Morgunblaðið - 27.01.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.01.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ „DAGURINN er loksins runninn upp. Dagurinn sem margir hafa þráð svo lengi og sem svo margir hafa unnið að í svo langan tíma,“ sagði Ásgeir Haraldsson prófessor og yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins er hann tók við lyklinum að húsnæðinu úr hendi Jóns Krist- jánssonar heilbrigðisráðherra við opnunarathöfnina í gær. „Innan skamms mun metnaðarfullt starfs- fólk hefja störf á nýjum Barnaspít- ala Hringsins. Við væntum þess, við ætlumst til þess og við blátt áfram krefjumst þess að gerðar séu miklar kröfur til starfa okkar. Við ætlum að standast þær kröfur. Það er stundum sagt að þjóðfélög séu metin eftir því hvernig þau búa að veikum börnum. Við viljum leggja okkar lóð á vogarskálarnar í því.“ Hringskonur fjölmenntu á opn- unarhátíðina og var þeim þakkaður af öllum sem ávarp fluttu sá mikli stuðningur sem þær hafa veitt byggingu sjúkrahússins. „Þetta er langþráð stund,“ sagði Áslaug Viggósdóttir formaður Hringsins í ávarpi sínu. „Þær hafa verið margar langþráðu stundirnar í starfi Hringskvenna í sextíu ár að því marki sem hér er náð. Óska- draumurinn um nýjan og sérhann- aðan barnaspítala rætist í dag. Fjölskyldur á Íslandi búa eftir þennan dag við meira öryggi en áð- ur, þær vita að nú eru í landinu bestu aðstæður til þess að takast á við veikindi barna þeirra komi þau upp. Það eru stærsti ávinningur okkar allra.“ Foreldrum gefist kostur á að koma börnunum til heilsu á ný Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra færði Hringskonum þakklæti þjóðarinnar og ríkisstjórnarinnar fyrir óeigingirni, framsýni og þrautseigju. „Þegar börnin okkar veikjast snertir það jafnan við- kvæmustu strengina í brjóstum okkar. Þá vildum við öll fórna öllu fyrir þau. Aldrei er mikilvægara en einmitt þá að geta veitt bestu lækn- is- og hjúkrunarþjónustu sem völ er á og að búa þannig um hnútana að foreldrum gefist kostur á að taka þátt í að koma börnunum til heilsu á ný. Þetta höfum við reynt að tryggja við byggingu þessa spít- ala.“ Magnús Pétursson forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss tók undir orð ráðherrans og sagði að vígsla barnaspítalans væri stærsti áfangi sem náðst hefði um langt skeið fyrir starfsemi Land- spítala – háskólasjúrahúss. Hringskonur í fararbroddi Hjálmar Árnason alþingismaður og formaður bygginganefndar spít- alans sagði baráttuna um byggingu hans hafa staðið í áratugi. „Í fararbroddi þeirrar baráttu hafa farið Hringskonur. Ég hygg að þetta sé öflug herdeild og öf- undsvert fyrir sérhverja stofnun að hafa að baki sér, sem þjóðin stend- ur í mikilli þakkarskuld við. Ég fullyrði að engin bygging, ekkert verk, nýtur jafn almenns stuðnings þjóðarinnar og sú bygg- ing sem við erum nú saman komin í. Vegna þess að við viljum börnum okkar það besta og ekkert snertir okkur jafn mikið og veik börn.“ Hjálmar sagði að þegar bygg- inganefndin fundaði í húsinu fyrir viku hafi ýmislegt enn verið óklár- að. „En nú hefur sannast enn einu sinni eitt megin einkenni íslensku þjóðarinnar, sem lýsir sér best í orðunum „þetta reddast“. Og það reddaðist. Þess vegna stöndum við hér í dag.“ Að loknum ávörpum og tónlistar- atriðum blessaði biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, Barnaspítala Hringsins. Nýr barnaspítali opnaður í gær á 99. afmælisári kvenfélagsins Hringsins „Óskadraum- urinn um barnaspítala hefur ræst“ Nýr kafli er hafinn í heilbrigðissögu Íslend- inga með formlegri opnun Barnaspítala Hringsins í gær. Sunna Ósk Logadóttir skoðaði húsakynnin en almenningi var boð- ið í heimsókn í tilefni opnunarinnar. Í anddyri barnaspítalans er fiskabúr með litskrúðugum fiskum sem eiga örugglega eftir að gleðja mörg börn íframtíðinni. Það sannaði hlutverk sitt þegar almenningur skoðaði spítalann og fangaði athygli allra. