Morgunblaðið - 17.02.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.02.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ unarsveitarmenn sem voru á leiðinni áttu 10 km eftir ófarna. Þeir voru fastir í krapa og leist þannig á að þeir kæmust ekki fyrr en eftir ein- hverja klukkutíma þarna inn eftir.“ Ben- óný segist hafa metið það svo að Andrína hafi verið í yfirvof- andi lífsháska. Því hafi þyrlusveitin ákveðið að leggja af stað og sjá til hvort hún kæmist alla leið. Annars myndi hún snúa við. Hann segir að ókyrrðin hafi aukist eftir því sem þyrlan nálgaðist Búrfell og Heklu og talsvert hafi verið um sviptivinda. Benóný segir fjallabylgjur og ókyrrð af fjöllum skipta höf- uðmáli þegar farið er inn á há- „AÐ okkar mati var það á mörk- unum hvort þetta væri fram- kvæmanlegt, en við hefðum aldr- ei farið af stað nema við teldum að sá sem ætti í hlut væri í yf- irvofandi lífsháska,“ segir Ben- óný Ásgrímsson, flugstjóri þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, en í gær bjargaði áhöfnin Andrínu G. Erlingsdóttur, rúmlega þrí- tugri konu, sem sat föst á vél- sleða úti í miðju vatni, norðan við Landmannalaugar. Búið var að spá ofsaveðri og var mjög hvasst þegar þyrlan fór af stað frá Reykjavík laust eftir hádegi í gær. „Það lá fyrir að það var búið að gefa út viðvörun frá Veð- urstofunni um að mikil ókyrrð væri í lofti á Suður- og Vest- urlandi og jafnframt var spáin mjög slæm. Við höfðum aftur á móti fengið upplýsingar um að sleðinn væri alltaf að síga neðar og neðar í vatnið og björg- lendið í þyrlunni. Því þurfi ekki að vera svo hvasst til að það sé ófært. „Við urðum að fara talsverðar krókaleiðir til að fljúga af okkur ókyrrðina. Þess vegna vorum við svona lengi á leiðinni inn eftir.“ Alls tók útkallið rétt rúma tvo tíma, en þyrlan var um klukkutíma á leiðinni á slysstað, vegalengd sem venjulega tekur um hálftíma að fljúga. „Svona ákvarð- anatökur eru alltaf erfiðar. Að meta hvort útkallið sé réttlæt- anlegt út frá öryggissjón- armiðum. Flugskilyrðin voru vissulega erfið, en við vorum ekki nálægt neinum hættumörkum að mínu mati.“ Vel tókst að síga til Andrínu og hífa hana og sigmanninn aftur um borð í þyrluna. „Andrína er vissulega mikill kjarnakvenmað- ur. Hún var mjög vel útbúin og orðin ansi köld á fótunum, en að öðru lagi í mjög góðu ásigkomu- lagi. Það kom okkur mjög á óvart miðað við aðstæðurnar sem hún var búin að vera í og það í þrjá klukkutíma,“ segir Benóný. Hann segir að vatnið hafi náð henni hátt í mitti og hún hafi verið feg- in að komast inn í hlýjuna í þyrl- unni. Benóný játar því að það hafi komið honum á óvart að sjá að- stöðuna sem Andrína var í. „Hún virtist vera þarna úti í miðju vatninu. Það fyrsta sem mér datt í hug var hvort vatnið hefði breyst svona á þremur tímum eða hvernig í ósköpunum hún komst út í mitt vatnið. Það kom okkur á óvart. Þetta leit hálfískyggilega út,“ segir Benóny. Alveg á mörkunum að björgunar- flugið væri framkvæmanlegt Benóný Ásgrímsson GAMAN var hjá börnum og for- eldrum í ungbarnasundi í Suður- bæjarlaug í Hafnarfirði að morgni laugardags. Þar voru tíu um það bil eins árs börn á nám- skeiði. Á námskeiðinu er blandað saman söng, leik og æfingum. Til- gangurinn er að börnin haldi þeim meðfædda hæfileika sínum að geta kafað, að halda