Morgunblaðið - 27.01.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.01.2003, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. K ANNSKI er ég að bera í bakkafullan lækinn með því að rita nokkrar línur varðandi þær viðræður sem nú eiga sér stað um aðild nýrra ríkja að EES- samningnum samhliða aðild þeirra að Evrópusambandinu. Ýmsir hafa tjáð sig um þetta að undanförnu og nær allir eru sammála um að kröfur Evrópusambandsins séu ósanngjarnar, óeðlilegar, óaðgengilegar. Ennfremur virðast menn sammála um að EES-samningurinn tryggi ákveðna viðskipta- hagsmuni og þess vegna sitja fulltrúar Íslands sveittir við samningaborðið. Þeir segja hagsmunina mikilvæga og viðræðurnar erfiðar. Við þurfum ef- laust okkar besta fólk í þessa samninga, en það er einmitt ástæðan fyrir skrifum mínum. Ég trúði því og vonaði að þeir sem leiddu þetta fyrir Íslands hönd gerðu það með hagsmuni landsmanna að leið- arljósi en ekki eigin pólitísk viðhorf um framtíð Evr- ópusamstarfsins. Og ég trúi því reyndar enn og vona, þrátt fyrir að Kjartan Jóhannsson, sendiherra Íslands í Brussel og titlaður aðalsamningamaður Ís- lendinga í viðræðunum, hafi látið þau orð falla í fréttum ríkisútvarps, að EES-samningurinn væri ónýtur ef ekki næðist samkomulag. Mér dauðbrá. Ekki hvarflaði að mér að aðalsamningamaður okkar ræddi opinberlega um vopn sín í viðræðunum nema til að brýna þau. Í fréttatímanum gerði hann hið gagnstæða. Margar spurningar komu ósjálfrátt upp í hugan Er einhver að semja fyrir Ísland? Hvers konar samningatækni er þetta? Er þetta kannski einhve ný aðferð sem ég er bara svo vitlaus að skilja ekki Var yfirlýsingin í samræmi við fyrirmæli yfirmann ins, utanríkisráðherra? Er sendiherrann, fyrrver- andi formaður Alþýðuflokksins, kannski kominn a ur í pólitík? Mér fannst þetta uppátæki sendiherra að minnsta kosti með miklum ólíkindum. Ég vona bara að mér sé að sjást yfir eitthvað. Að ég bara sj ekki hversu klókt þetta var fyrir íslenska hagsmu Ég læt sendiherrann því enn um sinn njóta vafans sem hann hefur nú vakið í huga mér. Svo er það hitt að ég fæ ekki séð hvernig samnin urinn getur verið ónýtur ef ekki semst. Ég trúi þv ekki að það sé ríkjandi skoðun þeirra sem vinna m samninginn og fjalla um hann. Nægir ef til vill að vísa til viðbragða Stefáns Más Stefánssonar, prófe ors í Evrópurétti við lagadeild Háskóla Íslands. S án Már var ósammála fullyrðingu sendiherra okka Brussel. Auðvitað eiga Íslendingar að spyrna við fæti í þessum samningaviðræðum og ekki láta Evr ópusambandið beita sig ofbeldi í krafti stærðar sin ar. Eitt helsta vopn Íslendinga í baráttunni er EE samningurinn sjálfur. Samningur sem viðsemjand okkar, Evrópusambandið, hefur ásamt öllum aðild arríkjum sínum skuldbundið sig til að standa við. Er einhver að semja Eftir Birgi Tjörva Pétursson ÁKVÖRÐUN SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA NÝR BARNASPÍTALI HRINGSINS Hinn nýi BarnaspítaliHringsins var vígður ígær. Opnun hans markar þáttaskil í aðstöðu til barnalækn- inga á Íslandi. Um það segir Gunn- laugur Sigfússon, sviðstjóri lækn- inga, í samtali við Morgunblaðið í gær: „Það sem er ánægjulegast við nýja Barnaspítalann er stórbætt aðstaða fyrir börnin sjálf og að- standendur þeirra. Þá er það einn- ig mjög jákvæð breyting fyrir starfsmenn hvað vinnuaðstaðan batnar öll. Það er mikil gleði og til- hlökkun hjá öllum að komast í nýtt húsnæði.“ Kristín Einarsdóttir hjúkrunar- fræðingur sem hefur unnið á Barnaspítala Hringsins í 32 ár seg- ir: „Þegar ég byrjaði fengu for- eldrar t.d. ekki að dvelja hjá börn- um eins og nú er heldur komu þeir bara á heimsóknartímum. Sú breyting, sem varð að leyfa for- eldrum að vera hjá börnunum var alveg meiri háttar fyrir alla.