Morgunblaðið - 17.02.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
SAMKVÆMT skoðanakönnun Fé-
lagsvísindastofnunar fyrir Morgun-
blaðið ætlar tæpur helmingur kjós-
enda Framsóknarflokksins árið 1999
að kjósa flokkinn nú, eða 45,9%. Tæp
80% þeirra sem kusu Samfylkinguna
í síðustu kosningum ætla að kjósa
hana nú, tæp 70% ætla áfram að
styðja Sjálfstæðisflokkinn, 43,2%
Vinstri hreyfinguna – grænt framboð
og 43,8% Frjálslynda flokkinn.
Könnunin var gerð dagana 6. til 10.
febrúar sl. í síma þar sem stuðst var
við 1.200 manna slembiúrtak úr þjóð-
skrá. Úrtakið náði til fólks af öllu
landinu á aldrinum 18–80 ára. Alls
svöruðu 813 manns, eða 67,8%, 20%
neituðu að svara og 12% náðist ekki í.
Nettósvarhlutfall var 71%.
Spurt var: Ef Alþingiskosningar
yrðu haldnar á morgun, hvaða flokk
eða lista heldurðu að þú myndir
kjósa? Ef fólk sagðist ekki vita það
var áfram spurt hvaða flokk eða lista
líklegast væri að það kysi og ef svar
fékkst ekki við því var spurt hvort
líklegra væri að það kysi Sjálfstæð-
isflokkinn eða einhvern annan flokk.
Fylgi flokkanna skiptist þannig að
40,1% sögðust styðja Samfylkinguna,
35,8% Sjálfstæðisflokkinn, 13,5%
Framsóknarflokkinn, 7,4% Vinstri
græna og 2,9% Frjálslynda flokkinn.
Könnunin sýnir ennfremur að
22,5% kjósenda Framsóknarflokks-
ins árið 1999 ætla að kjósa Samfylk-
inguna núna, 5,4% ætla að kjósa
Sjálfstæðisflokkinn, 6,3% Vinstri
græna og 0,9% Frjálslynda flokkinn.
Sem fyrr segir ætla tæp 70% kjós-
enda Sjálfstæðisflokksins fyrir fjór-
um árum að kjósa flokkinn áfram,
12,3% ætla að kjósa Samfylkinguna,
4,3% Framsóknarflokkinn, 2,2%
Vinstri græna og 1,8% Frjálslynda
flokkinn. Rúmur þriðjungur kjós-
enda Vinstri grænna í síðustu kosn-
ingum, eða 34,1%, ætlar að kjósa
Samfylkinguna núna, 4,5% Fram-
sóknarflokkinn, 2,3% Frjálslynda
flokkinn en enginn stuðningsmanna
VG ætlar að kjósa Sjálfstæðisflokk-
inn nú.
Kjósendur Samfylkingarinnar eru
flokkshollir, samkvæmt könnuninni,
eða 79,1% sem kusu flokkinn 1999
ætla að kjósa flokkinn áfram, 4,3%
ætla að kjósa Vinstri græna, 3,6%
Framsóknarflokkinn, 1,4% Sjálf-
stæðisflokkinn og 1,4% flokk þjóð-
ernissinna.
Kjósendur Frjálslynda flokksins
fyrir fjórum árum eru frekar
óákveðnir í afstöðu sinni nú, 43,8%
ætla að kjósa flokkinn aftur, 25%
ætla að styðja Samfylkinguna, 25%
eru óákveðnir eða neita að svara og
6,3% ætla að kjósa Sjálfstæðisflokk-
inn.
Félagsvísindastofnun vekur at-
hygli á því að þó svo að lægra hlutfall
kjósenda Sjálfstæðisflokksins árið
1999 segist ætla að kjósa Samfylk-
inguna heldur en hlutfall Framsókn-
arflokksins, eða 12,3% á móti 22,5%,
eru fjöldatölurnar á bakvið þessi
hlutföll hærri fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn en Framsókn. Fjöldinn á bakvið
hlutfall kjósenda Sjálfstæðisflokks-
ins sem ætlar að kjósa Samfylk-
inguna er 34 einstaklingar en hjá
Framsóknarflokknum er hann 25.
Þetta þýðir, að mati stofnunarinnar,
að ef skoðaðir eru sérstaklega þeir
kjósendur sem gefa upp hvaða flokk
þeir kusu 1999 og ætla að kjósa Sam-
fylkinguna núna, þá kemur í ljós að
um 58% þeirra kusu Samfylkinguna
síðast, 18% þeirra kusu Sjálfstæðis-
flokkinn, 13% kusu Framsóknar-
flokkinn, 8% Vinstri græna og 3%
annað.
