Morgunblaðið - 17.02.2003, Blaðsíða 20
MINNINGAR
20 MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Margrét Áka-dóttir fæddist á
Akureyri 1. febrúar
1938. Hún lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 6. febr-
úar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
eru Ólöf Áslaug Jó-
hannesdóttir, hús-
móðir á Akureyri,
nú búsett í Reykja-
vík, f. 31. ágúst
1909, og Áki Krist-
jánsson, leigubif-
reiðastjóri á Akur-
eyri, f. 25. júlí 1905,
d. 24. apríl 1984. Margrét var
einkabarn.
Margrét giftist í desember
1957 eftirlifandi eiginmanni sín-
um, Jóhanni Lárusi Jónassyni
lækni, f. 12. júní 1934. Foreldrar
hans voru Indíana Gísladóttir,
húsmóðir á Akureyri, f. 6. desem-
ber 1904, d. 14. ágúst 1990, og
Jónas Jóhannsson bóksali á Ak-
er Jóhann Lárus, f. 13. september
1999. Dóttir Dísar er Gabríela, f.
11. júlí 1996. Dætur Jónasar af
fyrra hjónabandi eru Elín Anna,
f. 12. október 1987, og Anna Mar-
grét, f. 27. mars 1990. Jónas á
einnig aðra dóttir, Guðlaugu
Hrefnu, f. 7. febrúar 1993.
Margrét ólst upp á Akureyri
og lauk stúdentsprófi frá MA
1957. Hún flutti ásamt eigin-
manni og börnum til Englands
1963 og bjó þar í rúm fimm ár á
meðan eiginmaður hennar stund-
aði sérnám í lækningarannsókn-
um. Eftir heimkomu 1968 bjó
fjölskyldan í Reykjavík. Húsmóð-
urstarf var aðalstarf Margrétar,
en samhliða því vann hún sér-
hæfð skrifstofustörf fyrir eigin-
mann sinn. Margrét hóf nám við
Háskóla Íslands 1979 og lagði
stund á spænsku og ensku. Hún
lauk BA prófi í ensku 1988. Frá
1989 vann hún með eiginmanni
sínum á blóðrannsóknastofunni í
Læknastöðinni í Glæsibæ í
Reykjavík. Margrét greindist
með krabbamein í byrjun desem-
ber 2002.
Útför Margrétar fer fram frá
Laugarneskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
ureyri, f. 12. janúar
1896, d. 10. maí 1982.
Synir Margrétar og
Jóhanns eru: 1) Áki,
sjálfstæður atvinnu-
rekandi í Kópavogi, f.
10. október 1958,
maki Guðlaug Júlía
Sturludóttir, BA í sál-
fræði, f. 10. desember
1962. Börn þeirra eru
Katrín, f. 21. desem-
ber 1985, Tómas Arn-
ar, f. 22. febrúar
1999, og Margrét, f.
14. apríl 2001. 2) Jó-
hann Lárus, stúdent,
f. 17. nóvember 1961. Börn hans
eru Margrét Heiður, f. 17. júlí
1981, Jakob Smári, f. 30. mars
1999, og Jasmín Lára, f. 15. apríl
2000. Dóttir Margrétar Heiðar er
Hrafnhildur Diljá, f. 10. júlí 1999.
3) Jónas, héraðsdómari í Hafn-
arfirði, f. 7. nóvember 1962, maki
Dís Sigurgeirsdóttir lögfræðing-
ur, f. 2. ágúst 1970. Sonur þeirra
Ég er svo heppin að eiga mjög
margar yndislegar minningar um
ömmu, enda vorum við alla tíð
mjög nánar.
Af bernskuminningunum eru
mér efst í minni öll þau skipti sem
ég gisti hjá ömmu og afa. Þá fór
amma alltaf upp með mér og las
fyrir mig og söng. Með árunum
breyttust sögurnar og söngvarnir
en tilfinningin var ávallt sú sama,
það var alltaf jafngott að vera hjá
ömmu, vakna og trítla niður þar
sem amma sat og las Moggann og
fá hjá henni heimsins besta hafra-
graut.
