hug Ney marskálkur hinn franski, sem varði undanhaldið frá Rússlandi 1812. Aldrei gefið eftir og alltaf barist til þrautar, enda Björn marghertur af störfum í félagsmálabatteríi bæjar- ins. Hann var jafnnæmur á þarfir sinna manna og vörn gegn áföllum sem á dundu. Nú tókust með okkur ný kynni, þroskaðri, en samt einstaklega hlý og skemmtileg. Stundum ávörpuðum við hvor annan „kæri skólabróðir“, eða hann mig Sivertus og ég hann Ursus, enda undirvísaði jesúítinn síra Loftsson okkur í latínu í MA. Samstarfsfólk okkar henti að þessu góðlátlegt gaman. Við bentum á að þau bönd er knýttu samstúdenta væru sterkust allra banda. Margoft tókum við dæmið um Oddsson, Stef- ánsson og Íslenska erfðagreiningu máli okkar til stuðnings. Björn var jafnan árla uppi og ritari um svipað leyti. Sú ófrávíkjanlega regla varð til að ég stakk haus í skrif- stofudyr hans og innti eftir speki morgun hvern. Aldrei kom ég að tómum kofa. Nýort vísa, skólamál, menning, bækur eða kjaftasaga. Þetta ræddum við stuttlega, oft djúpt. Ég var ævinlega glaðari eftir þessa stuttu fundi enda var Björn mér einstaklega vænn. Það var gott að vinna undir regimenti hans. Nú sakna ég vinar í stað. Mestur söknuður er samt kveðinn að Júlíönu konu hans og börnum. Það má sann- arlega vitna í Hóratíus og segja um Björn: „Exegi monumentum aere perennius“ (Hann reisti sér vörðu eyri eldri). Vert þú kært kvaddur, þakkir fyr- ir mig og mína. Sigurður Eggert Davíðsson. Björn Þórleifsson var einn sá ynd- islegasti maður sem ég hef kynnst. Hann var einnig langbesti skólastjóri sem ég hef haft fram að þessu. Björn var alltaf brosandi þegar ég mætti honum, hvort sem það var í skólan- um eða utan hans. Hann var einn sá lífsglaðasti maður sem ég hef nokk- urn tímann kynnst. Björn var líka allur af vilja gerður til þess að hjálpa þeim sem voru hjálpar þurfi. Þegar mér var sagt frá láti hans vildi ég ekki trúa því, mér fannst að það gæti ekki verið og finnst það enn. En því miður er það satt. Samt sem áður mun Björn lifa í minningu okkar sem þekktum hann. Ég votta ástvinum Björns mína dýpstu samúð. Megi Guð vaka yfir þeim. Kristján Sigurðarson, nemandi í Brekkuskóla. Í lífi sérhvers manns er það ætíð stór hópur sem kemur að því að gera mann að því sem maður er. Oft er staða hvers og eins óskilgreind enda engin þörf á því þegar allt leikur í lyndi. Þegar einn úr þessum hópi fellur skyndilega frá finnum við mik- ilvægi hans skýrt. Eftir situr sár söknuður. Björn var hluti af mínum hópi. Hann var frændinn í fjölskyldunni, yngstur sinna systkina en eldri en þau frændsystkini sem ég lék mér mest með. Þótt árin milli okkar væru ekki mörg nægðu þau til þess að ég leit upp til hans. Í mínum huga kunni hann margt fyrir sér, hann var fynd- inn og uppátækjasamur en á sinn hógværan, ábyrga og umhyggju- sama hátt. Eftir á að hyggja var Björn óvenjuleg blanda foreldra sinna, hafði glettni og kátínu móður sinnar en orðkyngi og dulúð föður síns. Hann hafði ljúfa lund en hún var e.t.v. dýpri og kvikari en hann lét í ljós. Ekkert var honum auðveldara en að kasta fram vísu eða skrifa lipr- an texta en hann var langt frá því að vera sí malandi. Þótt samskipti okkar Björns hafi ekki verið tíð voru þau ávallt góð. Hann brást vel við beiðni um að skrifa kafla í bók um efri árin og eins og væntingar stóðu til var það afar vel gert. Ég dáðist að vísnafimi hans, hvort heldur sem var á jólakortum eða þegar heyrðist til helstu hagyrð- inga landsins í útvarpinu. Ég var stoltur af störfum hans sem skóla- stjóri og fannst ekki erfitt að að ímynda mér hvers vegna honum fórst það svo vel úr hendi. Ég kveð frænda minn. Eftir stend- ur þakklæti fyrir að hafa verið mikl- vægur hluti þess hóps sem að mér stóð. Eiginkonu, börnum og nánustu aðstandendum sendi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Hörður Þorgilsson. Lífið er eins og að hlaupa. Maður leggur af stað úthvíldur og hress og tilbúinn