Morgunblaðið - 17.02.2003, Blaðsíða 19
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2003 19
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
MAGNÚS BJÖRGVIN GÍSLASON
bifreiðasmíðameistari,
Hvassaleiti 56,
Reykjavík,
sem lést 6. febrúar verður jarðsunginn frá
Neskirkju þriðjudaginn 18. febrúar kl. 15.00.
Guðrún Steingrímsdóttir,
Gunnhildur Magnúsdóttir, Árni Ásgeirsson,
Gísli Jón Magnússon, Helga Bernhard,
og barnabörn.
Fallegar, sérmerktar
GESTABÆKUR
Í Mjódd
sími 557-1960www.merkt.is
merkt
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við
andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar
og stjúpföður,
NJÁLS BERGÞÓRS BJARNASONAR,
Kópavogsbraut 1a,
Kópavogi.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Júlíana Guðmundsdóttir,
Oddný Njálsdóttir,
Einar Njálsson,
Bjarney Njálsdóttir,
Inga Þórhalla Njálsdóttir,
Nína Njálsdóttir,
Elísa Björg Þorsteinsdóttir
og fjölskyldur.
nokkrum árum. Við Ingimundur
vorum stödd undir stærðarinnar
trönum og í þeim hékk fullt af
þurrkuðum þorskhausum, ég var
að velja og spurði Ingimund álits.
Að lokum sýndi ég honum einn og
þá sagði Ingimundur: „Þennan líst
mér vel á, þessi á eftir að reynast
þér og okkur vel og þessum getur
þú treyst og hann á eftir að veita
þér mikla lífshamingju.“
Þennan draum réð ég þannig að
ég væri að velja mér maka, því um
þetta leyti kynntist ég eiginmanni
mínum. Ingimundur vildi mér alltaf
það besta og því hefur hann viljað
láta álit sitt í ljós með val mitt á
maka. Okkur hjónunum reyndist
hann ávallt vel. Ingimundur var
mjög laginn með gler og eru nokk-
ur af hans verkum á heimili okkar.
Hann hafði alltaf gaman af því að
gefa og gleðja aðra hvort sem það
voru listaverk eftir hann eða ást.
Að lokum viljum við þakka Ingi-
mundi fyrir þær gleðistundir sem
hann veitti okkur hjónunum og
barnabörnunum (afakút og afa-
stelpu).
Láttu nú ljósið þitt
lýsa upp rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesú mæti.
(Höf. ók.)
Ég fel í sérhvert sinn
sál og líkama minn
í vald og vinskap þinn,
vörn og skjól þar ég finn.
(Hallgr. Pét.)
Þín verður sárt saknað.
Lóa Björk Hallsdóttir
og fjölskylda.
Elsku afi. Nú ert þú farinn, far-
inn frá okkur til himna þar sem við
vonum að þér líði vel. En það er svo
erfitt að sætta sig við það að geta
ekki lengur komið í Suðurhólana og
fengið afaknús. Eins og Dagur
Andri sagði: „Það er allt í lagi þó að
afi minn sé dáinn, ég kaupi mér
bara geimskutlu og flýg til hans.“
Við héldum nefnilega að afi okkar
ætti þrjú líf, ef ekki fleiri. Því að þó
að þú lægir inni á spítala, oft mikið
veikur, þá komstu alltaf aftur heim
hressari en nokkurn tímann áður.
Þú varst alltaf svo indæll við alla og
öllum líkaði vel við þig, sama hvort
það voru börn eða fullorðnir. Það
var sama hvort maður þurfti að
spyrja þig út í lærdóminn eða fá ást
og umhyggju, þú varst alltaf til
staðar. Þú varst gull af manni, og
hlotnast ekki öllum sá heiður að
hafa gullmola í sínu lífi en hann
hlotnaðist okkur og erum við afar
stolt af því að hafa átt þig sem afa.
Við kveðjum þig því með tár á kinn
og söknuð í hjarta, elsku afi. Guð
geymi þig, elsku afi.
Ester Inga Alfreðsdóttir,
Dagur Andri Einarsson
og Sólveig Halla Ein-
arsdóttir.
Ingimundur Erlendsson, fyrr-
verandi tollvörður, andaðist á
heimili sínu föstudaginn 14. febr-
úar síðastliðinn.
Við fyrrverandi samstarfsmenn
hans viljum hér í örfáum orðum
minnast hans.
Ingimundur starfaði í tæpa þrjá
áratugi hjá Tollgæslunni á Kefla-
víkurflugvelli við góðan orðstír,
hann var fastur fyrir og lét ekkert
hagga sér ef hann taldi að ekki
væri farið eftir lögum og reglum.
