Morgunblaðið - 17.02.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.02.2003, Blaðsíða 15
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2003 15 Heimsferðir stórlækka verðið til Barcelona Heimsferðir fagna nú ellefta árinu sem fyrirtækið býður beint flug til Barcelona, þessarar menningarhöfuðborgar Spánar, en Heimsferðir voru fyrstar til að bjóða beint flug til þessara fögru borgar. Hún er vettvangur fyrir lífskúnstnera því hér er að finna ótrúlegt úrval listasafna, veitingastaða, fagurra garða, iðandi mannlífs jafnt að nóttu sem degi, frægustu veitingastaði og skemmtistaði Spánar, tónlistarlíf í blóma og síðast en ekki síst, frábært veðurfar. Heimsferðir bjóða vikuleg flug til Barcelona í allt sumar og þjónustu íslenskra fararstjóra á meðan á dvölinni stendur. Lægsta verðið til Barcelona í sumar 27.062 kr. með Heimsferðum Beint flug alla fimmtudaga í sumar Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 27.062 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, 22. maí. Flugsæti til Barcelona með sköttum. Verð kr. 57.750 M.v. 2 í herbergi, Aragon í Barcelona. Vikuferð með morgun- verð. Skattar innifaldir. 5. júní. Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 49.550 M.v. 2 í herbergi, Hotel Samba, Lloret de Mar. Vikuferð með fullu fæði. Skattar innifaldir. 5. júní. Lægsta verðið til Barcelona Nýir gistivalkostir í: · Sitges · Salou · Lloret de Mar NÚVERANDI ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokkinn í broddi fylkingar státar sig af því að leggja áherslu á að draga úr umsvifum ríkisins og auka svigrúm einstaklinga til nýsköpunar og atvinnurekstrar. Hvert landsþing Sjálfstæðisflokksins eftir annað sam- þykkir ályktanir í þessa veru og ný- lega samþykkti ríkisstjórnin nýja inn- kaupastefnu ríkisins sem endurspeglar þessar áherslur Sjálf- stæðisflokksins. Á sama tíma og ríkisstjórnin gefur út glæsilegan bækling og kynnir hina nýju innkaupastefnu sína stendur fjármálaráðuneytið fyrir „nýsköpun“ í sínum rekstri í beinni samkeppni við starfandi fyrirtæki á hinum frjálsa markaði, algjörlega í blóra við inn- kaupastefnu ríkisstjórnarinnar svo ekki sé nú talað um stefnu Sjálfstæð- isflokksins. Vorið 2002 hóf fjármálaráðuneytið rekstur starfatorg.is. Starfatorg.is er auglýsingavefur fyrir laus störf hjá ríkinu. Þar eiga allar ríkisstofnanir að auglýsa laus störf og greiða ekkert fyrir. Fjármálaráðuneytið auglýsir síðan í Morgunblaðinu fyrir háar fjár- hæðir hvaða laus störf er að finna á starfatorg.is. Að sögn ráðuneytisins kostar uppsetning og rekstur auglýs- ingavefjarins „nánast ekkert“, vegna þess að starfsmenn þess vinni störf vegna starfatorg.is í hjáverkum með öðrum störfum. Starfatorg.is er í beinni samkeppni við auglýsingavefinn job.is sem hleypt var af stokkunum um mitt ár 1999. Viðskiptahugmynd job.is er að vefurinn sé markaðstorg atvinnu- markaðarins þar sem aðilar vinnu- markaðarins, bæði einstaklingar og atvinnurekendur, mætast. Markmið stofnanda var að ná góðri markaðs- stöðu á innanlandsmarkaði og fikra sig síðan inn á erlenda markaði með stöðugri þróun þjónustunnar. Tekjur job.is koma nær eingöngu frá starfs- auglýsingum fyrirtækja. Árið 2001 var unnið að