Morgunblaðið - 27.01.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.01.2003, Blaðsíða 23
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2003 23 Þú vakir æ í minni, þótt fenni í önnur för, – sú fagra minning opnar heima nýja. Þú varst minn sumardraumur, eitt ljóð á vorsins vör, eitt viðkvæmt lag, eitt sólbrot milli skýja, Ef sortna lífsins dagar og sölnar von og trú og sál og hjarta skelfa myrkravöldin, í minningunum legg ég á liðna tímann brú og leita þín á bak við rökkurtjöldin. (Jón Þórðarson.) Kæri vinur. Kallið er komið. GUNNAR INGI LÖVDAL ✝ Gunnar IngiLövdal fæddist í Reykjavík hinn 25. febrúar 1964. Hann lést af slysförum í Reykjavík föstudag- inn 27. desember síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Kópa- vogskirkju 8. janúar. Það skeði óvænt og allt of fljótt. En við þennan dóm- ara deilir enginn og við sem eftir lifum verðum að takast á við sorgina og sökn- uðinn. Þá er gott að minn- ast allra góðu stund- anna okkar saman, hvað þú reyndist mér og dætrum mínum góður, hjálpsamur og yndislegur vinur. Hvert sem þú fórst varstu alltaf í sam- bandi til að athuga hvort ekki væri allt í lagi og hvort það væri eitt- hvað sem þú gætir gert fyrir okk- ur. Við mæðgurnar munum alltaf minnast þín með ást og þakklæti. Við vottum börnum þínum, for- eldrum og systkinum okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að styrkja þau í sorginni. Bless, kæri vinur. Megi engl- arnir vaka yfir þér. Birna, Elísabet, Jóhanna og Tara Sól. ✝ Þórvör Guðjóns-dóttir fæddist í Stykkishólmi 29. júlí 1903. Hún and- aðist á Sjúkrahúsi Suðurlands á Sel- fossi 14. janúar síð- astliðinn. Hún var þriðja barn hjón- anna Rósu Þor- varðardóttur, f. 27. apríl 1870, d. 9. júlí 1958 og Guðjóns Jónassonar verka- manns, f. 1873, d. 20. október 1903. Systkini hennar voru: 1) Hólmfríður, húsmóðir í Reykjavík, f. 8. september 1898, d. 19. september 1986, var gift Júlíusi Jónssyni, f. 10. júlí 1885, d. 15. mars 1962. Þau voru barn- verkamaður í Reykjavík, f. 4. júní 1900, d. 25. apríl 1987. Dótt- ir þeirra Elsa Lára Sigurðardótt- ir, húsmóðir í Reykjavík, f. 3. mars 1934. 2) Pálína Jónasdóttir, f. 12. október 1906, d. 16. októ- ber 1970. Hún var barnlaus. Þórvör fluttist til Reykjavíkur tæplega tvítug og var heimilis- hjálp frá 1923 til 1970 hjá Geir G. Zoëga, vegamálastjóra og Hólm- fríði Zoëga, húsmóður, í Reykja- vík. Þórvör giftist 11. febrúar 1972 Jóhannesi Ásgeirssyni, f. 26. júlí 1986, d. 27. maí 1983. Jó- hannes var alinn upp í barnæsku hjá Gísla Jóhannssyni í Pálsseli í Laxárdal í Dalasýslu, bóndi í Þrándarkoti 1943–52. Vann síðan við innheimtustörf í Reykjavík. Síðan 1994 bjó Þórvör á Dval- arheimilinu Blesastöðum á Skeiðum þar sem hún naut mjög góðrar umönnunar starfsfólks- ins. Útför Þórvarar verður gerð frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. laus. 2) Jóhann Guð- jónsson, verkamaður í Reykjavík, f. 14. október 1901, d. 28. desember 1998. Barnsmóðir hans var Sigurborg Jónsdóttir frá Arnarbæli, verka- kona í Stykkishólmi, f. 9. október 1900, d. 3. febrúar 1943. Þau eignuðust soninn Guðjón Jóhann Jó- hannsson, f. 15. sept- ember 1929, verka- maður í Stykkis- hólmi. Hálfsystkini hennar voru: 1) Ásta Björnsdótt- ir húsmóðir, f. 6. september 1910, d. 13. júlí 1944. Maki Sig- urður Guðmundsson, bóndi á Fjósum í Laxárdal og síðar Tóta var sérstök kona. Hún kom úr