Lengst af starfaði Ingimundur í
fraktdeild Tollgæslunnar og var vel
að sér í þeim fræðum. Seinni hluta
starfsævinnar barðist hann við
veikindi, en þar kom gamla þrjósk-
an upp í okkar manni, hann lét
þetta ekkert á sig fá og var mættur
aftur til vinnu fyrr en búast hefði
mátt við. Ingimundur lét af störf-
um seinni hluta árs 1998.
Það má segja um Ingimund að
hann var embættismaður fram í
fingurgóma og bar mikla virðingu
fyrir starfi sínu.
Við viljum að lokum senda að-
standendum hans innilegar samúð-
arkveðjur og biðjum góðan Guð að
geyma góðan félaga.
Tollverðir á
Keflavíkurflugvelli.
vandað og vel gert og frekast var
unnt og það er fátt í dag sem
stenst samanburð við þínar verk-
hendur og það sem frá þeim kom.
Þú varst alltaf að smíða, lagfæra
eða búa eitthvað til. Huga að hús-
inu eða bílnum. Smíða eða bólstra
húsgögn. Handlagni þín átti síðan
eftir að koma enn betur í ljós á þín-
um efri árum þegar listamaðurinn í
þér kom fram á sjónarsviðið. Þú
varst ekki búinn að vera lengi í
Seljahlíð þegar þú varst kominn á
kaf í leirkeragerð og farinn að búa
til hina ýmsu hluti sem þú færðir
okkur að gjöf og við kunnum svo
vel að meta og eru hver öðrum fal-
legri. Hagnýta hluti, vasa, skálar
og eldföst mót því það var þinn
stíll.
Þau þrjú síðustu ár ævinnar sem
þú dvaldir í Seljahlíð voru þér góð,
þér leið vel þar og kom það okkur
öllum þægilega á óvart þegar þú að
fyrrabragði fórst að tala um það að
flytja þangað frá þeim stað þar
sem þú hafðir búið mestalla þína
ævi. Þú hafðir gaman af fé-
lagsskapnum, gönguferðunum þín-
um og svo varstu líka farinn að
segja sögur þegar unnið var við
leirinn öðrum vistmönnum og
starfsfólki til gamans og ánægju.
Minningarnar eru margar og
gaman að rifja upp þegar við vor-
um lítil börn hjá ykkur. Það var
alltaf svo notalegt að koma og vera
hjá þér og ömmu. Fá afa-kaffi,
heitt ostabrauð, heimatilbúna rifs-
berjasaft í fínu glösunum, hlusta á
miðdegissöguna í útvarpinu með
ömmu, sitja inni í litla herbergi þar
sem amma sat og saumaði föt eða
prjónaði lopapeysur og bíða eftir
að þú kæmir heim úr vinnunni með
kaffið og jólakökuna tilbúna,
grænu frostpinnarnir og leikirnir í
garðinum á sumrin. Jólaboðin sem
voru haldin á jóladag og voru fast-
ur liður í jólahaldi fjölskyldunnar
hélstu í heiðri eftir að amma fór frá
okkur. Þú sauðst hangikjötið og
hafðir mest allt klárt nema þá helst
uppstúfið sem þú lést okkur kon-
unum eftir. Sunnudagssteikin á
Álfhólsveginum var líka fastur lið-
ur í tilverunni. Fjöruferðirnar í
Sandgerði þar sem þú gafst unga
fólkinu ekkert eftir í göngunni og
sem enduðu með hlaðborði á Suð-
urgötunni og allir fóru heim saddir,
sælir og þreyttir eftir daginn. Öll
afmælin og veislurnar sem haldnar
voru og þig vantaði aldrei. Þú varst
alltaf með. Við eigum eftir að sakna
þess „að ná í þig“ og hafa þig með
okkur.
Elsku besti afi sem varðst þeirr-
ar gæfu aðnjótandi alla ævi að vera
með heilsuhraustustu mönnum hef-
ur nú kvatt okkur í bili. Þau veik-
indi sem skyndilega herjuðu á þig
fyrir jól ollu þér hugarangri því þú
vissir alveg hvað var að gerast. Nú
ertu kominn til hennar ömmu sem
fór frá okkur alltof snemma.