Það er auðvitað langt síðan ég
hætti að gista hjá ömmu og afa en
ég hélt samt áfram að vera tíður
gestur og sótti alltaf mikið í
ömmu. Í þessum heimsóknum mín-
um til ömmu og afa spjölluðum við
amma mikið en stundum vorum
við líka bara að horfa á sjónvarpið
eða lesa blöðin, og ég leit á Hof-
teiginn sem mitt annað heimili. Nú
þegar amma er farin geri ég mér
grein fyrir því hve stóran þátt hún
átti í að gera Hofteiginn að því
heimili sem mér fannst hann vera,
og í að halda fjölskyldunni saman.
Við þennan mikla missi, sem við
sem þekktum og elskuðum ömmu
stöndum frammi fyrir, sameinumst
við í sorginni og öllum góðu minn-
ingunum sem amma skilur eftir
sig. Minningum um glæsilega konu
sem unni fjölskyldu sinni framar
öllu og vildi allt fyrir okkur gera,
sem umvafði okkur umhyggju,
hlýju og ást.
Amma var frábær kokkur og
frekar óhefðbundin í eldamennsk-
unni, hún elskaði austurlenskan
mat og var dugleg að prófa sig
áfram, sérstaklega eftir að hún
ferðaðist til Malasíu og Víetnam
með afa, þar sem hún borðaði lem-
ongrass súpuna góðu sem allir sem
þekktu hana ættu að hafa heyrt
um oftar en einu sinni. Ég bý að
því að hafa lært allt sem ég kann
um matseld af ömmu og ég veit að
betri kennari fyndist ekki.
Afi og amma ferðuðust reglu-
lega til Spánar í íbúðina sína og
amma hafði mikinn áhuga á öllu
sem spænskt var, talaði málið og
hafði unun af að lesa bækur á
spænsku. Hún hjálpaði mér mikið í
mínu spænskunámi í framhalds-
skóla og eitt af því síðasta sem
hún sagði við mig var hvort ég
ætlaði ekki að læra meira í
spænskunni.
Árið 1999 gerði ég ömmu að
langömmu og var mikið og gott
samband á milli hennar og Hrafn-
hildar Diljár dóttur minnar. Það
tekur mig sárt að þær skuli ekki
hafa fengið meiri tíma saman en
ég vona að Hrafnhildur eigi eftir
að muna eftir henni, eins og ég á
minningu um pabba ömmu Mar-
grétar sem dó þegar ég var á svip-
uðum aldri og Hrafnhildur er nú.
Ég tel það líklegt því þær voru svo
miklar vinkonur og ég ætla að
vera iðin við að segja dóttur minni
frá langömmu sinni, hvað hún var
góð og hlý, svo ekki sé minnst á
skarpgreind, og hvað hún elskaði
hana mikið.
Minningarnar eru óþrjótandi og
verða ekki allar upp taldar hér,
það er gott að hafa þær til að
hugga sig við í sorginni, það linar
sársaukann. Amma var mér mjög
kær og það eru erfiðir tímar sem
nú fara í hönd, fyrir okkur sem
stöndum henni næst og ekki síst
langömmu sem nú sér á eftir
einkadóttur sinni.
Andlát ömmu var ótímabært,
hún var svo ung og veikindi henn-
ar ágerðust hraðar en nokkurn
hefði órað fyrir, en ég veit að
henni líður betur núna og einhvern
tímann sjáumst við aftur. Ég mun
ávallt minnast hennar, sem stór-
fenglegrar persónu og bestu
ömmu sem nokkur getur hugsað
sér.
Margrét Heiður
Jóhannsdóttir.
Sú fjölskylda sem mér er kær-
ust auk minnar eigin er fyrrum
tengdafjölskylda mín, föðurfólk
eldri dóttur minnar. Nú er amma
Margrét, eins og öll börnin mín
kölluðu hana, látin, og fáein orð fá
því ekki lýst hve missirinn er sár.
Móðir Margrétar, Ólöf Jóhann-
esdóttir, lifir dóttur sína og syrgir
ásamt Jóhanni tengdasyni sínum,
þremur sonum þeirra hjóna Jó-
hanns og Margrétar og fjölskyld-
um þeirra. Við hin sem urðum
þeirrar gæfu aðnjótandi að kynn-
ast þessari greindu og glæsilegu
konu syrgjum líka.