Stykkishólmi í höfuðborgina á fyrri hluta síðustu aldar og gerðist heimilishjálp hjá ömmu minni og afa Hólmfríði og Geir Zoëga á Túngötunni. Hún bjó hjá þeim um margra ára skeið og varð eins og ein úr fjölskyldunni. Ég kynntist síðan Tótu mjög vel hjá ömmu á Laugarásveginum þegar ég var að alast upp enda bjó ég að stórum hluta með þeim tveimur fyrstu ár ævinnar. Tóta varð fljótt mikið uppáhald enda hugsaði hún vel um strákinn og átti alltaf nóg til af Frón kremkexi og heitu að drekka þegar ég kom úr skóla eða úr blað- burði. Tóta var oft ákveðin og ekki bara við okkur krakkana og vísaði þá gjarna í frú Zoëga sem vildi hafa röð og reglu á hlutunum. Tóta lærði ekki að lesa og skrifa en fylgdist vel með tónlist í útvarpi og auðvitað var Tóta hin tindil- fætta í uppáhaldi enda sannfærð um að lagið væri um sig. Tóta kaus alltaf réttan flokk enda mætti hún ætíð á kjörstað með leiðbeiningar úr Morgun- blaðinu sem sýndu x-ið við D-lista Sjálfstæðisflokksins svo ekkert færi nú á milli mála. Tóta fékk venjulega frí á miðvikudögum og laugardögum og skrapp á gömlu dansana með Jóa sínum. Á sumrin bauð hann Tótu í lystireisur um landið og alltaf á stöðvarbíl. Síðar giftust þau og flutti Tóta til hans upp úr 1970 og bjó með honum í mörg ár í lítilli íbúð rétt hjá Mela- búðinni. Sómakonan Guðrún Þórðardótt- ir hafði lengi verið Jóa innanhand- ar og eftir að Tóta flutti til hans varð hún líka bakhjarl Tótu. Eftir fráfall Guðrúnar árið 1984 tók Steinþór Guðbjartsson sonur hennar við því hlutverki og gerði það af einstakri hugprýði. Síðustu árin bjó Tóta svo á Blesastöðum við góða aðhlynningu og er sérstök ástæða að þakka fyrir. Megi minn- ingin um Tótu lengi lifa. Helgi Gunnlaugsson. Tóta, eins og Þórvör var ávallt kölluð af þeim sem þekktu hana, var ekki eins og fólk er flest. Hún fæddist í byrjun síðustu aldar og ólst upp við kjör ekkju, en faðir hennar var verkamaður sem drukknaði í póstferð frá Flatey á Breiðafirði þegar Tóta var þriggja mánaða gömul. Það hefur vafalítið fljótlega komið í ljós að Tóta væri seinni til en jafnaldrar hvað varð- aði vitsmunalegan þroska. Á þeim tíma fékk Tóta aldrei þann stuðn- ing sem þurfti – og nú er talinn sjálfsagður – til að læra að draga til stafs eða lesa. Með viðeigandi hjálp hefði hún vafalítið ekki geng- ið lífsleiðina á enda sem ólæs og óskrifandi, ein örfárra Íslendinga. Allan uppvöxt minn var Tóta órjúfanlegur hluti fjölskyldu minn- ar og leit hún á okkur systkinin eins og börnin sín. Hún tók til morgunkaffið fyrir okkur eftir að við lukum blaðburðinum, hafði há- degismatinn tilbúinn þegar við komum heim úr skólanum og gaukaði að okkur góðgæti þegar hún vildi gera alveg sérstaklega vel við okkur. Gömlu dansarnir í Alþýðuhús- kjallaranum á laugardagskvöldum voru hennar líf og yndi og hvenær sem færi gafst dansaði hún fram á nótt. Það var á einum slíkum dans- leik sem hún hitti loks manninn sem skipti sköpum í lífi hennar, hann Jóhannes frá Þrándarkoti í Laxárdal í Dalasýslu. Tóta varð kærastan hans Jóa sem auk dans- ins elskaði bækur og átti fágætt safn íslenskra bókmenntaverka. Upp frá þeim kynnum í kjallara Alþýðuhússins dönsuðu þau lífið saman þar til Jói í Koti féll frá eft- ir góða sambúð í rúman áratug. Það var stolt kona sem við 67 ára aldur tók stökkið frá því að vera heimilishjálp í tæpa hálfa öld til að vera gift frú í Vesturbænum. Nú er Tóta