Þeim stöðugleika sem ríkti í þér
og þínu heimili og var okkur svo til
góða verður kannski best lýst með
því þegar þú þá sjaldan varðst
veikur á þínum efri árum og misst-
ir dag úr vinnu þá töluðum við oft
um það að „Tredian“ færi sjálf nið-
ur á Skúlagötu og kæmi síðan aftur
heim í eftirmiðdaginn, slíkur var
stöðugleikinn í þér og allt í kring-
um þig. Þú hefur verið fyrirmynd
okkar í mörgu og gefið okkur mikið
í gegnum lífið á þinn hátt.
Elsku afi og amma, minningin
um ykkur mun lifa vel og lengi í
hjarta okkar allra, það er svo mikið
af ykkur í okkur og börnunum okk-
ar. Takk fyrir allt, þið voruð best.
Hvílið í friði og guð geymi ykkur.
Í ljóssins ríki leið mig inn
og lát mig finna þig,
og hæfan fyrir himininn,
ó, herra, gjör þú mig.
(Sigurbjörn Sveinsson.)
Ykkar barnabörn,
Jón Kristinn, Tryggvi
Gunnar, Rannveig,
Þórdís, Magnús Rannver,
Helga Björg og Heiða.
✝ Þorgerður Jó-hanna Jónsdóttir
fæddist á Merkigili í
Eyjafirði 7. júní
1924. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Seli 7. febrúar síðast-
liðinn. Hún var dóttir
hjónanna Rósu Sig-
urðardóttur, f. 1.7.
1893, d. 19.9. 1987,
og Jóns Rósinberg
Sigurðssonar, f. 11.7.
1888, d. 11.4. 1954.
Systkini Þorgerðar
Jóhönnu eru í aldurs-
röð: Guðrún Rósa, f.
20.5. 1919, d. 2.11. 2000, maki Jóa-
kim Guðlaugsson, f. 19.1. 1915.
Gunnar, f. 7.5. 1921, d. 12.7. 1997,
maki Geirþrúður Júlíusdóttir, f.
8.7. 1920, Hólmfríður, f. 23.11.
1926, maki Kristján Margeir Jóns-
son, f. 22.10. 1915, d. 1.6. 1996, og
Páll, f. 1.11. 1931, maki Sigurveig
Sigurgeirsdóttir, f. 18.2. 1930.
Þorgerður giftist Pálma Ólafs-
syni, f. 24.3. 1918, d. 23.8. 1982,
þau skildu. Börn þeirra eru: Þór-
unn Jóhanna, f. 17.1.
1943, maki Þorvald-
ur Heiðdal Jónsson,
f. 20.11. 1922, þau
eiga fjögur börn;
Jón Sigurður Rósin-
berg, f. 30.12. 1944,
maki Magnea Guð-
rún Gunnarsdóttir,
f. 31.7. 1945, þau
eiga fimm börn; og
Garðar, f. 28.10.
1946, hann á þrjú
börn.
Seinni maður Þor-
gerðar er Gestur
Sæmundsson, f.
30.12. 1903, dóttir þeirra er: Snjó-
laug, f. 17. 7. 1950, maki Guð-
mundur Árnason, f. 12.3. 1942,
þau eiga tvær dætur. Börn Gests
af fyrra hjónabandi: Eyþór, f.
26.2. 1937, ókvæntur, og Anna
Lilja, f. 4.4. 1941, hún á sex börn,
maki Ólafur Randver Jóhannsson,
f. 16.1. 1932.
Útför Þorgerðar Jóhönnu verð-
ur gerð frá Akureyrarkirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan 13.30.
Þú hvarfst
þér sjálfum og okkur
hvarfst
inn í höfuð þitt.
Dyr eftir dyr luktust
og gátu ei opnast á ný.
Þú leiðst
hægt á brott
gegnum opnar bakdyr
bústaður sálarinnar
er hér enn
en stendur auður.
Sál þín er frjáls
líkami þinn hlekkjaður
við líf.
Sem ekki er hægt að lifa
þú horfir framhjá mér
tómum augum, engin fortíð
engin framtíð
engin nútíð.
Við fengum aldrei að kveðjast.
(Tove Findal Bengtsson – þýð. Reynir
Gunnlaugsson.)
