Morgunblaðið - 17.02.2003, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
Smáralind - Glæsibæ
UM 160 björgunarsveitarmenn á höf-
uðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Suður-
landi og víðar, voru kallaðir út á 26 jepp-
um til að vera í viðbragðsstöðu vegna
slæmrar veðurspár fyrir síðari hluta
dagsins í gær, auk björgunarstarfs sem
unnið var að. Minna varð úr veðrinu en
reiknað var með og voru sveitirnar send-
ar heim fyrir kvöldmat. Veðurstofan spá-
ir áframhaldandi hvassviðri næstu daga.
Veðurstofan spáði því að enn hvassara
yrði um stuttan tíma um miðjan dag. Sam-
kvæmt upplýsingum Björns Sævars Ein-
arssonar, veðurfræðings á Veðurstofunni,
náði meginvindstrengurinn hins vegar
ekki upp á suðvesturhluta landsins eins
og búist hafði verið við.
Þakplötur fuku
Þótt minna hafi orðið úr veðrinu en
reiknað var með urðu einhverjar
skemmdir á eignum víða um land. Mest
var um að þakplötur byrjuðu að fjúka af
húsum og loftnet að brotna. Klæðning
flettist af veginum í Breiðdal í Önund-
arfirði.
Flug raskaðist vegna hvassviðrisins.
Innanlandsflug lá niðri þar til um kvöld-
mat. Þrjár þotur Flugleiða gátu ekki lent
á Keflavíkurflugvelli í gærmorgun en
stöldruðu við á Egilsstöðum og Akureyri
þar til skilyrði bötnuðu í Keflavík.
Suðlægar áttir verða áfram, samkvæmt
upplýsingum Veðurstofunnar, mishvassar
eftir dögum og landshlutum. Í dag er
spáð 15–23 metra vindi á sekúndu. Hvass-
ast verður suðvestantil um morguninn en
austanlands upp úr hádegi. Rigning eða
slydda með köflum, en talsverð rigning á
Suðausturlandi með morgninum.
Meginvindstrengurinn fór
hjá suðvesturhorninu
160 björgun-
arsveitar-
menn í við-
bragðsstöðu
BIRGITTA Haukdal og Hall-
grímur Óskarsson stóðu uppi sem
sigurvegarar forkeppni Söngva-
keppni evrópskra sjónvarps-
stöðva sem haldin var í troðfullu
Háskólabíói á laugardagskvöldið.
Sigurlagið heitir „Segðu mér
allt“ en í öðru sæti varð Botn-
leðja með lagið „Eurovísa“ og í
þriðja sæti varð Þórey Heiðdal
með lagið „Sá þig“. „Þetta var
rosalega gaman og alveg ótrú-
legt hvað það var mikil stemmn-
ing í salnum,“ segir Birgitta og
bætir við: „Ég held ég hafi samt
aldrei verið jafnstressuð á æv-
inni.“
Evrópusöngvakeppnin fer
fram í Riga í Lettlandi í lok maí
nk. og þar mun Birgitta syngja
sigurlagið. Ekki hefur verið
ákveðið hvort lagið verður sung-
ið á íslensku eða ensku í Riga.
„Ég ætla að taka þessu eins og
því stóra ævintýri sem þetta er:
fara og gera mitt allra besta.“
Morgunblaðið/Kristinn
„Aldrei verið jafnstressuð“
Stefnan að…/28
HEILDARVELTA Íslenskr-
ar getspár og Íslenskra get-
rauna nam samtals rúmlega
2,2 milljörðum króna á árinu
2002, samkvæmt fyrirliggj-
andi bráðabirgðatölum. Árið
áður var heildarvelta þessara
félaga tæplega 1,6 milljarðar
króna og er veltuaukningin
tæp 30% á milli ára. Hagnað-
ur Íslenskrar getspár á síð-
asta ári nam um 550 milljón-
um króna og hagnaður
Íslenskra getrauna var um 70
milljónir króna á árinu.
Bergsveinn Sampsted,
framkvæmdastjóri félaganna
beggja, sagði að síðasta ár
hefði verið mjög gott og eitt
hið stærsta í sögu þeirra.
