Morgunblaðið - 17.02.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.02.2003, Blaðsíða 11
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2003 11 MILLJÓNIR manna tóku um helgina þátt í mótmælum í um 60 löndum vegna hugsanlegs stríðs gegn Írak og er talið að aldrei hafi jafn- margt fólk tekið þátt í aðgerðum af þessu tagi samtímis. Víða var gerð hörð hríð að George W. Bush Banda- ríkjaforseta og Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, og þeir sagðir samviskulausir stríðsæsingamenn sem vildu öllu fórna til að komast yfir olíulindir Íraka. Bush var sagður hættulegur „kúreki“ og Blair „kjölt- urakki“ hans. Fjölmenn mótmæli voru sums staðar í ríkjum araba, með- al annars í Líbanon, Sýrlandi og Írak. Um 3.000 arabar og Ísraelar gengu auk þess saman í Tel Aviv og mót- mæltu stríði. Víðast hvar fóru mótmælin frið- samlega fram en í Aþenu beitti lög- regla táragasi á laugardag gegn nokkur hundruð stjórnleysingjum er brutu rúður og fleygðu bensín- sprengju að skrifstofu fréttablaðs. Settur var upp mikill borði á vegg Akrópólis-hæðarinnar og á honum stóð: „Atlantshafsbandalagið, Banda- ríkin og Evrópusambandið jafngilda stríði.“ Í New York voru um 50 manns handteknir og átta lögreglumenn slösuðust, einn þeirra er hann var felldur af hesti sínum og barinn, að sögn talsmanns lögreglunnar. Á föstudag komu yfir hundrað þús- und manns saman í Melbourne í Ástr- alíu en einnig tók fjöldi fólks þátt í mótmælum í Sydney og höfuðborg- inni, Canberra, á laugardag og sunnu- dag. Mest var umfangið á laugardeg- inum víða um heim, þá taldi lögregla að allt að milljón manna hafi gengið um götur Rómar og var Silvio Berlus- coni forsætisráðherra hart gagnrýnd- ur fyrir stuðning við stefnu Banda- ríkjanna gagnvart Írak. „Menn berjast ekki gegn hryðjuverkum með fyrirbyggjandi hernaði. Menn berjast gegn hryðjuverkum með því að skapa meira réttlæti í heiminum,“ sagði 56 ára gamall karlmaður, Tommaso Palladini, frá Mílanó. Eingöngu olíuhagsmunir Litlu færri voru á fundinum í Hyde Park í London, um 750 þúsund að sögn lögreglu en þar fór Ken Living- stone borgarstjóri hörðum orðum um Bush, að sögn Aftenposten. „Breska þjóðin sættir sig ekki við að hún sé notuð til að styðja bandarísku ríkis- stjórnina, stjórn sem er spilltari og hallari undir kynþáttahatur en þekkst hefur þar í landi í meira en 80 ár,“ sagði Livingstone. Hann sagði að stríð gegn Írak myndi einvörðungu snúast um olíuhagsmuni; Bush forseti hefði aldrei hirt neitt um mannrétt- indi. Aðalræðumaður dagsins var bandaríski stjórnmálamaðurinn Jesse Jackson sem sagði m.a. að ekki væri „of seint að stöðva þetta stríð“. Skipuleggjendur í London og á fleiri stöðum sögðu að þátttakendur hefðu verið mun fleiri en fram kom í ágisk- unum lögreglunnar. Á Spáni fóru milljónir manna út á göturnar í meira en 50 borgum og bæjum, þar af voru yfir 660.000 í Madrid og enn fleiri í Barcelona. Mun ekki hafa verið efnt til jafnfjölmennra útifunda á Spáni síðan einræðisherr- ann Francisco Franco lést árið 1975 en þá krafðist almenningur lýðræðis. Um hálf milljón manna tók þátt í aðgerðunum í Berlín þar sem gengið var frá Alexanderplatz um Branden- borgarhliðið yfir að Sigursúlunni þar sem fólkið sameinaðist annarri göngu frá Kurfürstendamm. Meðal göngu- manna var forseti þingsins, Wolfgang Thierse og nokkrir ráðherrar. Sumir ræðumenn réðust harkalega á Bush og kölluðu hann „fasista-kúreka“. Yf- ir 100.000 voru á útifundum í París á laugardag og þátttakendur í báðum höfuðborgunum hylltu ráðamenn landa sinna fyrir að styðja ekki stefnu Bush í Íraksmálunum. Um 70.000 mótmæltu í Amsterdam í Hollandi og nokkru færri í Brussel. Þátttakendur voru um 60.000 i Ósló, 35.000 í Stokkhólmi, 25.000 í Kaup- mannahöfn og um 80.000 í Dublin. Um 5.000 manns komu saman á mót- mælafundi í Tókýó í Japan, mótmæl- endur í Seoul í Suður-Kóreu líktu Bush við hryðjuverkamann, í Malasíu voru bornar myndir af honum með gular eldflaugar í stað tanna. Lögregla taldi að um 100.000 manns hefðu gengið um götur New York og safnast saman við aðalstöðv- ar Sameinuðu þjóðanna á Manhattan en skipuleggjendur giskuðu á að þátt- takendur hefðu verið á bilinu 375.000 til 500.000. Miklar öryggisráðstafanir voru í borginni vegna ótta við hryðju- verkaárásir. Borin voru spjöld í göng- unni þar sem m.a. stóð: „Ekkert blóð fyrir olíu.