Morgunblaðið - 27.01.2003, Blaðsíða 16
UMRÆÐAN
16 MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
bílar
ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM
SMÁAUGLÝSING
AÐEINS 995 KR.*
Áskrifendum Morgunblaðsins
býðst smáauglýsing fyrir aðeins 995 kr.*
Pantanafrestur er til kl. 12 á þriðjudögum.
* 4 línur og mynd.
HAFÐU SAMBAND!
Auglýsingadeild Morgunblaðsins sími 569 1111 eða augl@mbl.is
vaxtagreiðslur af lánum. Nettóáhrif-
in nema því 2,3 milljörðum króna,
eða um 0,6% af þjóðartekjum árið
2001.
Vafasamar kostnaðar-
og tekjuforsendur
Veruleg óvissa ríkir um helstu
áhrifaþætti sem varða afkomu
Kárahnjúkavirkjunar. Samkvæmt
mati Landsvirkjunar virðist sá
möguleiki hafa verið útilokaður fyr-
irfram, að verkefnið geti farið fram
úr áætlun svo neinu nemi. Slíkt er
algerlega óraunhæft í ljósi þess að
almenn reynsla af risaverkefnum af
þessum toga er sú, að þau fari að
meðaltali um 30–40% fram úr kostn-
aðaráætlun, oft miklu meira. Einnig
virðist ólíklegt að forsendur um ál-
verð standist, ekki síst í ljósi þess að
í svari borgarhagfræðings við
spurningu borgarfulltrúa um málið
kemur fram að jafnvel framkvæmd-
araðilinn sjálfur telji meiri líkur á
því en minni, að álverð verði nokkuð
undir viðmiðunarmörkum. Ef rétt
væri, að aðeins væru 1% líkur á að
ábyrgðir féllu á eigendur, þyrfti
auðvitað engar ábyrgðir.
100 milljarða fjárfesting í 450
störfum er ekki skynsamleg fjár-
festing þegar ljóst er að hún stend-
ur ekki undir eðlilegri arðsemis-
kröfu. Það kemur hins vegar ekki á
óvart að Alcoa hafi mikinn áhuga á
að framkvæmdin verði að veruleika.
Líklegt er að fyrirtækið hafi góðan
arð af rekstri álversins, ólíkt eig-
endum Landsvirkjunar og íslensku
atvinnulífi.
EFTIR yfirferð eigendanefndar
ríkisins, Reykjavíkurborgar og Ak-
ureyrarbæjar liggur loks ljóst fyrir
að Kárahnjúkavirkjun er fjarri því
að skila arði í samræmi við áhættu.
Jafnframt liggur fyrir að veruleg
hætta er á þenslu á framkvæmda-
tíma sem mæta þarf með vaxta-
hækkunum og niðurskurði í opin-
berum framkvæmdum.
Hvernig ætlar atvinnulífið
að bregðast við?
Tveimur prósentustigum hærri
stýrivextir en ella gætu valdið 10–
15% lægri hagnaði atvinnulífsins,
sem kæmi harðast niður á vaxtar-
broddunum (sjá þjóðhagsreikninga).
Gengishækkun á framkvæmdatíma
gæti hæglega spillt til langframa
markaðsstöðu íslenskra sjávaraf-
urða. Framkvæmdin skaðar ímynd
Íslands sem ferðamannalands og
stefnir í hættu því uppbyggingar-
starfi sem Flugleiðir og fleiri hafa
unnið um langa hríð.
Hvar er þjóðhagslegi
ávinningurinn?
En hvað þá um langtímaáhrifin?
Eins og fram kemur á skýringar-
mynd má gera ráð fyrir að tekjur
Alcoa af sölu áls verði verulegar.
Þessar tekjur eru hins vegar engin
vísbending um áhrif á íslenskt efna-
hagskerfi. Það fé sem telja má þjóð-
inni til tekna er annars vegar í formi
tekna af orkusölu, sem ætla má að
nemi 5 milljörðum króna árlega yfir
60 ára endingu miðað við forsendur
Landsvirkjunar um orkumagn og
orkuverð. Launagreiðslur til starfs-
manna álversins gætu numið um 1,5
milljörðum króna. Gert er ráð fyrir
að fjórðungur starfsmanna sé nýr á
vinnumarkaði og að þar sem um er
að ræða tilflutning milli starfa sé til
staðar talsverður jákvæður mis-
munur fyrri launa og launa í ál-
verinu. Sé reiknað með hálfum millj-
arði í viðbót yrði innstreymi samtals
6 milljarðar króna. Á móti koma
Eftir Þorstein
Siglaugsson
Höfundur er hagfræðingur.