til að horfast í augu við ferðina. Við hlaupum hratt og sjáum alltaf eitthvað nýtt á leiðinni. Svo þegar líða tekur á ferðina förum við að verða þreytt, jafnvel hugsum um að gefast upp. Sumir harka þetta af sér og halda áfram. Aðrir ákveða að gefast upp og stoppa. Við getum ekki áfellst þá sem stoppa, kannski hefur eitthvað gerst á leiðinni sem skildi eftir sár á viðkvæmum stað og þeir sjá sér ekki fært að halda áfram, þolið er ekki meira, eða þeir sjá ekki tilgang með því að hlaupa. Maður veit aldrei. Margt getur gerst á leiðinni, við getum hrasað, runnið og jafnvel dott- ið. Sumir sem detta, detta svo illa að þeir geta ekki haldið áfram. Aðrir halda áfram en fara sér hægt til að byrja með. Sumir halda áfram á full- um hraða en það getur komið þeim í koll seinna meir. En stundum getur okkur verið hrint af öðrum hlaupara. Oft getum við komið að brekkum, en höldum samt áfram og komumst yfir þær, en getum verið þreytt eftir þær, sumir jafna sig, aðrir ekki. Kannski hittum við einhvern á leiðinni og verðum samferða honum og það ger- ir ferðina ánægjulegri jafnvel auð- veldari. Þegar kemur að leiðarlokum eru margir orðnir þreyttir eftir erfiða ferð. Sumum léttir að vita að leiðinni er brátt lokið. Sumir eru ekki tilbún- ir til að stoppa og vilja halda áfram en líkami þeirra leyfir það ekki, svo þeir neyðast til að stoppa. Margir hafa hugsað út í það hvað muni taka við eftir að þeir stoppi en enginn veit það fyrir víst, það eina sem við vitum er að einhvers staðar, einhvern tím- ann, stoppum við. Nú er Björn hættur að hlaupa en við höldum áfram. Hann var góður maður og við eigum eftir að sakna þess að sjá hann ekki brosandi í skól- anum. En minningin um hann á eftir að lifa áfram í skólanum um ókomna tíð. Við vottum fjölskyldu hans sam- úð okkar. Blessuð sé minning hans. Fyrir hönd nemenda Brekkuskóla, Katrín María Víðisdóttir 10. B., Arnbjörg Jónsdóttir 10. B. Kær vinur minn og svili um langt árabil, Björn Þórleifsson, er nú fall- inn frá. Mikill harmur er þar kveðinn öllum þeim sem til hans þekktu og stórt skarð fyrir skildi í því samfélagi sem hann helgaði starfskrafta sína. Hvar sem Björn bjó til lengri eða skemmri tíma setti hann mark sitt með fallegum, skapandi hætti og ábyrgðarstörfin sem honum voru fal- in, öfluðu honum trausts, vinsælda og vináttu. Björn var búinn svo fjöl- þættum gáfum og hæfileikum að mér fannst oft undrum sæta, en það sem einkenndi viðmót hans var örlátur, leiftrandi húmorinn og hlýleg nær- vera. Það vakti oft aðdáun mína hve einbeitt og fumlaust hann gekk til allra verka bæði stórra sem smárra og hafði ráð undir rifi hverju. Ég veit af okkar kynnum að Björn átti auðveldara með að sinna annarra vanda en opna fyrir sínar eigin dýpstu tilfinningar. Ég held að hann hafi ekki verið einsog reyrinn mjúki sem beygir sig undan storminum og réttir síðan af í heilu lagi. Björn var líkari sterkri eik sem vildi standa allt af sér, en í mestu gerningaveðrum getur slíkur stofn snögglega brotnað svo óafturkræft er. Á þessari stundu er mér efst í huga sá missir og sú mikla sorg sem hefur kvatt sér dyra hjá Júlíönu og öllum börnunum. Einsog órjúfanleg heild fannst mér Björn og Júlla. All- ar þær dýrmætu gleðistundir sem við áttum saman eru ómetanlegar. Samvinna þeirra hjóna og gestrisni var einstök og á fallegu heimilinu var vinum og vandamönnum ætíð tekið opnum örmum. Elsku Júlla, Tolli, Héðinn, Lárus Arnór, Þórhildur og Sigga Ásta, ég bið Guð að veita ykkur styrk, huggun og bjartsýni til þess að takast á við það sem framundan er. Erlingur Páll Ingvarsson. Traustur félagi er genginn á braut. Við erum þakklát fyrir að hafa verið samstiga Birni örfá spor á lífsgöngunni þar sem gæfa fylgdi hverju þeirra. Aðstand- endum vottum við okkar dýpstu samúð með þá huggun harmi gegn að minning um góðan dreng lifir. Félag skólastjóra á Norðurlandi eystra. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.