“ Mannréttindafrömuðir á borð við Desmond Tutu, erkibiskup í Höfðaborg í Suður-Afríku, fluttu ávörp og mikið bar á frægu fólki úr listum og afþreyingarframleiðslu. „Þótt menn eigi stærstu byssurnar er ekki þar með sagt að þeir verði að nota þær,“ sagði Martin Luther King þriðji, sonur samnefnds baráttu- manns fyrir réttindum blökkumanna er myrtur var á sjöunda áratugnum. Við ræðustólinn var geysistór borði með áletruninni „Heimurinn vill ekki stríð“. Sums staðar sáust að sögn breska ríkisútvarpsins BBC spjöld þar sem Frökkum og Þjóðverjum var þakkað fyrir að snúast gegn stefnu Bush. Tugþúsundir manna tóku auk þess þátt í mótmælum í Los Angeles og fleiri borgum í Bandaríkjunum. Milljónir manna mótmæltu áformum um stríð Þátttakendur í New York þökkuðu Frökkum og Þjóðverjum fyrir að snúast gegn stefnu Bush Mörg hundruð þúsund manns tóku þátt í mótmælunum í Berlín á laugar- dag. Hér sést mannfjöldinn á leið um Brandenborgarhliðið. Reuters Andstæðingur stríðs á fundinum í Hyde Park í London með Bush- grímu og blóði drifna brúðu. New York, London, París, Róm, Sydney. AP, AFP. Bin Laden hæðir Bush Kaíró. AP. FJÖLMIÐLAR í arabaríkjunum birtu í gær ný ummæli sem höfð eru eftir Osama bin Laden, leiðtoga al- Qaeda-samtakanna og sögð vera á 53 mínútna hljóðupptöku sem að hluta var skýrt frá þegar á fimmtudag. Bin Laden segir þar að George W. Bush Bandaríkjaforseti sé „heimskur“ og hægt sé að sigra Bandaríkjamenn með því að ráðast á herstöðvar þeirra í öðrum löndum. Þá muni þeir gefast upp. Upptakan er mjög óskýr en hún hefur verið sett á Netið og blaðið al- Hayat í Kaíró birti ummælin í gær. Bin Laden segir það ætlun Bush að láta Ísrael leggja undir sig stór svæði í Írak og Egyptalandi, einnig Sýrland, Líbanon, Jórdaníu og alla Palestínu „auk hluta af landi heilögu moskanna [Sádi-Arabíu]“. Hann gagnrýnir hart leiðtoga Sádi-Arabíu og fleiri arabaríkja fyrir meintan undirlægjuhátt gagnvart Bush. Þjóðverjum hótað? BRESKA dagblaðið The Observer sagði í gær að Bandaríkjamenn ætl- uðu að refsa Þjóðverjum fyrir baráttu þeirra gegn stefnu George W. Bush forseta í Íraksmálunum. Þeir hygðust kalla burt alla bandaríska hermenn, um 71.000 manns, sem nú hafa bæki- stöðvar í Þýskalandi. Blaðið hefur eftir heimildarmanni sínum í Washington að Donald Rums- feld, varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, hafi rætt þessi mál á fundi hátt- settra manna í varnarmála- ráðuneytinu, Pentagon, í liðinni viku. Rumsfeld vill að sögn The Observ- er að bandaríska herliðið verði flutt til grannlanda eins og Póllands og Tékk- lands eða annarra Evrópulanda sem hafa stutt stefnu Bandaríkjastjórnar í deilunni við Íraka. Nýlega skýrði bandarískur yfir- maður herafla Atlantshafsbandalags- ins frá því að ætlunin væri að fækka verulega bandarískum hermönnum í Þýskalandi og væri þetta liður í því að gera heraflann sveigjanlegri. Papadopoul- os vann Nikosiu. AFP. TASSOS Papadopoulos, 69 ára gamall vinstrisinni, sigraði í for- setakosningum grískumælandi Kýpurbúa í gær, fékk rúman helming atkvæða. Fráfarandi forseti, Glafcos Clerides, fékk tæp 39%, aðrir minna. Helsta verkefni Papado- poulos verður að semja við Kýp- ur-Tyrki til að landið geti fengið aðild að Evrópusambandinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.