Mig langar að skrifa nokkur
kveðjuorð um móður mína, því sökum
sjúkdóms hennar finnst mér í raun-
inni að við höfum aldrei kvaðst. Móðir
mín var glaðlynd kona og félagslynd í
góðra vina hópi, en heimakær. Góð
húsmóðir og vinnugefín. Hún var hög
í höndum, saumaði bæði á okkur
krakkana og fyrir aðra, prjónaði,
saumaði út og málaði. Hún las mikið,
þótt við skildum ekki hvaða tíma hún
fann til þess auk þess hafi hún mjög
gaman af allri tónlist. Líf þessarar
konu var ekki alltaf dans á rósum og
hefur síðustu æviárin verið það erf-
íðasta. Þó er það huggun að vita að
allt var gert sem hægt var til að gera
henni það sem best, þökk sé góðu
fólki. Það var mjög sterkt samband á
milli okkar þó svo að ekki færu alltaf
mörg orð á milli okkar. Við höfðum
sömu áhugamál og á margan hátt líka
hugsun, okkur gat greint á en alltaf
held ég að við höfum skilið sáttar.
Þegar ég lít yfír farin veg er mér efst
í huga þakklæti fyrir að hafa átt hana
sem móður og fyrir það sem hún hef-
ur gert fyrir mig og fjölskyldu mína.
Starfsfólk á Seli hafi þökk fyrir allt
og allt.
Svo djúp er þögnin við þína sæng,
að þar heyrast englar tala,
og einn þeirra blakar bleikum væng,
svo brjóstið þitt fái svala.
Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt,
svo blaktir síðasti loginn.
En svo kemur dagur og sumarnótt,
og svanur á bláan voginn.
(Davíð Stefánsson.)
Þórunn.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta,
þá sælt er að vita af því.
Þú laus er úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sig.)
Elsku mamma, mig langar að
minnast þín í nokkrum orðum, það er
margt sem ég á þér að þakka. Þú
kenndir mér svo margt í uppeldinu,
góðar bænir, hannyrðir og fleira sem
hefur reynst mér vel í lífinu, þú varst
sú sem mér fannst gefa allt. Það var
sama hvar þú komst að saumaskap,
þú skapaðir flíkur eftir pöntun og svo
var allt á heimilinu sem sýndi verkin
þín, það þekkjum við sem vorum þér
næst. Þú varst öllum svo góð, börn-
um, barnabörnum og stjúpbörnum,
dætur mínar áttu gott að geta hlaupið
til ömmu í Götu, það var stutt á milli
heimilanna á þeirra fyrstu árum. Síð-
ar komu barnabarnabörnin, þau hafa
fylgt þér í veikindunum, það var sárt
að þú gast ekki kynnst þeim. Þau sáu
þig hverfa á braut, frá okkur og sitja
með söknuð í huga eins og við hin sem
þekktum þig alla ævi. En það er gott
að eiga góðar minningar og þökkum
við fyrir það, og biðjum góðan guð að
geyma þig.
Takk fyrir allt, þín dóttir
Snjólaug.
Í minningunni var amma alla tíð
frekar hljóðlát og góð kona sem sagði
sínar meiningar á sinn hátt og fékk
mann til að leggja við hlustir.
Ég fékk að njóta þess að kynnast
ömmu nokkuð vel þegar ég bjó hjá
þeim afa og ömmu í Ægisgötu 31, en
þar bjó ég þegar ég var við nám og
vinnu á Akureyri á unglingsárum
mínum.
Við amma áttum oft gott og fræð-
andi spjall saman, hún hafði ákveðnar
skoðanir á heiðarleika og reglusemi
sem án efa var gott veganesti fyrir
óharðnaðan ungling út í lífið.
Elsku amma, ég veit að nú ertu
komin á góðan stað þar sem þér líður
vel eftir margra ára veikindi og þú
munt áfram láta gott af þér leiða á
þinn hljóðláta hátt.
Guð geymi þig.
Jón Á. Þorvaldsson.
ÞORGERÐUR JÓ-
HANNA JÓNSDÓTTIR
AFMÆLIS- og minningar-
greinum má skila í tölvupósti
(netfangið er minning@mbl.is,
svar er sent sjálfvirkt um leið
og grein hefur borist) eða á
disklingi. Ef greinin er á disk-
lingi þarf útprentun að fylgja.
Nauðsynlegt er að tilgreina
símanúmer höfundar og/eða
sendanda (vinnusíma og heima-
síma). Ekki er tekið við hand-
skrifuðum greinum.
Um hvern látinn einstakling
birtist ein aðalgrein af hæfi-
legri lengd á útfarardegi, en
aðrar greinar séu um 300 orð
eða 1.500 slög (með bilum) en
það eru um 50 línur í blaðinu (17
dálksentimetrar). Tilvitnanir í
sálma eða ljóð takmarkast við
eitt til þrjú erindi. Einnig er
hægt að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5–15 lín-
ur, og votta virðingu án þess að
það sé gert með langri grein.
Greinarhöfundar eru beðnir að
hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.
Frágangur
minning-
argreina