Morgunblaðið - 17.02.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.02.2003, Blaðsíða 27
                                                                       !" "#$%  &'() * # "  **# +"*  !" "#$%  , *  +#-.  " '(  ' -( " .  " /0 1**#2$  '#, 3##) "#$4*" '$ !  0# * +  56##  . 0*) 78 "8 3 # 9"8 .:"* --; <.=$0 #> . =$7"*: * 9?#9 %"*=;- 9*(+ )# "  "- '3- ;@  "-  "- ' A ' A ' A ' A  1*" B# 2 ' A '3- ;@ ' A '3- ;@  "-  "- ' A ' A '3- ;@ '3- ;@ ' A      '@** # -  +")$A - #  1 * 0=& * ' A"  * 7 (   % )  ':  >   TEIKNIMYNDIN Villti folinn (Spirit: Stallion of Cimarron) kom út á mynddiski fyrir skömmu og kemur nú á stökki inn á listann yfir þá sem seldust best í síðustu viku. Þessi hugljúfa teiknimynd, gerð af hinum sömu og færðu okkur Shrek, sem vel að merkja er í 11. sæti listans, situr nú í 2. sæti og velgir toppmyndinni, viðhafnarútgáfunni á Föruneyti hringsins, rækilega undir uggum. Villti folinn segir sögu hests og baráttu hans fyrir frelsinu á tímum landnámsins í Norður-Ameríku. Teikningar þykja með afbrigðum vel lánaðar og myndin er líka býsna óvenjuleg fyrir þær sakir að þótt fol- inn sé sögumaður þá tala engin dýr í myndinni. Það má því segja að myndirnar sjái um að tala, sem hent- ar einkar vel yngstu áhorfendunum. Þrjár myndir koma beint inn á sölulistann, tvær spánnýjar og ein endurkoma. Sjónvarpsþættirnir Futurama, gerðir af Matt Groening, höfundi Simpson-fjölskyldunnar, eru greinilega vinsælir því önnur þáttaröðin, sem var að koma út á mynddiski, fer beint í 5. sæti. Mynd- diskurinn með safni myndbanda U2 frá árunum 1990–2000 hefur notið töluverðra vinsælda síðan hann kom út skömmu fyrir jólin síðustu og kemur nú aftur inn á lista í 16. sæti. Í 17. sæti kemur svo nýr inn mynd- diskurinn með Monty Python-mynd- inni The Holy Grail, eða Rugluðu riddararnir, eins og myndin var köll- uð þegar hún var sýnd hér á sínum tíma. Athyglisverður diskur og upp- fullur af aukaefni. Söluhæstu mynddiskar landsins Villti folinn stekkur af krafti í ann- að sæti mynddiskalistans. Villti folinn þjarm- ar að Hringnum MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2003 27 Nýr og betri Búðu þig undir D-daginn 28. febrúar Hverfisgötu  551 9000  kvikmyndir.com GRÚPPÍURNAR Sýnd kl. 5.30. SV. MBL HK DV ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com Tilnefningar til Óskars- verðlauna þ. á. m. besta mynd 13 Frábær svört kómedía með stór leikurunum Jack Nicholson og Kathy Bates sem bæði fengu tilnefningar til Óskarsverðlauanna í ár fyrir leik sinn í myndinni. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 6, 7.30, 9 og 10.30. B.i. 12. 6 Tilnefningar til Óskarsverðlauna þ. á. m.Salma Hyaek sem besta leikona í aðalhlutverki Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i 12. Tilnefningar til Óskarsverðlauna: Aðalhlutverk karla: Jack Nicholson. Aukahlutverk kvenna: Kathy Bates.2 Sýnd kl. 4. Sýnd kl. 8 og 10.15 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15. Búðu þig undir D-daginn 28. febrúar Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 4 og 6. ísl. tal. Miðaverð 400 kr. Frábær svört kómedía með stór leikurunum Jack Nicholson og Kathy Bates sem bæði fengu til- nefningar til Óskarsverð- lauanna í ár fyrir leik sinn í myndinni. SV. MBLKvikmyndir.com HK DV Tilnefningar til Óskarsverð- launa þ. á. m. besta mynd13 Tilnefningar til Óskarsverðlauna: Aðalhlutverk karla: Jack Nicholson. Aukahlutverk kvenna: Kathy Bates.2 Stórskemmtileg teiknimynd eftir frábærri sögu Astrid Lindgren. EINHVER magnaðasti mynd- diskapakki