endurhönnun kerfisins og þjónustunnar í ljósi reynslunnar og í ársbyrjun 2002 var nýjum vef hleypt af stokkunum. Þróunarkostn- aður fyrirtækisins er orðinn mjög mikill og mun örugglega verða það áfram ef það fær svigrúm til að lifa og þróast. Hönnun vefjarins hefur ekki síst haft að leiðarljósi að auðvelda stórum fyrirtækjum, ríki og sveitar- félögum að auglýsa laus störf eins lengi og þeim hentar í öflugum miðli sem er notaður af meirihluta þeirra sem vilja fylgjast með atvinnumark- aði. Job.is hefur þegar náð mjög góðum árangri, sérstaklega meðal einstak- linga. Í dag hafa nálægt 12.000 manns umboðsmann á job.is til að fylgjast með atvinnumarkaðinum og senda sér auglýsingar um áhugaverð störf. Undanfarnar vikur hafa allt að 8.000 einstaklingar heimsótt vefinn einu sinni eða oftar á viku. Auglýsingar á job.is hafa undantekningarlítið skilað auglýsendum fjölda umsókna frá mjög hæfu fólki. Job.is sendi erindi til Samkeppn- isstofnunar vegna þessarar óvæntu og ósanngjörnu samkeppni frá ráð- herra Sjálfstæðisflokksins. Kæran gekk út á það að fjármálaráðuneytið væri með aðgerðum sínum að beita ósanngjörnum viðskiptaháttum við að útiloka job.is frá stórum hluta mark- aðarins með því að skylda ríkisstofn- anir til að auglýsa á starfatorg.is, end- urgjaldslaust, þrátt fyrir umtalsverðan (a.m.k. auglýsinga) kostnað ráðuneytisins við rekstur Starfatorgsins. Niðurstaða Sam- keppnisstofnunar er vægast sagt grátbrosleg. Annaðhvort hlýtur stofnunin að hafa orðið fyrir einhvers- konar þrýstingi vegna þessa máls eða slæm gloppa er í samkeppnislögum, nema hvorttveggja sé. Samkeppnis- stofnun kemst að þeirri niðurstöðu „að fjármálaráðuneytið hafi ekki í máli þessu haft með athöfnum sínum skaðleg áhrif á samkeppni“. Rök- semdafærslan er undarleg. „Upplýs- ingamiðlun Starfatorgs, sem innt er af hendi fjármálaráðuneytinu, fer fram án endurgjalds enda er henni ætlað að þjóna eigin þörfum ráðu- neyta og ríkisstofnana.“ Sem sagt, vegna þess að þjónusta er ókeypis hefur hún ekki skaðleg áhrif á sam- keppni og fellur ekki undir gildissvið samkeppnislaga! Okkur þætti fróð- legt að heyra álit aðila í viðskiptalíf- inu, fræðimanna og alþingismanna á þessum skilningi Samkeppnisstofn- unar á samkeppni og aðgerðum sem skaða hana. Það er von okkar að fjármálaráð- herra og starfsmenn fjármálaráðu- neytisins viðurkenni að þeim hafi yf- irsést hvað markaðurinn er að gera og hætti þessum rekstri. Þetta er prinsippmál, mál sem sýnir í hnot- skurn hvort Sjálfstæðisflokkurinn er samkvæmur sjálfum sér. Við skorum á sjálfstæðismenn sem eru trúir stefnu flokksins að taka þetta mál upp á komandi flokksþingi. „Nýsköpun“ fjármála- ráðherra í ríkisrekstri! Eftir Guðjón Guðmundsson og Kolbein Pálsson „Starfatorg.is er í beinni samkeppni.