litla tindilfætt öll, rétt tæpra hundrað ára gömul, en minningin lifir um góða konu. Mér segir svo hugur að hún dansi nú sem brosandi engill um himin- hvolfin. Blessuð sé minning henn- ar. Geir Gunnlaugsson. ÞÓRVÖR GUÐJÓNSDÓTTIR Nú þegar ástkær amma mín er látin langar mig til þess að minnast hennar. Fyrir þremur ár- um, þegar ég var 12 ára gömul tók ég viðtal við hana í sambandi við skólaverkefni í Álftamýrarskóla, sem bar nafnið Lífið í gamla daga. Fannst henni mikil ánægja af því að fá að taka þátt í verkefninu og vandaði hún svör sín mikið og bað mig svo að lokum að nota viðtalið sem minningargrein að henni lát- inni. Ætla ég nú að verða við bón þinni, elsku amma mín, og læt ég hér fylgja úrdrátt af þessu viðtali. Sigríður Anna Sigurðardóttir fæddist í Norður-Ísafjarðarsýslu 5. desember 1919. Þegar hún var tveggja ára gömul lést móðir henn- ar og var hún þá send í fóstur til föðursystur sinnar og manns henn- ar, sem áttu heima á Vesturgötu 19 í Reykjavík. Hún sigldi til Reykja- víkur með skipi sem hét ES-Súðin og ólst þar upp. Sjóferðin var elsta minning Sigríðar. Í fjölskyldu hennar voru hún, þrír uppeldisbræður hennar og stjúpforeldrar. Á heimilinu voru líka tvær vinnukonur og tveir kost- gangarar sem voru í Sjómanna- skólanum og keyptu mat hjá fjöl- skyldunni og komu svo og borðuðu með þeim. Á æskuárum hennar var farið í marga skemmtilega leiki en henni þótti skemmtilegast í hafnabolta, fallinni spýtu, dúkkuleik og yfir, enda fóru krakkarnir mest í þá leiki. Jólin hjá henni voru mjög lík og nú tíðkast en þó voru logandi ljós á jólatrénu og dönsuðu allir fjöl- skyldumeðlimir í kringum það á aðfangadagskvöld. Sigríður, sem alltaf var kölluð Sigga, byrjaði í skóla í 3. bekk. Hún gekk í Miðbæjarskólann sem er við Tjörnina og er nú Tjarn- arskóli. Þegar hún hafði lokið Mið- bæjarskólanum fór hún í undirbún- ingsdeild Verslunarskóla Íslands til þess að komast inn í skólann sjálf- an sem hún lauk svo við. Árið 1937, þegar Sigríður var 18 ára fékk hún fyrsta starf sitt og var það í Rík- isútvarpinu við fréttaritun á frétta- stofunni. Síðar eignaðist hún blómabúð. SIGRÍÐUR ANNA SIGURÐARDÓTTIR ✝ Sigríður AnnaSigurðardóttir fæddist á Efrabóli í Nauteyrarhreppi í N-Ísafjarðarsýslu, 5. desember 1919. Hún lést á Landspítalan- um í Fossvogi 9. jan- úar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkj- unni í Reykjavík 20. janúar. Fötin hennar voru allt öðruvísi en þau sem eru í tísku í dag. Til dæmis var hún í slopp fyrsta skóladag- inn sinn og öllum þótti það afskaplega fínt. Á heimilinu hennar kom alltaf saumakona sem saumaði föt á börnin. Í fermingargjöf fékk hún m.a. gullúr ásamt þremur veskj- um, peningum og und- irkjól. Í æsku hennar héldu flestir upp á af- mælin sín með því að bjóða vinum sínum heim og bjóða þeim kakó og kökur en Sigríði fannst alltaf svo leiðinlegt að eiga afmæli og því hélt hún aldrei upp á afmælið sitt heldur fór gjarnan í bíó með vin- konu sinni. Öskudagar voru ávallt haldnir hátíðlegir þannig að fólk saumaði öskupoka og svo fóru börnin út að hengja pokana á annað fólk. Pásk- arnir voru samt mjög líkir og eru núna. Sigríður fékk alltaf tvö páskaegg, eitt frá bróður sínum, því hann vann í Nóa Síríusi, og annað frá foreldrum sínum. Áhugamál Sigríðar voru fimleik- ar, sem hún æfði í Ármanni, að leika sér, læra heima, dúkkuleikur og að lesa bækur. Sigríður