vatns- fælninni frá þeim og að auka hreyfiþroska barnanna með æf- ingum í vatni. Foreldrarnir eru ofan í og taka fullan þátt í nám- skeiðinu. Myndin var tekin þegar fjögur börn tóku sér smáhvíld frá æfingunni, sátu saman á dýnunni og kannski þau hafi verið að hjal- ast við. Morgunblaðið/Ómar Hjalað í sundi BEIÐ Í 3 TÍMA Í KRAPASJÓ Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- LÍF, bjargaði rúmlega þrítugri konu úr sjálfheldu í gær, en hún hafði set- ið í þrjá tíma á vélsleða sem maraði í kafi úti í miðjum krapaelg. Fylgi færist frá D til S 18% þeirra sem segjast myndu kjósa Samfylkingu ef kosið yrði nú kusu Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum, samkvæmt könnun Fé- lagsvísindastofnunar fyrir Morg- unblaðið. Tyrkir fá hernaðaraðstoð Samkomulag náðist í gær í Atl- antshafsbandalaginu (NATO) um að skipuleggja mætti aðstoð við Tyrk- land vegna hugsanlegrar árás- arhættu ef til stríðs kemur gegn Írak. Bruni í miðbæ Reykjavíkur Timburhús á þremur hæðum skemmdist talsvert í bruna á laug- ardag. Allt tiltækt slökkvilið var kallað á staðinn þar sem um gamalt timburhús var að ræða og óttast var að eldurinn bærist í nærliggjandi hús. „Segðu mér allt“ fer til Riga Lagið „Segðu mér allt“ verður framlag Íslendinga í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fer í Riga í Lettlandi í vor. Birgitta Haukdal, sem flytur lagið, er að vonum spennt og segist ætla að gera sitt besta. 2003  MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR BLAÐ C 80% A FS LÁ T T U R ÚTSALA 7.-23.FEB ALLT AÐ B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A JÓN ARNAR MAGNÚSSON STÓÐ SIG VEL Í TALLINN / C12 Samkvæmt nýrri félagaskipta-löggjöf FIFA er leikmönnum undir 18 ára aldri óheimilt að skipta á milli landa nema sérstakar ástæður liggi fyrir. Geir Þorsteins- son, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði við Morgunblaðið í gær að mál Ara Freys væri alfarið í höndum FIFA. „Frá okkar hendi var engin fyr- irstaða varðandi félagaskipti hans en FIFA hefur óskað eftir því að ekki verið gefin út leikheimild að svo stöddu. Verndun yngri leik- manna er eitt af lykilatriðunum í nýju félagaskiptareglunum en það hafa verið mikil brögð að því að ungir leikmenn, sérstaklega frá Austur-Evrópu og Afríku, hafi komið til evrópskra félaga en síðan staðið uppi bjargarlausir ef þeir hafa ekki þótt nægilega góðir knattspyrnumenn. Til að svona ungir leikmenn geti skipt á milli landa þarf fjölskyldan helst að flytja búferlum, nám að vera tryggt og samningur hans við fé- lagið verður að samræmast vinnu- löggjöf viðkomandi lands,“ sagði Geir. Hann kvaðst halda að í hol- lensku vinnulöggjöfinni væri miðað við 16 ára aldur en Ari Freyr verð- ur 16 ára í maí. FIFA heimilar ekki skipti Ara til Heerenveen ARI Freyr Skúlason, 15 ára gamall knattspyrnumaður úr Val, dvelur um þessar mundir hjá hollenska úrvalsdeildarfélaginu Heerenveen. Hollendingarnir vilja semja við Ara Frey, enda hafði hann áður dval- ist hjá þeim og staðið sig mjög vel, og samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins hefur náðst fullt samkomulag við alla aðila í málinu um að hann gangi til liðs við félagið. Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, heimilar hins vegar ekki félagaskipti hans að svo stöddu. RAGNA Ingólfsdóttir úr TBR varð um helgina þrefaldur Reykjavík- urmeistari í badminton, lagði alla mótherja sína í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik. Kínverjinn Lin Guang Yun varð Reykjavíkurmeist- ari í einliðaleik karla. Ragna lagði Katrínu Atladóttur í úrslitum í einliðaleik kvenna en Lin Guang vann Njörð Ludvigsson í karlaflokki. Með Rögnu í tvíliðaleik lék Katr- ín og unnu þær Brynju Péturs- dóttur og Vigdísi Ásgeirsdóttur í úrslitum og Njörður og Ragna unnu Magnús Helgason og Tinnu Helgadóttur í tvenndarleik Ragna þrefaldur meistari ÞAÐ hitnaði heldur betur í kol- unum undir lok leiks Aftureldingar og Fram í 1. deild karla í hand- knattleik í gær og m.a. þurfti lög- reglumaður að ganga á milli manna oog stilla til friðar í leiknum sem lauk með jafntefli, 24:24. Þremur sekúndum fyrir leikslok braut Valdimar Þórsson, leikmaður Fram, gróflega á Hrafni Ingv- arssyni, leikmanni Aftureldingar, sem gerði sig líklegan til þess að freista þessa að skora sigurmark leiksins fyrir heimaliðið. Þegar Valdimar var vísað af leikvelli með rautt spjald fagnaði hann með því að rétta upp hendurnar. Við það fauk í menn á varamannabekk Aft- ureldingar og einhverjum varð það á að spyrna knetti, viljandi eða óviljandi, í Valdimar þegar hann gekk út af. Þar með sauð uppúr Fram megin og kom til snarpra orðaskipta m.a. á milli Bjarka Sig- urðssonar, þjálfara Aftureldingar, og Héðins Gilssonar, leikmanns Fram, sem sat í skammarkróknum, hafði verið rekinn af leikvelli skömmu áður. Hópur manna gekk á milli Bjarka og Héðins og fleiri manna sem töldu sig hafa ýmislegt til málanna að leggja. Meðal þeirra sem gengu fram fyrir skjöldu til þess að lægja öldurnar var Heimir Ríkharðsson, þjálfari Fram og lög- reglumaður, sem rann blóðið til skyldunnar að koma í veg fyrir frekari leiðindi. Það tókst og hægt var að ljúka leiknum. Lögreglan greip í taumana  Fram stal… /C6 Reuters Króatísku systkinin, Ivica og Janica Kostelic, urðu um helgina heimsmeistarar í svigi og höfðu bæði nokkra yfirburði. Hér er Ivica á ferðinni í brautinni í St. Moritz í Sviss. Umsögn er á B11. Yf ir l i t Kynningar – Með Morgunblaðinu í dag er prentað auglýsingablað frá Elko. Í dag Sigmund 8 Bréf 22 Viðskipti 10 Dagbók 24/25 Erlent 11 Þjónusta 25 Listir 12/13 Leikhús 26 Umræðan 14/15 Fólk 26/29 Forystugrein 16 Bíó 26/29 Skoðun 18 Ljósvakar 30 Minningar 18/22 Veður 31 * * * EDDA – útgáfa hf. hefur keypt birgðir og útgáfurétt bókaforlags- ins Iðunnar af Fróða hf. Hyggst Edda halda nafni þessa fornfræga forlags á lofti með útgáfu bóka undir merkjum þess. Gengið var frá kaupunum fyrir helgina. Bókaútgáfan Iðunn var stofnuð af Valdimar Jóhannssyni árið 1945 og var lengi ein af öflugustu bóka- útgáfum landsins. Hún gaf út ís- lensk skáldverk, þýddar bækur, fræðirit og ritraðir þar sem Öldin og Saga Reykjavíkur eru meðal þekktustu verka. Fróði eignaðist Iðunni fyrir nokkrum árum og hef- ur rekið forlagið sem bókadeild Fróða. Eitt af merkari nöfnum í íslenskri bókaútgáfu Halldór Guðmundsson, útgef- andi Eddu – útgáfu hf., segir að fyrirtækið hafi á síðasta ári skerpt áherslur sínar í bókaútgáfu og bóksölu og í þeim tilgangi selt tímaritaútgáfu sína. „Það er draumur okkar að til sé verulega öflugt bókaforlag á Íslandi, til þess að unnt sé að ráðast í