“ Í hinum nýja barnaspítala gjör- breytist aðstaða foreldra til þess að vera hjá börnum sínum. Fram að þessu hefur sú aðstaða verið mjög frumstæð. Þegar horft er til baka er í raun og veru óskiljanlegt að fyrir þrem- ur áratugum hafi foreldrar þurft að skilja lítil börn eftir á spítala. Ólýsanleg angist hefur gripið um sig hjá börnunum og tilfinninga- legt ástand foreldranna hefur ver- ið litlu betra, þótt þeir hafi vitað að börnin væru í góðum höndum. Það er mikið fagnaðarefni fyrir þjóðina alla að þessi bygging skuli nú risin og það á ótrúlega stuttum tíma, því að ekki er lengra síðan en í nóvember 1998, sem Ingibjörg Pálmadóttir, þáverandi heilbrigðis- ráðherra, tók skóflustungu að hinum nýja spítala. Þáttur Hringskvenna í uppbygg- ingu spítalaþjónustu fyrir börn á Ís- landi er alveg sérstakur. Þær hafa verið slík kjölfesta í því starfi og slíkur bakhjarl fyrir lækna og hjúkr- unarfólk að með ólíkindum er. Í sam- tali við Morgunblaðið í gær segir Ás- laug Björg Viggósdóttir, formaður Hringsins, um framtíðarverkefni fé- lagsins, þegar hér er komið sögu: „Velferð barna er og hefur verið okkar hjartans mál. Það mun ekki breytast og í þeim skilningi munum við áfram sinna okkar móðurhlut- verki. Barnaspítali Hringsins mun áfram þurfa að endurnýja tæki og annan búnað og því verkefni lýkur aldrei ...Vonandi gefst okkur líka tækifæri til að leggja öðrum málefn- um barna lið enda er þörfin víða brýn og af nógu er að taka.“ Á þessum tímamótum er ástæða til að óska öllum þeim, sem komið hafa að uppbyggingu Barnaspítala Hringsins til hamingju með þennan mikla áfanga. Farsæld hefur jafnan fylgt þessari starfsemi og svo mun áreiðanlega verða í framtíðinni. Árni M. Mathiesen, sjávarút-vegsráðherra, tilkynnti sl. föstudag, að hann hefði aukið ufsa- kvóta yfirstandandi fiskveiðiárs um átta þúsund tonn. Er þessi aukning í andstöðu við ráðleggingar Haf- rannsóknastofnunar. Rök ráð- herrans fyrir þessari ákvörðun eru þau, að veiðistofn ufsa sé nú jafn stór og stofnunin hafi spáð að yrði eftir tvö ár. Ufsaafli hafi aukizt á síðustu árum og sjómenn hafi merkt aukna ufsagengd á miðunum. „Þetta er ... í samræmi við fiski- fræði sjómannsins, sem segir að stofninn sé að stækka,“ sagði sjáv- arútvegsráðherra á blaðamanna- fundi sl. föstudag. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem ráðherrann víkur að fiskifræði sjó- mannsins og augljóst að hann hefur ákveðna tilhneigingu til að taka meira tillit til upplýsinga sjómanna um ástand fiskistofna en áður hefur tíðkazt. Þessi afstaða Árna M. Mathiesen vekur upp spurningar. Árum saman hafa geisað harðar deilur um ráð- gjöf Hafrannsóknastofnunar. Sum- ir útgerðarmenn og sjómenn hafa lengi haldið því fram, að Hafró væri á rangri leið í ráðgjöf sinni og má þar nefna Kristin Pétursson, fisk- verkanda á Bakkafirði, og Einar Odd Kristjánsson, alþingismann. Aðrir hafa talið – og Morgunblað- ið verið í þeim hópi – að ekki væri annarra kosta völ en treysta á ráð- gjöf sérfræðinga Hafrannsókna- stofnunar. Þótt þessi vísindi væru ekki fullkomin væri þar þó að finna mestu þekkingu, sem völ væri á um stöðu mála á fiskimiðunum. Vissu- lega má segja að þessi trú á Hafró hafi beðið nokkurn hnekki, þegar stofnunin varð að viðurkenna alvar- lega skekkju í útreikningum sínum á þorskstofninum. Ekki skal gert lítið úr fiskifræði sjómannsins en til hvers leiðir vax- andi trú sjávarútvegsráðherra á þá ráðgjöf? Það er ákveðin áhætta fólgin í því að byggja eingöngu á ráðleggingum Hafró, en getur verið að það sé meiri áhætta fólgin í því að byggja á tilfinningu sjómanna fyrir því, sem er að gerast á miðunum? Þetta er áleitin spurning og við henni er ekki til neitt einhlítt svar. Hitt er ljóst að það þarf mikinn kjark til að fara þá leið, sem sjávar- útvegsráðherra virðist nú vera að kanna. A F ORÐRÆÐU þingmanna stjórnarandstöðunnar á Al- þingi er ekki alltaf gott að átta sig á því hvort hægri höndin viti af þeirri vinstri. Sannarlega hefur hlutskipti stjórnarand- stöðunnar á þessu kjörtímabili stundum verið svolítið sérkennilegt, en í vikunni