sagði mér líka að Reykjavík hefði verið miklu minni í barnæsku hennar heldur að hún er núna. Þá þekktu líka allir alla. Það voru mjög fáir bílar og fjölskyldan hennar átti ekki bíl. Hún þurfti því að ferðast með strætisvögnum sem voru til í þá daga en þeir voru nú ekki margir. Fjölskylda Sigríðar átti samt sem áður síma og síma- númerið hennar var 19, því þetta var 19. síminn sem tengdur var í Reykjavík. Þetta fannst mér mjög merkilegt. Hún sagði mér einnig að fólk skemmti sér öðruvísi heldur en nú til dags því í gamla daga var ekki eins mikil tækni og núna. Fólkið fór á skauta, fór í bíó og þeir sem áttu mikinn pening fóru stundum í leikhús. Eftir að hafa tekið viðtalið og lesið aftur og aftur komst ég að því að amma mín hafði átt góða ævi. Hún átti stóra og góða fjölskyldu, marga afkomendur og það sem er öllu mikilvægara, hún var ávallt glöð og hamingjusöm. Allir ættu að geta tekið sér hana til fyrirmyndar og við afkomendur hennar getum verið mjög stolt af henni og því sem hún afrekaði á sinni ævi. Amma mín, ég þakka þér kær- lega fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Megir þú hvíla í guðs friði. Lovísa Anna Finnbjörnsdóttir. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Fáein ár eru nú lið- in síðan undirritaður kvaddi Gest heitinn að heimili hans í Aust- urgötu í Hafnarfirði eftir stutta heimsókn þangað með tilheyrandi spjalli við húsráðendur. Ekki datt mér þá í hug að þetta yrði það síðasta sem ég sæi af hon- um, enda var karl hress og ungur í anda þó sjónin væri tekin að bila. Gesti hafði ég kynnst nokkrum GESTUR ÞORGRÍMSSON ✝ Gestur Þor-grímsson mynd- höggvari fæddist í Laugarnesi við Reykjavík 27. júní 1920. Hann lést á heimili sínu í Hafnar- firði 8. janúar síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Dóm- kirkjunni 17. janúar. árum fyrr í gegnum list hans er ég kom að máli við hann um að gera höggmynd af einum af frumherjum okkar í myndlistinni. Það var alltaf gaman að koma á heimili þeirra Gests og Rúnu í Austurgötunni, sem var eins og svolítill heimur út af fyrir sig, en þá tilfinningu fær maður gjarna á heim- ilum og vinnustofum listamanna – ekki síst þegar bæði hjónin sinna kalli listagyðjunnar. Maður fann fljótt hve miklir og nánir vinir þau hjón voru í lífi sínu og list. Þegar litast var um í vinnustofunni og skoðuð myndverk og skúlptúrar sást glögg að þetta fólk var á réttri hillu í tilverunni. Aðkomu- maður var að sama skapi harla feginn og glaður að fá strax sam- þykki listamannsins vegna pönt- unar sinnar. Svo sem nærri má geta var sjálf Listin og annað sem laut að henni löngum helsta um- ræðuefnið á þessum fundum okk- ar, hvort heldur var niðri í vinnu- stofum eða uppi í eldhúsi eða stofu, og alls staðar talaði list þeirra hjóna sínu máli í smekk- legum hýbýlum þeirra. Sjálfur hafði Gestur það sem kallað er mjög „listamannslegt útlit“. Hann var jafnan hlýr í viðmóti og fremur glaðlegur og spaugsamur að mér fannst og kunni frá mörgu sniðugu að segja. Með Gesti Þorgrímssyni er nú genginn einn af örfáum steinmynd- höggvurum þessa lands. Til er fornt máltæki útlent sem segir á þessa leið: „lífið er stutt – listin löng“, og ekki er ósennilegt að það muni einhversstaðar í stein meitl- að. Og víst er það að eftir lífið lifir listin lengi. Ég votta Sigrúnu og ættingjum samúð. Ólafur Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.