Félagsvísindastofnun hefur einnig
greint svör kjósenda í könnuninni
eftir aldri, kyni og starfi. Kemur þá í
ljós að flestir karlar, eða 40,8%,
styðja Sjálfstæðisflokkinn, 33,1%
karla styðja Samfylkinguna, 15,1%
Framsóknarflokkinn og 6,5% Vinstri
græna. Meðal kvenna nýtur Sam-
fylkingin mest stuðnings, eða 46,9%,
31,7% þeirra styðja Sjálfstæðisflokk-
inn, 11,4% Framsóknarflokkinn og
8,4% Vinstri græna. Þetta eru svip-
aðar niðurstöður og í könnun Fé-
lagsvísindastofnunar í ágúst 2002.
Samfylking vinsælust í öllum
aldurshópum nema þeim yngsta
Skipt eftir aldri nýtur Sjálfstæð-
isflokkurinn mest stuðnings meðal
yngstu kjósendanna, eða 41,5%.
Samfylkingin nýtur mest stuðnings í
öðrum aldurshópum, frá 35,8%
stuðnings í elsta aldurshópnum, 60–
80 ára, til 43,9% á aldrinum 35–44
ára. Séu fleiri stjórnmálaflokkar
skoðaðir er Framsóknarflokkurinn
með mesta fylgið meðal 45–49 ára
kjósenda, 19,3%, og Vinstri grænir
hafa flesta stuðningsmenn meðal 60–
80 ára kjósenda, eða 11,7%. Frjáls-
lyndi flokkurinn höfðar sömuleiðis
mest til elstu kjósendanna.
Miðað við starfsvettvang fólks í
könnuninni eru flestir stjórnendur
og æðstu embættismenn í hópi kjós-
enda Sjálfstæðisflokksins, flestir sér-
fræðingar og kennarar styðja Sam-
fylkinguna og flokkurinn er
sömuleiðis með mesta fylgið meðal
iðnaðarmanna og sérhæfðra, véla-
fólks og ófaglærðra, námsmanna og
þeirra sem ekki eru útivinnandi.
Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mest
stuðnings meðal tækna og skrifstofu-
fólks, þjónustu- og afgreiðslufólks,
sjómanna og bænda. Hjá öðrum
flokkum skiptist þetta þannig að
Framsóknarflokkurinn er oftast
nefndur meðal sjómanna og bænda,
eða 24,1%, en til samanburðar mæld-
ist flokkurinn með 13,5% fylgi í könn-
uninni. Frjálslyndi flokkurinn sækir
mesta stuðninginn í sömu stéttir, þ.e.
sjómenn og bændur, 12,1%, til sam-
anburðar við 2,9% heildarfylgi í
könnun Félagsvísindastofnunar.
Vinstri grænir eru oftast nefndir
meðal þeirra sem ekki eru útivinn-
andi, 14,7%.
Kjósendur Framsóknarflokksins í skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar HÍ
!
"
" #
#
$
%
&
"
'
(
) &
*+,-.+
/..0
*.,1.
23,34
03,22
/3,02
-1,/2
"!
+ + +
"&
(
+!
5!
+!
6
+ &
"!
$& !!
'
7
!
"
Tæpur helmingur hyggst
kjósa flokkinn áfram
Konur styðja helst Samfylkinguna en flestir karlar styðja Sjálfstæðisflokkinn
MUN fleiri íbúar EFTA-landanna þriggja
segjast hafa hafið atvinnurekstur nýlega eða
hafið undirbúning að því en íbúar aðild-
arríkja Evrópusambandsins og Bandaríkj-
anna. Þá gerir fólk á Íslandi og í Liechten-
stein og minna úr skorti á fjárhagslegum
stuðningi og hindrunum vegna skrifræðis
vegna nýsköpunar en íbúar hinna landanna.
Þetta kemur fram í könnun sem Gallup
gerði á síðasta ári fyrir framkvæmdastjórn
Evrópusasmbandsins. Könnunin náði til
7.500 íbúa Evrópusambandsins, 500 íbúa frá
hverju hinna þriggja landa EFTA, það er að
segja Noregs, Íslands og Liechtenstein, og
500 Bandaríkjamanna. Spurt var um viðhorf
fólks til stofnunar atvinnurekstrar.
Evrópumenn vilja vera launþegar
Könnunin leiddi í ljós að mun meiri vilji er
meðal Bandaríkjamanna en Evrópubúa að
stofna eigin atvinnurekstur. Þótt verulegur
áhugi sé einnig í Evrópu virðast Evrópubú-
ar kjósa í ríkari mæli að vera launþegar.
Áberandi meiri vilji er meðal þeirra sem
spurðir voru í Liechtenstein og á Íslandi
fyrir atvinnurekstri en íbúa Evrópusam-
bandins í heild en Norðmenn hafa aftur á
móti mestan áhuga á að starfa sem launþeg-
ar. Þess ber þó að geta að viðhorf eru afar
mismunandi innan ríkja Evrópusambandsins
og í sumum þeirra er ríkur vilji til að starfa
við eigin atvinnurekstur, eins og til dæmis í
Portúgal.