Dóttir mín heitir í höfuðið á
ömmu sinni og lítið atvik sem átti
sér stað við skírn hennar fyrir
rúmu tuttugu og einu ári hefur
brennt sig inn í minnið. Þegar við
gengum inn í íbúð prestsins þar
sem skírnin átti að fara fram lá
opin bók á litlu borði í forstofunni.
Þar gat að líta þessi orð:
Lít þessa rós! Hún segir: Sjá!
Ég græ..
Bókin var Rubaiyat eftir Omar
Khayyam og ljóðlínurnar er að
finna í þrettánda erindi ljóða-
flokksins. Æ síðan hef ég í huga
mér tengt rósina við Margrétar-
nafnið og þær báðar, ömmuna og
sonardótturina. Nú hefur enn ein
lítil rós bæst í hópinn, dóttir Áka
og alnafna ömmu sinnar, auk þess
sem ein dætra Jónasar heitir
Margrét að síðara nafni. Nafna-
valið segir mikið um hve vænt
okkur þótti – og þykir – um þá
sem hér er kvödd.
Nokkur ár liðu frá atvikinu með
rósina og þá færðu þau Margrét
og Jóhann mér bókina hans
Khayyams að gjöf. Ég á enn kort-
ið sem fylgdi og þessi jól árið 1987
skrifar Margrét: „Gömul (og góð)
bók frá gömlu hjónunum, Mar-
grétu og Jóhanni.“ Þetta var ekki
kona sem gleymdi fólki þótt
mægðir rofnuðu að forminu til.
Margréti var í blóð borin þessi
látlausa fágun sem virðist fyrir-
hafnarlaus þeim er hana ber, en
er fáum gefin. Hún var tíguleg
kona, fríð og þokkafull. Þegar við
bættist hlýjan og hispursleysið
þarf engan að undra að fólki
skyldi þykja gott að vera í návist
Margrétar Ákadóttur. Ég er
þakklát fyrir að hafa kynnst
henni.
Kristín Elfa Guðnadóttir.
Það dimmdi í hugskoti mínu,
þegar ég frétti að nú væri þessi
elskulega og fallega kona komin í
tölu þeirra sem burt eru kallaðir
allt of snemma. Eiginmaður henn-
ar Jóhann Lárus Jónasson, kunn-
ur læknir og vísindamaður, sagði
okkur hjónum frá veikindum
hennar þegar við hittumst á
göngu morgun einn fyrir skömmu
og frásögn hans var á þann veg að
við skildum að ekkert var til
bjargar og stutt í endalok.
Minningar um bæði Margréti
og mann hennar eru ljúfar og fal-
legar en þau uxu úr grasi á Ak-
ureyri, gengu þar í Barnaskóla
Akureyrar og síðar í Menntaskól-
ann á Akureyri og ég man vel
Margréti sem var eins og sól-
argeisli frá fyrstu kynnum. Bróðir
minn kenndi Jóhanni allt barna-
námið og hafði miklar mætur á
honum.
Það hafa sjálfsagt verið þessi
fyrstu kynni sem ollu því, að mér
fannst ég alltaf eiga svolítið í þeim
báðum. Margrét var stúdent frá
MA 1957 nam tungumál við Há-
skóla Íslands og tók BA próf í
ensku þaðan. Hún var ágætlega
menntuð og hafði dvalið erlendis
með manni sínum árum saman en
snemma árs 1989 varð hún mót-
tökuritari við Læknastöðina hf. í
Reykjavík. Hún tók vel á móti
þeim sem þurftu að leita sér
hjálpar í veikindum og margir
þekkja þá sögu.
Það eru líklega 30–40 ár síðan
við Margrét hittumst aftur eftir
Akureyrarárin og fórum að hlæja
þegar það rann upp fyrir okkur að
við vorum grannar, báðar búsett-
ar á Hofteignum í Laugarnesi.