„Það kemur
ekki á óvart
að Alcoa
hafi mikinn
áhuga á að
framkvæmdin verði að
veruleika.“
Lítið má út af bera til að áhrif verði léttvæg eða neikvæð
Frávik Árleg nettóá-
hrif á hagkerfið
Arðsemi
virkjunar***
Engin frávik 2,3 milljarðar -24 milljarðar
Stofnkostnaður 30% yfir áætlun* 1,2 milljarðar -46 milljarðar
Álverð 20% undir viðmiðunarverði** 0,3 milljarðar -35 milljarðar
Tekjur ferðaþjónustu minnka um 3 milljarða -0,7 milljarðar
* Meðaltal fyrir sambærilegar framkvæmdir. (Sjá Flyvbjerg: Underestima-
ting Costs in Public Works Projects, APA Journal 2002.)
** Álverð nú er um 20% undir viðmiðun Landsvirkjunar.
*** Núvirt heildartala. Miðast við þá 8% raunarðsemiskröfu sem norska fjár-
málaráðuneytið gerir til sambærilegra framkvæmda.
„Gríðarleg
jákvæð lang-
tímaáhrif?“
EFTIR mikla og ákafa umræðu
um Kárahnjúkavirkjun stendur
það eftir að eina handbæra ástæð-
an fyrir þessum framkvæmdum
væri sú að treysta byggð á Aust-
fjörðum. Vart er hægt að mæla
með virkjuninni sem fjárfestingu
því arðsemin yrði afleit og áhættan
mikil. Arðsemin yrði einnig afleit
þó að náttúra og land verði látin í
té ókeypis undir virkjunarlón, lán
Landsvirkjunar niðurgreidd með
ríkisábyrgð og mengunarkvóti Ís-
lendinga afhentur hinu erlenda
fyrirtæki án borgunar. Þá yrðu
þjóðhagsleg áhrif óheppileg.
Framkvæmdirnar hæfust ekki af
fullum þunga fyrir en eftir 12–18
mánuði. Á þeim tíma yrði íslenskt
efnahagslíf aftur komið á skrið ef
álverið kæmi ekki til sögunnar, ef
marka má spár fjármálaráðuneyt-
isins og annarra greiningaraðila.
Því er það rangt sem látið er í
veðri vaka að Fjarðaál sé nauðsyn-
legt til þess að lyfta landinu upp úr
kreppu. Mótvægisaðgerðir ríkisins
hljóta að verða þær að rýma til
fyrir álversframkvæmdunum með
því að framkalla kreppu í öðrum
greinum með vaxtahækkunum og
niðurskurði í ríkisfjármálum. Hin
leiðin er að fá erlendan vinnukraft
til þess að reisa virkjunarmann-
virkin og verksmiðjuna og ganga
framhjá Íslendingum. Ella færi
verðbólga á fljúgandi skrið. Af
þessum sökum yrði það eina já-
kvæða við Fjarðaál, ef það yrði til
að styrkja byggð á ákveðnu svæði
á Austfjörðum. Umræðan ætti í
raun að snúast um það atriði frem-
ur en að reyna að villa um fyrir al-
menningi um þjóðhagsleg áhrif
framkvæmdanna.
Sértæk aðgerð
Fjarðaál er sértæk byggðaað-
gerð, eitt einstakt verkefni sem
skapar tímabundna uppbyggingu á
einhverjum stað en breytir ekki
heildarsamhenginu. Slíkar sértæk-
ar aðgerðir hafa oft verið reyndar í
öllum fjórðungum landsins. Þær
hafa falist í láni þar, togara hér,
skuldbreytingu annars staðar.
Kárahnjúkavirkjun yrði í engu frá-
brugðin hinum eldri sértækari
verkefnum að öðru leyti en því að
stærðin er svo geigvænleg að
framkvæmdin hefði áhrif á allt
landið á framkvæmdatímanum.