Færri Íslendingar virðast vera að hugsa
um að stofna fyrirtæki um þessar mundir en
íbúar annarra landa þar sem viðhorfin voru
könnuð, eða 13% Íslendinga á móti 22% íbúa
ríkja Evrópusambandsins og 34% þátttak-
enda frá Bandaríkjunum.
Aftur á móti virðast fleiri Íslendingar og
íbúar hinna EFTA-landanna hafa stundað
atvinnurekstur en íbúar hinna landanna, það
er að segja 29% Íslendinga, 26% Norðmanna
og 22% íbúa Liechteinstein á móti 15% íbúa
í ríkjum ESB og 14% Bandaríkjamanna.
Íbúum allra landanna finnst takmarkaður
fjárhagslegur stuðningur standa því fyrir
þrifum við að stofna til atvinnurekstrar. Þó
kvarta íbúar EFTA-landanna minna undan
því en íbúar Evrópusambandsins og Banda-
ríkjanna. Áberandi er hins vegar hvað mikið
færri þátttakendur á Íslandi og í Liechten-
stein en í hinum löndunum telja að skrif-
finnska hjá hinu opinbera hindri þá í að
hrinda í framkvæmd áformum um að efna til
atvinnurekstrar. 37% þátttakenda á Íslandi
og 40% í Liechtenstein nefna þessa hindrun
en 60–70% íbúa hinna landanna.
Íslendingar virðast ekki alveg eins um-
burðarlyndir og aðrir gagnvart þeim sem
hefur mistekist í atvinnurekstri. 70% þátt-
takenda héðan vildu gefa slíkum mönnum
annað tækifæri en 83–84% þátttakenda í
Evrópusambandinu og Bandaríkjunum voru
jákvæð fyrir slíku.
Hræddir við gjaldþrot
Hræðslan við að tapa eignum sínum (50%)
og að verða gjaldþrota (44%) eru þeir
áhættuþættir sem flestir þátttakendur innan
Evrópusambandsins nefna varðandi það að
hefja atvinnurekstur um þessar mundir.
Íbúar annarra landa nefna sömu þætti og
bæta við óvissunni um tekjur. Íslendingar
og Bandaríkjamenn eru hræddari við gjald-
þrot en íbúar hinna landanna og nefndu um
51% Íslendinga þann áhættuþátt og 49%
Bandaríkjamanna en 39–44% þátttakenda í
öðrum ríkjum og ríkjasamböndum sem
könnunin tók til. Þess ber þó að geta að af-
staða fólks innan Evrópusambandsins er
nokkuð mismunandi til þessara þátta, eins
og annarra í þessari könnun. Sem dæmi má
nefna að Danir, Írar og Bretar höfðu heldur
meiri áhyggjur af því að verða gjaldþrota
við það að stofna til atvinnurekstrar en Ís-
lendingar.
Meiri vilji á Íslandi til að stofna
til atvinnurekstrar en í ESB
STJÓRN Landverndar hefur sent Siv Frið-
leifsdóttur umhverfisráðherra bréf þar sem
hún er hvött til að beita sér fyrir því að í áform-
uðum aðgerðum til að efla atvinnu fái brýn
verkefni á sviði náttúruverndar og þjóðgarða
hlutdeild. Segir í bréfinu að á sviði náttúru-
verndar séu mörg brýn tímabundin verkefni
sem muni auka eftirspurn eftir vinnuafli.
Nefnd eru dæmi í bréfinu, þar á meðal að í
þjóðgarðinum á Snæfellsnesi, sem stofnaður
var árið 2001, hafi lítið sem ekkert verið gert til
að byggja upp þá aðstöðu sem er almennt talin
nauðsynleg í þjóðgörðum. Í þjóðgarðinum í
Jökulsárgljúfrum liggi fyrir áætlanir um upp-
byggingu á aðstöðu sem ekki hafi komist til
framkvæmda. Framundan sé stofnun Vatna-
jökulsþjóðgarðs og augljóst að undirbúa megi
stofnun þjóðgarðsins með uppbyggingu á að-
stöðu sunnan jökuls. Á Vestfjörðum bíði mik-
ilvæg verkefni til að bæta aðstöðu fyrir nátt-
úruunnendur, m.a. á Hornströndum.
Stjórn Landverndar minnir á að náttúra Ís-
lands er ein mikilvægasta auðlind þjóðarinnar.
Með því að veita náttúruverndarverkefnum að-
gang að tímabundnu átaki ríkisstjórnarinnar
til að efla atvinnu er jafnframt verið að leggja
grunn að meiri hagsæld í landinu.
Benda á
atvinnutæki-
færi við
náttúruvernd