Hún var svo geislandi falleg og
stóru bláu augun og ljósa hárið
minnti mig á litlu telpuna á Ak-
ureyri en nú var hún fullorðin
kona, gift sínum gáfaða manni og
móðir þriggja drengja, en yngstu
drengir okkar voru á svipuðum
aldri og léku sér oft saman. Það
var góð tilfinning að vita af þess-
um hjónum svo nærri, og þótt
samgangur væri ekki mikill og
okkur Margréti fyndist við aldrei
hafa tíma til að lengja spjallið, var
þessi nærvera alltaf jafngóð og
sem betur fer hittumst við oft í
hverfinu okkar og spjölluðum. Það
var fjarska gott og gefandi að
hitta hana, geislandi og fallega
brosið brást aldrei. Mér fannst ég
ríkari eftir hvern fund. Þeir sem
þekktu Margréti munu sakna
hennar sárt og ég er ein af þeim.
Dýpstu samúð vottum við Birg-
ir fjölskyldu hennar. Þau hafa öll
misst mikið.
Anna Snorradóttir.
MARGRÉT
ÁKADÓTTIR
✝ Halldór Magnús-son fæddist í
Reykjavík 15. ágúst
1912. Hann lést á
elli- og hjúkrunar-
heimilinu Grund 8.
febrúar síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Helga Tómasdóttir
húsmóðir, f. 17. júlí
1873, d. 22. október
1951, og Magnús
Ólafsson, prent-
smiðjustjóri á Ísa-
firði, f. 3. júlí 1875,
d. 10. apríl 1967.
Halldór var 8. í
hópi 9 systkina. Hin eru: Hall-
dóra Kristín, f. 22.8. 1898 d.
26.9. 1991, Lára, f. 3.6. 1900, d.
14.5. 1959, Ólafur Ingólfur, f.
24.4. 1902, d. 11.5. 1999, Sigrún
Anna, f. 24.11. 1904, d. 7.7.
1981, Arnþrúður
Helga, f. 7.12. 1906,
d. 21.11. 2000, Elín
Margrét, f. 9.6.
1909, d. 7.6. 1979,
Tómas Emil, f. 31.5.
1911, d. 21.1. 1996.
Eftir lifir Jónas, f.
31.1. 1916.
Halldór kvæntist
ekki og eignaðist
ekki börn. Hann
ólst upp á Ísafirði,
nam prentiðn á Ísa-
firði og í Reykjavík
og starfaði alla
starfsævina við iðn
sína. Hann starfaði mikið í
skátahreyfingunni og með fim-
leikadeild ÍR.
Útför Halldórs verður gerð
frá Ísafjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Móðurbróðir okkar Halldór
Magnússon er látinn á 91. aldurs-
ári. Hann ólst upp á Ísafirði á
miklu menningarheimili í hópi 9
systkina. Foreldrar hans, Helga
Tómasdóttir og Magnús Ólafsson
prentsmiðjustjóri, voru í forystu í
ýmsum menningar- og líknarmál-
um á Ísafirði, og þótt börnin væru
mörg var alltaf rúm fyrir önnur
börn ef einhvers staðar voru veik-
indi eða ef illa stóð á.
Í þessu umhverfi ólst Halldór
upp. Hann fékk snemma áhuga á
íþróttum og tók mikinn þátt í
skátahreyfingunni og fór ungur á
jamboree. Hann keppti á skíðum
og í fótbolta en fimleikar voru
uppáhaldsíþrótt hans. Eftir að
hann fluttist suður gekk hann í ÍR
og var einn besti fimleikamaður
landsins í áratugi. Áttræður gerði
hann það að gamni sínu að ganga
á höndum. Hann var og vel hag-
mæltur og eru til eftir hann heilu
ljóðabálkarnir en hann var lítið
fyrir að hampa því.
Halldór var mikill ævitýramað-
ur í æsku. Hann smíðaði vængi
sem hann spennti á sig og renndi
sér á skíðum fram af hengju og
sveif á vængjunum.
Þetta var sennilega fyrsti vísir
að svifdreka á Íslandi. Þá útbjó
hann sér sjóhjól og hjólaði um
pollinn. Einnig var hann í kaj-
akaklúbbi en Ísafjarðardjúp hent-
ar vel fyrir það sport. Þeir gerðu
einu sinni víðreist og ætluðu að
róa til Reykjavíkur. Þeir höfðu
farið fyrir öll nes og rastir á Vest-
fjörðum er þeir komu til Patreks-
fjarðar en þar voru þeir stöðvaðir
af sýslumanni og bannað að fara
lengra þar sem sýslumaður taldi
þetta fífldirfsku og glæfraspil.