Hann sagði að helsta skýring-
in á veltuaukningunni væri sú
að vinningarnir væru mun
hærri en áður. „Við byrjum
vikuna í þremur milljónum
króna í lottóinu en upphæð
vinningspottanna er nú að
hlaðast upp mun fyrr. Þegar
við svo settum metið í apríl á
síðasta ári, þegar sjöfaldur
fyrsti vinningur fór í rúmar 80
milljónir króna, fóru hjólin
virkilega að snúast. Aukin
þátttaka hækkar vinninga og
fréttir af stórum vinningum
kalla á enn frekari þátttöku.“
Bergsveinn sagði að ekki
væri hægt að merkja það sér-
staklega að fólk sækti frekar í
happdrætti þegar samdráttur
væri í þjóðfélaginu. „Við urð-
um ekki varir við samdrátt í
„góðærinu“ þannig að ég held
að það séu fyrst og fremst
vinningarnir sem heilla.“
40 milljónamæringar í
lottóinu á síðasta ári
Auk stóra vinningsins í apr-
íl fór fyrsti vinningur einu
sinni yfir 45 milljónir króna og
tvisvar yfir 30 milljónir króna.
Heildarfjöldi milljónamær-
inga í lottóinu frá upphafi er
kominn yfir 800, þar af voru
þeir 40 á síðasta ári.
Áskrift að lottóinu nýtur
vaxandi vinsælda og eru
áskriftir nú yfir 11.000 talsins.
Bergsveinn sagði að getraun-
ir, 1X2 og Lengjan hefðu
einnig sótt í sig veðrið og þá
sérstaklega gagnvart enska
boltanum, sem nýtur gríðar-
legra vinsælda hér á landi.
Hagnaður Íslenskrar get-
spár skiptist milli eigenda fé-
lagsins en það er í eigu
Íþróttasambands Íslands
(46,67%), Öryrkjabandalags
Íslands (40%) og Ungmenna-
félags Íslands (13,33%).
Hagnaði Íslenskra getrauna
er dreift í gegnum áheitakerfi
til félaganna í landinu.
Heildarsala á Lotto 5/38
nam um 1.250 milljónum
króna á árinu 2002, sala á Vík-
ingalottó um 438 milljónum
króna og á Jóker um 127 millj-
ónum króna. Sala á Lengjunni
nam um 244,5 milljónum
króna, getraunaseðlum vegna
enska boltans um 148 milljón-
um króna og ítalska boltans
um 32 milljónum króna.
Veltan jókst um
30% á milli ára
Hagnaður af
lottói og get-
raunum um
620 milljónir
króna í fyrra
FJÓRIR af hverjum tíu
kjósendum sem segjast
styðja Samfylkinguna
núna kusu aðra flokka í
þingkosningum fyrir
tæpum fjórum árum.
Þetta kemur m.a. fram í
skoðanakönnun Félags-
vísindastofnunar Háskóla
Íslands, sem gerð var
fyrir Morgunblaðið dag-
ana 6. til 10. febrúar sl.
Er þarna eingöngu
verið að vísa til þeirra
stuðningsmanna Sam-
fylkingar nú er gefa upp
flokka sem þeir kusu í síð-
ustu kosningum, ekki
þeirra sem gefa ekki upp
afstöðu, höfðu ekki kosn-
ingarétt, kusu ekki eða
skiluðu auðu. Samkvæmt
þessu styðja 58% stuðn-
ingsmanna Samfylkingar
nú sama flokk og þeir kusu
fyrir fjórum árum, 18%
kusu þá Sjálfstæðisflokk-
inn, 13% kusu Framsókn-
arflokkinn, 8% Vinstri
græna og 3% aðra flokka.
Könnun Félagsvísinda-
stofnunar leiðir ennfremur
í ljós að karlmenn styðja
frekar Sjálfstæðisflokkinn
en aðra flokka og Samfylk-
ingin nýtur stuðnings
flestra kvenna. Sjálfstæðis-
flokkurinn nýtur mests
stuðnings meðal yngstu
kjósendanna en Samfylk-
ingin er efst á blaði í öðr-
um aldurshópum.
Samkvæmt könnuninni
ætlar tæpur helmingur
kjósenda Framsóknar-
flokksins árið 1999, eða
45,9%, að kjósa flokkinn
nú. Sama hlutfall hjá öðr-
um flokkum er tæp 80%
hjá Samfylkingu, tæp
70% hjá Sjálfstæðis-
flokki, 43,2% hjá Vinstri
grænum og 43,8% hjá
Frjálslynda flokknum.
Gera verður þann fyrir-
vara við þessar tölur að
þrátt fyrir stórt úrtak, um
1.200 manns, verður óvissa
meiri og vikmörk hærri
þegar úrtakið er brotið nið-
ur í smærri hópa með þess-
um hætti. Tölurnar gefa þó
ákveðnar vísbendingar um
hvernig landið liggur.
Fylgjendur Samfylkingar í nýrri könnun
Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands
18% kusu Sjálf-
stæðisflokk síðast
)*,
&'+
,-
./01
2
=' 5
9< ,
", 3*,
34,
*,
Tæpur helmingur/6