kom enn og aftur í ljós hve sundurlaus málflutningur hennar getur verið og þversagnakenndur. Er þar hver höndin uppi á móti annarri; hugmyndafræði ein- stakra þingmanna í sama stjórn- málaflokki virðist í grundvallaratriðum gerólík og hagfræðikenningar fjar- skyldar, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Svo sem vænta má á stuttu og snörpu vorþingi í aðdraganda kosninga, ein- kenndist liðin þingvika ekki síst af um- ræðum utan dagskrár, þar sem þing- menn stjórnarandstöðu leita svara hjá ráðherrum ríkisstjórnar um aðskilj- anlegustu málefni. Að venju kenndi þar ýmissa grasa, t.d. var nú rætt um ástand og horfur í atvinnumálum og um áhrif framkvæmda vegna virkjunar og stóriðju á Austurlandi. Ruglingslegur málflutningur Þessar umræður tvær sýna ruglings- legan málflutning stjórnarandstöðunnar í hnotskurn. Í þeirri fyrri málaði Ög- mundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri hreyfingarinnar – græns fram- boðs, upp heldur dökka mynd af stór- framkvæmdum þeim sem framundan eru á Austurlandi og krafðist svara um það, hvaða mótvægisaðgerðir stjórnvöld hygðust grípa til í framhaldinu. Taldi Ög- mundur greinilega að aukin atvinna á Austurlandi og uppgangur þar væri af hinu illa, hafa bæri af þessu þungar áhyggjur og spyrna helst við af öllum mætti. Gott og vel. Vafalaust er hægt að finna kenningar í hagfræðinni sem renna stoð- um undir slíkan málflutning, enda vel þekkt að ekkert hagkerfi þolir til lengri tíma ofþenslu eða umframeftirspurn á vinnuafli. En er staðan þannig nú hér á landi? Eða á Austurlandi sérstaklega? Varla ef marka má annan stjórnarand- stæðing sem kvaddi sér hljóðs síðar í vik- unni og hafði áhyggjur af auknu atvinnu- leysi hér á landi og vildi fá að vita hvaða aðgerðir íslensk stjórnvöld hefðu á tak- teinum til þess að sporna við því. Kannski hefði verið ráð hjá Guðmundi Árna að leita fyrst svara hjá Ögmundi Jónassyni sem telur greinilega að öflug atvinnuuppbygging sé háskaleg í meira lagi, en hann lét sér þó nægja að inna Pál Pétursson félagsmálaráðherra eftir svör- um í þessum efnum. Og þar stóð auðvitað ekki á svari, enda hefur ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sýnt mikla ábyrgð í atvinnumálum allt kjörtímabilið og stuðlað markvisst að at- vinnuuppbyggingu víða um land. Raunar er rétt að halda því til haga, að atvinnu- málin voru einmitt eitt helsta baráttumál Framsóknarflokksins fyrir alþingiskosn- ingarnar 1995, þegar m.a. voru gefin fyr- irheit um fjölgun 12.000 starfa fyrir lok kjörtímabilsins. Þótti þá mörgum djarf- lega mælt og sporgöngumönnum m.a. brigslað um ódýr kosningaloforð, en staðreyndin varð nú samt sú að þessi fjöldi nýrra starfa skilaði sér og raunar gott betur. Og á síðasta kjörtímabili hef- ur verið haldið áfram á sömu braut. Bretta þarf upp ermar Engu að síður er alltaf hægt að gera betur. Og nú, þegar vart verður við aukið atvinnuleysi, er augljóst að bretta þarf upp ermar, enda atvinnuleysi ömurlegt fyrirbæri sem getur haft í för með sér skaðleg samfélagsleg áhrif, ekki síður en efnahagsleg. Það eru grundvallarmann- réttindi fólgin í því að vinnufært fólk eigi aðgang að vinnu til þess að sjá sér og sín- um farborða á sómasamlegan hátt. Samkvæmt t neytisins og Vin vinnuleysi 3% í atvinnuleysi en uðinum undanfa var atvinnuleys vinnuleysi var v undan ef miðað Skýringar ge tíðabundin svei venjulega, en fy að þenslan í efn að og fjárfestin saman. Víða hef anförnu, t.d. me samruna fyrirtæ til uppsagna sta Í umræðum á málaráðherra þ stjórnin hyggst vinnuleysis. Fe útboðum og ým kvæmdum verið gang sem allra istryggingasjóð átaksverkefni s irtæki vilja legg og mun kynna þ um. Aukinheldu Af mótvægisaðge vegna ruðningsáh Hagvöxturinn er á uppleið, skattaumhverfi fyrirtækjanna h leysi er því fremur viðfangsefni en vandamál og að því verð Eftir Björn Inga Hrafnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.