“ Guðjón er rekstrarráðgjafi og höfundur job.is og Kolbeinn er framkvæmdastjóri job.is. Kolbeinn Pálsson Guðjón Guðmundssson NÝLEG úthlutun á svo kölluðum byggðakvóta sjávarútvegsráðherra ætluðum til þess að rétta hag byggða, fyrirtækja og fólks í hinum dreifðu byggðum er nú nýlokið. Vægt til orða tekið varð mörgum brugðið og enn öðrum ofbauð með þessum gerðum. Þær sýna það og sanna enn einu sinni að fiskveiðistjórnunarkerfið sem við búum við er ranglátt og handónýtt stjórnkerfi. Það er í höndum manna sem eru búnir að gera það enn verra en upphaflega var sáð til með póli- tískum og heimskulegum ráðstöfun- um allt frá því að farið var að stjórna fiskveiðum á þann hátt sem nú er. Ég get nefnt dæmi þessu til sönn- unar: Til Kópaskers við Öxarfjörð var úthlutað 53 þorskígildistonnum. Frá Kópaskeri eru gerðir út fjórir smábátar, þar af þrír sem stunda ein- göngu árstíðabundnar grásleppu- veiðar eins og lög gera ráð fyrir. Þessir þrír grásleppubátar sendu all- ir inn umsóknir um hlut úr „ráð- herrakvótanum,“ þar sem þeir fá allt- af einhvern meðafla af þorski í net sín en eru kvótalausir og geta ekki sam- kvæmt lögum stundað þessar veiðar nema afla sér þorskkvóta. Fjórði bát- urinn hefur stundað handfæra- og línuveiðar frá Kópaskeri mörg und- anfarin ár og landað afla sínum þar eins og fyrr greindu bátarnir, en bol- fiskaflinn hefur farið til vinnslu í föst- um viðskiptum til næst liggjandi fisk- vinnslustöðvar G.P.G. á Húsavík. Handfæra- og línubáturinn er með mjög litlar aflaheimildir og hefur þurft að leigja til sín viðbótarafla- heimildir á liðnum árum. Það hefði því verið kærkomið fyrir útgerð þess báts, svo og fyrrnefndu bátanna, að fá einhverja úthlutun úr „ráðherra- kvótanum.“ Allar fjórar útgerðirnar fengu stutt og laggott svar án nokk- urra skýringa: Umsókn yðar var synjað. Hver fékk svo úthlutunina? Jú, út- gerð Hólmsteins Helgasonar ehf. á Raufarhöfn fékk öll 53 tonnin fyrir rækjubát sinn Viðar ÞH, sem hefur stundað rækjuveiðar í Öxarfirði und- anfarin ár. Viðar ÞH er með 50% aflaheimilda rækju úr Öxarfirði (einn þriggja báta með einkaleyfi til rækju- veiða úr Öxarfirði). Rækjubátar sem veitt hafa í Öxarfirði hafa fengið út- hlutað umtalsverðum kvóta í bolfiski vegna samdráttar í rækjuveiðum undanfarin ár. Það er athyglivert að nefnd útgerð H.H. ehf. og bátur fluttu lögheimili sitt frá Raufarhöfn til Kópaskers í október á s.l. ári. Þá var vitað að til þessarar úthlutunar kæmi. Tilviljunarkennt ekki satt? Fleiri dæmi er hægt að nefna s.s. eins og frá Hrísey. Þar fékk fyrirtæki í fiskvinnslu og veiðum sem sér fjölda manns fyrir tryggri vinnu á staðnum örfá tonn á sama tíma og rækjuveiði- skip á staðnum sem landar afla sínum annars staðar fékk allt að 100 tonn í úthlutun. Er ekki orðið tímabært að þeir sem með valdið fara og hafa stjórnað og eru höfundar þeirrar hrollvekju sem hið svo kallaða fisk- veiðistjórnunarkerfi er, fari að hvíla sig og leita á önnur mið með þetta kerfi sem þeir dá svo mjög og halda vart vatni eða vindi yfir. Ég hygg að þeir mættu vara sig meðal margra þjóða ef eins illa tækist til og hér hef- ir tekist í fjölda ára, ef þeim tækist að troða þessu stjórnkerfi einhvers staðar til framkvæmda. Víða úti í hin- um stóra heimi er brugðist mun harkalegra við og refsingar við alls konar mistökum fljótvirkari og hrottalegri en hér tíðkast. Minnis- varði auðlindastefnu núverandi stjórnvalda verður ömurlegur. „Ráðherrakvóti“ hinna útvöldu Eftir Pétur Geir Helgason Höfundur er sjómaður. „Minnis- varði auð- lindastefnu núverandi stjórnvalda verður ömurlegur.“ ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.