Sannast sagna var reynsla sér-
tækra aðgerða mjög tvíbent. Nú-
verandi forsætisráðherra lýsti því
yfir í upphafi ráðherradóms síns að
tími sértækra aðgerða væri liðinn.
Þótti mörgum vel mælt á sínum
tíma og betur ef efnt væri.
Almennur vandi
Byggðaröskun síðustu ára er al-
mennur efnahagsvandi sem er
sameiginlegur fyrir landsbyggðina
í heild. Hinar dreifðu byggðir hafa
ekki staðist samkeppni við höfuð-
borgarsvæðið á svo mörgum svið-
um. Til þess að bregðast við þessu
verður að beita almennum aðgerð-
um sem leggja grunn að atvinnu-
og mannlífi vítt og breitt um land-
ið. Hér má telja samgöngubætur
og örugg fjarskipti. Eitt brýnasta
hagsmunamálið er lækkun og jöfn-
un flutningskostnaðar um landið
allt. En hann hefur hækkað gríð-
arlega ekki hvað síst vegna auk-
innar skattheimtu ríkisins. Gott
aðgengi að almennri grunnþjón-
ustu, póstþjónustu, símaþjónustu,
bankaþjónustu, heilsugæslu og svo
framvegis skiptir miklu fyrir sam-
keppnishæfni búsetu og atvinnu-
lífs. Sama gildir um grundvallar
lýðréttindi, s.s. menntunarmögu-
leika og jöfnuð í lífskjörum.
Stjórnvöld geta rétt við samkeppn-
ishæfnina með ýmsu móti og þann-
ig tryggt jafnræði allra þegna
landsins. Það hafa þau ekki kosið
að gera. Þess í stað er lagt í sér-
tækar aðgerðir.
Störfin sem tapast
Vel er hægt að fagna með Aust-
firðingum, að störf skapist í þeirra
heimabyggð. En það er ekki sama
á hvaða forsendum það gerist.
Staðreyndin er sú, að hin almennu
áhrif Kárahnjúkavirkjunar á
landsbyggðina sem heild yrðu nei-
kvæð. Samgönguáætlun ríkisins
yrði skotið á frest til þess að rýma
til fyrir virkjuninni. Þannig yrði
lengri bið eftir langþráðum sam-
göngubótum vítt og breitt um
landið. Þá munu hærri vextir og
hærra gengi krónunnar koma illa
við alla venjulega atvinnustarf-
semi, en sérstaklega útflutnings-
fyrirtæki. Hærra gengi krónunnar
leiðir til þess að tekjur fólks rýrna
í ferðaþjónustu, sjávarútvegi, land-
búnaði að hluta og mörgum öðrum
greinum sem eru í útflutningi eða í
samkeppni við erlendar vörur. Á
síðastu mánuðum hafa tekjur þess-
ara atvinnugreina rýrnað verulega
vegna mikillar hækkunar á gengi
krónunnar, sem stafar af fyrirhug-
uðum álversframkvæmdum. Þetta
er þó aðeins forsmekkurinn að því
sem koma skal. Útflutningsiðnað-
urinn er að stórum hluta staðsett-
ur á landsbyggðinni. Hann yrði
fyrir mjög neikvæðum áhrifum
vegna þeirrar gengishækkunar og
síðan hækkunar vaxta og þenslu
sem þessar risavöxnu framkvæmd-
ir skapa. Þess vegna er sú hætta
fyrir hendi að fyrir hvert það starf
sem Fjarðaál myndi skapa á Aust-
urlandi myndu önnur störf í út-
flutningsgreinum hverfa annars
staðar á landsbyggðinni.
Hér er þó vitanlega ekki við
Austfirðinga sjálfa að sakast held-
ur úrræðalaus stjórnvöld sem eru
að stíga örlagarík skref aftur til
fortíðar með sértækum byggðaað-
gerðum af stærðargráðu sem eiga
sér ekki hliðstæðu í Íslandssög-
unni.
Eftir Jón
Bjarnason
Höfundur er þingmaður Vinstri-
hreyfingarinnar – græns framboðs.
„Almenn
áhrif á
landsbyggð-
ina sem
heild yrðu
neikvæð.“
Um byggðaáhrif
Kárahnjúkavirkjunar
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
VERSLUNIN
Laugavegi 52, s. 562 4244.
Brúðhjón
A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r
Fyrir flottar konur
Bankastræti 11 • sími 551 3930