stór verk- efni. Til þess þarf breidd í útgáfu og lager til að þjóna ólíkum les- endahópum. Kaupin á bókadeild Fróða styrkja til muna þessar áherslur,“ segir Halldór Guð- mundsson. Halldór segir að Iðunn sé eitt af merkari nöfnum í íslenskri bókaút- gáfu. Ætlunin sé að halda nafni þess á lofti með útgáfu bóka í nafni þess. Útgáfustjóri Iðunnar verður Sigurður Svavarsson. Auk Iðunnar rekur Edda – út- gáfa nú innan sinna vébanda meðal annars bókaforlögin Almenna bókafélagið, Forlagið, Mál og menningu, Vöku-Helgafell og Þjóðsögu. Auk þess hefur fyrir- tækið gefið út diska með tónlist. Fróði einbeitir sér að marg- miðlun og útgáfu tímarita Fróði hf. hefur á undanförnum árum haft þríþætta starfsemi með höndum, þar sem tímaritaútgáfan er stærst, en þar fyrir utan hefur fyrirtækið fengist við bókaútgáfu og upplýsingaþjónustu í formi handbóka og á veraldarvefnum. Eftir sölu bókaútgáfunnar mun fyrirtækið einbeita sér að þessum tveimur sviðum, þ.e. tímaritaút- gáfu og margmiðlun, að því er seg- ir í fréttatilkynningu frá félögun- um. Að sögn Halldórs mun Edda – útgáfa ganga til samninga við sölu- fólk hjá bókadeild Fróða um starf hjá Eddu. Edda – útgáfa kaupir bóka- forlagið Iðunni BENSÍN hefur hækkað á sjálfs- afgreiðslustöðvunum um 7,2% á undanförnum 10 dögum. Þá kost- aði lítrinn af 95 oktana bensíni hjá Orkunni 89,10 krónur en hjá ÓB – ódýru bensíni og ESSO Express 89,20 krónur. Í gær kostaði lítrinn hjá Orkunni 95,50 krónur en hjá ÓB og Esso Express 95,60 krónur. Gunnar O. Skaptason, fram- kvæmdastjóri Orkunnar, sagði skýringuna á verðbreytingum hjá Orkunni að undanförnu einfalda. „Við settum okkur það markmið í upphafi að vera ódýrastir á mark- aðnum. Ef breyting verður á hon- um fylgjum við því örugglega eftir. Um daginn gerðist það að heims- markaðsverð fór upp en verð á Ís- landi niður. Þá hefðum við gjarnan viljað fylgja heimsmarkaðsverðinu, en við gátum það ekki því við urð- um að fara eftir markaðnum til að standa við það að vera ódýrastir,“ sagði Gunnar. Öll þrjú olíufélögin, ESSO, OLÍS og Skeljungur, voru með nákvæmlega sama verð á 95 oktana bensíni á höfuðborgarsvæð- inu í gær. Ef um fulla þjónustu var að ræða kostaði lítrinn 100,80 krónur hjá þeim öllum. Í sjálfs- afgreiðslu var veittur fjögurra króna afsláttur og því kostaði lítr- inn 96,80 krónur hjá öllum þremur fyrirtækjunum. Þetta er sama verð og var hjá fyrirtækjunum fyr- ir helgi þegar hækkun átti sér stað. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri ESSO, sagði við Morgunblaðið í gær að meira jafnvægi virtist vera að nást á markaðnum. Hinn 7. febrúar kostaði lítrinn af 95 oktana bensíni hjá ESSO 91,20 krónur í sjálfsafgreiðslu. Á bens- ínstöðvum Shell og OLÍS var sjálfsafgreiðsluverðið 93,20 kr. fyr- ir 95 oktana bensín. Bensín hækkar í sjálfsafgreiðslu Lítrinn kostaði 89,10 krónur fyrir 10 dögum en kostar nú 95,50 Jeppi valt á Suðurlandsvegi JEPPI valt er hann rann út af Suðurlandsvegi í Svínahrauni í gær. Hjón voru í bílnum og voru þau bæði með öryggisbelti. Ökumann sakaði ekki en far- þeginn þurfti að fara á sjúkrahús og lék grunur á að hann væri handleggsbrotinn. Jeppinn rann á ísingu og lenti þannig utan vegar. Hann skemmdist mikið og þurfti að draga hann af vettvangi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.