sem fáanlegur er hér- lendis er þriggjadiska pakki með öll- um Aftur til framtíðar-myndunum óborganlegu. Við erum ekkert að tala um neitt venjulegan pakka hér því auk þess að innihalda sjálfar myndirnar þrjár í nýrri og betri út- gáfu, þá hefur hann að geyma hvorki meira né minna en 10 klukkustundir af aukaefni. Það var aldrei nein spurning hvort fyrsta myndin ætti eftir að slá í gegn þegar hún var frumsýnd 1985. Hug- myndin, að senda skólastrák aftur í tímann þar sem hann lendir í að þurfa að koma foreldrum sínum saman svo hann og systkini hans hverfi ekki, var skotheld og einhver sú útpældasta sem fram hafði komið í háa herrans tíð. Og ekki áttu höfð- ingjarnir sem að myndinni stóðu eft- ir að klúðra henni, Robert Zemeckis, sem þá var nýbúinn að gera smellinn Romancing The Stone, í leik- stjórastólnum og Steven Spielberg framleiðandi. Það er mögnuð stað- reynd að á tímabili leit út fyrir að myndin yrði aldrei gerð, vegna þess að það hafði enginn stjóranna í Hollywood trú á hugmyndinni, ekki fyrr en Spielberg heyrði hana. Og það var þessum stórhuga félögum líkt að taka sig síðan til og gera, fyrstir allra í bíósögunni, tvær fram- haldsmyndir í einu, sem voru síðan frumsýndar með hálfsárs millibili, jólin 1989 og sumarið 1990. Það er skemmst frá að segja að þríleikur þessi hefur nákvæmlega ekkert elst, er ennþá jafnhug- myndaríkur og ferskur, en þó fyrst og síðast stórskemmtilegur – þannig að tvímælalaust er um að ræða best heppnuðu ævintýramyndir sem Hollywood hefur getið af sér. Það sem síðan gerir mynddiskana ennþá eigulegri er að það virðist vera hægt að horfa á myndirnar endalaust oft, aldrei fær maður leið á þeim. Og svo er það aukaefnið á mynd- diskunum. Það er náttúrlega ekki nema fyrir forfallna aðdáendur að ætla sér að eyða 10 tímum í að horfa á viðtöl og annað ítarefni um ein- hverjar bíómyndir, en þessir for- föllnu er einmitt mjög margir í tilfelli Aftur til fortíðar-myndanna, en þær hafa notið mikilla og jafnra vinsælda allt síðan þær komu út. Fyrir þá ætti allt aukaefnið að vera himnasending. Pakkinn er þannig gerður að auka- efninu er skipt í þrennt, fyrir hverja mynd. Með öllum myndum er ný og athyglisverð heimildarmynd um gerð myndarinnar, baktjaldaatrið- um og viðtölum við leikara og töku- lið. Einnig fylgja þeim öllum óborg- anleg atriði sem klippt voru burt, vegna mistaka, eða einfaldlega vegna þess að þau voru ekki talinn hentug, fyrir eina eða aðra ástæðu. Spjall leikstjórans Zemeckis og meðhöfundar hans Bobs Gales sem hægt er að hlýða á á meðan myndin er í gangi er og mjög fróðlegt. Þar fær maður loks botn í ýmsar sögur sem á kreiki hafa verið í kringum myndirnar, eins og t.d. hvers vegna hætt var skyndilega við að láta Eric Stoltz leika hlutverk Marty McFlys og hvers vegna Crispin Glover, sem leikur George McFly, kemur svo lít- ið við sögu í framhaldsmyndunum. Ennþá skemmtilegra er þó að horfa á myndina með skriflegum útskýr- ingum sem dúkka upp, líkt og í tón- listarþættinum vinsæla Pop-up Vid- eo á VH1 tónlistarstöðinni. Þar koma fram ótrúlegustu staðreyndir. Einnig er meðal aukaefnis að finna upprunalegu auglýsingastikl- urnar, handritsrissur, ljósmyndir og tónlistarmyndbönd. Allar eru myndirnar með breið- tjaldsvalmöguleika og dts- heimabíókerfi. Marty McFly kennir ungviði 6. áratugar síðustu aldar hvernig rokka á eins og Eddie Van Halen. Aftur og aftur til framtíðar Back to the Future – Trilogy fæst hjá öllum helstu mynd- diskasölum á landinu. Skarphéðinn Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.