Morgunblaðið - 29.01.2003, Side 51

Morgunblaðið - 29.01.2003, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2003 51 BANDARÍSKI fatahönnuðurinn Tom Ford sýndi nýja fatalínu fyrir Yves Sa- int Laurent Rive Gauche um helgina á herratískuviku í París fyrir næsta haust og vetur. Aðeins 180 manns voru boðnir á sýn- inguna í stað nokkur hundruð eins og venja hefur verið. Þurfti stjórn- arformaðurinn Domenico de Sole meira að segja að standa. Efnin í herratískunni virðast sífellt verða mýkri, líkt og mennirnir. Fínpr- jónaðar rúllukragapeysur notaðar und- ir mynstraðar skyrtur, aðsniðin flauels- jakkaföt og klútar, sáust í sýningu YSL. Fötin voru spjátrungsleg, eða að minnsta kosti með svip frá áttunda ára- tugnum, að útvíðum buxum und- anskildum. Annar fjölda hönnuða, sem hafa sýnt á tískuvikunni, er Veronique Nichanian fyrir hið þekkta tískuhús Hermes. Hún og fleiri hönnuðir hafa sýnt bleikan lit á sýningarpöllunum, sem er annars fremur óvenjulegur í herratískunni. Flauelið var heldur ekki langt undan. Hermes er ekki síst þekkt fyrir kvensilkislæður sínar og komu þær við sögu hjá strákunum í skyrtu- formi. Skyrturnar voru með ýmsum myndum, líkt og slæðurnar, þar af ein með golfkylfum. Belgíski hönnuðurinn Dries van Noten festi sig í sessi sem meistari þess að blanda saman mismunandi stílum og tímabilum úr tískusög- unni. Hann t.d. blandaði saman íþróttafötum og spariklæðum. Tískuvikan í París stendur enn og í vændum er það nýjasta frá Jean Paul Gaultier og Hedi Slimane fyrir Christian Dior. Efnin mýkri og mennirnir með Yves Saint Laurent AP GÓÐAR stundir eru í vændum hjá ungum dans- geggjurum því fram und- an er hin margfræga Freestyle-keppni Tóna- bæjar 2003. Eins og fyrr verður keppt í tveimur aldursflokkum í bæði hópa- og einstaklings- keppni. Ávallt er mikið fjör þegar keppt er og mæta margir til að hvetja sín lið. Íslands- og Reykjavík- urmeistarakeppni í frjáls- um dönsum í flokki 13–17 ára fer fram í íþróttahúsi Fram föstudag- inn 21. febrúar kl. 18. Yngri hóp- urinn, 10–12 ára, keppir síðan á sama stað daginn eftir, laugardag- inn 22. febrúar klukkan 12. Sér landsbyggðarverðlaun Sérstök verðlaun, svokallaður FRÆ-bikar er veittur fyrir fram- úrskarandi árangur keppenda utan af landi, sem jafnan hafa verið fjöl- margir. Skráning er hafin í fé- lagsmiðstöðinni Tónabæ, Safamýri 28. Tekið er við skráningu í gegn- um síma 510 8800 og einnig á staðnum. Skráningargjald er 500 krónur á mann og er síðasti dagur til skráningar 14. febrúar. Freestyle-keppni Tónabæjar 2003 Stelpurnar í hópnum Eldmóði komu, sáu og sigruðu í fyrra. TENGLAR ..................................................... http://www.tonabaer.is/ Dansinn dunar Morgunblaðið/Sverrir Hermes AP Dries van Noten AP D ri es v an N ot en Herratískan í París fyrir haust/vetur 2003–4 www.regnboginn.is Nýr og betri Sýnd kl. 10. B.i.12 ára Sýnd kl. 6, 8 og 10.B.i.14 ára FRÁ FRAMLEIÐENDUM LEON OG LE FEMME NIKITA Hverfisgötu  551 9000 Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i.16 ára Hrikalega flottur spennutryllir með rapparanum Ja Rule og Steven Seagal Sýnd kl. 6, 8 og 10. Suma vini losnar þú ekki við...hvort sem þér líkar betur eða verr Frábær gamanmynd um tvær vinkonur sem hittast aftur eftir 20 ár.Með Óskarsverðlaunaleikkonunum Goldie Hawn og Susan Sarandon ásamt hinum frábæra Óskarsverðlaunahafa Geoffrey Rush. GRÚPPÍURNAR “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com i DV RadíóX YFIR 60.000 GESTIR STÆRSTA BONDMYND ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI www.laugarasbio.is SV. MBL ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com 1/2 HK DV Sýnd kl. 5.30 og 9. B.i. 12. YFIR 85.000 GESTIR Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15 B.i. 14. Frábær mynd frá leikstjóra L.A.Confidential þar sem rapparinn EMINEM fer á kostum í sínu fyrsta hlutverki.  Kvikmyndir.com  HJ. MBL  Radio X Kvikmyndir.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.