Ungur maður flutti Halldór til
Reykjavíkur. Hann lærði prentiðn
fyrst á Ísafirði og síðan hjá Guten-
berg í Reykjavík og varð það hans
ævistarf. Hann var einn af stofn-
endum prentsmiðjunnar Hóla og
vann þar lengi. Hann byggði hús
við Hagamel seint á fimmta ára-
tugnum og bjó þar uns hann fór á
Grund fyrir um tíu árum. Í húsi
hans við Hagamel bjó og lengi
systir hans, Sigrún Magnúsdóttir
leikkona.
Við systkinin nutum góðs af
gestrisni frænda okkar en hús
hans stóð okkur og öðrum ætt-
ingjum alltaf opið er við komum til
Reykjavíkur og erum við þakklát
fyrir það.
Þótt Halldór (eða Halli eins og
við kölluðum hann) hafi búið mest-
an sinn aldur í Reykjavík var hann
alltaf mikill Ísfirðingur í sér og
kom vestur á stórhátíðum og í
leyfum.
Síðustu árin dvaldi Halldór á
elli- og hjúkrunarheimilinu Grund
og viljum við þakka öllu því góða
fólki sem annaðist hann þar.
Góður frændi er kvaddur. Bless-
uð sé minning hans.
Karl, Magnús og
Helga Aspelund.
Að Halldóri Magnússyni, föður-
bróður mínum gengnum, hvarflar
hugur mörg ár aftur í tímann.
Hann var kallaður Halli Magg og
var einn af níu systkinum. Halli
var níræður er hann féll frá.
Hann ólst upp við reglusemi og
heiðarleika og listir voru í háveg-
um hafðar. Fjölskyldan var virk í
leiklistarlífi og söng, systkinin og
ekki síður foreldrar þeirra. Hugur
Halla virtist ekki standa eins mik-
ið til þessara lista og hinna í fjöl-
skyldunni. Hann hafði hins vegar
ærið nóg af áhugaverðum áhuga-
málum. Á yngri árum var hann af-
ar hugmyndaríkur og djarfur og
sá margar hugmyndir sínar ræt-
ast. Árið 1934 var hann vélgæslu-
maður í Íshúsinu og þar hafði
hann mikinn tíma til að láta hug-
ann reika og dunda sér við áhuga-
mál sín. Hann smíðaði þá svif-
flugu, mikla og stóra með um sex
til átta metra vænghafi. Að smíði
lokinni fóru þeir nokkrir ungu
mennirnir með fluguna inn að
skátahúsinu í Tungudal á milli jóla
og nýárs. Flugan var á skíðum og
Halli hafði hugsað sér að setjast í
hana láta hana renna niður dalinn
og hefja sig þannig á loft. Veðrið
gerði hins vegar strik í reikning-
inn, hreif fluguna úr höndum
hinna ungu ofurhuga og við lend-
inguna brotnaði annar vængurinn
af. Þetta urðu endalok þessa æv-
intýris en fleiri biðu. Ætli þetta
hafi ekki verið ein fyrsta tilraun í
þessa veru á landinu?
Halli smíðaði líka sjóhjól sem
hann og fleiri hjóluðu á um Pollinn
og eldri Ísfirðingar muna enn eftir
þessu farartæki á Pollinum.
Enn smíðaði Halli og nú nokkra
kajaka. Kajaksportið var um tíma
vinsæl íþróttagrein á Ísafirði og
stundum ber fyrir augu myndir af
ungum ofurhugum á kajökum á
Pollinum. Halli mun, ásamt fleir-
um, hafa róið frá Ísafjarðarkaup-
stað og alla leið inn í Reykjanes,
innst í Djúpinu. Einnig afréð hann,
ásamt Gunnari Hestnes, sem nú er
nýlátinn, að róa frá Ísafirði til
Reykjavíkur. Þetta hefur líklega
verið sumarið 1937. Þeir félagar
reru sem leið lá um norðurfirðina
og til Patreksfjarðar. Þar ákváðu
heimamenn að stöðva ferð þeirra í
öryggisskyni. Það þótti ekki
öruggt á þessum tíma að róa svo
langa vegalengd á svo veigalitlum
HALLDÓR
MAGNÚSSON