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hringskonur fjölmenntu á opnunina en þær hafa verið iðnar undanfarin ár við að safna fé til spítalans og þökkuðu ræðumenn allir þeim ómetanlegt starf. Ásgeir Haraldsson, yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins, Karl Sigurbjörns- son biskup og Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra hlýða á hátíðardag- skrá í tilefni opnunarinnar en boðið var upp á margskonar tónlistaratriði. JÓN Kristjánsson heilbrigðisráð- herra og Magnús Pétursson for- stjóri Landspítala – háskólasjúkra- húss færðu Hringskonum í tilefni dagsins og sem þakklætisvott fyrir ómetanlegt starf píanó sem félag- inu hafði verið fært að gjöf á fyrri hluta síðustu aldar. Píanóið hafði verið týnt en ráðherrann og for- stjórinn fengu þá hugmynd að leita það uppi í tilefni opnunar sjúkra- hússins. „Þetta er merkilegt píanó,“ sagði Jón áður en hann afhenti það Hringskonum. „Margrét Svala, dóttir Einar Benediktssonar skálds, hafði átt þessa slaghörpu. Hún var henni svo kær að hún flutti hljóð- færið með sér hvert sem hún fór.“ Svala lést í New York árið 1929, aðeins tæplega þrítug. Eiginmaður hennar gaf hressingarhæli Hrings- ins í Kópavogi píanóið. Til Kópa- vogs skunduðu ráðherrann og for- stjórinn og fundu píanóið og létu stilla það. „Ég taldi það standa ráðherran- um næst að yrkja ljóð til Hrings- kvenna, hann væri reyndar þekktur fyrir stökur og lausavísur en nú dugði ekkert annað en hjartnæmt ljóð,“ sagði Magnús. Að endingu varð til ljóðið Barna- spítali Hringsins þar sem segir m.a. „blessaðu drottinn bygginguna, blessaðu þær líknarhendur Hrings- kvenna sem stoltar starfa studdar góðum traustum vinum, framfar- anna vekja vonir, vekja traust hjá öllum hinum.“ Hrafn Pálsson, deildarstjóri í heilbrigðisráðuneytinu, samdi lag við ljóðið og var það flutt af ungum söngvurum við opnunina undir stjórn Garðars Cortes í útsetningu Ólafs Gauks. Orti ljóð til Hringskvenna EF ÖLL framtíðaráform álfyrir- tækja á Íslandi ganga eftir verða framleidd árlega um ein milljón tonna af áli eftir tíu til fimmtán ár, segir Friðrik Sophusson. forstjóri Landsvirkjunar. Þetta mikla um- fang skipti miklu máli fyrir ís- lenskan útflutning og efnahag. Hann segir að nýta eigi sóknar- færi sem skapist í þessum iðnaði og horfir í því sambandi til sam- starfs álfyrirtækja, orkufyrirtækja og háskóla. Friðrik segir að verðmæt þekk- ing liggi í þessari grein og hún nái til margra þátta rekstrarins, bæði innan ál- og orkufyrirtækja. Í há- skólum gæti þessi kunnátta nýst við rannsóknir og frekari þekking- arsköpun á sviði efnahagslífs, fjár- mála og tæknimála. Komi til þessa samstarfs gæti Ísland tekið forystu í stefnumótun á sviði álvinnslu í heiminum. Sú stefnumótun nái þá til efnahags- legra áhrifa virkjana og álfram- leiðslufyrirtækja, hvernig haga skuli tæknimálum, fjárhagslegra forsendna við rekstur og uppbygg- ingu og lagalegra hliða. Ef þetta gengi eftir væri Ísland stærsti ál- framleiðandinn í Evrópu ásamt Norðmönnum, ef Rússland er und- anskilið. Hægt væri að stofna til samstarfs með Norðmönnum og saman gætu þessir aðilar skapað verðmæta þekkingu sem nýst gæti öðrum þjóðum. Friðrik segir að mikil álfram- leiðsla hér á landi í framtíðinni gæti boðið upp á tækifæri til frek- ari álvinnslu. Allar slíkar ákvarð- anir væru hins vegar teknar af eigendum álfyrirtækjanna. For- sendur fyrir slíkri vinnslu yrðu hins vegar hagstæðari vegna mik- illar framleiðslu og þekkingar hér á landi. Ísland taki forystu í stefnu- mótun í álframleiðslu Íslendingar búa yfir verð- mætri þekkingu í áliðnaði sem ber að virkja NÆGUR snjór hefur verið í Grund- arfirði að undanförnu. Skíðalyfta bæjarbúa liggur upp í hlíðar Grá- borgar, rétt við byggðina. Lyftan, sem sett var upp árið 1984, var opn- uð á dögunum við mikinn fögnuð ungu kynslóðarinnar. Oft er gott að njóta leiðsagnar þeirra sem eldri eru þegar farið er upp með lyftunni sem er um 300 metra löng. Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Skíðað í Grundarfirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.